Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.2001, Blaðsíða 11
11
MÁNUDAGUR 30. JÚLÍ 2001
PV________________________________________________________ Útlönd
ÚTSALA
10-60% afsláttur
ullarkápur
leðurkápur
regnkápur
vínylkápur
sumarúlpur
ný sending
af höttum
\<#Hlýl5IÐ
Mörkinni 6. sínii 588 5518
laugardaga kl. 10—15.
Crbsamkomur—skemmlonir—lónleikor — sýningar—kynningar ogfl.ogiogfl.
Rlsotjðld - veislutjökL
..og ýmsir fylgihlutir
skípuleggja á eftirminnilegan viðbur?
Tkyggið ykkur og leigið slárt Ijald á
staðinn - þao marg borgar slg.
Tjðld af öllum stoerðum
frá 20 - 700 m*.
Leigjum einnig borð
ogstótaí^öldin.
sSsáta
»íml 550 9600 • fax 550 9801 • Ws@scout.l«
Njósnaflug fær frið
Colin Powell, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, lýsti því yfir í gær
að njósnaflugvélar Bandaríkjanna
fengju að stunda eftirlitsflug sitt að
mestu án áreitni kínverskra her-
flugvéla. Eftirlitsflugi var hætt þeg-
ar ein eftirlitsflugvélin lenti í
árekstri við kínverska herflugvél
meö þeim afleiðingum að kínverski
flugmaðurinn lést. Það var svo haf-
ið á ný þrátt fyrir hávær mótmæli
kínverskra yfirvalda.
Powell var í stuttri opinberri
heimsókn í Kina um helgina þar
sem hann hitti kínverska ráðamenn
í Peking. Á meðal ástæðna fyrir
heimsókn Powells til Kína var að
liðka fyrir framsali á þrem banda-
rísk-kínverskum fræðimönnum sem
dæmdir voru fyrir njósnir. Allir
þrír hafa nú verið framseldir og er
heilsufarsástæður sagðar ástæða
framsalsins.
Colin Powell
Segir samskipti stórveldanna Kína
og Bandaríkjanna vera aö batna.
Samskipti Bandaríkjanna og Kina
eru að batna, að sögn Powells. Þau
hafa verið afar stirð undanfarið.
Þessu til staðfestingar hefur Powell
fallið frá því að kalla Kína hemað-
arlegan keppinaut.
Hann er þó ekki tilbúinn aö kalla
Kina samherja, líkt og Bill Clinton,
fyrrverandi forseti Bandaríkjanna,
gerði.
Stórþjóðirnar tvær ætla að hefja
að nýju viðræður um mannréttinda-
mál. Kínverjar slitu þeim viðræðum
þegar bandarískar herflugvélar á
vegum NATO sprengdu kínverska
sendiráðið í Belgrad árið 1999 í loft-
árásum á Júgóslavíu.
Bandarísk yfirvöld hafa alltaf
haldið því fram að um slys hafi ver-
ið að ræða. Powell segist vera bjart-
sýnn á mannréttindamál í Kina nú
þegar landið fær að halda Ólympíu-
leikana árið 2008.
Eldfjailið flúið
Þessi filippeyski drengur boröar hér matinn sinn í Bagong Bayan-barnaskólanum í borginni Legazpi á Filippseyjum.
Skótinn hýsir fóik sem flúöi eldgos í eldfjallinu Mayon.Tugir þúsunda hafa flúiö heimili sín vegna eldgossins. Þaö er
fiest í miöstöövum sem eru svipaöar Bagong Bayan-skólanum.
Syrgir horfinn son
Fjöldi fóiks í Kasmír hefur horfiö og
indverskum öryggissveitum er
kennt um.
