Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.2001, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.2001, Blaðsíða 10
10 Utlönd MÁNUDAGUR 30. JÚLÍ 2001 I>V Catherinc Ef TRAFFIC er ekki inni jr bá færðu hana FRITT næst hegar hú kemur. fi/lAi-v ! bí ROFABÆ 9 MÁVAHLIÐ 25 ANANAUST 15 GRUNDARSTÍG 12 GRENSASVEGI 40 LÆKJARGÖTU 2. HAFN. BREKKUHUSI 1 MJODD GRIMSBÆ GRUNDARSTÍGUR LOUHOLUM 2 NYBYLAVEGI 16 ENGIHJALLA 8 ÞVERHOLTI 2, MOSF. UNDIRHLÍD 2, AKUR. LAUGALÆK 6 SMIDSBUÐ 4, GARDABÆ KLEPPSVEGI 150 GOOAHRAUNI VESTM. Barist viö skógarelda Tankflugvél slepplr hér eldvarnaefni viö hús í skógi í Wyomingríki i Bandaríkj- unum. Skógareldarnir eru ekki miklir enn sem komiö er en mikill viöbúnaöur erígangiþarsem eldarnir geisa nálægt mannabyggöum. Flokkur Koizumi vinnur kosningar Hinn frjálslyndi demókrataflokk- ur Junichiros Koizumis, forsætis- ráðherra Japans, og samstarfsflokk- ar hans í rikisstjórn, íhaldsflokkur- inn og Komeito, tryggðu sér sigur í kosningum til efri deildar japanska þingsins. Saman fengu þeir 78 af 121 sæti sem í boði var í kosningum. Við þetta jókst meirihluti ríkis- stjórnarinnar í 139 sæti af 247. Koizumi sagði í sjónvarpsviðtali eftir kosningarnar að flokknum hefði gengið betur en hann bjóst við. Hann taldi að niðurstöður kosn- inganna sýndu stuðning almenn- ings við umdeildar efnahagsáætlan- ir sínar. Erlendar skuldir Japans eru gífurlega háar og bankakerfi landsins þarfnast endurbóta. Kosningarnar voru fyrsta próf- raunin á hvort gífurlegar persónu- legar vinsældir forsætisráðherrans myndu virka fyrir flokk hans í þing- kosningum. Koizumi gengur undir nafninu Ljónshjarta á meðal aðdáenda sinna sem dýrka hann og dá vegna grás Vinsæll forsætisráðherra Sigurreifur Koizumi í höfuöstöövum fiokks síns eftir aö úrslit voru Ijós. hármakkans og tilkomumikillar framkomunnar. Árásirnar ógna vopnahléi Handsprengjum var skotið að bíl Ljube Boskovski er hann var að keyra frá bænum Tetovo. Lögreglu- menn í öryggissveitum makedónsku lögreglunnar svöruðu skothríðinni. Ekki er vitað um neinn sem slasað- ist í árásinni. Hins vegar særðust tveir makedónskir hermenn alvar- lega í skotbardaga fyrir utan Tetovo. Þá létust tveir almennir borgarar, kona og sonur hennar, er þau óku yfir jarðsprengju. Vopnahlé sem í gildi er á milli stríðandi fylkinga hangir nú á blá- þræði á meðan stjórnmálamenn reyna að finna pólitíska lausn á deilum albanska minnihlutans og slavneska meirihlutans. Francois Leotard, sendifulltrúi Evrópusam- bandsins, og James Pardew, Segir lítiö ganga í samkomulagsátt sendifulltrúi Bandaríkjanna, segja á milli þjóöarbrotanna tveggja. lítið miða í samkomulagsátt. fylgi Samkvæmt skoð- ankönnunum i Þýskalandi fer fylgi við Gerard Schröder, kanslara Þýskalands, minnkandi. Ástæðan er talin vera upp- sagnir hjá stórfyrir- tækjum í landinu. Eitt af helstu stefnumálum ríkis- stjórnar Schröders er að minnka at- vinnuleysi í Þýskalandi. Spánskt blað bannað Yfirvöld í Marokkó bönnuðu út- gáfu spánska dagblaðsins E1 Pais 22. júlí sl. í blaðinu þann dag var grein sem sagði að konungdæmi Marokkós væri byrði á þjóðfélaginu. Mannskaði í aurskriðu Einn lést og átján er saknað eftir aurskriðu í Nepal á laugardaginn. Miklar rigningar hafa verið í land- inu undanfarna daga. Lögreglan ber ábyrgð Lögregla ber ábyrgð á dauða 126 einstaklinga á fótboltaleik í Afriku- ríkinu Gana í maí síðastliðnum samkvæmt niðurstöðu opinberrar rannsóknar. Lögregla brást of hart við smáólátum með því að skjóta gúmmíkúlum og táragasi inn í mannfjöldann. Mikil skelfmg greip um sig og tróðust fórnarlömbin undir. Fellibylur á Taívan Fellibylur lamaði þjóðfélagið á Tavían í gær. Eiginmaðurinn saklaus Gloria Macapagal Arroyo, forseti Fil- ippseyja, segist full- viss að rannsókn á vegum filippseyska þingsins sanni sak- leysi eiginmanns síns. Hann er sak- aður um að hafa Rússar drepa skæruliða Hershöfðingi hers Rússa í Tsje- tsjeníu sagði frá því að rússneskar hersveitir hefðu fellt meirihluta 20 manna skæruliðahóps. Erindreka rænt Þýskum erindreka var rænt af ættbálki einum í Yemen á föstudag. Hann er ófundinn. Velur ráðherra Megawati Sukarno- putri, forseti Indónesíu, hittir vara- forsetann, Hamzah Haz, í dag til að leggja drög að nýrri ríkis- stjórn. Þetta er fyrsta stóra verkefni Megawati síðan hún tók við embætti í síðustu viku. Brennuvargur í slökkviliði Yfirvöld í Ástralíu rannsaka nú hvernig brennuvargur fékk að bjóða sig fram í slökkvilið, í kerfi sem leyfir föngum að vinna utan fangels- ismúranna. Hann afplánar fjóra lífs- tíðardóma. Ræktar ræturnar Alejandro Toledo sór embættiseið sem forseti Perú á laugardaginn. Daginn eftir framkvæmdi hann trú- arathöfn eftir fornum sið indjána- forfeðra sinn i Inkaborginni Machu Picchu i Andesfjöllunum. þegið mútur. Minnkandi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.