Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2001, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2001, Qupperneq 13
13 MIÐVIKUDAGUR 1. AGÚST 2001__________________________________ DV__________________________________________________________________________________________________________________________Menning Umsjón: Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir DV-MYND E.ÓL Guðmundur Sigurösson organisti og Jóhann Friögeir Valdimarsson tenór Þeir flytja helstu rjómakökur kirkjulegra tenóraría í Hallgrímskirkju á morgun og þeir láta vel af samvinnunni. „Jóhann Friögeir er góöur drengur, mikill fagmaöur og söngvari á heimsmælikvaröa. Svo spillir ekki fyrir aö hann grillar himneskt kjöt og hefur ákaflega gott vit á rauövíni, “ segir organistinn. Tenórar eru til- finningaríkir menn Jóhann Friðgeir Valdimarsson ten- órsöngvari segist hafa byrjaö seint að syngja. Maöurinn er þó ekki sérlega aldurhniginn aö sjá og hefur afrekaö ýmislegt. Viö nánari eftirgrennslan kemur í Ijós að Jóhann hóf söngnám 27 ára en haföi þá víötœka tónlistar- menntun aö baki, einkum píanó- og trompetnám sem hann haföi stundaö frá blautu barnsbeini. „Aö ég gœti oröiö söngvari haföi sannast sagna aldrei komió upp í huga minn, “ segir Jóhann Friögeir. „Frœnka mín œsti mig upp í þetta og einhverjir fleiri sem þóttust vita aö ég heföi góöa söngrödd. “ Viö Jóhann Friðgeir sitjum á Hótel Borg ásamt organistanum Guðmundi Sigurðssyni sem mun leika undir hjá honum á tónleikunum í Hallgrímskirkju á morgun, kl. 12. Við drekk- um kafíi úr silfurlitri könnu og gamanmál ganga á milli - enda þeir félagar víðáttuhressir þó að ekki sé langt liðið á morguninn. Þeir segja mér að þeir hafi kynnst fyrir fjórum árum - í vinnunni - þar sem þeir eru báðir í ,jarðarfarabransanum“ eins og þeir orða það. Jóhann og Guðmundur eru spurðir hvort nefndur bransi sé ekki hræðilega niðurdrep- andi fyrir kraftmikla unga menn á uppleið og þeir lita báðir á spyrilinn í forundran áður en þeir koma upp orði. „Hreint ekki! Að syngja og leika í jarðarfór- um er gefandi og yndisleg vinna. Það eru mik- il forréttindi að fá að vera með syrgjendum á þessum viðkvæmu stundum og sjaldan fær maður eins mikil viðbrögð viö því sem maður hefur fram að færa,“ segir Guðmundur org- anisti og er í framhaldi spurður að því hvemig ungum píanista hafi dottið í hug að skipta yfir í orgelið. Er orgel ekki hljóðfæri gamalla karla? „Það er rétt að steríótýpan af organista er 69 ára gamall karl í svörtum jakkafötum sem leik- ur undir sálmum sem fólk botnar hvorki upp né niður í,“ segir Guðmundur og hlær. „Raun- ar hef ég ekki hugmynd um hvemig mér datt í hug að fara að leika á orgel. Langt fram á full- orðinsár var ég staðráðinn í að verða annað- hvort flugmaður eða prestur en svo stend ég hér og get ekki annað.“ Meðalmennska montsins Næsta spurning á að vera greindarleg og henni er beint að Jóhanni Friðgeiri: Hvað þurfa tenórsöngvarar að hafa til þess að ná langt í list sinni? „Þegar söngvari syngur af tilfinningu og nær aö hræra í tilfinningum annarra er meö sanni hægt að segja að hann sé listamaður - ekki fyrr. Svo spillir ekki fyrir að röddin sé góð,“ segir Jóhann og kímir. „Tenórar þurfa því að hafa mikið skap, þeir þurfa að vera agaðir og þeir þurfa að þora. Ef þeir hafa ekki röddina, tóneyrað og þróttinn þá geta þeir alveg