Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.2001, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.2001, Blaðsíða 22
34 MÁNUDAGUR 30. JÚLÍ 2001 íslendingaþættir______________________________________________________________________________________________________x>v Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson 90ára Marinó Þórðarson, Skjólvangi, Hrafnistu, Hafnarfiröi. 85 ára___________________ Skarphéðinn Össurarson, Kleppsvegi 2, Reykjavlk. Anna Vilmundardóttir, Hringbraut 50, Reykjavík. Hallveig Þorsteinsdóttir, Vesturgötu 14, Keflavík. Guðrún Jónsdóttir, Birnustööum, Isafiröi. 80 ára____________________________ Ingibjörg Hjartardóttir, Hrafnistu, Reykjavík. Guðmundur Hannesson, Hringbraut 50, Reykjavík. Óskar Kristjánsson, Ægisíöu 105, Reykjavík. Guðný Hreiðarsdóttir, Þrastanesi 3, Garöabæ. Hjálmdís Jónsdóttir, Reitavegi 4, Stykkishólmur. Sigríður Eyjólfsdóttir, Steinholti, Borgarf. eystra. Pétur Sigurðsson, Kleifahrauni lc, Vestmannaeyjum. 75 ára____________________________ Magnús Guðmundsson, Hvassaleiti 10, Reykjavík. Reynir Hjartarson, Hólabergi 78, Reykjavík. 70 ára____________________________ Petrína Steindórsdóttir, Nönnugötu 6, Reykjavík. Ingibjörg Guömannsdóttir, Hávegi 7, Kópavogi. Sigrún Sigurjónsdóttir, Geírlandi, Kópavogi. Magnúsína Ólafsdóttir, Klettabergi 40, Hafnarfiröi. 60 ára Páll G. Guðmundsson, vélfræöingur Vesturbergi 104, Reykjavík, er sextugur 11 dag. Páll tekur á móti gestum ásamt eiginkonu sinni, Ástu Jónsdóttur, í félagsheimili KR v/Frosta- skjól milli kl. 19.00 og 21.00 í dag. 50 ára________________________ Halldóra Baldursdóttir, Kleppsvegi 72, Reykjavík. Ólafur Örn Klemenzson, Keilugranda 10, Reykjavík. Ragnar Marinósson, Tjarnargötu 20, Keflavík. Sigrún Halla Karlsdóttir, Kirkjubraut 5, Akranesi. 40 ára________________________ Bárður Helgason, Kaplaskjólsvegi 93, Reykjavík. Þór Jes Þórisson, Viöarrima 10, Reykjavík. Arnór Guðjohnsen, Fjallalind 53, Kópavogi. Linda Björg Pétursdóttir, Háhæð 11, Garðabæ. Þórhallur Óskarsson, Baldursgaröi 12, Keflavík. Helgi Rúnar Auðunsson, Urðargötu 19, Patreksfirði. Gígja Jónsdóttir, Brekkutúni 6, Sauöárkróki. Magnús Jón Helgason, Borgarsíöu 15, Akureyri. Hugrún Marta Magnúsdóttir, Bakkasíðu 3, Akureyri. Þórhildur Gunnarsdóttir, Hólavegi 6, Laugum. Katrín Karlsdóttir, Kirkjubæ, Egilsstööum. Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Áralöng reynsla. Sverrir Einareson Bryndís útfararatjóri Valbjamardóttir útfararatjóri Útfararstofa íslands Suðurhitð35* Slmi 581 3300 allan sólarhringinn. www.utforin.iS :i * f l Fertugur Sr. Þórhallur Heimisson Sr. Þórhallur Heimisson, prestur Hafnarfjarðarkirkju, til heimilis að Fálkahrauni 10, 220 Hafnarfirði, er fertugur í dag, enda fæddur 30. júlí árið 1961. Starfsferill Þórhallur er fæddur i Reykjavík, bjó á Seyðisfirði og í Danmörku sem bam en kom 11 ára í Skálholt í Biskupstungum og var í Tungunum til tvítugs. Þórhallur varð stúdent frá Menntaskólanum að Laugarvatni 1981, stundaði þá nám í sagnfræði einn vetur en lauk embættisprófi í guðfræði frá Háskóla íslands 1988. Stundaði Þórhallur framhaldsnám í trúarbragðafræði við Árósar-há- skóla í Danmörku 1990-1991 og 1994-1996 við Uppsalaháskóla í Sví- þjóð þar sem hann lauk fyrrihluta- ritgerð til doktorsprófs. Þórhallur stundaði einnig nám í íjölskyidu- meðferð hjá sænsku kirkjunni 1994-1996. 