Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.2001, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.2001, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 30. JÚLÍ 2001 Fréttir I>V Árni Mathiesen býður smábátasjómönnum skýra kosti: Sáttatillögur eða engu verði breytt - kvótasetning smábáta veldur uppsögnum DV-MYND GUÐMUNDUR SIGURÐSSON Smábátasjómaður á Rateyri Hálfdán Kristjánsson hefur um langt skeiö teklö þátt í baráttu smábátasjómanna fyrir vestan. Margir trillukarlar telja sér vera stillt upp fyrir aftöku meö kvótasetningu smábáta sem tekurgildi í byrjun september. Ámi Mathiesen sjávarútvegsráð- herra segist vilja heyra frá smábátasjó- mönnum ef þeir vilji fara miðlunar- leiðina í smábátamálinu og fá þannig 1500 tonna aukningu á ýsu. Raddir hafa heyrst meðal trillusjómanna upp á síðkastið um að vilji sé fyrir því að taka miðlunartiilögu ráðherrans sem hafnað var í vor. „Ég hef heyrt í einstaklingum en þaö verður að koma meira til. Ég vil komast til móts við þessa aðila og er ekki feiminn við að breyta mínu og koma með miðlunartillöguna á ný,“ segir ráðherra. Ámi segir smábátasjómenn hafa skýra kosti í málinu. Annað hvort taki þeir sáttatillögu hans, þar sem boðin er kvótaaukning á ýsu í ofanálag við frjálsa veiði á steinbít, eða taki kvóta- setningunni eins og hún liggur fyrir nú. „Ef menn vilja frekar hafa þetta eins og það liggur fyrir þá er ekkert við því að gera,“ segir hann. Kvótasetning smábáta mun taka gildi í byrjun september næstkomandi. Nú þegar er áhrifanna farið að gæta. Öllu starfsfólki smábátaútgerðarinnar Önguls á Isafirði verður sagt upp 1. ágúst. Öngull gerir út fjóra báta. Óttast er að um 200 manns muni missa vinn- una á norðanverðum Vestfjörðum í kjölfar kvótasetningarinnar. Kristinn H. Gunnarsson, formaður sjávarútvegsnefndar Alþingis, segir samdráttinn vera afleitan. Þrátt fyrir allt sé útlitið ívið skárra en í vor. „Tilboðið í vor var óviðunandi. Nú þegar steinbíturinn er kominn frjáls inn í er það örlítið skárra. Mér finnst rétt að benda á þetta eftir ásakanimar frá ónefndum ráðherrum um að ég hafi eyðilagt fyrir smábátasjómönnum í vor með því að leggjast gegn miðlun- artillögunni." Stillt upp til aftöku „Við viljum trúa því fram á síðasta dag að ráðamenn þessarar þjóðar átti Slysið við Arnarsmára: Barnið heim Barnið sem lenti undir bíl við Amarsmára á fimmtudagskvöld var útskrifað af barnadeild Landspítal- ans háskólasjúkrahúsi í Fossvogi um helgina. Um var að ræða 18 mánaða gaml- an dreng. Slysið varð með þeim hætti að drengurinn hljóp frá móð- ur sinni á bílastæði og í sömu andrá var bifreið bakkað út úr því. Bíl- stjórinn sá drenginn ekki og ók yfir hann. Það var drengnum til happs að hann lenti ekki undir hjólum bilsins. Samkvæmt upplýsingum barna- deildar leið drengnum vel eftir at- vikum og fékk hann að fara heim til fjölskyldu sinnar um helgina. -MA Margeir Pétursson, stjómarformaður Lyflaverslunar íslands, gefur lítið fyrir ummæli Jóhanns Óla Guðmundssonar, fyrrverandi forstjóra, í blaðaviðtali á sunnudag. Þar er Margeir sakaður um að hafa vísvitandi leynt yfirvofandi kaupum Lyöaverslunarinnar á Frum- afli, fyrirtæki Jóhanns Óla. Auk þess er hann sagður hafa samþykkt kaupin en lagst síðar.opinberlega gegn þeim. „Það lá aldrei fyrir neinn samningur um þessi kaup. Mitt sjónarmiö var að sig á því hvers lags vitleysu þeir eru að gera,“ segir Hálfdán Kristjánsson, smá- bátasjómaður á Flateyri, en