Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.2001, Blaðsíða 14
14
MÁNUDAGUR 30. JÚLÍ 2001
MÁNUDAGUR 30. JÚLÍ 2001
27
Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf.
Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson
Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson
Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Bjöm Kárason
Aöstoðarritstjórar: Jónas Haraldsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson
Fróttastjóri: Birgir Guömundsson
Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift:
Þverholti 11, 105 Rvík, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.netheimar.is/dv/
Fréttaþjónusta á Netinu: http://www.visir.is
Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is
Akureyri: Strandgata 31, sími: 460 6100, fax: 460 6171
Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf.
Plötugerð: Isafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf.
Áskriftarverð á mánuöi 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverð 190 kr. m. vsk., Helgarblað 280 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndþirtingar af þeim.
Sýn Davíðs
í merkilegu helgarviötali DV viö Davíð Oddsson er
tvennt sem öðru fremur vekur athygli. Annars vegar er það
yfirlýsing hans um „stærstu framtíðarverkefnin“ í íslensk-
um stjórnmálum og hins vegar eru það yfirlýsingar hans,
tengdar málefnum Árna Johnsens.
Aðspurður um stærstu framtíðarverkefnin segir Davíð
Oddsson í viðtalinu að mikilvægast sé að skapa hér alþjóð-
legt viðskiptaumhverfi: „Við eigum að skapa skilyrði svo
að hingað sæki menn með fjárfestingar sínar, skrái sín fyr-
irtæki hér á landi og reki starfsemi sína héðan af því hér
sé gott efnahagslíf, traust stjórnvöld og réttlát lög í land-
inu.“ Þessi hugmynd hljómar kunnuglega í eyrum þeirra
sem sl. vetur lentu í því að hlusta á prófessor Hannes Hólm-
stein Gissurarson flytja pistla á Skjá Einum eða lesa eftir
hann greinar í blöðum. Hannes hefur haldið hugmynd af
þessu tagi á lofti af ótrúlegu harðfylgi og augljóst er að það
eru engar ýkjur að stutt er á milli þeirra Davíðs og Hann-
esar þegar kemur að pólitískri hugmyndafræði. Það breyt-
ir þó ekki því að vitaskuld er hugmyndin um að gera ísland
að paradís og skattaskjóli í alþjóðlegu viðskiptasamfélagi
athyglisverð og verðskuldar umfjöllun. En forsætisráð-
herra þróar þessa hugmynd eilítið í viðtalinu og bendir á
að með því að fara inn á þessa braut hljóti menn líka að
„forðast að binda okkur í tollabandalög og varnarbandalög
í efnahagsmálum eins og Evrópusambandið“. Hér er aug-
ljóst að framtíðarsýn Davíðs Oddssonar um utanríkisstefnu
íslands og tengsl okkar við umheiminn er verulega frá-
brugðin þeirri framtíðarsýn sem Halldór Ásgrímsson utan-
ríkisráðherra og samstarfsaðli í rikisstjórn hefur. Halldór
(og Framsóknarflokkurinn) sér fyrir sér mun nánari og
vaxandi samskipti við Evrópusambandið en Davíð. Og þó
þessar ólíku áherslur oddvita stjórnarflokkanna séu ekki
nýjar af nálinni þá eru þær sífellt að koma betur í ljós og
festa sig í sessi. Og fyrr en síðar kemur að því að það skerst
í odda um hvert beri að stefna - ekki síst þegar Davíð Odds-
son sjálfur hefur skilgreint það sem „eitt mikilvægasta
verkefnið núna“ að „forðast varnarbandalög í efnahagsmál-
um eins og Evrópusambandið“.
