Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2001, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2001, Side 8
8 Viðskipti_______________________________________ Umsjón: Víðskiptablaötö Hagnaður Islandsbanka 1.655 milljónir króna - mun betri afkoma en spár fjármálafyrirtækjanna gerðu ráð fyrir íslandsbanki Gert er ráð fyrir að tekjur verði umfram áætiun en á móti eykst framlag í afskriftareikning. Hagnaður íslandsbanka á fyrstu 6 mánuðum ársins nam 1.655 milljón- um króna en fjármálafyrirtækin höfðu gert ráð fyrir um 1.242 millj- óna króna hagnaði. Hagnaður fyrir skatta nemur 2.227 m. kr. og eykst um 115% milli ára. Arðsemi eigin fjár eftir skatta nemur 28,3% sem er besta arðsemi sem náðst hefur inn- an bankans, hvort sem miðað er við fyrir eða eftir sameiningu. Hreinar vaxtatekjur jukust um 36% frá sama tímabili í fyrra og hafa heildareign- ir vaxið um rúm 15% frá áramótum og nema nú 342 milljörðum króna. Vaxtatekjur eru meiri en gert var ráð fyrir í áætlunum frá fyrri árs- helmingi 2001 en aðrar rekstrartekj- ur eru lægri. Er aíkoman i heild í takt við áætlanir að mati bankans. í frétt frá íslandsbanka segir að uppgjörið gefi ekki tilefni til endur- skoðunar á áætlunum um 3,5 millj- arða króna hagnað eftir skatta fyrir árið í heild. Gert er ráð fyrir að tekj- ur verði umfram áætlun en á móti eykst framlag í afskriftareikning. Bjarni Ármannsson, forstjóri ís- landsbanka, er ánægður með niður- stöðuna og segir uppgjörið í takt við það sem stefnt var að i rekstri bank- ans. „Við erum sérstaklega ánægðir með að hafa náð svo góöri arðsemi sem getið er i uppgjörinu ásamt þvi að halda rekstrarkostnaði í skefjum. Auk þess er aukning tekna umfram það sem okkar eigin áætlanir gerðu ráð fyrir. Þyngra árferði á fjármála- markaði hefur hins vegar gert það að verkum að aukning framlags í af- skrifareikning er töluverð og geng- ishagnaður af fjármálastarfsemi er minni en ella.“ Bjarni telur vanskil í dag vera í „eðlilegu" horfi, miðað við það góðæri sem ríkti fyrir nokkrum misserum þegar vanskil voru með eindæmum lítil. Vanskil er eitthvað sem erfitt sé að sætta sig við en eðlilegur hluti þegar harðn- aði á dalnum í efnahagslífmu. „Ný útlán hér innanlands hafa dregist saman en sú tæpa 16% aukning sem getið er í uppgjörinu stafar að mestu leyti vegna hækkunar á útistandandi lánum í erlendum myntum í krónum talið. Verðbólga hefur auk þess valdið hækkun á verðtryggðum lánum og útlán til er- lendra viðskiptavina hafa aukist,“ segir Bjarni. Aðspurður hvort markmið um 3,5 milljarða króna hagnað í lok árs væri raunhæft hafði Bjami þetta um málið að segja: „Við teljum af- komumarkmið okkar raunhæf og góður árangur eykur metnað okkar sem störfum í íslandsbanka. Við höfum mikla trú á þessu fyrirtæki og þeim krafti sem í starfsfólkinu býr auk þess sem áhrif sameining- arinnar eru að koma betur í ljós, sem skilar okkur m.a. í sterkari markaðsaðstöðu. Hagnaður tíma- bilsins hlýtur að koma markaðinum þægilega fyrir sjónir séu skoðaðar spár markaðsaðila um hagnað af rekstri bankans. Þrátt fyrir minnk- andi tekjur af fjárfestingastarfsemi og auknar afskriftir er bankinn að skila um 30% betri afkomu en búist var við af markaðsaðilum." Mikill bati í vöruskiptum - á fyrri helmingi ársins Fyrstu sex mánuði ársins voru fluttar út vörur fyrir 90,9 milljarða króna en inn fyrir 100,7 milljarða króna fob. Halli var því á vöruskiptunum við útlönd sem nam 9,8 milljörð- um króna en á sama tíma árið áður voru þau óhagstæð um 20,3 milljarða