Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.2001, Blaðsíða 28
Opel Zafira
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í sfma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
MÁNUDAGUR 30. JÚLÍ 2001
Þung og erfið sundtök:
Keikó verður
ekki lógað
- þó hann vilji ekki fara
„Það er ekki inni í myndinni. Keikó
verður ekki lógað,“ segir Hallur Halls-
son, talsmaður hvalsins Keikós hér á
landi, en Keikó heíur verið tregur til að
taka sundtökin út í frelsið þar sem nátt-
úran bíður hans. „Keikó hefur verið að
svamla þama fyrir utan Eyjar en það
þurfti að fara með hann inn fyrir helgi
vegna veðurs. Ég geri ráð fyrir að hann
sé kominn út aftur.“
Keikó tregur
Hafnar enn frelsinu - vill vera meö
mönnum.
Þjálfunartímabil Keikós til undirbún-
ings endurkomu hans í frelsi undir-
djúpanna lýkur um miðjan ágúst en all-
ar áætlanir gerðu ráð fyrir að hann yrði
þá ferðbúinn og farinn:
„Ef Keikó verður ekki tilbúinn þá
verður að endurmeta allt málið en ég
býst við að hann yrði þá í Vestmanna-
eyjum í vetur. Eftir það færi hann á ein-
hvem annan stað hér innanlands eða
erlendis," segir Hallur.
- Hvað með Eskifjörð?
„Eskiijörður kemur ekki til greina.
Við emm búnir að kanna það.“
- Hvað með aðra staði?
„Ég vil ekki vera að vekja vonir með-
al íbúa á smærri stöðum úti á landi með
þvi að nefna einhveija staði. En þaö
koma ýmsir til greina."
Keikó er nú 25 ára og getur hæglega
orðið sextugur. Hvalurinn er því á besta
aldri en vera hans hér á landi hefur þeg-
ar kostað um milljarð króna. -EIR
Knattspyrnuverslun
Ármúla 36 • sími 588 1560
Á siglinganámskeiöi
Siglingaklúbburinn Nökkvi á Akureyri stendur fyrir námskeiöum í siglingum viö Höepfnersbryggjuna á Akureyri nýveriö
voru ungir, veröandi siglingameistarar aö æfa sig á Pollinum.
Pétur Blöndal gagnrýnir eftirlit með framkvæmdum ríkisins:
Naflaskoðun
nauðsynleg
- á Alþingi, sem meira að segja sá um kaup á hundi
Eftirlit með
framkvæmdum
ríkisins hefur
viða brugðist og
kostnaður hleyp-
ur upp úr öllu
valdi. Hver bend-
ir á annan og eng-
in niðurstaða fæst
í málinu. Ástæð-
una segir Pétur
Blöndal þingmað-
ur vera þá að ekki hefur verið gerð
nógu skýr grein fyrir því í stjómsýsl-
unni hver eigi að hafa eftirlit og hver
taki ábyrgð. Hann segir Alþingi vera
í hlutverki eftirlitsaðila og fram-
kvæmdaaðila í mörgum málum.
„Vandamálið liggur i því að íslend-
ingar hafa sýnt skipuriti í stjórnun
lítinn skilning. Það þarf að skerpa á
því hver beri ábyrgð og hver fylgist
með. Menn geta ekki verið yfir og
undir hver öðmm. Hér hefur jafnvel
tíðkast að verkamenn séu í stjórn fyr-
irtækis og eru þannig bæði yfir og
undir forstjóran-
um,“ segir hann.
Pétur vísar til
Alþingis sem í
mörgum tilfellum
sér bæði tun að
ákveða opinberar
framkvæmdir og
hafa eftirlit með
þeim. Þingið ætti
ekki að hafa með
höndum fjárveit-
ingavald og framkvæmdavald bæði í
einu.
„Alþingi fiallar um hundruð mála í
flárlagafrumvarpinu sem ættu að vera
á körinu framkvæmdavaldsins. Það
hefur meira að segja séð um kaup á
hundi. Þingmenn eiga að fylgjast með
framkvæmdavaldinu en ekki fara með
það. Ámi Johnsen og fleiri þingmenn
hafa verið bæði framkvæmdaaðilar og
hluti af eftirlitsaðilum, þó að þing-
menn sem slíkir komi aldrei að um-
sýslu opinbers fjár,“ segir hann.
Pétur segist ítrekað hafa bent á
skipuritsvandamál
í íslenskri stjórn-
sýslu og þá sérstak-
lega þegar fjallað er
um fjárlagafrum-
vörp. Hann segist
tala fyrir daufum
eyrum.
„Það er verk Al-
þingis að taka á
þessu máli. Hluti af
löggjafarvaldinu
getur ekki verið í þjónustu fram-
kvæmdavaldsins. Þannig var því hátt-
að í máli Áma Johnsens. Brotalömin í
kerfinu liggur hjá Alþingi sem útdeiiir
peningum til einstakra framkvæmda
og hefur eftirlit með því um leið. Al-
þingi þarf að fara í naflaskoðun og
breyta þessum vinnubrögðum," segir
Pétur Blöndal.
Ekki náðist í Geir H. Haarde fjár-
málaráðherra vegna málsins í gær-
kvöld. -jtr
Nánari umfjöllun í fréttaljósi á
bls. 6.