í DV-viðtalinu víkur Davíð að málefnum Árna Johnsens
og virðist ganga út frá því að sókn sé besta vörnin. Hann
kýs því að saka fjóra nafngreinda einstaklinga um spillingu
og benda á að þeir hafi ekki axlað ábyrgð á athöfnum sín-
um með afsögn. Með þessu er forsætisráðherra í raun að
bjóða upp í pólitískan leðjuslag. Auk þess gefur hann til
kynna að mál þessara fjögurra einstaklinga séu sambæri-
leg við mál Árna Johnsens, sem þau eru ekki, og í raun eru
þau ekki sambærileg hvert við annað. En þá fyrst fá yfir-
lýsingar forsætisráðherra pólitíska magnum-hleðslu þegar
hann notar mál þessara fjögurra einstaklinga - sem allir
eru pólitískir andstæðingar Sjálfstæðisflokksins - til að
gefa Sjálfstæðisflokknum sérstakt siðferðisvottorð. Það ger-
ir hann með því að bera fjórmenningana saman við þrjá
sjálfstæðismenn sem hafi sagt af sér vegna meintra spill-
ingarmála, þá Jón Sólnes, Albert Guðmundsson og Árna
Johnsen. Skilaboð Davíðs eru einföld: Sjálfstæðismenn axla
ábyrgð á spillingarmálum en aðrir flokkar gera það ekki.
Öruggt er að menn mun greina á um ágæti þeirrar sagn-
fræði og þeirrar siðfræði sem í þessu felst en hitt er ljóst að
forsætisráðherra getur ekki ætlast til að mál Árna
Johnsens verði í framtíðinni meðhöndluð eingöngu sem
ópólitísk harmsaga einstaklings - ekki eftir að hann hefur
sjálfur stillt málinu upp sem flokkspólitísku sprengiefni.
Birgir Guðmundsson
- °
I>V
Misheppnuð spörk Davíðs
í stórprímadonnuviðtali
Davíðs Oddssonar í DV á
laugardaginn sparkar (fyrir-
sögn fréttar) hann frá sér í
allar áttir eins og stóðhestur
sem misst hefur stjórn á sér.
Meðal annarra ásakar
hann undirritaðan um að
ráðast á Áma Johnsen og
segir hann liggjandi. Að-
koma mín að þessu stórmáli
var sú að ég óskaði með
bréfi eftir úttekt á störfum
byggingarnefndar Þjóðleik-
hússins í kjölfar fréttar DV
um málið og ég gerði það í
starfi sem fjárlaganefndarmaður.
„Ég spyr af því tilefni“ - er þaö að
ráðast á liggjandi mann? Annað sem
formaður Sjálfstæðisflokksins ætlar
undirrituðum að ósekju ræði ég
ekki.
Ég er persónulega ekki hræddur
við vonskukast Davíðs Oddssonar;
spilling þrífst í skjóli langrar valda-
setu hvernig sem það snertir hann
sem ríkjandi afl í þjóðfélaginu til
langs tíma.
Það er óhætt að segja að umrædd-
ur Ámi Johnsen þarf ekki aðra vini
meðan hann á slíkan vin
sem Davíð Oddsson er. For-
sætisráðherra og formaður
Sjálfstæðisflokksins sagði
að gera yrði úttekt á öllum
störfum Árna Johnsens
meðan undirritaður óskaði
eftir að skoðuð yrðu störf
Byggingamefndar Þjóðleik-
hússins. Alþjóð veit hvem-
ig málið hefur þróast, ekki
hvað síst fyrir þau orð for-
manns Sjálfstæðisflokksins
að skoða verði alla þætti
stjórnsýslustarfa Árna
Johnsens.
Musso-málið
Högg Davíðs Oddssonar að undir-
rituðum er algjört klámhögg og send-
ist til föðurhúss. Hann segir í drottn-
ingarviðtalinu að ég hafi misnotað
stöðu mína sem þingmaður - minn
feill var að nota ekki eigin bréfsefni
sem er merkt mínu nafni ásamt með
nafni Alþingis. Ég hafði rétt fyrir
mér í því máli. íslenska ríkinu hafði
láðst að gefa út reglugerð til staðfest-
ingar því að heimilt væri að flytja
inn umræddar bifreiðar samkvæmt
Gísli S.
