Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2001, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2001, Síða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 2001 I>V Fréttir Smábátaeigendur á Vestfjörðum deila um miðlunartillögu: Klofningi hótað í smábátafélagi - forusta smábátafélaga sögð leggjast gegn einu lífsbjörg félaganna „Þetta er það eina sem getur bjargað þvl menn eru einfaldlega komnir á ystu nöf. Menn voru að kaupa héma báta fyrir einum til tveimur árum síðan, full- ir af bjartsýni, þegar fiskifr£æðingamir voru að gefa út að þróunin í stofnunum væri svo jákvæð að það stefndi í að það mætti fara að veiða 300 þúsund tonn. Síðan hefur komið niðurskurður tvisvar sinnum í röð, þannig að menn sitja illa í súpunni. Það ætti í rauninni að hýmdraga þessa flskifræðinga," seg- ir Guðmundur Einarsson, smábátaút- gerðarmaður og annáluð aflakló í Bol- ungarvík, sem vill eindregið að gengið verði að tilboði um miðlunartillögu sjávarútvegsráðherra. Guðmundur seg- ist svo sannarlega vilja vera í frelsi ef það væri mögulegt en það sé einfaldlega ekki í spilunum núna og þvi sé ekkert vit i öðm en að reyna að taka upp við- ræður um miðlunartillöguna og helst að reyna að fá magnið sem þar er aukið talsvert. Það geti bjargað miklu fyrir þá sem þurfa að standa undir miklum íjár- festingum og það muni bjarga rniídu fyrir atvinnuna á svæðinu. Guðmundur Einarsson er félagi f smábátafélaginu Eldingu i Bolungarvík en formaðurinn þar, Guðmundur Hall- dórsson, er algerlega á öndverðum meiði við nafna sinn Einarsson. Hann viil ekki sjá umræðu um miðlunartillög- una og segir einfaldlega að betra sé að vera aldauður en hálfdauður og ef það sé ætlun stjórnvalda að láta lífið Qara út úr sjávarbyggðum sé eins gott að það sé gengið hreint til verks og þær einfald- lega afhöfðaðar. Raunar hefur Guð- mundur Halldórsson ekki trú á að svo verði því þjóðarvilji sé fyrir óbreyttu kerfl og sjávarútvegsráðherra muni ekki geta stjórnað gegn þjóðarvilja lengi. „Við erum komnir til að slást,“ segir Guðmundur Halldórsson. Að- spurður hvort ekki væri kominn upp klofhingur i félaginu þar sem sumir fé- lagsmenn virtust vilja ganga til samn- inga um miölunartillögu sagði Guð- mundur það ekki vera, e.t.v. örfáir menn en hann væri með stjómarsam- I Bolungarvík kristallast ágreiningur innan samtaka smábátaeigenda þar sem forusta Eldingar vill hafna miöl- unartillögu ráöherra en kunnar afla- klær vilja ræöa máliö. þykkt í félaginu fyrir því að hafha miðl- unartillöguleiðinni. „Það er nú svo skrýtið að þeir sem eru í stjóm félaganna og hafa hæst eru ekki þeir sem hafa verið mest í þessum veiðum og byggðin á mest undir, við sem höfum verið að veiða þennan fisk sem skiptum mestu máli,“ segir hins vegar Guðmundur Einarsson þegar hann er inntur eftir skýringum á af- stöðu hinnar félagslegu fomstu. „Ég get ekki séð annað - ef þetta á að vera svona - en að við sem emm í þessum veiðum af fullum krafti verðum bara að stofna sérfélag," segir Guðmundur Einarsson. Aðspurður segir hann þó að ekki hafi farið fram miklar umræður um stofnun nýs félags en hann varpi þessu fram f ljósi þess hvernig þróunin sé. -BG Fréttastofa Skjás endurskípulögö Starfsfólki fréttastofu Skjás 1 varsagt upp störfum í gær. Endurskipulagning á starfi fréttastofunnar stendur fyrir dyrum og mega áhorfendur vænta þess að sjá fréttir í endurskoöaöri mynd meö haustinu. Máliö, sem hefur veriö á dagskrá strax aö lokn- um fréttum, mun halda áfram og nýir umsjónarmenn bætast