Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.2001, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.2001, Blaðsíða 8
( BRÆÐURNIR Alveg einstök gæði HEIMILISTÆKI Lágmúla 8 • Sími 530 2800 Fréttir MÁNUDAGUR 30. JÚLÍ 2001 DV Allir sem skoða tilboðin fá ís Júlíus Vífill Ingvarsson segir fjármagnskostnað borgarinnar kominn úr böndum: Skuldirnar gætu kostað fjóra milljarða á árinu - fjármálastjóri borgarinnar segir tölurnar ekki samanburðarhæfar Hvalfjaröargöng Vonast er til aö hraöi í göngunum veröi jafn og ökumenn viröi hraöatakmörkin. Myndavélar í göngunum: Ökuníðingar festir á filmu Fyrirhugaö er að setja upp hraða- myndavélar í Hvalíjarðargöngum til þess að spoma við of hröðum akstri. Töluvert hefur dregið úr umferðar- hraða í göngunum eftir að settur var upp ljósabúnaður sem blikkar ef ökumenn eru yfir hámarkshraða en betur má ef duga skal. Á heimasíðu Spalar kemur fram að þótt flestir ökumenn virði reglur um hámarkshraða eru innan um ökuníðingar sem veigra sér ekki við að brjóta hraðareglur og stefna þar með sjálfum sér og öðrum í hættu. Með tilkomu hraðamyndavélanna standa vonir til aö ökuhraði í göng- unum verði jafn og ökumenn virði reglima um 70 kílómetra hraða á klukkustund. Þess eru dæmi að menn hafi farið á allt að 150 kíló- metra hraða í gegnum göngin en hraðamyndavélamar munu eftir- leiðis sjá um að festa ökuníðingana á filmu. -DVÓ Júlíus Vífill Ingvarsson. Ejámiagns- kostnaður Reykja- víkurborgar vegna vaxta, verðbóta og gengismismunar nam 2.812 milljón- um króna á síð- asta ári. Július Vífíll Ingvarsson, borgarfúlltrúi sjálfstæðismanna, segir ijármagns- kostnað kominn úr böndum og við borginni blasi al- varlegur vandi. „Þessir peningar fara beint út um gluggann og koma engum til góða, „ segir Júlíus Vífill. Fjármáladeild borgarinnar tók saman upplýsing- ar um fjármagnskostnað á kjörtímabili Reykjavíkurlistans að beiðni Júlíusar Víflls. Hann segir jafnframt að sjálf- stæðismenn í borgarstjóm hafi margít- rekað bent á að skuldasöfnun borgar- innar sé hættuleg og beri að spoma við henni. „Það hefur alltaf gleymst að taka þá staðreynd með í reikninginn að skuldasöfnun fylgir alltaf fjár- magnskostnaður og sá kostnaður hef- Anna Skúladóttir. ur hækkað gríðarlega á undanfömum árum, úr um 860 milljónum 1995 og í tæpa þrjá milljarða á síðasta ári. Skuldir borgarinnar hafa hækkað um átta milljónir á dag frá því Reykjavík- urlistinn tók við völdum,“ segir Júlíus VífilL Vonlaust dæmi Hann segir meirihlutann hafa bent á að ákveðinn hluti skulda sé vegna fjárfestinga í orkuveitu en langmestur hlutinn sé vegna rekstrar og hljóti að falla undir lélega fjármálastjóm. Júlí us Vífill segir líklegt að fjármagns kostnaður þessa árs muni nema fjór um milljörðum króna. „Þetta er von laust dæmi hjá Reykjavíkurlistanum, Þær tölur sem era nefndar sem tekjur af virkjunarframkvæmdum em langt undir þeim fjármagnskostnaði sem borgin glímir við nú og koma aldrei tii með að vega upp í kostnaðinn, hvað þá að borga niður gríðarlegar skuldir,“ segir Július Vífill Ingvarsson. Vextir ekki úr böndum Anna Skúladðttir, fjármálastjóri Reykjavíkurborgar, segir yíirlit Júlíus- ar Vífils ekki samanburðarhæft við það sem menn kalla fjármagnskostnað í fyrirtækjum. „Ástæðan er að hjá borgarsjóði og sveitarfélögum almennt er svokölluð verðbreytingafærsla ekki 3.000 2.500 2.000 L500 1.000 500 Þús. króna Fjármagnskostnaður Reykjavíkurborgar 2.812.629 - í þúsundum króna: Samtals greiddirvextir, verðbætur og gengismunur að teknu tilliti til verðbreytingafærslu. Súluritið er unniö úr gögnum sem Júlíus VTfill fékk hjá fjármáladeild borgarinnar. 