Einarsson
5. þingmaöur
Samfylkingarinnar
á Vesturlandi.
alþjóðasamningum
sem ísland hafði
undirritað. Um leið
og dómsmálaráðu-
neytið áttaði sig á
því var gefin út
bráðabirgðareglu-
gerð þannig að þá
var það mál leyst. Ef
eitthvað er óheiðar-
legt eða spillingar-
kennt í því máli þá
skora ég á Davíð
Oddsson að sanna
það en ekki vera
með pólitískar dylgj-
ur um það sem hann
hefur ekki kynnt
sér.
Ef þingmanni ber
ekki að leiðrétta
mistök í kerfmu sem
hann veit um og gert
var í umræddu máli
þá stendur viðkom-
andi þingmaður
ekki undir trausti
kjósenda.
Eða átti ég aö
segja af mér vegna
„Ég er persónulega ekki hrœddur við vonskukast
Davíðs Oddssonar; spilling þrífst í skjóli langrar
valdasetu hvernig sem það snertir hann sem ríkjandi
afl í þjóðfélaginu til langs tima. Það er óhœtt að
segja að umrœddur Árni Johnsen þarf ekki aðra vini
meðan hann á slíkan vin sem Davíð Oddsson er. “
þess máls eins og for-
sætisráðherra gefur
í skyn?
Drottningar-
viötal
Ætla má af orðum
forsætisráðherra að
hann ætli að koma
spillingarorði á fjöl-
marga einstaklinga
með orðum sínum í
umræddu viðtali
DV. Er forsætisráð-
herra og formaður
Sjálfstæðisflokksins
að fela eitthvað eða
draga upp eitthvað
sem ekki hefur verið
jarðað eöa afgreitt
sómasamlega? Mér
sýnast högg Davíðs
Oddssonar í þessari
lotu lenda mörg neð-
an beltis - hann ætl-
ar ef til vill að setja
nýjar reglur eða er
um ólöglega hnefa-
leika að ræða?
Gísli S. Einarsson
s
Abyrgð og eftirlit
Lag ætti að vera til þess nú að
skerpa skilin milli löggjafar- og
framkvæmdavalds, setja lög um fjár-
mál stjórnmálaflokka og siðareglur
fyrir þingmenn, skilgreina betur
hvar ábyrgð liggur í stjórnsýslunni
og þétta allt eftirlitskerfi í meðferð
opinberra fjármuna.
Fjármál stjórnmálaflokka
Víðast hvar í þeim löndum sem
við berum okkur saman við er að
flnna löggjöf um fjármál stjórnmála-
flokka. Stjórnmálaflokkarnir fá af al-
mannafé um 200 milljónir á ári á
fjárlögum til sinnar starfsemi. Þeim
er ekki einu sinni skylt að birta árs-
reikninga sína opinberlega en öll
leynd með fjármál stjórnmálaflokka
vekur eðlilega tortryggni. Frumvarp
um fjármál stjórnmálaflokka, sem
flutt verður í sjöunda sinn á kom-
andi haustþingi af þingmönnum
Samfylkingarinnar, felur í sér
skyldu stjómmálaflokka til að birta
ársreikninga sína opinberlega og
gefa upp nöfn á styrktar-
aðilum sem gefa í heildar-
framlög yfir 300 þúsund á
hverju reikningsár. Jafn-
framt að frambjóðendur
til Alþingis, sveitar-
stjóma eða til embættis
forseta íslands geri opin-
berlega grein fyrir heild-
arútgjöldum í kosninga-
baráttu og gefi upp nöfn
styrktaraðila sem gefa
fjárframlag sem nemur
meira en 150 þús. kr.
