Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.2001, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.2001, Blaðsíða 24
36 ____________________MÁNUDAGUR 30. JÚLÍ 2001 Tilvera r>V lí f iö Sýning í Gallerí Ash Bryndís Brynjarsdóttir hefur opnað aðra einkasýningu sína í Gallerí Ash, Lundi í Varmahlíð. Sýningin er framhald á málverka- sýningu sem Bryndís hélt á Dalvík fyrr í sumar. Viðfangsefnin í þeirri sýningu voru fjöllin í Svarfaðardal og óendanleiki hafsins, sett saman i rýmisform er túlkuðu dýptina um- hverfis Dalvík. Á þessari sýningu hins vegar taka rýmisformin á sig aðra þrívíða mynd, þar sem formin eru tekin úr samhengi við landslag- ið og tvívíða flötinn, með fjórum þrívíðum verkum úr áli og gleri. Sýningin er opin alla daga nema þriðjudaga frá kl. 11-18 og stendur til 15. ágúst. ftrár ■ JORFAGLEÐI Á GAUKNUM í kvöld halda hljómsveitirnar Kalk og Url tónleika á Gauki á Stöng.. Kalk ætlar aö leika lög af nýútkomnum geisladiski sínum, Tímaspursmáli. Url mun leika dægurrokk. Nokkuö er um liðiö síöan sveitin spilaöi opin- berlega síöast. Meölimir Url hafa veriö önnum kafnir í hljóðveri aö vinna aö sínum fýrsta geisladiski sem væntanlegur er í haust. Tón- leikarnir hefjast kl. 22 og miðaverð er 500 kall. Klassík ■ FILMUNDUR DANSKI I þessari viku frumsýnir Filmundur dönsku myndina Blinkende lygter. Leikstjórinn Anders Thomas Jensen er aöeins 29 ára gamall en hefur engu aö síöur getiö sér gott orö sem leikstjóri stuttmynda og hlaut myndin Valgaften óskarinn í flokki leikinna stuttmynda áriö 1999. Hann er þó fyrst og fremst þekktur sem handritshöfundur en hann geröi meöal annars handritið aö I Kina spiser de hunde sem hlaut mikiö lof. Blinkende lygter veröur í kvöld kl. 22.30 í Háí kólabíói Myndlist ■TOGNUÐTUNGA Listakonan Guöný Rósa Ingimundardóttir sýnir um þessar mundir á gallerí@hlemmur.is. Um er aö ræöa sjöttu einkasýningu Guðnýjar sem ber yfirskriftina Tognuö tunga. Þar feröast listakona á milli nokkurra augnablika meö aöstoö verka á þessu og síöasta ári. Opnunartími gallerí@hlemmur.is er frá fimmtudegi til sunnudags, kl. 14 til 18. Sýningin stendur yfir til 12. ágúst. ■ HIILPA VILHJÁLMSDÓTTIR j GALL- ERI HORNH) Listakonan Hulda Vil- hjálmsdóttir hefur opnað sýningu í Galleri Hominu. Sýningin kallast Birtan í rökkrinu. „Rökkur er kannski birtan í myrkrinu. Þeg- ar daginn fer að stytta og nóttina að lengja, þá ljóma málverkin mín í rökkrinu." Sýningin stendur til 9. september. SJá nánar: Líflö eftir vinnu á Vísi.is Sækir um leyfi til landbúnaðarráðuneytisins: Hundar til manneldis - „þörf fyrir nýjungar í landbúnaði,“ segir Fylkir Þ. Sævarsson, tilvonandi hundabóndi „Já, það er rétt, ég er að þreifa fyrir mér og athuga hvort ég geti fengið leyfi til að rækta hunda til manneldis," segir Fylkir Þorgeir Sævars- son, rafVirki og sjósundkappi. „Þetta er reyndar á frumstigi en ég er búinn að hafa sam- band við landbúnaðarráðuneyt- ið í tvígang og næsta skref er að sækja um formlega." Lögfræðingur hjá landbúnað- arráðuneytinu staðfesti í gær að haft hefði verið samband við ráðuneytið um málið en að því hefði ekki borist skrifleg um- sókn enn sem komiö er. Sigurð- ur Örn Hansson, aðstoðaryfir- dýralæknir tók í sama streng. Endurnýjun í landbúnaði „Mér datt í hug að athuga málið í framhaldi af frétt um ræktun sankti bernhardshunda til manneldis í Kína og svo hef- ur mér fundist þörf fyrir nýj- ungar í landbúnaði. Mér finnst þetta eiga jafnmikinn rétt á sér og hvað annað.“ Fýlkir segir að þegar hann hringdi í ráðuneytið fyrst og spurði hvemig hann ætti að bera sig að til aö fá leyfi til að rækta hunda til manneldis hafi símastúlka sagt „oj, bara“ en síðan vísað honum á yfirdýralækni. „Yfirdýralæknir benti mér á að tala við lögfræðinga ráðuneytisins og Hundakjöt á diskinn minn Fylkir Þorgeir Sævarsson segist ekki sjá neinn mun á því aö rækta hunda eða sauöfé til mann■ eldis. þeir sögðu mér að senda ráöherra formlegt erindi. Það gerist næst.