Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.2001, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.2001, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 30. JÚLÍ 2001 Fréttir J>V Viðtal DV við Davíð Oddsson vekur hörð viðbrögð stjórnarandstöðunnar: Dapurlegur leðjuslag- ur forsætisráðherra - segir Steingrímur J. Sigfússon - stefnubreyting hjá forsætisráðherra, segir Bryndís Hlöðversdóttir Óhætt er að segja að ummæli Davlðs Oddssonar forsætisráðherra hafi vakið upp hörð viðbrögð margra, ekki síst stjómarandstöðunnar. I við- tali við DV á laugardag talar Davíð meðal annars um mál Áma Johnsens sem hann segir hafa tekið út stærri refsingu en aðrir menn fái að jafnaöi fyrir slík brot. Hann segir ekki hægt að búa til það kerfl sem komi í veg fyr- ir að menn geti tekið hluti ófijálsri hendi. Hann nefnir nokkur mál tU sög- unnar þar sem þingmenn sögðu ekki af sér, nefnir til að mynda kjólakaup Guðrúnar Helgadóttur, áfengiskaup Jóns Baldvins Hannibalssonar, veð- töku Ólafs Ragnars Grímssonar, sem kostaði ríkið tugi milljóna, og að Gísli S. Einarsson hafi skrifað bréf út af bílaumboði og notað stöðu sína og Al- þingis til að styrkja málareksturinn þar sem hann var að draga taum fjöl- skyldu sinnar. Árni hefur ekki enn sagt af sér Steingrímur J. Sigússon, formaður VG, sagðist harma að forsætisráðherra skyldi verða fyrstur til að fara með umræðuna á iágt plan. “í fyrsta lagi flnnst mér dapurlegt að sjá sjálfan for- sætisráðherra ætla að fara með um- ræðuna í þennan leðjuslag. í öðra lagi finnst mér ósmekklegt að leggja að jöfnu algerlega ósambærilega hluti, annars vegar ásakanir um mjög gróft misferli og hins vegar hluti sem era Bryndís Hlööversdóttir. Halldór Ásgrímsson. allt annars eðlis. í þriðja lagi undrar mig stjómmálasagnfræði hæstvirts forsætisráðherra. Hann virðist mjög gleyminn. Það er alrangt að engir menn frá miðju- eða vinstrikanti stjómmálanna hafi axlað ábyrgð i gegnum tíðina. Menn hafa sagt af sér ráðherraembætti vegna pólitísks þrýstings án þess að vera sakaðir á nokkum hátt um sambærilega hluti og þá sem snúa að Áma Johnsen. Bæði úr seinni ára stjórnmálasögu og frá fyrri tíð eru sannanleg dæmi þess að menn af miðjunni eða vinstrivæng stjómmálanna hafi, ekki siður en hægrimenn, axlað pólitíska ábyrgð," segir Steingrimur J. Sigfússon, for- maður VG. Steingrimur segir jafhframt sér- kennilegt að þeir þrír sjálfstæðismenn sem Davíð nefnir sögðu ekki af sér þingmennsku. „Jón Sólnes sagði ekki af sér þingmennsku, mér vitanlega, Al- bert Guðmundsson sagði ekki af sér Stelngrímur J. Sverrir Sigfússon. Hermannsson. þingmennsku en var látinn hætta sem ráðherra og svo má ekki gleyma því að þegar þessi orð Daviðs féllu hafði Ámi Johnsen ekki sagt af sér.“ Ósmekklegt að bera ósambæríleg mál saman „Mér finnast ummæli Davíðs í þessu viðtali einkennast fyrst og fremst af því að honum sé mjög órótt. Davíð talar í allt öðrum tóni heldur en stjómarandstaðan hefur gert. Samfylk- ingin hefur gætt þess mjög að fella enga dóma og vera ekki með stóryrði í þessu máli. Davíð talar þannig að mái- ið verður flokkspólitískt, með því að fullyrða að sjálfstæðismenn bregðist öðravísi við og axli meiri ábyrgð en aðrir. Það er rangt hjá honum. Hann nefnir til aö mynda ekki Guðmund Áma Stefánsson sem sagði af sér ráð- herraembætti þrátt fyrir að hafa aldrei vera vændur um nein viðlíka brot og mál Árna Johnsens snýst um,“ segir Skærur í Skerjafirði um Kára og 536 fermetra einbýlishús hans „Það verður gott að fá Kára í hverfið. Ég vona að hann fái áð