á fóstu gengi. Fyrstu sex mánuði ársins var vöruskiptajöfn- uðurinn því 10,5 milljörðum króna skárri en á sama tíma i fyrra. í júnímánuði voru fluttar út vör- ur fyrir 15,3 milljarða króna og inn fyrir 16,5 milljarða króna fob. Vöru- skiptin í júní voru því óhagstæð um 1,2 milljarða en í júní í fyrra voru þau óhagstæð um 2,2 milljarða á fóstu gengi. Samkvæmt upplýsingum frá Hag- stofu Islands nam verðmæti vöruút- flutnings fyrstu sex mánuði ársins 6,7 milljörðum króna, eða 8% meira á föstu gengi en á sama tima árið áður. Aukningin stafar að stór- um hluta af út- flutningi á áli og auknum skipaútflutn- ingi. Sjávaraf- urðir voru 62% alls útflutnings og var verð- mæti þeirra 1% meira en á sama tíma árið áður. Aukningu sjávaraf- urða má einna helst rekja til aukins útflutnings á fiskimjöli en á móti kemur að útflutningur á frystum fiskflökum hefur dregist saman á föstu gengi. Verðmæti vöruinnflutnings fyrstu sex mánuði ársins var 3,8 milljörðum eða 4% minna á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Af einstökum vöruflokkum hefur orðið mestur samdráttur í innflutningi á flutningatækjum en á móti kemur að aukning hefur orðið á innflutn- ingi hrá- og rekstrarvara. -J o o o o 2 ■*> /7 ■ . Til sölu ^ MMC Colt GL, árg. 1991, ek. 165 1 þús. km. Fallegur bíll og tilbúinn í ferðalagið. ~ Verð 240.000. Til sölu á JR Bílasölu, Bíldshöfða 3, sími 567-0333 J. R. BILASALAN www.jrbilar.is Visa/Euro raðgreiðslur. I I Hagnaöur Hlutabréfamark- aðarins 31,8 milljónir - 7,4 milljónir í fyrra Fyrstu sex mánuði ársins 2001 nam hagnaður Hlutabréfamarkaðarins hf. að viðbættum óinnleystum geymsluhagn- aði 31,8 m. kr samanborið við 7,4 m. kr. árið á undan. Heildareignir félagsins 30. júni námu 361 m. kr„ þar af námu eignir í erlend- um hlutabréfúm 285 m. kr„ laust fé 67 m. kr. og eignir í erlendum verðbréfa- sjóðum 3 m. kr. Skuldir félagsins námu 0,6 m. kr. og eigið fé 360 m. kr. Félagið átti hlut í 27 félögum í lok júní, stærstu eignarhlutamir voru í IBM 23 m. kr„ Applied Materials 20 m. kr„ Morgan Stanley Dean Witter 19,5 m. kr. og Microsoft 19 m. kr. Gengi hlutabréfa í Hmarki hækkaði um 10% fyrstu sex mánuði ársins og sl. 12 mánuði hefur gengi hlutabréfa félags- ins hækkað um 3,2%. Hlutabréf Hmarks eru skráð á Verðbréfaþingi íslands und- ir auðkenninu HMRK. Rekstur Hmarks er háður þróun á er- lendum hlutabréfamörkuðum, sérstak- lega þróun í Bandaríkjunum. í Banda- ríkjunum hefur hagvöxtur farið minnk- andi síðustu ársijórðunga en bandaríski seðlabankinn hefur brugðist við með lækkun vaxta úr 6,5% í 3,75% frá ára- mótum. Vaxtalækkanir seðlabankans hafa trúlega ýtt undir hagvöxt og standa væntingar til að þær leiði til þess að fjárfestingar fyrirtækja fari að aukast og hagnaöur að taka við sér. Tilgangur Hlutabréfamarkaðarins hf. er að opna einstaklingum og öðrum fjár- festum greiða og hagkvæma leið til þess að fjárfesta á erlendum hlutabréfamörk- uðum. Fjárfesting i hlutabréfum Hmarks veita skattaafslátt. Umskipti í lántökum - hjá fyrirtækjum, heimilum og opinberum aðilum Gríðarleg umskipti hafa átt sér stað í lántökum fyrirtækja, heimila og opin- berra aðila hjá innlánsstofnunum. Á fyrstu sex mánuðum þessa árs lækk- uðu skuldir innlendra aðila tengdar er- lendri mynt, reiknaðar á gengi í lok júní, um hálfan milljarð króna en gengisvísitalan hækkaði um 16% frá áramótum til júníloka. í þessum útreikningum eru útlán innlánsstofnana til erlendra aðila ekki meðtalin. í júnílok í fyrra höfðu hins vegar skuldir tengdar erlendum