Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.2001, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.2001, Blaðsíða 23
MÁNUDAGUR 30. JÚLÍ 2001 35 DV Tilvera ælísbarnið Jean Reno 53 ára Franski leikarinn Jean Reno er afmæl- isbarn dagsins. Hann er fæddur í Casablanca en flutti á unglingsárum til Frakklands þar sem hann lagði stund á leiklist. Hann lék í fyrstu mynd sinni þrítugur að aldri en íslenskir kvik- myndaáhugamenn ættu að muna eftir honum úr Luc Besson-myndunum. Reno hefur margsinnis leikið í mynd- um þessa ágæta franska leikstjóra. Á síðustu árum hefur hann í æ ríkari mæli tekið að sér hlutverk i vinsælum Hollywoodmyndum. Tviburarnir (? Gildir fyrir þriöjudaginn 31. júlí Vatnsberinn i?o. ian.-is. febr.i: I Eitthvað sem þú vinnur ' að um þessar mundir gæti valdið þér hugar- angri. Taktu þér góðan tíma 1 að íhuga hvað gera skal. Þú færð bráðlega góðar fréttir. Rskarnir (19. febr.-20. marsl: Taktu ekki mark á Ifólki sem er neikvætt og svartsýnt. Dagurinn verður skemmtilegri en þú bjóst við, sérstaklega seinni hluti hans. Hrúturinn . mars-19. anriH: . í dag gætu ólíklegustu 'aðilar loksins náð sam- komulagi um mikil- væg málefni og þannig auðveldáð framkvæmdir á ákveðnu sviði. Nautlð (20. april-20. mail: Þú átt skemmtilegar samræður við fólk og dagurinn einkennist af samstöðu milli starfs- félaga. Happatölur þinar eru 3, 24 og 36. Tvíburarnlr (21. maí-21. iúní): Þú ert að velta ein- >hverju alvarlega fyrir þér og það gæti dregið athygli þína frá því sem þú ert að vinna að. Ef þig skortir einbeitingu ættir þú að hvíla þig, Krabbinn (22. iúní-22. iúiíi: Fyrri hluti dagsi | kemur þér á óvari. Þú ' þarft aö glíma við óvenjulegt vandamál. Þú verður þreyttur í kvöld og ætt- ir að taka það rólega. Ljónlð (23. iúlí- 22. áeústl: . Vertu þolinmóður þó að þér flnnist vinna annarra ganga of hægt. Það væri góð hugmynd að hitta vini í kvöld. Mevlan (23. ágúst-22. seot.l: Fréttir sem þú færð eru ákaflega ánægju- ^^^lhlegar fyrir þig og þína * f nánustu. Hætta er á s’mávægilegum deilum seinni hluta dagsins. .Vogin (23. seot.-23. okt.); Viðbrögð þín við því sem þér er sagt eru mikilvæg. Vertu ekki of gagnrýninn, þaS gæti valdið misskilningi. Happatölur þínar eru 9, 26 og 35. Sporðdrekl (24. okt.-2l. nóv.): öíf Dagurinn verður við- burðarikur og þú hef- ^ur meira en nóg að gera. Gættu þess að vera ekki of tortrygginn. Happatölur þínar eru 1, 5 og 37. Bogamaður (22. nóv.-21. des.): .Reyndu að halda þig Pvið áætlanir þínar og r vera skipulagður. Þér bjóðast góð tækifæri i vinnunni og er um að gera aö grípa gæsina á meðan hún gefst. Stelngeitln 122. des.-l9. ian.i: *V ^ Þú þarft að einbeita þér að einkamálunum og rækta samband þitt við inanneskju sem þú ert að fjarlægjast. Kvöldið verður ánægjulegt. Vofiln (23- ss t það gæti vi Fímmtug Sigríður Bára Hermannsdóttir skrifstofustjóri Rekstrarvara Sigríður Bára Hermannsdóttir, skrifstofustjóri Rekstrarvara, til heimilis að Neðstabergi 1, Reykja- vík, er fimmtug í dag. Starfsferill Sigríður fæddist í Reykjavík og ólst upp í Blesugróf. Hún gekk í Austurbæjarskóla og Gagnfræða- skóla Austurbæjar. Sigríður starf- aði í Belgjagerðinni í nokkur ár. Hún stofnaði síðan ásamt eigin- manni sínum Rekstrarvörur 1982 og hafa þau starfrækt það síðan. Fjölskylda Sigríður giftist 5.7. 1980 Kristjáni Einarssyni, f. 21.6. 1956, forstjóra Rekstrarvara. Hann er sonur Einars Magnússonar, f. 25.6.1915, bifreiðar- stjóra á Hreyfli, og Guðnýjar Þóru Kristjánsdóttur húsmóður, f. 21.4. 1918, d. 25.2. 