byggja hús sitt,“ segir Hjörtur Hjart- ar framkvæmdastjóri sem býr í Fáfnisnesi 1 í Skerjafirði og er væntanlegur nágranni Kára Stef- ánssonar sem hyggst byggja sér hús í Skildinganesi 9. Nokkrir nágrann- ar hans hafa risið upp og mótmælt fyrirhugaðri byggingu einbýlishúss erfðakóngsins sem á aö verða 536 fermetrar að stærð. Kári er þegar byrjaður að grafa grunninn og um leið grefur óánægjan um sig hjá mörgum sem lengi hafa búið í Miölægur húsgrunnur Kara i Skerjafiröi Skiptar skoöanir meöal væntanlegra nágranna erföakóngins - en Kári heldur sínu striki Skerjafirðinum. Meðal þeirra eru hjónin Jón Nordal tónskáld og Sol- veig eiginkona hans sem andmælt hafa byggingu. Ekki vegna þess hversu stór hún er að flatarmáli heldur vegna þess að með teikning unni sé götumyndin ekki virt Hverfið hafi alltaf átt að vera þyrp ing einnar hæða húsa en bygging Kára sé hærri. Bryndís Hlöðversdóttir, formaður þingflokks Samfylkingar. Hún segir augljósa stefnubreytingu hjá forsætisráðherra. „Upphaflega var klár lína frá forystu Sjálfstæðisflokks- ins að Ámi skyldi axla ábyrgð og víkja. Nú gerir forsætisráðherra til- raun til að fegra mynd Áma og gerir það á þann ósmekklega hátt að draga fjölda nafngreindra einstaklinga á sakamannabekk. Það skýtur mjög skökku við að Davíð skuli setja Jón Baldvin á þennan sakamannabekk því að Davíð gerði Jón Baldvin að sendi- herra í þjónustu ríkisstjómarinnar. Forseti íslands er nefndur til sögunnar en hans mál hefur verið rætt og þjóðin dæmdi hann nú ekki harðar en svo en að hún kaus hann sem forseta." Þrumu lostinn Sverrir Hermannson, formaður Frjálslynda flokksins, vildi sem minnst um málið segja. Þegar blaðamaður DV náði tali af Sverri Hermannssyni sagði hann aðeins: „Ég er þrumu lostinn, það er allt sem ég vil segja.“ Um ummæli Davíðs að sjáifstæðismenn axli einir ábyrgð gerða sinna sagði hann. „Það er auðvitað algert rugl.“ Þegar blaðamaður náði tali af Hall- dóri Ásgrímssyni, formanni Framsókn- arflokksins, i gærkvöld var hann stadd- ur í sumarbústað og hafði ekki séð við- tal DV við forsætisráðherra. -þor Aðrir sem mótmælt hafa bygg- ingu Kára eru hjónin Herdís Hall- varðsdóttir og Gísli Helgason, sem búa í Skildinganesi 6, svo og Guð- mundur Jónsson húsasmiður sem býr í Fáfnisnesi 4, skáhallt ofan við væntanlegt hús Kára. Kári Stefánsson ætlar að halda sínu striki og byggja húsið sem sumir líkja við félagsheimili vegna stærðarinnar. Aðrir í Skerjafirði hafa áhyggjur af því að hús þeirra líti út sem kofar við hlið hallar Kára og það gæti lækkað hugsanlegt endursöluverð þeirra. -EIR FSA: Lokaframkvæmd- ir við „nýbygg- inguna" „Framkvæmdimar sem slikar em ekki hafnar enn þá en það er verið að vinna að hönnun og öðrum undirbún- ingi,“ segir Haildór Jónsson, forstjóri Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri, en nú stendur fyrir dymm að ljúka við að innrétta þrjár hæðir i nýbyggingu sjúkrahússins. Reyndar er varla hægt að tala um nýbyggingu því fjöldamörg ár em síðan uppsteypu hússins, sem er á fjórum hæðum, lauk. Ein hæð var tekin í notkun á síðasta ári en þangað flutti barnadeild sjúkrahússins. í tengslum við samninga ríkisins, Akureyrarbæjar og íslenskrar erfða- greiningar, sem undirritaðir vora í vetur, lá fyrir að lokafrágangi við hin- ar þrjár hæðir hússins yrði hraðað. „Það má segja að í þeim framkvæmdum sem nú liggja fyrir verði ailt húsið imd- ir, framkvæmdir verða að öllum líkind- um boðnar út í haust og þá mun skýrast með framkvæmdahraða og annað í þeim dúr. Um framkvæmdahraða er enh ekki vitað en