Rannsóknarnefndir Alþingis
ítrekað hefur undirrituð flutt
frumvarp um skipan rannsóknar-
nefnda Alþingis, sem starfað geti fyr-
ir opnum tjöldum og tekið til rann-
sóknar framkvæmd laga, meðferð
opinberra fjármuna og önnur mikil-
væg mál er almenning varða. Mark-
mið slíkrar lagasetningar er að
skerpa á eftirlits- og aðhaldshlut-
verki Alþingis gagnvart fram-
kvæmdavaldinu með því að
fela því rannsóknarvald í
ákveðnum málum. Slíkt fyrir-
komulag þekkist víða erlend-
is en rannsóknarnefndir
sumra þjóðþinga rannsaka
jafnvel mál sem eru fyrir
dómstólunum.
Tryggja þarf líka betur
stjórnarskrárvarinn rétt
þingmanna til að afla upplýs-
inga frá ráðherrum en
margoft hefur risið ágrein-
ingur á Alþingi vegna tregðu
ráðherra til að veita Alþingi upplýs-
ingar sem kallað er eftir.
Ráöherraábyrgö og siöareglur
Styrkja þarf lög um ráðherra-
ábyrgð. M.a. þarf að gera ráðherra
ábyrga ef þeir veita Alþingi rangar
eða villandi upplýsingar. Einnig þarf
að kveða skýrar á um ábyrgð ráð-
herra, m.a. með hvaða hætti hann er
ábyrgur fyrir gjörðum undirmanna
sinna, en lögin um ráðherraábyrgð
virðast vera veikari en almennt ger-
ist erlendis. Frumvarp þessa efnis
verður lagt fram á haustþingi og við
það miðað að löggjöf um ráðherraá-
byrgð verði sambærileg við það sem
best gerist i þeim löndum sem við
berum okkur saman við.
Sömuleiðis er rétt og eðlilegt að
settar verði siðareglur fyrir þing-
menn líkt og er hjá mörgum starfs-
stéttum. Meðal annars á þingmönn-
um að vera óheimil þátttaka í nefnd-
um eða starfi utan þings og innan
sem leitt getur til hagsmunará-
rekstra. Taka á fyrir setu þingmanna
í nefndum eða ráðum á vegum fram-
Skilgreina þarf miklu betur en nú er gert hvar
ábyrgðin liggur í stjórnsýslunni.
Jóhanna
Síguröardóttir
alþm.
kvæmdavaldsins, sem hafa með að
gera meðferð eða úthlutun á al-
mannafé. Líkt og í mörgum öðrum
löndum ættu þingmenn að leggja
reglulega fyrir Alþingi lista yfir öll
störf sín og þátttöku í nefndum utan
þings. Einnig ættu þeir að gera grein
fyrir ítökum sem þeir kunna að hafa
í atvinnurekstri eða fjármálastofn-
unum með hlutabréfaeign, stjórnar-
setu eða á annan hátt.
Eftirlit meö opinberum
fjármunum
Skilgreina þarf miklu betur en nú
er gert hvar ábyrgðin liggur í stjórn-
sýslunni. Einmitt vegna þess hversu
oft er óljóst hvar ábyrgðin liggur
hafa menn komist hjá því að axla
ábyrgð á gjörðum sínum. Lög og
reglur þurfa að vera skýrar og gagn-
sæjar um allt eftirlit, umsýslu og
ráðstöfun á opinberum fjármunum.
Allar framkvæmdir, smáar og stór-
ar, eigi að lúta ströngu eftirliti og út-
boð að fara fram. Gera þarf úttekt og
skilamat að lokinni hverri einustu
verklegri framkvæmd innan tilskil-
ins tíma þar sem gerð er grein fyrir
áætlun framkvæmda og endanlegum
kostnaði. Á því hefur verið mikil
brotalöm. Fylgja þarf lika eftir tillög-
um sem fram komu í skýrslu nefnd-
ar um starfsskilyrði stjórnvalda og
eftirlit með starfsemi þeirra og við-
urlög við réttarbrotum í stjórnsýsl-
unni. Sú skýrsla var unnin á grund-
velli þingsályktunar sem samþykkt
var á Alþingi og undirrituð og fleiri
þingmenn Samfylkingarinnar fluttu
um bætt siðferði í stjórnsýslunni.