“ „Það er vel hægt að rækta fleiri hundategundir en sankti bern- hards til manneldis. Ég hef sjálfur smakkað hund og finnst hann ágætur á bragið. Ég reikna ekki með að það verði blússandi markaður hér á landi í byrjun en það var heldur ekki talinn mikill markaður fyrir kjúklingakjöt fyrir fjörutíu árum. í dag er það á hvers manns borði og þykir ekkert tiltökumál. Hundar eru rólegheitaskepn- ur og ég sé engan mun á að rækta þá eða sauðfé til mann- eldis. Ég held að maður yrði að einbeita sér að utanlandsmark- aði til að byrja meö. Um þessar mundir er ágætur markaður fyrir hundakjöt i Japan og ég sé ekkert því til fyrirstöðu að flytja kjötið þangað. Ég vil þó taka það fram að þetta er allt á hugmyndastigi eins og er og öll framtíðarplön byggjast á því hvort ég fæ leyf- ið.“ Aðstaðan til staðar Á máli Fylkis má greina að honum er alvara. „Eins og við vitum hafa ýmis eldismál í landbúnaði farið flatt á undan- fornum árum. Það er óþarfi að endurtaka alltaf sama hildar- leikinn, ég vil fara hægt í sak- irnar og prófa mig áfram. Aðstaðan er til staðar og nú er bara að sjá hvað er hægt að gera.“ -Kip Gera saman bíómynd Fréttastofa Reuters segir frá því að hjónin Madonna og Guy Ritchie ætli að gera saman kvikmynd þrátt fyrir bagalegan afrakstur Madonnu á því sviði hingað til. Myndin heitir Swept away og er endurgerð á ítalskri mynd sama heitis frá árinu 1975. Madonna leik- ur auðvitað aðalhlutverkið. Myndin segir frá rikri dekraðri stelpu sem fer í siglingu með vinum sínum um Miðjarðarhafið og fellur óvænt fyrir sjómanni sem er kommúnisti. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem hjónakornin vinna saman fyrir framan og aftan myndavélarnar. Guy leikstýrði nýjasta tónlistarO- myndbandi Madonnu. DV-MYNDIR EINAR J. Hvítklæddir herramenn Sameinaö liö Kylfunnar og Glaums ásamt nýgræðingunum í liöi Tryggingamiöstöövarinnar stilla sér upp til myndatöku á Tungubakkavelli í Mosfellsbæ. Framkvæmdastjórinn og konferens- ráöiö Benedikt G. Waage (t.v.) og Ragnar Kristinsson úr Kylfunni. Eins og sjá má ieggja þeir félagar mikiö upp úr því að vera vel til fara og snyrtilegir. íslandsmótið í krikket: Snyrtimennskan í fyrirrúmi Lelkurinn hafinn Krikket líkist um margt hafnabolta og kýló en þykir þó heldur fínni og siöfágaöri íþrótt. íslandsmótið í krikket var haldið með pompi og prakt á Tungubakka- velli í Mosfellsbæ á laugardaginn. Þetta er í annað sinn sem slíkt mót er haldið en krikketíþróttin hefur átt miklu fylgi að fagna hér á landi á und- anfornum tveimur árum. Þau tíðindi gerðust á mótinu að stórveldin tvö og erkiandstæðingarnir Kylfan úr Reykjavík og Ungmennafélagið Glaumur frá Stykkishólmi sameinuðu krafta sína gegn nýstofnuðu liði Tryggingamiðstöðvarinnar. Lið Tygg- ingamiðstöðvarinnar hefur minnsta reynslu að baki og voru liðsmenn rétt nýbúnir að læra leikreglurnar þegar keppnin hófst á laugardaginn. Að sögn Ragnars Kristinssonar sem ber titilinn „konferensráö" í Kylfunni eru þeir sem stunda íþróttina hér á landi á þriðja tug en menn séu mis- virkir eins og gengur. Búið er að stofna íslenska krikketsambandið og eiga Kylfan og Glaumur aðild að því. Segir Ragnar starfsemi sambandsins enn heldur lausa í reipunum enda taki menn þetta ekkert alltof alvar- lega. „Við kunnum eiginlega ekki neitt og þetta er meira gert i gríni hjá okkur. Fyrst og fremst gengur þetta út á að vera flott klæddir og snyrtilegir. Það er aðalatriðið," segir Ragnar og bendir á klæðnað sinn máli sínu til stuðnings. Þó að íslenskir krikketspilarar taki sig hæfilega alvarlega hefur íslenska krikketsambandið vakið talsverða at- hygli á erlendri grundu, ekki síst í heimalandi íþróttarinnar, Englandi. Breska sjónvarpsstöðin Sky gerði meira að segja menn út af örkinni til að fjalla um íslandsmótið og uppgang íþróttarinnar hér á landi. Einnig tóku tveir útlendingar, annar frá Indlandi en hinn frá Pakistan, þátt í mótinu en að sögn Benedikts G. Waage, fram- kvæmdastjóra Kylfunnar, fær Is- lenska krikketsambandið mikið af fyrirspurnum erlendis frá gegnum tölvupóst. -eöj

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.