í hópinn. Veriö er aö skipuleggja vetrardagskrána. Hún breytist talsvert frá því sem veriö hefur, nokkrir ís- lenskir þættir hefja göngu sína og einnig bætist fjöldi bandarískra þáttaraða. Á myndinni sést Árni Þór Vigfússon sjónvarpsstjóri koma til fundar viö starfsfólk. -sbs Áralöng tengsl Árna Johnsens og ístaks: Istak finniir engar kvittanir - fjöldi beiðna frá okkur misnotaður, segir forstjórinn Enn hafa for- svarsmenn verk- takafyrirtækisins ístaks engar kvitt- anir fundið vegna greiða sem þeir gerðu Árna John- sen alþingismanni og formanni sam- göngunefndar Al- þingis. Dæmi um að ístak hafi gert Árna greiða hrannast upp án þess að fyrirtækið hafi getað sýnt fram á kvittanir. Óskar Sigurðsson trésmiður lýsti því í samtali viö DV að þegar hann starfaði hjá ístaki við verkefni í Þjóð- leikhúsinu hafi hann fengið fyrir- mæli um að smíða vagna á hjólum fyrir Árna Johnsen. Þá var hann sendur heim til alþingismannsins til viðhaldsverkefna og ekki beðinn um sundurliðun vegna þeirrar vinnu. Páll Sigurjónsson, forstjóri ístaks, lýsti því þá í sam- tali við DV að hann vonaði að Árni hefði veriö látinn borga. Hann þvertók fyrir að fyrirtæk- ið stundaöi slíka mútustarfsemi við ráðamenn í því skyni að liðka fyrir verkefnum. Þá lofaði Páll þann 19. júlí að fmna reikninga í bókhaldi fyrirtækisins sem sönn- uðu að Ámi hefði einhvern tímann verið rukkaður. Þetta loforð hefur forstjórinn enn ekki staðið við. Samkvæmt frásögn Óskars hefur ístak átt í náinni samvinnu við Árna um árabil. Einnig hefur verið upplýst að Ámi tók út hreinlætistæki hjá versluninni Tengi og lét skrifa á Istak fyrir hönd Þjóðleikhússins. í gær greindi Ríkisútvarpið frá Trésmiöurinn Óskar Sigurösson var sendur heim til Árna fyrir nokkrum árum til aö vinna viöhaldsverk. Hann var þá aö vinna í Þjóöleikhúskjallaranum. því að Ámi Johnsen hefði látið smiöa hurðir og glugga i trésmiðju á Suðurlandi fyrir rúmlega 400 þús- und krónur. Reikningurinn hafi verið sendur á ístak sem rukkað hafi Framkvæmdasýslu ríkisins undir því yfirskini að um væri að ræða framkvæmdir við Þjóðleikhús- ið. Reyndin hafi verið að Ámi hafi notað hurðirnar í hús sitt í Vest- mannaeyjum. „Ég vil ekkert um þetta mál segja annað en þaö að fjöldi beiðna frá okkur hefur verið misnotaöur," seg- ir Páll Sigurjónsson, forstjóri ístaks. Hann vildi engu svara um hurð- irnar sem Árni tók út í nafni ístaks. Aðspurður um kvittanirnar sem hann lofaði að sýna DV endurtók hann að bókhald fyrirtækisins væri viðamikið. „Ríkisendurskoðun er með öll gögn,“ segir hann. Sigurður Þórðarson ríkisendur- skoðandi sagði í gær að rannsókn á máli Árna væri í eðlilegum farvegi. Ríkislögreglustjóri er um það bil að hefja opinbera rannsókn á mál- um alþingismannsins. -rt Páll Sigurjónsson. Óheft sókn í steinbítsstofninn: Eg skil ekki sjávarútvegsráðherra - segir formaður Útvegsbændafélags Vestmannaeyja „Allar glufur á kerfinu fela í sér eyðileggingu. Menn eyðileggja meira en þeir afla þegar glufur opnast," segir Magnús Kristinsson, formaður Útvegs- bændafélags Vestmannaeyja, um þá ákvörðun Áma Mathiesens sjávarút- vegsráðherra að taka steinbít út úr kvóta og leyfa óhefta sókn. „Þetta er bara della og ég skil ekki ráöherrann. Nær hefði verið að fjölga tegundum í kvóta,“ segir Magnús. Hann segir íslendinga hafa reynslu af þvi að rústa fiskistofua. „Við höfum reynslu af sókn í blá- löngu sem fiskifræðingur nokkur sagði að væri helsti vaxtarbrodd- ur í veiðum. Þeim stofni var gjöreytt. Seinna kom búr- inn