1965. Börn Sigríðar og Kristjáns eru: 1) Katrín Edda, f. 21.9.1972, sölumaður hjá Rekstrarvörum, maki Björn Freyr Bjömsson, f. 18.9. 1963, iðn- rekstrarfræðingur, börn þeirra eru Kristján Hermann, Arnór Ingi og Andrea Björk; 2) Þórunn Helga, f. 17.2. 1977, sölumaður hjá Rekstrar- vörum, sambýlismaður Ólafur Thorarensen, f. 3.3.1976, vefhönnuð- ur; 3) Einar, f. 14.10. 1980, fram- reiðslumaður á Grillinu á Hótel Sögu; 4) Sigurlaug Þóra, f. 3.2. 1985, nemi. Systkini Sigríðar eru: 1) Helga I. Hermannsdóttir, f. 8.1. 1947, hús- móðir, maki Jakob Guðmundsson bóndi, þau eiga tvær dætur og fimm barnabörn; 2) Jón S. Her- mannsson, f. 23.9. 1948, prentari, maki Sigrún Siggeirsdóttir íþrótta- kennari, þau eiga tvö böm; 3) Finn- björn A. Hermannsson, f. 13.1. 1954, formaður Trésmiðafélags Reykja- víkur, maki Aldís Óskarsdóttir, sjúkraliði, þau eiga fjóra syni og eitt barnabarn; 4) Hermann Þ. Her- mannsson, f. 30.1. 1957, húsasmíða- meistari, maki Elín H. Gústafsdóttir innkaupastjóri, þau eiga tvo syni; 5) Oddur Þ. Hermannsson, f. 27.6. 1960, landslagsarkitekt, maki Þóra Þórar- insdóttir, kennari og fréttaritari, þau eiga fjögur börn. Foreldrar Sigríðar eru Hermann Jónsson vaktmaður, f. 14.7. 1919, d. 30.4. 1989, frá Sæbóli í Aðalvík og Þórunn Þ. Finnbjarnardóttir, hús- móðir, f. 1.2.1920, frá Miðvík í Aðal- vík. Sigríður og fjölskylda hennar taka á móti vinum og ættingjum fóstudaginn 10. ágúst kl. 19.30 í Við- eyjarstofu. Sextug Elva Regína Guðbrandsdóttir starfsmaður í Laugarnesskóla Elva Regína Guðbrandsdóttir, starfsmaður í Laugarnesskóla, Fellsmúla 6, Reykjavík er sextug í dag. Starfsferill Elva er fædd og uppalin á Siglu- firði. Hún gekk í Barnaskóla Siglu- fjarðar og stundaði síðan nám í Húsmæðraskóla Reykjavíkur 1959 til 1960. Elva hefur setið í stjórnum Hverfafélaga Sjálfstæðisflokksins í Laugarnesi og Háaleiti. Þá hefur hún einnig setið í fulltrúaráði Starfsmannafélags Reykjavíkur- borgar og í stjóm Siglfirðingafélags- ins í Reykjavík. Fjölskylda Þann 26.12. 1961 giftist Elva Frið- leifi Björnssyni, rafvirkja, f. 10.5. 1940. Foreldrar hans voru Kristín Friðleifsdóttir, Siglufirði, og Björn Snæbjörnsson forstjóri, Keflavík. Börn Elvu og Friðleifs eru: 1) Gunnar Þór, f. 10.6.1962, búsettur í Kópavogi, tölvunarfræðingur, markaðsfulltrúi hjá Opnum kerfum, maki Sigriður Inga Guðmundsdóttir forstöðukona Upplýsingasviðs Olis, börn þeirra eru Karin Elva, f. 5.12. 1995, og óskírður drengur, f. 6.7. 2001; 2) Ómar Ingi, f. 19.3. 1970, sölu- stjóri Leigumyndbanda Sambíóa, búsettur í Reykjavík, maki Sigríður Ingólfsdóttir flugfreyja, sonur þeirra er Ingi Þór, f. 18.11. 1997. Ómar á einnig Oliver, f. 23.8. 1990. Systkini Elvu eru: 1) Laufey Alda, f. 6.5. 1938, húsmóðir og verslunarmaður, Sleitustöðum, Skaga- firði; 2) Alma Elísa- bet, f. 17.3. 1949, hús- móðir, Kópavogi; 3) Bryndís Sif, f. 26.6. 1958, húsmóðir, Grindavík. Foreldrar Elvu eru Guðbrandur Þ. Sigur- björnsson, f. 18.2. 1916, d. 9.6. 2001, og Hulda R. Jónsdóttir, f. 29.6. 1916, Siglu- firði. Ætt Móðir Huldu var Stefanía Stef- ánsdóttir Magnússonar, b. að Hóli, Siglufirði. Móðir Stefaníu var Guð- rún Halldórsdóttir Björnssonar, af Róðhólsætt. Faðir Huldu var Jón Kristjánsson stöðvarstjóri, Siglu- firði, Jónssonar, b. að Lambanesi, Fljótum. Móðir Kristjáns var Gunn- hildur Hallgrímsdóttir Þorláksson- ar, b. á Skriðu í Hörgárdal og Stóru- Hámundarstöðum á Árskógsströnd. Móðir Gunnhildar var Gunnhildur Loftsdóttir Þorlákssonar, lögréttu- manns að Móum á Kjalarnesi. Móð- ir Jóns var Sigurlaug