1997 lauk Þórhallur leið- beinendaþjálfun hjá Rauða Krossi Islands í sálrænni áfallahjálp. Þórhallur annaðist barna- og æskulýðsstarf við Langholtskirkju 1983-1989. Hann starfaði hjá Úti- deildinni í Reykjavík 1988-1989 en vígðist prestur 1989 og leysti af sem sóknarprestur í Langholtskirkju 1989-1990. Þórhallur var fram- kvæmdastjóri Kirkjumiðstöðvar Austurlands og fræðslufulltrúi kirkjunnar á Austurlandi 1991-1993, framkvæmdastjóri Æskulýðssam- bands kirkjunnar i Reykjavíkurpró- fastsdæmum 1993-1994. Hann starf- aði sem sóknarprestur í Örsundsbro í Uppsalastifti í Svíþjóð 1994-1996 og var kosinn til starfa við Hafnar- fjarðarkirkju 1996 þar sem hann þjónar enn. Annaðist Þórhallur öll hátíðahöld kristnihátíðar í Þing- vallakirkju sumarið 2000. Þórhallur hefur annast prestsþjónustu fyrir Hrafnistu, Hafnarfirði, frá árinu 2000. Þórhallur var stundakennari við Verkmenntaskóla Austurlands 1991-1993, Námsflokka Reykjavíkur 1993-1994, við Norræna lýðháskól- ann Biskops - Arnö 1994-1996 og við Flensborgarskóla 1997-1998. Frá 1996 hefur Þórhallur einnig kennt við Leikmannaskóla Þjóðkirkjunn- ar. Þórhallur hefur setið í ritstjórn tímaritsins International Dialog frá 1991 sem geflð er út á vegum Di- alogcenter International við Árósa- háskóla og fjallar um þróun sam- skipta trúarbragöa í heiminum. Var hann kosinn í stjórn Ecumenical Youth Council Europe (EYCE) sem fulltrúi Norðurlanda 1993-1997 og í stjórn Nordic and Baltic Organ- isation (NABO) 1993-1997. Þórhallur var valinn í landsstjórn Islendinga- félaganna í Svíþjóð 1995-1996 og sit- ur í stjórn Landssamtaka Heimilis og skóla frá árinu 2000. Þórhallur er einnig varamaður í jafnréttisnefnd þjóðkirkjunnar. Þórhallur hefur skrifað fjölda greina um guðfræði, trúarbragða- fræði, sögu og samfélagsmál í dagblöð, timarit og fræðirit, íslensk og erlend. Skrifaði hann m.a. sunnudagshug- vekjur í Morgunblaðið 1991-1992 og var með fasta vikulega pistla í Dag- blaðinu um fjölskyldumál frá 1999-2001. Þórhallur hefur einnig unn- ið um 35 útvarpsþætti fyrir Ríkisút- varpið Rás 1 um sömu málefni og samið margvíslegt fræðsluefni fyrir fræðsludeild Biskupsstofu. Þórhallur hefur haldið um 150 nám- skeið um fjölskyldu- og samfélagsmál, þar af hjónanámskeið um allt land sem yfir 4.000 manns hafa sótt frá ár- inu 1996. Fjölskylda Þórhallur giftist Ingileif Malmberg þann 9. nóvember 1985. Hún starfar sem sjúkrahúsprestur á Landspítalan- um viö Hringbraut. Ingileif er fædd 31.07.64. Foreldrar hennar eru Elísa- beth Malmberg, hjúkrunarfræðingur, f. 07.04.39, dáin 12.10.81 og Svend Aage Malmberg haffræðingur, f.08.02.35. Svend er búsettur í Hafnarfirði. Börn Þórhalls og Ingileifar eru: Dóra Erla, f. 22.06.87, Rakel, f. 5.03.91 og Hlín, f. 25.01.93 Þórhallur á eina systur, Arnþrúði, f. 06.09.71, búfræðikandidat, búsetta