mynt- um aukist um 100 milljarða króna frá ársbyrjun 2000, þar af um 75 milljarða króna í júnímánuði 2000 en í júní 2001 lækkuðu þessar skuldir í krónum talið. Fram kemur á fréttavef Samtaka at- vinnulífsins að þessar tölur sýna ljós- lega hver áhrif þáverandi gengisstefna hafði, þ.e. að ýta undir erlendar lántök- ur, og jafnframt að gengisfall krónunn- ar og aukin gengisóvissa samhliða nú- verandi gengisstefnu hefur snúið þeirri þróun við. Verðtryggð útlán innlánsstofnana stóðu nánast í stað á fyrstu sex mánuð- um þessa árs þegar verðtryggðar skuldir í ársbyijun eru hækkaðar upp til verðlags í júní. Verðtryggðar skuld- ir jukust um 700 m.kr. eða um tæp 0,4%. í júnílok i fyrra höfðu verðtryggð útlán hins vegar aukist um 23 millj- arða frá ársbyrjun. Óverðtryggð útlán halda áfram að aukast en hægar en í fyrra. Óverð- tryggð útlán jukust um átta milljarða króna, eða 4,5%, á fyrstu sex mánuð- um þessa árs samanborið við 12,5 milljarða króna á sama tíma í fyrra. Þessi þróun útlána innlánsstofnana er sterk vísbending um að hægja taki á efnahagsstarfseminni í landinu á næstrmni. MIDVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 2001 I>V Þetta helst_______ pæMmgHiamn HEILDARVIÐSKIPTI 1700 m. kr. Hlutabréf 300 m. kr. : Ríklsvíxlar 700 m. kr. MEST VIÐSKIPTI : Islandsbanki 141 m. kr. Össur 33 m. kr. O Kaupþing 18 m. kr. MESTA HÆKKUN ©fslandsbanki 2,9% : Q Kaupþing 2,5% © Baugur 1,7% MESTA LÆKKUN , O Samherji 4,9% O Össur 4,8% O Bakkavör Group 2,3% ÚRVALSVÍSITALAN 1037 stig - Breyting O 0-59% Neikvæö fjárfesting í júní Sala erlendra verðbréfa umfram kaup nam 342 mOljónum króna í júnímánuði samkvæmt samantekt Seðlabanka Islands. I Morgun- punktum Kaupþings segir að neikvæð viðskipta- staða með erlend verðbréf hafi in misseri. í Morgunpunktum Kaupþings kemur fram að síöast seldu lands- menn meira af erlendum bréfum en sem nam kaupum í desember 2000. Þar áður þarf aö fara allar götur aftur til nóvember 1996 til að sjá neikvæða stöðu erlendra verð- bréfaviöskipta. Eins og áður segir voru viðskipti í síðasta mánuði neikvæð um 342 milljónir en til samanburðar námu nettókaup á erlendum verðbréfum í júnímánuði í fyrra um 3,4 millj- örðum króna. Fram kemur I Morg- unpunktum Kaupþings að við- skipti með erlend hlutabréf minnka verulega, voru 5,4 millj- arðar í nýliðnum júní miðað við 9,2 milljarða í sama mánuði árið á undan. Viðskipti með hlutdeildar- skírteini halda hins vegar í horf- inu, aukast smávægilega i 4,2 millj- arða í liðnum mánuði miðað við 3,8 milljarða króna árið á undan. NEC segir upp 4.000 Japanska hálfleiðara- og tölvufyr- irtækið NEC hyggst fækka hjá sér um 4.000 störf og hætta framleiðslu á minnisflögum til að mæta falli í eftirspum eftir tæknivörum í heim- inum. Uppsagnirnar sem munu verða fleiri en 600 á Bretlandi bæt- ast við meira en 14.000 uppsagnir síðan 1999. 01.08.2001 U. 9.15 KAUP SALA Bsjpollar 99,320 99,830 t-lr- Pund 142,110 142,830 ! Kan. dollar 64,650 65,050 BSlDönskkr. 11,7280 11,7930 ttíNorsk kr 10,9160 10,9760 tuáálsænsk kr. 9,3940 9,4450 tfcHfi- mark 14,6876 14,7759 B ÍÍFra. franki 13,3132 13,3932 B 1 Bolg. franki 2,1648 2,1778 rB3 Sviss. franki 57,8000 58,1200 UhJHoII. gyllini 39,6280 39,8661 B^Þvskt mark 44,6504 44,9187 Jít. líra 0,04510 0,04537 QQAust. sch. 6,3464 6,3846 ’ 1 Port. escudo 0,4356 0,4382 1 Spá. peseti 0,5249 0,5280 1 * liap. yen 0,79600 0,80070 | írskt pund 110,884 111,550 SDR 125,0800 125,8400 ^ECU 87,3286 87,8533

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.