Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.2001, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.2001, Blaðsíða 7
7 MÁNUDAGUR 30. JÚLÍ 2001 J3V Fréttir Minnihattar ohöpp geta haft mlkll áhrif á afkomu fyrirtækja. í"Ce Að stafla þungu hlassl í mikllli haeð felur í sér ákveðna hættu fyrlr hvaða lyftara sem er. System of Artlve Stability Slys eiga sér stað. Varningur skemmist. Hagnaður fyrírtækja minnkar. SAS (System of Active Stability) sem á íslensku gæti útlagst „virkur stöðugleiki" er bylting í stöðugleikabúnaöl lyftara. Þessi búnaður verndar stjórnanda og varning og tryggir afkomu fyrirtæklslns. Stöðugleikabúnaðurlnn gerir það að verkum að fyllsta öryggis er gætt. Ef hættuleg skilyrðí skapast bregst búnaðurinn við með sjálfvirkum hætti. Frekari upplýsingar um SAS-stöðugleikabúnaðinn er að flnna á WWW.KRAFTVELAR.IS ®TOY< LYFTARARS: TVÉLAR virkur stuflugleiki Kraftvélar ehf. Ðalvegur 6-8 • 200 Kópavogur • Sími 535 3500 • Fax 535 3501 • www.kraftvelar.is Brúarvinna Vinnuflokkurinn ásamt Reyni Arnórssyni umferöarfulltrúa. DV-MYND JULÍA Brúarvinnumenn við Jökulsá í Lóni óhressir með tillitsleysi ökumanna: • • Okumenn hrella okk- ur með hraðakstri - segir Kristján Þórðarson verkstjóri „Við erum í mikilli hættu og öku- menn hrella okkur svo sannarlega," segir Kristján Þórðarson verkstjóri en hann er ásamt brúarvinnuflokki sínum að vinna við lagfæringar á brúnni yfir Jökulsá í Lóni. Brúarvinnumenn eru mjög óhressir með meirihluta þeirra öku- manna sem fara um brúna vegna hraðaksturs og tillitsleysis. „Þrátt fyrir að stór vegaskilti séu beggja megin brúarinnar þá keyra menn á mikilli ferð inn á brúna þar sem við erum að vinna. Fólk virðir alls ekki hraðamerkingar og tekur ekkert tO- lit til þess að menn séu hér við störf. Við segjum stundum að eina gagnið sem skiltin gera sé að þá erum við tryggðir við vinnuna. Erlendir ferðamenn eru undantekning því þeir skilja merkingu skiltanna og fara eftir þeim,“ segir Kristján. Reynir Arnórsson, umferðarfull- trúi á Austurlandi, skoðaði málið og segir að af 32 bifreiðum sem komu á brúna á þeirri hálfu klukkustund sem hann staldraði við heföi enginn virt hraðamörkin en hámarkshraði er 30 km. á klukkustund yfir brúna. „Það verður fylgst með ökuhraða þarna á næstunni og sektum beitt ef nauðsyn krefur," segir Reynir. Brúarvinnuflokkurinn vinnur daglangt við að styrkja brúna með stálbitum og setja járnmottur á brú- argólfið svo hún uppfylii Evrópu- staðalinn. -JI . Akureyri Miklar breytingar hafa veriö gerðar á fjárhagsáætlun bæjarins fyrir áriö i ár. Fjárhagsáætlun Akureyrar 2001: Ekki byrjað á fjölnotahúsi fyrr en næsta vor Endurskoðuð fjárhagsáætlun vegna ársins 2001 fyrir bæjarsjóð Akureyrar, Norðurorku, Bifreiða- stæðasjóð, Leiguíbúðir Akureyrar og Framkvæmdasjóð Akureyrar hefur verið samþykkt. Þórarinn B. Jónsson, varaformaður bæjarráðs, segir að miklar breytingar hafi þurft að gera vegna hækkunar launaliða upp á um 500 milljónir króna en á móti því komi einhverj- ar skatttekjur. Kaup á nýrri skíðalyftu fyrir Hlíðarfjall koma með litlum fyrir- vara en Þórarinn segir að í ljós hafi komið að gámla lyftan hafi algjör- lega verið komin á tíma, það sé 160 milljóna króna framkvæmd og til þess að mæta því þurfi bæði að taka lán og úr eigin sjóðum bæjarins. „Fyrirsjáanlegt er að það verður ekki farið i fjölnotahúsið sem rísa á á Þórssvæðinu fyrr en næsta vor en upphaflega var áætlað að fara í grunninn í haust. Þetta hús er inni á 3ja ára framkvæmdaáætlun og þær 80 milljónir króna sem settar voru í það í ár ásamt þeim fjármun- um sem ætlaðir voru árið 2002 og 2003 koma að fullum notum og hús- ið verður tilbúið árið 2003. Tilboðin verða opnuð i þessari og næstu viku og síðan verður farið í samninga við væntanlegan verktaka. Setja þarf „forálag" á neðri hluta svæðisins til þess að mæta framkvæmdum á efra svæðinu en landið mun síga meira þar út af þunganum. Það verður vonandi gert í haust. Aðrir þættir hafi gengið eftir. Bæjarbúum fjölgar og skatttekjur aukast sem er mjög ánægjulegt. Ég held að okkur hafi tekist að gera umgjörðina hér þannig að fólk vilji búa á Akureyri, m.a. með byggingu glæsilegrar sundlaugar. íbúatölur frá Hagstofunni sýna að okkur fjölg- ar töluvert," segir Þórarinn B. Jóns- son. -GG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.