hann hef- ur um langt skeið tekið virkan þátt í baráttu smábátamanna á Vestfjöröum. „Eins og staðan er í dag byggjum við allt upp á smábátum og ef það á að taka það af okkur verður að byggja yflr okkur 1 Reykjavik. Því hér höfum við ekkert að gera ef lögin verða látin taka gildi,“ segir hann. Ámi Johnsen þingmaður mun skilja eftir sig nokkurt gat í nefndum Alþing- is en hann situr þar í þremur fasta- | nefndum þingsins og er þar af formaður i einni nefndinni. Hann er formaður í samgöngunefnd en auk þess er hann í fjárlaganefnd og menntamálanefnd. | Ljóst er að ekki verður kosið í þessar neftidir i staðinn fyrir Áma fyrr en í haust en ýmsir eru sagðir renna hýru auga til þeirra, sérstaklega samgöngu- Inefndarformennskunnar. En það eru fleiri nefndasæti á vegum þingsins sem munu losna þegar Ámi hættir. Þannig þremur skilyrðum yrði að vera full- nægt. Fyrst hefði þurft að nást sátt um sanngjamt og réttlætanlegt verð. í öðm lagi þurfti hluthafafúndur að fjalla um máíið, vegna þess að Jóhann Óli var stærsti hluthafinn’og báðum megin við borðið. I þriðja lagi þurfti að vera full sátt við heilbrigðisyfirvöld í landinu um kaupin," segir Margeir. Mikið fjölmiðiafár var í kringum til- ætluð kaup Lyfjaverslunarinnar á Framafli. Margeir kom fram í Qölmiðl- Sjómenn hafa miklar efasemdir um að steinbítsstofninn þoli að allur flot- irrn fái að sækja óheft í hann. „Ég lít þannig á að sjávarútvegsráð- herra sé að fóma heilum fiskistofni og ég bara spyr til hvers? Það geta varla verið fiskifræðileg rök fyrir því og ótrúlegt að Hafró hafa ráðlagt þennan gjöming. Ýsuveiðin á þessum bátum er ekki neitt sem skiptir máli fyrir stofhinn. Þetta er hungurlús sem þess- hefur hann veriö varamaður í Norð- urlandaráði og for- maður Vestnor- ræna ráðsins. Þaö var svo í gegnum Vestnorræna ráðið sem hann var aftur skipaður formaður byggingarneftidar uppbyggingarinnar í Brattahlið. En Ámi hefur setið i fleiri nefndum og fæstum þeirra mun hann hætta í um og fordæmdi kaupin. í kjölfarið var gerð hallarbylting í Lyflaversluninni og kaupunum á Fmmafli rift. Upprisa Jó- hanns nú kemur Margeiri á óvart. „Jóhann Óli er augljóslega að reyna að rétta sinn hlut, en það er skrýtið hversu lágt hann leggst. Málið leit út fyrir að hann hefði verið að reyna að ná sér í um 700 milljóna króna ávinning á kostnað annarra hluthafa í félaginu. Og ég er hræddur um að hið rétta sé eitt- hvað i þeim dúr,“ segir Margeir. -jtr ir bátar em að fiska en skiptir sköpum fyrir ekki stærri útgerðir. Ef svarti september verður látinn ganga yfir er búið að stilla okkur upp til aftöku. Þessi miðlunartillaga er eitthvað sem ég veit ekkert um, hvemig á að skipta þessum potti? Smábátamenn fengu ekkert áð koma nálægt því þegar hún var unnin. Þetta var einhver innan- hússtillaga í Sjálfstæðisflokknum," segir Hálfdán Kristjánsson." -jtr/-GS samhliða þingmennskunni. Hefúr hann ýmist setið sem formaður eða óbreyttur nefndarmaður. Þekktust er seta hans í byggingamefnd Þjóðleikhússms, þar sem hann var formaður. En hann er líka formaður i annarri nefnd á vegum menntamálaráðuneytisins, starfshópi um málefni íþróttamiðstöðvar íslands og héraðsskólahússins á Laugarvatni. Jafnframt er Ámi fbrmaður í Græn- landssjóði. Þá er Ámi í stjóm Raf- magnsveitna rikisins, hann er í flugráði og situr I stjóm Náttúmstofu Suður- lands. Ekki er víst að þetta sé tæmandi upptalning en engu að siður er ljóst að þingmaðurinn hafði lög