Jóhanna Sigurðardóttir
Öfundarskattar
„Fólk er alltaf að láta ræna sig. Tök-
um bara bílalánin sem dæmi.“ Eitt-
hvað á þessa leið mæltist þeim merka
manni, Þorvaldi Þorsteinssyni mynd-
listarmanni, í sjónvarpsþættinum
„Boðorðin 10“ á sjónvarpsstöðinni
Skjá einum á sunnudaginn. „Við erum
alltaf að kaupa einhvern óþarfa," bætti
hann við og var auðheyrt að hann bar
ekki sérstaklega mikla virðingu fyrir
því fólki sem tekur lán til að kaupa
sér nýjan bíl eða annan óþarfa. Og því
er ekki að neita, það er rétt að margir
hafa skuldsett sig talsvert til að hafa
ráð á því að eignast nýja bifreið og ef-
laust hafa ýmsir þeirra keypt sér
stærri og dýrari bifreið en þeir mögu-
lega hefðu getað komist af með. Og þvi
stærri og öruggari sem bifreiðir eru
þeim mun dýrari eru þær, meðal ann-
ars vegna öfundarskattanna sem settir
hafa verið á það fólk sem leyflr sér að
kaupa „forstjórajeppa".
Vefþjóöviljinn 26. júlí
Friðhelgi í netheimum
„Friðhelgi í
netheimum er sífellt
meira til umræðu. Er
• stöðunni varðandi
hana likt við það
núna sem var á sjö-
unda áratugnum, þeg-
ar Rachel Carson
vakti fólk til umhugsunar um nátt-
úru- og umhverfisvernd með bók
sinni, Raddir vorsins þagna, sem
kom út árið 1962. Nokkrum árum síð-
ar kom bókin út hjá Almenna bókafé-
laginu og man ég vel eftir því hvað
Tómas Guðmundsson skáld taldi
hana merkilega og mikils virði að
eiga hana á íslensku, en fáa menn
hef ég hitt sem voru jafnnæmir á
samtíð sína og umhverfi og hann.“
Björn Bjarnason á vefsíðu sinni.
Spurt og svarað_________Er eðlilegt að lífeyrissjóðir fjánnagni álver?
Ásta Möller,
þingmaður Sjálfstceðisflokks
Sjálfsagður fjár-
festingarkostur
„Stjórnir lífeyrissjóðanna hafa
það hlutverk að ávaxta fé lífeyris-
sjóðanna. Samkvæmt lögum hafa
þeir heimild til að kaupa hlutabréf í fyrirtækjum í
þeim tilgangi og þar er álver jafn sjálfsagður kostur
og hvað annað. Lífeyrissjóðirnir hafa fjárfest og eiga
hlutabréf í íslenskum fyrirtækjum og álver er því
jafn sjálfsagður fjárfestingarkostur og hvað annað.
Það er því ekkert því til fyrirstöðu, er raunar hlut-
verk þeirra. Þeir eru einnig að fjárfesta erlendis. Ég
er stjórnarmaður í Lífeyrissjóði hjúkrunarfræðinga
og ég mundi mæla með því að hann skoðaði þessa
fjárfestingu eins og allar aðrar með það að mark-
miði að fjárfestingin skilaði góðri ávöxtun."
Kolbrún Halldórsdóttir,
alþingismaður VG
Gífiirlega áhœttu-
söm fjátfesting
„Það stríðir gegn lögum að líf-
eyrissjóðir í okkar smáa samfé-
lagi stundi áhættuflárfestingar af
því tagi sem hér um ræðir. Það viðurkenna allir
sem að því koma að fjárfesting í álveri er gífur-
lega áhættusöm fjárfesting. Menn skáka í því
skjóli að hér sé um að ræða svo lítið eignarhlut-
faÚ sjóðanna að það sé í lagi að svo gott sem kasta
því á glæ. Nú verða eigendur lífeyrissjóðanna,
fólkið í landinu, að láta heyra frá sér. Við eigum
þetta fé, við höfum verið að vinna fyrir því, við
höfum greitt það inn í þessa sjóði. Mín tilfinning
er sú að við eigendurnir séum að stærstum hluta
mótfallnir þessum hugmyndum."