Sæmundsdótt- ir. Móðir Sigurlaugar var Björg Jónsdóttir en systur Bjargar voru m.a. Margrét móðir Jóns Þorláks- sonar forsætisráðherra og Guðrún, amma dr. Sigurðar Nordals og Katrín, móðir Jóns Norðmanns, kaupmanns á Akureyri. Faðir Bjargar var Jón Ei- ríksson, prestur að Undirfelli, A-Húna- vatnssýslu, af Djúpa- dalsætt. Móðir Bjarg- ar var Björg Bene- diktsdóttir Vídalín, systir Ragnheiðar móður Reynistaðar- bræðra og ömmu Ein- ars Benediktssonar skálds. Móðir Guðbrands var Friðrikka Magnea Símonardóttir, Már- ussonar, b. í Fyrirbarði í Fljótum. Móðir Friðrikku var Ingveldur H. Magnúsdóttir, Jónssonar, b. í Fyrir- barði. Faðir Guðbrands var Sigru-björn Jósefsson, b. á Ökrum og í Fljótum, Björnssonar Gíslasonar, b. í Saurbæ í Siglufirði, Hinrikssonar, b. á Auðnum í Ólafsfirði. Móðir Sigur- björns var Svanfriður Sigurðardótt- ir, b. á Stóra-Grindli, Sigmundsson- ar. Móðir Svanfríðar var Margrét Jónsdóttir, systir sr. Jóns Norð- manns, prests á Barði, langafa Þur- íðar Pálsdóttur óperusöngkonu. Móðir Jósefs var Arnbjörg Þor- valdsdóttir, bónda á Frostastööum, Ásgrímssonar. Móðir Þorvalds var Guðný Gottskálksdóttir, systir Þor- valds afa Bertels Thorvaldsens myndhöggvara. Elva verður að heiman á afmæl- isdaginn. Of feitur fyrir geimfarann, stráksi Filippus Bretaprins, eiginmaður Elísabetar drottningar, talaði lag- lega af sér í síðustu viku þegar hann heimsótti hóp sem vinnur við byggingu geimflaugar í Salfordhá- skólanum í norðurhluta Englands. Hópur krakka var á staðnum þeg- ar Filippus var þar á ferð. Hann gaf sig á tal við þá. Strákur einn í hópn- um, að nafni Andrew Adams, 13 ára og vel í holdum, lýsti því yfir að hann langaði til að verða geimfari. Að sögn stráksins svaraði Filippus á þessa leið: „Þú verður að grenna þig, langi til þess.“ Andrew segir að sér hafi verið nokkuð brugðið og að þetta hafi sært tilfinningar sinar. Hins vegar hafi hann hlegið og látið sem um sakleysislegt grín væri að ræða. Móðir drengsins sagði fjölmiðlum Engir mannaslðir Enn tekst Filippusi aö móöga fólk. að hún væri bálreið. Enginn í sömu stöðu og Filippus ætti að láta svona smekklausar athugasemdir frá sér fara. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Filippus verður uppvís aö særandi og ótilitssömum athugasemdum um fólk eða heilar þjóðir, ef þannig ligg- ur á honum. Á meðal þeirra sem hann hefur móðgað eru heyrnar- lausir, Kínverjar, Ungverjar og Skotar. í opinberri heimsókn í Kína sagði Filippus að Peking væri ógeð- felld borg og varaði breska stúd- enta, sem læra í Kína, við að vera þar of lengi. Annars yrðu þeir ská- eygðir. Eitt sinn spurði hann skosk- an ökukennara hvernig hann færi að því að halda Skotum edrú nógu lengi til að taka prófið. Vondur við dýr Spænski leikstjórinn Pedro Almodovar hefur verið kærður fyr- ir illa meðferð á dýrum. Almodovar vinnur nú við tökur á nýjustu mynd sinni Hable con ella (Talaðu við hana). Fyrir stuttu var tekið upp nauta- banaatriði í nautahring nálægt Ma- drid á Spáni á meðan á æfingum nautabana stóð. Fjögur naut féllu, eins og venjan er á hefðbundnu nautaati. Dýraverndunarsamtökin Amnistia Animal lögðu fram kæru til yfirvalda í héraðinu þar sem tök- urnar fóru fram. Talskona leikstjór- ans segir nautin hafa átt að deyja í æfingum, með eða án myndavéla. Stofnuö 1918 Rakarastofan Klapparstíg SínU SS1 3010 Stæriir 15" 16" 17“ €\GVS Gúmmívinnnstofan ehf. Réttarhálsi 2, sími: 587 5588 Skipholti 35, sími: 553 1055 Þjónustuaðilar um land allt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.