að Langhúsum, Fljótum. Foreldrar Þórhalls eru sr. Heimir Steinsson, fyrrum rektor Skálholts- skóla, útvarpsstjóri og sóknarprestur á Þingvöllum, f. 01.07.37, dáinn 15.05.00, og Dóra Erla Þórhallsdóttir, er starfar við móttöku hjá Ríkisút- varpinu. Dóra Erla er búsett í Reykja- vík. Þórhallur veröur með fjölskyldu sinni í útilegu til fjalla á afmælis- daginn. Fertnfigmr Stefán Hilmar Hilmarsson endurskoðandi Stefán Hilmar Hilm- arsson, endurskoðandi, Gerðhömrum 28, Reykjavík, er fertugur í dag. Starfsferill Stefán var stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1982. Hann var starfsmaður hjá Amarflugi hf. 1982 og 1983 og hjá heildverslun Stefáns Thorarensen hf. 1984 og 1985. Stef- án útskrifaðist sem viðskiptafræð- ingur frá Háskóla íslands árið 1986 af endurskoðunarsviði. Hann var löggiltur endurskoðandi i mars 1989. Stefán var starfsmaður og siðar (í mars 1989) endurskoðandi hjá KPMG Endurskoðun hf. frá febrúar 1986. Hann hefur verið meðeigandi frá 1995 og í stjórn KPMG Endurskoðun- ar frá júní 2000 og varastjóm frá aprU 2001. Stefán hefur verið í menntunarnefnd Félags löggUtra endurskoðenda frá 1992 og formaður frá 1. október 1995 tU 30. september 1996. Hann hefur einnig átt sæti í aðalstjórn Knattspyrnufélagsins Fram frá maí 1995. Fjölskylda Þann 27. júlí 1991 giftist Stefán Guðrúnu Pálsdóttur lyfjafræðingi, cand. parm. frá Háskóla íslands 1988, f. 29. 9. 1963. Foreldrar hennar eru PáU Ólafsson, bóndi í Brautar- holti, Kjalarneshr., Kjós, f. 16.3.1930, og Sigríður Kristjana Jónsdóttir skurðstofuhjúkrunarfræðingur, f. 30.7. 1936, d. 22.12. 1998. Börn Stefáns og Guðrúnar eru: Sigríður Katrín Stefánsdóttir, f. 29. 12. 1992, og Hilmar PáU Stefánsson, f. 4.7. 1998. Bræður Stefáns eru Helgi Hrafn Hilmarsson ílugvirki, f. 25.10. 1962, starfsmaður hjá Atlanta hf. og bú- settur í Englandi, og Hannes Hilmarsson við- skiptafræðingur, f. 10.11. 1964, svæðisstjóri hjá Flugleiðum hf. í Kaup- mannahöfn. Foreldrar Stefáns eru HUmar Helgason, forstjóri í Reykjavík, f. 14. 2. 1941, d. 13.3. 1984, og Katr Erla Thorarensen skrif- stofumaður, nú búsett í Englandi, f. 23. 3. 1942. (HUmar og Katrín skUdu) Ætt Foreldrar Helga eru Vigfús Helgi Gíslason, bryti í Reykjavik, f. 23. 2. 1914, og fyrri k.h. (skildu), Aðalbjörg Sigríður Ásgeirsdóttir húsfreyja, f. 22. 5. 1918. Foreldrar Katrínar voru Stefán Oddsson Thorarensen, cand. parm., lyfjafræðingur og apótekari í Reykjavík, f. 31.7. 1891, d. 31.10. 1975, og k.h. Ragnheiður Hannesdóttir Hafstein húsfreyja, f. 4.1.1904, d. 22.8. 1981. Faðir Stefáns var Oddur Carl Stef- ánsson Thorarensen, athafnamaður, sonur Stefáns Oddssonar Thoraren- sen, og k.h. Oliviu Avildia Juby. Móðir Stefáns var Alma Clara Margrethe Schiöth, dóttir Peters Fredriks Hendriks Schiöth bakara- meistara, síðar bankaféhirðis á Ak- ureyri, og k.h. önnu Katherine Schiöth. Faðir Ragnheiðar var Hannes Þórð- ur Hafstein, alþingismaður og fyrsti ráðherra íslands. Foreldrar hans voru Jörgen Pétur Jakobsson amtmaður og 3.k.h., Katrín Kristjana Gunnars- dóttir. Móðir Ragnheiðar var Ragn- heiður Stefánsdóttir