Tíu falla í
bardögum
Öryggissveitir Indverja í Kasmír-
héraðinu felldu tíu múslímska upp-
reisnarmenn við landamæri Ind-
lands við Pakistan í gær. Fjórir
voru skotnir þegar þeir læddust yf-
ir landamærin, aö sögn indverskra
yfirvalda. Hinir sex féllu í bardög-
um við indverska lögreglu. Tals-
maður lögreglunnar segir uppreisn-
armennina hafa hafiö skothríö.
Indland og Pakistan hafa deilt
lengi um Kasmírhéraðið. Ríkin tvö
hafa hafið viðræður með frið í huga.
Stjórnarflokkur Indlands, BJP, lýsti
yfir stuðningi við friðarviðræðum-
ar. Atal Vajpayee, forsætisráðherra
Indlands, hefur gagnrýnt Mus-
harraf, forseta Pakistans, fyrir að
vera óreyndur í samningamálum.
Vajpayee sagðist hafa séð það strax
á fyrsta degi friðarviðræðna land-
anna fyrir stuttu.
Átök brutust út í gær milli
Palestínumanna og ísraelskrar
lögreglu á Musterishæðinni í Jer-
úsalem. Lögreglan lagði til atlögu
við Palestínumennina eftir að þeir
hófu að grýta ísraela sem báðust
fyrir við Grátmúrinn. Um 35
Palestínumenn og 15 lögreglu-
menn særðust í átökunum og 28
Palestínumenn voru handteknir.
Þetta eru verstu átök sem átt hafa
sér stað í Jerúsalem í meira en
tvo mánuði. Uppreisn Palestínu-
manna hófst þegar Ariel Sharon,
forsætisráðherra ísraels, heimsótti
Musterishæðina fyrir um 10 mán-
uðum.
Lögreglan hefur verið sökuð um
að skjóta gúmmíhúðuðum byssu-
kúlum að óeirðaseggjum. Þeir
grýttu grjóti og öðru lauslegu í lög-
reglu. Mickey Levy, lögreglustjóri
í Jerúsalem, neitar aö gúmmíkúl-
um hafi verið skotið. Palestínu-
menn sem tóku þátt í óeirðunum
leituðu sér skjóls í annarri mosk-
unni sem er á Musterishæðinni.
Lögreglan fór ekki inn i moskuna.
Það sem hleypti ólátunum upp
var athöfn hóps öfgasinnaðra gyð-
inga sem kenna sig við Musteris-
hæðina. Þeir skipulögðu athöfn
þar sem átti að setja 4,5 tonna
stein á musterishæðina sem tákn
um endurreisn musteris gyðinga á
hæðinni. Tvö gyðingamusteri
voru á hæðinni á þeim tímum sem
Biblían segir frá. Þau voru bæði
lögð í rúst. Tvær moskur eru nú á
hæðinni og er hún undir stjórn
múslíma.
ísraelskur dómstól bannaði
athöfnina og ekki fékkst aö fara
með steinninn inn á hæðina. Gyð-
ingarnir héldu samt sem áður at-
höfnina fyrir utan hlið sem liggur
að Musterishæðinni en það leiddi
Skóm grýtt síðan til óeirðanna.
Palestínumenn grýta skóm sínum í ísraelska lögreglumenn um leiö og þeir leita sér Stjórnvöld arabaríkja hafa gagn-
skjóls í mosku á Musterishæðinni. Lögregla fór ekki inn í moskuna. rýnt áhlaup lögreglunnar á Must-
erishæðina, sem er heilög, bæði í
augum múslíma og gyðinga. Raanan
Gissin, aðstoðarmaður Ariels Shar-
ons, ásakaði leiðtoga Palestínu-
manna um að kynda undir óeirðir í
Jerúsalem. Hann segir enga þörf
hafa verið á því ofbeldi sem múslím-
ar beittu á Musterishæðinni. Þetta
hafi bara verið enn eitt dæmið um
örvæntingarfullar tilraunir palest-
ínskra yfirvalda að valda uppþoti á
þessari heilögu hæð.
Atök á Musterishæð-
inni í Jerúsalem