gleymt því að reyna fyrir sér á þessum vettvangi. Ten- órar þurfa einnig að vera tilfinningaríkir menn og hafa til að bera ákveðna mýkt eins og raun- ar allir söngvarar. Þú getur rétt ímyndað þér hvort ekki þarf að sýna ýmis skapbrigði i öllum aríunum sem tenórar syngja!" Það liggur beinast við að spyrja Guðmund hvernig sé að vinna með hinum tilfinningaríka tenóri, Jóhanni Friðgeiri? „Það er yndislegt að vinna með Jóhanni. Hann er góður drengur, mikill fagmaður og söngvari á heimsmælikvarða. Svo spillir ekki fyrir að hann grillar himneskt kjöt og hefur ákaflega gott vit á rauðvíni," segir organistinn. Undir lofræðu Guðmundar sýnir Jóhann svipbrigði sem tákna að nú sé nóg komiö af svo góðu - sýnir einhvers konar hógværð sem kem- ur blaðamanni menningarsíðu á óvart. Þurfa tenórsöngvarar ekki að vera vel montnir? „Mont er bara meðalmennska," segir Jóhann alvarlegur. „Auðvitað er sjálfsöryggi nauðsyn- legt í þessum bransa og maður þarf að kunna að nýta sér kosti sína en það kann ekki góðri lukku að stýra að láta stjórnast af monti.“ Jóhanni Friðgeiri hefur oft verið líkt við Kristján Jóhannsson og varla hægt að standast mátið að spyrja hvemig hann kunni við þann samanburð. Tenórinn andvarpar og hefur greinilega heyrt spuminguna oftar en hann kærir sig um. Svarið lætur þó ekki á sér standa. „Kristján Jóhannsson er sá tenór islenskur sem ég ber mesta virðingu fyrir. Hann er mik- ill dugnaðarforkur og ég held að Islendingar geri sér engan veginn grein fyrir því hvers kon- ar landkynning maðurinn er. Kristján er söngvari í toppklassa og hvar sem maður kem- ur í Evrópu þekkja óperuunnendur hann og hæla honum. Varðandi það hvort við séum lík- ir söngvarar þá get ég fallist á að stundum minna einhver blæbrigði minnar raddar á ein- hver blæbrigði raddar Kristjáns. Lengra vU ég ekki ganga í samanburðinum." Hallgrímskirkja er stórt hljóðfæri Jóhann og Guðmundur segjast glaðir í hjört- um sínum og þakklátir fyrir að fá að troöa upp í þeim þjóðarhelgidómi sem Hallgrímskirkja er. Hvað verður svo á efnisskránni á morgun? „Það verða helstu rjómakökur kirkjulegra tenóraria,“ segir Guðmundur og Jóhann tekur undir það. „Ef fólk vill einhvern tíma njóta þess að hlusta á tenór syngja í kirkju þá er bæði staður og stund á morgun." Guðmundur tekur líka fram að hann klæi í fingurna að fá að spila á orgelið stóra. En hvernig er að syngja í kirkjunni? „Hallgrímskirkja er stórt hljóðfæri sem getur gleypt mann ef maður kann ekki á það,“ segir Jóhann. Það er hreint rugl að ekki sé góður hljómburður í henni - tónlist í Hallgrímskirkju hljómar frábærlega ef maður kann að beita röddinni til að þóknast henni.“ Að lokum eru organistinn og tenórinn spurö- ir að því hver séu helstu forréttindi þess að vera listamaður. „Að minu mati eru forréttindi að upplifa það hversu mikil áhrif tónlistin sem maður skapar hefur á fólk,“ segir Guðmundur. „Þetta er ein- hver sammannlegur leyndardómur sem allir skilja án þess að geta þó fest fmgur á hvað í honum felst." „Nei, nei, hvaða vitleysa," segir Jóhann spaugsamur. „Helstu forréttindin við að vera listamaður eru hvað maður getur verið skrýt- inn án þess að fólk sé að skipta sér af því.