Thordersen. For- eldrar hennar voru Stefán Helgason Thordersen prestur, síðast í Ofanleiti i Vestmannaeyjum, og k.h. Sigríður Ólafsdóttir Stephensen. Jóhann Karl Sigurðsson sviðsstjóri Jóhann Karl Sig- urðsson sviðsstjóri, Rjúpufelli 29, Reykja- vík, er flmmtugur í dag. Starfsferill Jóhann fæddist á Akureyri og ólst þar upp og á Hólum í Hjaltadal. Hann var framkvæmdastjóri Dags á Akureyri 1970-89 og hjá Jóni Brynjólfssyni hf. 1989-91. Jó- hann var við nám og störf í Gauta- borg í Svíþjóð 1991-92. Hann starf- aði síðan í Reykjavík, m.a. hjá dag- blaðinu Tímanum og Efnaverk- smiðjunni Sjöfn 1993-95. Jóhann bjó í Danmörku 1995-97 og starfaði hjá IBM s.m.s. í Kaupmannahöfn. Hann er nú sviðsstjóri hjá Efna- móttökunni hf. þar sem hann hef- ur starfað frá 1997. Jóhann sat í stjórn F.U.F. á Ak- ureyri, stjórn Framsóknarfélags Akureyrar, í fjáröflunarnefnd Glerárkirkju, í aðalstjórn Knatt- spymufélags Akureyrar og síðan í stjóm handknattleiksdeildar KA í átta ár, þar af 5 ár sem formaður. Fjölskylda ján Gestsson, barn þeirra er Birta Huld Kristjánsdóttir, f. 28.11. 1999; 2) Sigurður Karl Jó- hannsson, f. 5.7. 1975, bú- fræðingur, Stóra- Hvammi i Eyjafirði; 3) Þórhallur Ingi Jó- hannsson, f. 28.1. 1977, B.S. í Iðn- og véla- verkfræði í Reykjavík; 4) Haukur Logi Jóhanns- son, f. 11.7.1980, verslun- armaður á Akureyri. Dóttir Jóhanns og Svanhvítar er Karlotta Jóhannsdóttir, f. 3.4. 1991. Stjúpdætur Jóhanns eru: 1) Guð- rún Helga Gunnarsdóttir, f. 5.2. 1971, kennari í Reykjavík, maki Óðinn Albertsson, þeirra böm eru Askur Tómas Óöinsson, f. 14.11. 1996, og Una Óðinsdóttir, f. 6.7. 2001; 2) Ellen Dröfn Gunnarsdóttir, f. 7.2. 1976, mannfræðingur í Reykjavík, maki Bjöm Viktorsson. Fósturbróðir Jóhanns er Pálmi Pétursson, f. 5.3. 1940, bifreiða- stjóri, Reykjavík, maki Birna Bjömsdóttir. Foreldrar Jóhanns eru Sigurður Karlsson verkamaður, f. 28.6. 1906, d. 28.8. 1992, og Karlotta Jóhanns- dóttir húsmæðrakennari, f. 24.12. 1909. Þau hafa lengst af verið bú- sett í Skagafirði og Akureyri. Þann 1.1. 1977 giftist Jóhann Gunnhildi Þórhallsdóttur, f. 16.10. 1944. Þau skildu 17.6. 1989. Foreldr- ar Gunnhildar eru Þórhallur Jón- asson og Ingibjörg Dagný Boga- dóttir, Stóra-Hamri, Eyjafirði. Seinni kona Jóhanns frá 1990 er Svanhvít Halla Pálsdóttir, sauma- kona, f. 8.8. 1953. Foreldrar hennar eru Páll Þorfinnsson og Guörún Erla Ottósdóttir, Reykjavík. Jóhann og Gunnhildur eiga fjög- ur börn. Þau eru: 1) Ingibjörg Dag- ný Jóhannsdóttir, f. 31.12. 1973, tanntæknir i Reykjvik, maki Krist- Ætt Sigurður var sonur Karls Arn- grímssonar og Karitasar Sigurðar- dóttur er bjuggu lengst af á Landa- móti í Kinn og síðan Veisu i Fnjóskadal. Foreldrar Karlottu voru Jóhann Guðmundsson og Birgitta Guðmundsdóttir er bjuggu í Brekkukoti i Hjaltadal í Skaga- firði. Afmælisbamið dvelur á Algarve- ströndinni í Portúgal á afmælis- daginn. Þú nærð alltaf sambandi viö okkur! Smáauglýsingar 550 5000 (?) \§j J alla virka daga kl. 9-22 v-.y sunnudaga kl. 16-22 dvaugl@ff.is hvenær sólarhringsins sem er 550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.