Rögnvaldur Friðbjömsson,
bœjarstjóri á Dalvík
Verða að styðjast
við áœtlanir
„Það ætti kannski frekar að
spyrja hvort það sé eðlilegt að líf-
eyrissjóðimir fjármagni atvinnu-
lífið í landinu. Þeir eru bara að taka þátt í því og
því mjög eðlilegt að þeir kaupi hluti í álverum. Ef
þeir trúa því að álver skili hagnaði mun það skila
peningunum til baka. Það er áhættusamt fyrir líf-
eyrissjóðina að vera inni í öllum hlutafélögum en í
hvert skipti sem keypt er leggja þeir mat á það fyr-
irtæki sem verið er að ávaxta í. Én auðvitað er eng-
in reynsla af rekstri álvers á Austurlandi í upphafi,
svo þar verður að styðjast við áætlanir og að taka
áhættu. Það er ekki réttlætanlegt að gera ekkert. Ég
ætla engum manni að tapa peningum viljandi."
Emil K. Thorarensen,
útgerðarstjóri á Eskifirði
Brot af ráðstöf-
unaifé sjóðanna
„Mér fmnst eðlilegt að lífeyris-
sjóðir fjárfesti í álveri eins og í
öðru fyrirtæki sem skapar atvinnu
og þar með tekjur lífeyrissjóðanna. Það er í lagi að
setja pínulítið brot af ráðstöfunarfé lifeyrissjóðanna í
álver hér á Austurlandi, það gæti sem best gefið
feiknalega ávöxtun. Það ætti líka að vera hlutverk
sjóðanna að vera hornsteinar uppbyggingar atvinnu-
lífsins þar sem þess er þörf. Á Austurlandi veitir ekki
af að auka fjölbreytnina og álver er ágætt tækifæri til
þess. En þetta mál er orðið rammpólitískt strax eins
og fleira sem tengist álveri. En ég skil vel afstöðu Ög-
mundar Jónassonar. Hann verður að gæta hagsmuna
Lífeyrissjóðs starfsmanna rikisins."
£ Fimm stærstu lífeyrissjóðir landsins ætla aö kanna hvort álversframkvæmdir á Austurlandi séu fýsllegur fjárfestingarkostur.
Skoðun
Þar og hér
Oddur Olafsson
skrifar:
ið
Lengi má teygja og
toga hvað telst til spill-
ingar í opinberu lifl og
hvar skilin eru á milli
stjórnmálamanna og
embættismanna. En
stundum koma upp atvik
þar sem almenningi of-
býður framganga póli-
tíkusanna þegar þeir
hygla sjálfum sér og sín-
um með lögmætum hætti
að eigin áliti. í Færeyjum
samþykkti Lögþingið að
hækka verulega lífeyris-
greiðslur til þingmanna og ráðherra,
núverandi og fyrrverandi. Þeir
gerðu sjálfa sig að lögbundinni yflr-
stétt, kjaraaðli sem naut annarra og
betri réttinda en almúginn sem þó
átti að standa undir kostnaðinum
með skattgreiðslum sínum.
En almenningur sá við gripdeild-
unum og hvernig kjaraaðallinn fé-
fletti hann á ósvífinn hátt. Verka-
lýðsleiðtogar þekktu sinn vitjunar-
tíma, andstætt sumum á sumum eyj-
um á Norður-Atlantshafi, og mót-
mæltu ósvífninni og hneykslunar-
alda reið yfir Færeyjar. Póli-
tíkusarnir sjá núna að þeir eru að
rýja stjórnkerflð öllu trausti og hafa
stjórnarflokkarnir lagt til að lögin
um sérstök lífeyris-
réttindi verði felld úr
gildi.