og búið er að eyðileggja þann stofn og ekki hefur fengist búri í tvö til þrjú ár,“ segir Magnús. Smábátamenn á Vestfjöröum hafa gripið til uppsagna vegna kvótasetningar á ýsu. Þeir tala um „svartan september" þar sem at- Magnús Kristinsson. vinnuleysi hundr- aöa manna eigi eftir að ganga yfir. Magnús segir að smábátamenn verði að sætta sig við niðurskurð eins og aðrir. Hann vill að sjáv- arútvegsráðherra standi fast við að láta kvóta á smá- báta ganga yfir þann 1. september. „Þessir trillumenn verða jafnt og aðrir að veiða undir kvóta. 21. öldin er gengin í garð og menn verða að una því að veiðum sé stjómað. Auðvitað er sárt að fá ekki að sækja fijálst. Ég þarf að segja upp mannskapnum á einum báti vegna þess að annað árið í röð er niðurskurður á þorskkvóta og ég treysti mér ekki til að halda úti öllum flotanum. Það era ekki bara Vestfirð- ingar sem þurfa að segja upp,“ segir Magnús. Hjá Hafrannsóknastofnun reyndist ekki hægt að ná sambandi við neinn sem hafði vit á steinbít. Þar vora allir sagðir í sumarfríi um þessar mund- ir og enginn talsmaður tiltækur. -rt Batamerki í efnahagslífinu Hskipti hafa átt sér stað í lántökum fyr- irtækja, heimila og opinberra aðila hjá innlánsstofhunum. Á fyrstu sex mán- uðum þessa árs lækkuðu skuldir innlendra aðila tengdar erlendri mynt, reiknaðar á gengi í lok júní, um hálfan milljarð króna, en geng- isvísitalan hækkaði um 16% frá ára- mótum til júníloka. í þessum út- reikningum eru útlán innlánsstofn- ana til erlendra aðila ekki meðtalin. Tréverk meö lægsta tilboöið Tréverk á Dalvík átti lægsta til- boðið í fjölnota íþróttahús á Akur- eyri, 4447,5 milljónir króna. Tilboð voru opnuð á þriðjudag. Fjögur fyr- irtæki sendu inn 8 tilboð. Áætlanir bæjarsjóðs Akureyrar gerðu ráð fyr- ir um 375 milljónum krónum til þessa verks. Sameiginlegt eftirlit Eins og fyrri ár munu lögreglu- embættin á ísafirði, í Bolungarvík, Búðardal, á Hólmavík og á Patreks- firði hafa með sér samvinnu í lög- gæslumálum um verslunarmanna- helgina. Lögreglustjórar embætt- anna funduðu um þetta í Reykjanesi við Djúp og lögðu þar drög að skipu- lagi fyrir þetta sameiginlega eftirlit. Akranes ekki á byggðakorti Svo gæti farið að Akraneskaup- staður og Innri- Akraneshreppur yrðu tekin af svokölluðu byggða- korti fyrir ísland og myndu þessi sveitarfélög ásamt fyrirtækjum á þessu svæði því ekki eiga kost á byggðastyrkjum í framtíðinni. Svo mun verða ef tillögur eftirlitsstofn- unar EFTA (ESA) þar að lútandi ná fram að ganga. Evrópusambandið hefur sett rík- isstyrkjum mjög þröngar skorður. Ef íbúar eru færri en 12,5 á ferkíló- metra þá getur það svæði notið byggðastyrkja. Flugmálastjórn afhendi gögn Úrskurðamefnd um upplýsingamál hefur kveðið á um að Flugmálastjórn sé skylt að veita Friðriki Þór Guð- mundssyni aðgang að bréfum og gögn- um sem stofhunin sendi rannsóknarnefnd flugslysa varðandi rannsókn á flugslysinu 1 Skerjafirði. íslensk miðlun gjaldþrota íslensk miðlun hefur farið fram á gjaldþrotaskipti. Stærstu kröfuhaf- amir munu vera Aco-Tæknival með liðlega 100 milljónir króna og en fyr- irtækið á 20% hlut, Sparisjóöur Hafnarfjarðar, ísosport og KÁ um 10% hlut. Togari í rússneskri lögsögu Frystitogarinn Björgvin EA mun landa afla í Tromsö á fimmtudaginn og er afli skipsins um 350 tonn af fiski upp úr sjó. Auk veiða I norskri landhelgi hefur skipið verið síðustu dagana að veiöum í rússnesku land- helginni, fyrst íslenskra skipa á þessu ári. -GG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.