1 nw 1-185.591 790.490 860-W9 877.356 870.402 1994 1995 1998 1999 2000 færð á móti gengis- og verðbótahækk- unum langtímaskulda. Ef aliar fjár- hæðir væru færðar til sama verðlags þá hefði fjármagnskostnaður borgar- innar aukist úr 753 milljónum árið 1994 í 2,3 milljarða árið 2000. Þetta er hins vegar enn viilandi samanburður, vegna þess að gengislækkun krónunn- ar hefur haft umtalsverð áhrif á af- komu fyrirtækja og sveitarfélaga sem skulduöu i erlendum myntum árið 2000,“ segir Anna. Hún segir jafnframt að ef borinn væri saman Qármagnskostnaður ár- anna 1994 og 1999 þá kæmi í ljós að kostnaður væri nálægt því sá sami, 753 og 780 mUIjónir króna, þrátt fyrir að höfúðstóll skulda Reykjavíkurborgar hafi vaxið umtalsvert á þessu tímabili. „Fyrirtæki með skuldir í erlendri mynt högnuðust verulega á árunum 1998 og 1999 vegna gengisþróunar sem kom svo í bakið á þeim árið 2000. Þá verður að hafa í huga að vaxtamunur er verulegur milli innlendra og er- lendra skulda eða sem nemur um 8% í dag. Þessi vaxtamunur heföi leitt til 1,6 milljarða aukinna vaxtagjalda hjá Reykjavíkurborg árið 2000 ef erlendu skuldirnar hefðu verið í islenskum krónum með óverðtryggðum vöxtum," segir Anna. „Það er ekkert sem bendir til að greiddir vextir séu að fara úr böndum. Erlendar skuldir borgarsjóðs hafa aft- ur á móti hækkað sem nemur gengis- sigi krónunnar. Krónan hefúr hins vegar verið að styrkjast þannig að hluti gengislækkunarinnar hefur geng- ið til baka. Ég tel að spár um áætlaðan íjármagnskostnað upp á 4 milljarða séu úr lausu lofti gripnar," segir Anna Skúladóttir. Júlíus Vífill mun á fundi borgarráðs á morgun fara þess á leit að gerð verði áætlun um gármagnskostnað þessa árs. -aþ DV-MYND ORN Vinnuflokkurinn við plóginn Einar Eyþórsson, Ævar Gíslason, Friörik Bjarnason, Hermann Hafþórsson, Ingi- mar Ástvaidsson, Guöbjörn Óskarsson, Friörik Pálmason og Páll Ólafsson. Ljósleiðari milli Hofsóss og Fljóta: Hringtengingu náð á Tröllaskaga - óvissa með „dauðu“ farsímasvæðin DV. SKAGAFIROI:_________________________ Undanfarið hefur staðiö yfir vinna við lögn ljósleiðara frá Hofsósi að Ket- ilási í Fljótum. Um 38 kflómetra langa leið er að ræða og á henni þurfti að- eins að grafa um 800 metra, annars var strengurinn plægður niður. Það vora Vinnuvélar Pálma Frið- rikssonar á Sauðárkóki sem önnuðust verkið sem gekk þokkalega að sögn Friðriks Pálmasonar verkstjóra. Frið- rik segir að vinnuflokkur hans hafi orðið tcflsverða reynslu við svona verk því þeir sé búnir að vera meira og minna í ljósleiðaralögnum síðan árið 1989 og kílómetrarnir sem þeir hafa sett í jörð séu um 1500 talsins. Hann sagði að fram undan í sumar hjá þeim sé ljósleiðaralögn úr Viðvík- ursveit fram að Þverá í Blönduhlíð og einnig frá Blönduósi til Skagastrandar. Sigurbjöm Valdimarsson hjá Lands- síma íslands haföi eftirlit með ljósleið- aralögninni og var mjög ánægður með hvemig verkið heföi gengið og sam- vinnu við verktakann og menn hans. Hann sagði í samtali að með þessari framkvæmd lokaðist hringtenging á Tröllaskaganum sem staðið hefur yfir undanfarin sumur og hófst með lögn frá Sauðárkróki yfir Heljardalsheiði tfl Dalvíkur fyrir nokkrum árum. Síðan hefur verið lagt frá Dalvík í Ólafsfjörð og þaðan til Siglufjarðar og síðan inn að Ketilási. Að sögn Sigurbjöms hefur hrmgtengingin talsvert öryggi 1 för með sér fyrir notendur þjónustu Landssímans. Harrn gat hins vegar ekki upplýst hvort eða hvenær til stæði að setja upp búnað þannnig að næðist í og úr GSM-síma á dauða svæðinu í Fljótunum. -ÖÞ skápar, kæliskápar og frystikistur á funheitu sumartilboði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.