Á íslandi hafa
tengsl launþega-
hreyfinga og stjóm-
málaflokka löngum
verið svo náin að
erfltt hefur verið að
greina þar á milli. Á
síðari árum hefur
þetta óheillavænlega
fóstbræðralag leið-
toga flokka og laun-
þegaforingja losnað
nokkuð úr reipunum
þótt hagsmunatengsl-
in séu samt ótrúlega
sterk. Þetta lið rottar
sig saman i stjórnum
lífeyrissjóða, banka
og embættismanna-
kerfum og víðar og
víðar.
Því mun verka-
lýðsforystan hér
seint ganga fram fyr-
ir skjöldu og verja al-
menning fyrir ágangi
réttinda miðað við flesta aðra
og alþingismenn geta einnig
horft fram á fjárhagslega
þægilegt ævikvöld. Fjölmörg
dæmi eru um stjómmála-
menn sem gegnt hafa fleiri vel
launuðum stöðum á vegum
hins opinbera, ýmist í stjóm-
kerfi eða bönkum, og hafa
sankað að sér ótrúlega háum
eftirlaunagreiðslum. Starfs-
lokasamningarnir við þá eru
svo eins og kirsuberið ofan á
rjómatertunni.
“ Um þetta hefur löngum ver-
rætt manna á meðal en enginn
sem þekkir gjörla til svona mála hef-
ur lagt spilin á borðið og sýnt fram á
að hér er hrein og tær spilling á ferð,
auðvitað lögleg. Enda er svo í pott-
inn búið að þeir sem vita hvað i hon-
um kraumar fá sinn bita af kökunni.
Á síðari árum hefur margt breyst
til batnaðar í þessum efnum. En sú
var tíð að starfsfólk stjórnmála-
flokka hafði þá sérstöðu að njóta
góðra kjara lífeyrissjóðs ríkisins. Og,
það sem var enn betra, starfsfólk Al-
þýðusambands íslands naut einnig
sömu kjara. Hver átti svo sem að
kjafta frá?
Enn má sjá hve starfsfólk verka-
lýðssamtaka á greiða leið inn í
launadrjúgar stöður í banka- og
sjóðakerfum. Þetta byggist á þeim
nánu tengslum sem voru milli
stjórnmálaflokka og launþegaforystu
á þeim árum þegar ekki var greint á
milli pólitískra refskáka sem leiknar
voru í öllum skúmaskotum samfé-
lagsins.
Forskotiö
Þegar almennir lífeyrissjóðir voru
seint og um síðir teknir upp hér á
landi læsti pólitíska valdið þegar í
stað krumlunum í þá. Lögfest var að
svo og svo mikið af fé þeirra hefðu
pólitíkusar til ráðstöfunar og fyrstu
áratugina sáu vanmáttugar efna-
hagsstjórnir um að eyða því í verð-
bólgu. Þar sá margur erfiðismaður-
inn á eftir fjárhagslegu sjálfstæði
sínu á efri árum.
Sitthvað hefur miðað í jöfnunarátt
á síðari tímum. En kjaraaðallinn
heldur sínu forskoti og vel það. Að
hinu leytinu fer aldrei fram heiðar-
leg umræða um lífeyrisréttindi og þá
miklu mismunun sem á sér stað á
því sviði. í Færeyjum er alþýða
manna að kenna pólitikusum
svolitla siðfræði og hafa verkalýðs-
leiðtogar þar forystu.
Skyldi launþegaforystan hér vera
fær um að taka að sér slíkt hlutverk?
kjaraaðalsins
muni hans.
Samsektin
Ráðherrar
margfaldra
í fjár-
njóta
lífeyris-
Fjölmörg dœmi eru um stjórnmálamenn sem gegnt hafa fleiri vel
launuðum stöðum, ýmist í stjómkerfi eða bönkum, og hafa sankað
að sér ótrúlega háum eftirlaunagreiðslum.
-6