Pétur Blöndal.
Frá Alþingi.
Ótrúleg verömæti:
1,5 milljarður
í Atlavík
Ótrúleg verðmæti gat að líta á
tjaldstæðinu í Atlavík í Hallormsstað-
arskógi um helg-
ina sem var „...ein
af hinum stóru
ferðahelgum sum-
arsins" eins og
lögreglan á Egils-
stöðum orðar það.
Á tjaldstæðinu
voru um 200 felli-
hýsi sem hvert
um sig kostar um
milljón. Fyrir
framan hvert felli-
hýsi var jeppi sem
lögreglan metur á
um 4 milljónir Úr Hallormsstaö-
króna stykkið. arskógi
Samanlagt er því Aldrei fyrr jafn
verðmæti þessa mikil verömæti
viðlegubúnaðar saman komin á
því um einn og tjaldstæöinu í
hálfur milljarður. Atlavík.
Er þá ekki talinn
með sá búnaður sem í notkun var á
tjaldstæðinu á Egilsstöðum eða
Vopnafirði þar sem menn héldu sitt
árlega Vopnaskak.
„Hér voru þúsundir manna en eng-
inn gisti fangageymslur og lítið sem
ekkert var slegist," sögðu lögreglu-
menn sem voru ánægðir með fram-
komu gestanna sem komu víða að því
að venju lagðist Norræna að á Seyðis-
firði á fimmtudaginn og þá streymdu
útlendingarnir yfir Fjaröarheiði.-EIR
Hafnarfjörður:
Tekinn á 154
Ungur ökumaður á átjánda ald-
ursári var stöðvaður á 154 kilómetra
hraða á Reykjanesbraut við Vífils-
staðaveg á laugardag en þar er há-
markshraði 70 kíiómetrar. Að sögn lög-
reglunnar í Hafnarfirði var pilturinn
sviptur ökuréttindunum á staðnum.
Sex ökumenn voru einnig teknir
grunaðir um ölvun við akstur í Hafnar-
firði um helgina. Einn var tekinn í gær-
morgun, Qórir aðfaranótt laugardags og
einn á laugardag. Þá voru þrír
unglingspiltar stöðvaöir á stolnu öku-
tæki seinnipartinn i gær í Setbergs-
hverfi. Samkvæmt upplýsingum frá lög-
reglunni höfðu þeir stolið ökutækinu á
fóstudagskvöldið og voru búnir að fara
nokkrar ferðir á því yfir helgina. -MA
Bílvelta á Suð-
urlandsvegi
Bílvelta var á Suðurlandsvegi
vestan Markarfljóts um klukkan
hálfsjö í gærmorgun. Að sögn lög-
reglunnar á Hvolsvelli lenti billinn
út af veginum og valt. Ökumaður-
inn kvartaði undan meiðslum í baki
og var fluttur með sjúkabifreið til
Reykjavíkur þar sem hann gekkst
undir læknisskoðun. -MA
*
IBV setur upp bar í íþróttahúsinu á Þjóðhátíð:
Bjórstríð í Vestmannaeyjum
- veitingamenn æfir - sjoppukarlar líka
íþróttabandalag Vestmannaeyja
hefur ákveðið að setja upp bjór- og
pitsubar í íþróttahúsi Týs um Þjóð-
hátíð og reyna þar að afla tekna til
að mæta auknum löggæslukostnaði.
Veitingamenn í Eyjum eru æfir
vegna þessa enda telja þeir sig hafa
verið aö liðsinna þjóðhátíðarhöldur-
um undanfarin ár með þvi að loka
veitingahúsum sínum klukkan 20
og vísa þar með fólki inn í Herjólfs-
dal.
„Við höfum verið að styðja við
bakið á ÍBV öll þessi ár og svo gera
þeir okkur þetta," sagði Helena
Ámadóttir á Café Maríu sem er í
hópi veitingamanna sem fundað
hafa um málið. „Ef þeir fá leyfi til
áfengissölu þá kærum við þá. Þeir
geta aldrei uppfyllt þau skilyrði sem
til þarf,“ sagði María.
Þór Vilhjálmsson, formaður ÍBV,
vísar mótmælum veitingahúsaeig-
enda á bug: „Með því að selja bjór,
léttvín og pitsur erum við eingöngu
að reyna að mæta auknum lög-
gæslukostnaði sem á okkur hefur
fallið vegna Þjóðhátíðar. Það þýðir
Mlllllióalaust
ÍBV opnar bar og selur
þjóöhátíöargestum bjórinn beint.
lítið fyrir veitingamenn að vísa til
þess að þeir hafi alltaf lokað klukk-
an 20 hér áður fyrr til að fólkið færi
inn í Herjólfsdal. Það eru ekki svo
ýkja mörg ár síðan að varla var
hægt að fá veitingar keyptar hér í
Vestmannaeyjum,“ sagði formaður
ÍBV.
Sjoppueigendur í Eyjum hafa
einnig gengið til liðs við veitinga-
menn því þeir sjá á bak umtalsverðri
sölu á hamborgurum og pylsum ef
ÍBV fer að bjóða upp á það sama í
íþróttahúsinu - plús bjór. -EIR