að mæla þegar hann sagðist um daginn hafa „mörg jám í eldinum". Hann hefúr, áður en fjölmiðlaumræð- an brast á fyrir skömmu, þannig setið í einum tólf nefndum og ráðum á vegum ríkisins og þar af verið formaður í að minnsta kosti fjórum þeirra. Ekki reyndist unnt að svo stöddu að fá upp- lýsingar um þóknanir Áma fyrir setu í þessum nefndum vegna sumarfria hjá þóknananefnd. Hins vegar er rétt að geta þess að engin þóknun er fyrir störf í fastanefndum þingsins en formenn nefnda þar (Ámi veitti samgöngunefnd forstöðu) fá 15% álag á þingfararkaupið sem um þessar mundir er um 360.000 kr. Álagið nemur því um 54 þúsund kr. á mánuði. -BG Rekstrarkostnaöur bíla eykst kostnaður bíla aukist und krónum meira núna en í janúar að reka og eiga bíl sem kostar 2.150.000 krónur og ekinn er 30 þúsund km, miðað við eignar- tima upp á þijú ár. Mbl. greindi frá, Mótmæla háspennuloftlínum Samtök gegn háspennuloftlínum í Hvalfirði hafa sent opið bréf til Lands- virkjunar þar sem þau gera athugsemd við tillögu hennar um Sultartangalínu. Eindregm andstaða er meðal heima- manna við hugmyndir Landsvirkjunar um loftlínu um Hvalfjörð og með því sé verið að velta kostnaði yfir á fólkið sem býr á svæðinu. Klám kannað Lögreglan i Reykjavík hefur í hyggju að kanna hvort klám sé sýnt á fúllorðinsrásinni Adult Channel. Áskrift að rásinni er bæði seld hjá Norðurljósum og íslenska sjónvarpsfé- laginu og er um að ræða rás þar sem fyrst og fremst er boðið upp á erótískt efni. RÚV greindi frá. Stökk í sjóinn Ungur maður stökk i sjóinn úti við Granda um sexleytið í gærmorgun. Til mannsins sást þegar hann var að stökkva og hringdu vitni strax á lögregl- una. Hún kom fljótt á vettvang og var maðurinn því aðeins örstutta stund í sjónum áður en hann náðist upp. Breytingar hjá SkjáEínum Fyrirhugað er að gera breytingar á dagskrá SkjásEins og eru líkur taldar á að fréttastofan verði lögð niður eða starf- semi hennar dregin saman að miklu leyti. Ástæðan er sögð vera sú að stöð- in hafi átt við fjár- hagsörðugleika að glíma að undan- fómu. Sjónvarpið greindi frá. Henti sér út úr bíl Lögreglunni í Reykjavík var til- kynnt upp úr miðnætti aðfaranótt sunnudags að kona hefði fleygt sér út úr bíl á ferð við Staldrið á Reykjanes- braut. Kona var flutt á slysadeild með minni háttar meiðsli og er ekki vitað af hverju hún henti sér út úr bílnum. Vopnuö ólöglegum úða Táragasúði var notaður til að ná far- síma af manni við Keiluhöllina í Öskjuhlíð aðfaranótt sunnudags. Stúlka hafði beðið manninn um að lána sér símann en sprautaði úðanum siðan framan í hann. Hún forðaði sér síðan af vettvangi með símann. Aðeins lögreglan má hafa slíkan úða undir höndum. Þrjú eftir HRíkið á nú aðeins eftir að semja við þrjú stéttarfélög. Það eru Sjúkraliðafélag íslands, Stéttarfélag sálfræðinga á Islandi og Félag leikskóla- kennara. Fyrir helgi náðust samningar við hjúkrunarfræðinga og náttúru- fræðinga. Auglýstur en fæst ekki Sumar tegundir af óáfengum bjór sem auglýstar hafa verið að undan- fómu eru ófáanlegar í verslunum og hefur samkeppnisstofnun því ákveðið að taka málið til athugunar. Um er að ræða Grolsch, Fosters og Dab. Mbl. greindi frá. -MA Brotthvarf Árna Johnsens af þingi: | Skilur eftir skarð i nefndum - situr í tólf nefndum og ráöum á vegum ríkisins Átökin í Lyfjaverslun íslands: Jóhann leggst undarlega lágt - segir Margeir Pétursson stjórnarformaöur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.