þessi mál skýrast á næstu vikum,“ segir Halldór. -gk Erill í Keflavík: Nefbrotinn eftir líkamsárás Lögreglan í Keflavík kom að manni með áverka eftir líkamsárás fyrir utan veitingahús í bænum skömmu eftir klukkan fimm aðfara- nótt sunnudags. Maðurinn var tal- inn nefbrotinn og var því fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Lög- reglan þar hafði einnig afskipti af átta ökumönnum þessa sömu nótt vegna ýmissa umferðarlagabrota, til að mynda vegna hraðaksturs og rangrar notkunar ljósa. -MA Mótorhjólaslys í Langadal Kona slasaðist þegar mótorhjól hennar lenti út af veginum í Langa- dal um sexleytið á laugardagskvöld en konan var þar á ferö með hópi mótorhjólafólks. Konan var flutt með sjúkrabifreið til Blönduóss en þaðan flutti þyrla Landhelgisgæslunnar hana á Landspítala háskólasjúkrahús í Fossvogi. Hún er ekki talin alvar- lega slösuö en mikið brotin. -MA Víibfió í kvóld *» 3 útí-r'' «W 4 p ^ & ■ $$ íCaí sp jr Só|ar,gangiir o Sólarlag í kvöld Sólarupprás á morgun Síödegisflóö Árdegisflóö á morgun iiK AKUREYRI 22.38 22.40 04.31 03.58 15.11 19.44 03.34 08.07 Skýrihgar á veöurtáknum Léttir til um austanvert landiö Suðvestlæg eða breytileg átt, 5 til 8 m/s, yfirleitt hægari austan til. Skýjað með köflum og stöku skúrir. Léttir heldur til um austanvert landið en þokuloft verður þó viö vestur- ströndina. Hiti 7 til 18 stig, hlýjast inn til landsins. J^-VINDÁTT 10V-HITI 15) 4 AO 'J'\VINDSTYRKUR ’ V roncr S metrum á sekúndu ^ rKU:> 1 & HEIDSKiRT o LÉTTSKÝJAO HÁLF* SKÝJAÐ SKÝJAÐ ALSKÝJAÐ ’ > > RIGNING SKÚRIR SLYDDA SNJÓKOMA ~f = ÉUAGANGUR ÞRUMU- VEÐUR SKAF- RENNINGUR ÞOKA plt jsóHjjíi Veöriö sem allir biða eftir Allir bíða spenntir eftir næstu helgi sem: er mesta ferðamannahelgi ársins. Landsmenn eiga því örugglega eftir aö fylgjast spenntir með veðrinu næstu daga. Samkvæmt fýrstu spám veröur besta veðrið á Suðurlandi á föstudaginn og á laugardag er útlit fyrir austlæga átt með suöurströndinni og rigningu en annars úrkomulítið. Skúrir, skýjað með köfium eða léttskýjað Á morgun verður áfram hæg suðvestlæg eöa breytileg átt. Skúrir vestanlands en annars skýjaö meö köflum eöa léttskýjaö, hiti 10 til 18 stig, hlýjast inn til landsins. Hætta á þokulofti við vesturströndina. Vindur: . / 3-5,„O Hiti 10° til 18° Vindur: / vi/ Hiti 10° tii 18° Vindur: / Aj 3-5 m.O Hiti 7° til 18° Hæg suóvestlæg eóa Hæg suövestlæg eða Hæg noröanátt, þokuloft breytlleg átt. Skúrir breytlleg átt. Skúrir fyrlr norðan en léttskýjað vestanlands en annars vestanlands en annars sunnanlands. Hlti 7 til 18 skýjaö meö köflum eöa skýjaö meö köflum eöa stig, hlýjast sunnanlands, léttskýjaó. Hiti 10 tll 18 léttskýjað. Hitl 10 tll 18 en svalast á annesjum stlg. stlg. norðanlands. AKUREYRI BERGSSTAÐIR BOLUNGARVÍK EGILSSTAÐIR KIRKJUBÆJARKL. KEFLAVÍK RAUFARHÖFN REYKJAVlK STÓRHÖFÐI BERGEN HELSINKI KAUPMANNAHÖFN ÓSLÓ STOKKHÓLMUR ÞÓRSHÖFN ÞRÁNDHEIMUR ALGARVE AMSTERDAM BARCELONA BERLÍN CHICAGO DUBLIN HALIFAX FRANKFURT HAMBORG JAN MAYEN LONDON LÚXEMBORG MALLORCA MONTREAL NARSSARSSUAQ NEW YORK ORLANDO PARÍS VÍN WASHINGTON WINNIPEG : j skýjað þoka skýjaö skýjaö rigning úrkoma þoka úrkoma skýjað úrkoma léttskýjaö hálfskýjaö skýjaö skúrir rigning þokumóöa léttskýjaö skruggur þokumóöa skýjaö léttskýjað skýjað léttskýjaö léttskýjaö skýjað léttskýjaö heiöskírt heiösklrt skýjað skýjaö léttskýjað háifskýjaö léttskýjaö rigning heiðskírt 14 10 9 12 12 10 10 11 11 17 24 23 25 26 11 18 22 25 26 22 20 17 28 23 8 29 25 35 20 8 21 24 27 28 16 17

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.