“ Æðir ekki inn á náttúrugyðjurnar Sýningu franska mynd- listarmannsins Pauls- Armands Gette, Mind the volcano! - What volcano?, í sýningarrými Ljósaklifs lýkur á mánudaginn. Á sýningunni túlkar Paul- Armand náttúruna frá Ljósaklifi að Heklu með erótískum undirtóni, m.a. í ljósmyndum, teikningum, mynd- bandi, steinum og þara. Listamaðurinn kom og dvaldi i Ljósaklifi í þrjár vikur við efnisöflun og til að vinna sérstaklega að þessari sýningu. í sýningarskrá segir hann m.a.: „Staddur á íslandi hugsaói ég um Venus og Botticelli. í raun og veru verður aðfara með gát. Hérna þekki ég ekki náttúrugyðj- urnar. Maður má hvorki gera þœr afbrýói- samar né trufla þœr þar sem þœr vilja ekki láta styggja sig. Þaó myndi engum manni detta í hug aó œða inn á kvennasnyrtingu og góma konuna með rúllur í hárinu og andlitsfaróa í framan. Það sama gildir um náttúrugyðjurnar. Það er betra aó mœla sér mót við þœr." Ljósaklif er á vernduðu hraunsvæði við sjóinn vestast í Hafnarfírði og er aðkoma frá Herjólfsbraut. Sýningin er opin dag- lega kl. 14-18. Fasistar, sígaunar og gyðingar Kvikmyndin The Man Who Cried, nýjasta mynd Sally Potter, verður frumsýnd annað kvöld kl. 22.30 í Háskólabíói og endursýnd mánudags- kvöldið 6. ágúst á sama tíma. Það er Filmundur - vinur kvikmyndaáhuga- mannsins - sem stendur fyrir sýningu myndarinnar en hún skart- ar miklum stjömuskara. Meðal aðalleik- ara eru þau Christina Ricci, Johnny Depp, John Turturro og Cate Blanchett sem öll eru bíófiklum að góðu kunn. Myndin gerist á tímum seinni heims- styrjaldarinnar og segir frá Suzie (Ricci) sem er rússneskur gyðingur. Móðir henn- ar er látin og faðir hennar hefur yfirgefið föðurlandið og haldið til Ameríku til að freista gæfunnar. Hann hafði lofað að senda eftir Suzie og ömmu hennar en ekk- ert heyrist frá honum. Amma kemur Suzie í skip sem hún heldur að sé á leiðinni til Ameríku en i'staðinn fer það til Englands þar sem Suzie elst upp hjá fósturfjöl- skyldu. Þegar hún hefur lokið skólagöngu sinni ákveður hún að freista gæfunnar og fer að vinna sem dansmey í leikhúsi í Par- is. Þar kynnist hún ýmsum litríkum karakterum, meöal annars samlanda sín- um, hinni stórglæsilegu dansmey Lolu (Cate Blanchett) sem reynist Suzie mikil hjálparhella. Lola verður hrifin af hinum dáöa óperusöngvara Dante Dominio (John Turturro) en í ljós kemur að hann er hlið- hollur fasistum og verður hann Suzie því skeinuhættur þegar þrengja tekur að gyð- ingum á þessum slóðum. Sjálf verður Suzie ástfangin af sígaunanum Cesari (Johnny Depp) og verður hún að berjast gegn miklum fordómum í samfélaginu vegna þessa sambands. Þó að Suzie hafi tekist að leyna uppruna sínum gerir hún sér grein fyrir þvi að henni er ekki vært mikið lengur í París. Hún þarf því að velja mUli þess að vera með Cesari og taka þar með mikla áhættu eða halda tU Ameríku í leit að fóður sínum. SaUy Potter vakti fyrst athygli með myndinni Orlando frá 1992 sem gerð er eft- ir samnefndri skáldsögu Virginiu Woolf. Herbergi Péturs Eftir fjögurfréttir á Rás 1 í dag kynnir Pétur Grétarsson tónlist af ólíkum toga í þættinum Fjögra mottu herbergið. Pétur er vel kunnugur tónlistinni þar sem hann hefur sjálfur leikið á slagverk í aldar- fjórðung. Hann lék fyrst á trommur í popphljóm- sveitum en eftir nám hér heima og í Boston hefur hann starfað við hljóð- færaleik í leikhúsum, með Sinfóníuhljóm- sveit íslands og víðar. Einnig hefur hann tekið þátt í fjölda verkefna sem byggjast á frumUutningi nýrrar tónlistar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.