Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2001, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2001, Síða 28
ZÁFiRA í s •*. FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö t hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 2001 Lífleg veiði: Kolmunnaafl- inn hefur nær ,* þrefaldast Kolmunnaafli islenskra skipa á þessu ári er kominn í 129 þúsund tonn, en aflinn hefur fengist síðustu daga í Rósargarðinum austur af Hvalbaks- grunni og norðar á Rauða torginu. Afli erlendra skipa, aðallega norskra og færeyskra, er 41 þúsund tonn svo búið er hérlendis að vinna mjöl úr 170 þús- und tonnum, sem er mun meira en á sama tíma árið 1999, en þá var kolmunnaaflinn um 53 þúsund tonn. Síðan þá hefur kolmunnaafli íslenskra skipa farið hraðvaxandi. Hraðfrysti- hús Eskifjarðar hefur tekið á móti mestu magni á þessu ári, eða 45 þús- und tonnum, en þar lönduðu um helg- 5 ff ina Hólmaborg og Jón Kjartansson alls 3.900 tonnum. Loðnuaflinn er orðinn 130 þúsund tonn á sumar- og haustvertiðinni hjá íslenskum skipum, en því til viðbótar hafa erlend skip landað 47 þúsund tonnum. Heildarkvóti Fiskistofu er 438 þúsund tonn og því enn óveidd um 307 þúsund tonn. Á sama tima árið 1999 var loðnuafli íslenskra skipa 79 þús- und tonn og erlendra skipa um 31 þús- und tonn. Upphafskvóti Fiskistofú var þá mun meiri, eða 576 þúsund tonn og á þessum tíma þá óveidd um 496 þús- JLund tonn. Árið 1999 hafði mestu verið landað á Siglufirði en nú hefúr Hrað- frystistöð Þórshafnar tekið við mestu af loðnu eða 28 þúsund tonnum. -GG Dísildeilur tveggja borg- arfulltrúa Guðlaugur Þór Þórðarson, borg- arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir það vera umhugs- unarvert að ef dísilbílar mengi jafn mikið og til að mynda Hrannar B. Arnarsson, formaður heilbrigðis- . nefndar borgarinnar, vill vera láta ^hvers vegna meirihlutinn hafi nú það markmið að auka hlut almenn- ingssamgangna í borginni á kostnað einkabíla, þ.e. hlut strætisvagna sem knúnir séu disilvélum. Menn séu ekki að öllu leyti sjálfum sér samkvæmir. „Á sama tíma og Hrannar segir að samgönguráðuneytið þurfi að endurskoða sína afstöðu í þessum málum er hann búinn að samþykkja stefnu sem miðar að því að auka hlut dísilbíla á kostnað bensfnbíla, það er meö fjölgun strætisvagna,“ segir borgarfulltrúinn. Um nagla- dekkjaskatt segir Guðlaugur Þór að þegar komi að nýrri skattlagningu þá séu hugmyndaflugi vinstri —*manna engin takmörk sett. „Hvað er það næst, ætlar Hrannar næst að setja dísilskatt á samgönguráðu- neytið?“ -sbs. DV-MYND E.Ól Kominn heim með silfur og brons Örn Arnarson, sundkappi allra landsmanna, kom heim frá Fukuoka í Japan í gær. Sundmaöurinn geöþekki komst tvisvar á verö- launapall á heimsmeistaramótinu. Hann varö í ööru sæti í 100 metra baksundi og hlaut silfur, en bronspening fyrir 200 metra baksund þar sem hann hafnaöi í þriöja sæti. Örn setti nýtt íslands- og Noröurlandamet í báöum greinunum. Öryggi sumarhúsa: Getur bjargað bæði mannslífum og verðmætum Landssamband sumarhúsaeigenda kynnti í gær nýtt öryggiskerfi sem ætl- að er að koma í veg fyrir að mikilvæg- ur timi björgunarliðs fari til spillis þegar neyðartilvik koma upp. Verkefh- ið, sem unnið er i samvinnu við Neyð- arlínuna, Fasteignamat ríkisins, Vega- gerðina og Landmælingar íslands, hef- ur verið þrjú ár í undirbúningi. „Við höfum sent öllum sumarhúsa- eigendum, tæplega tíu þúsund, kynn- ingarefni um öryggiskerfið. Hvert sumarhús fær sitt númer og ef neyðar- tilvik koma upp eiga starfsmenn Nfeyð- arlínunnar að geta leiðbeint þeim björgunaraðilum sem næstir eru sum- arhúsinu. Við vonum að sem allra flestir taki þátt í þessu og það er ekki spuming að þetta kerfi getur komið til með að bjarga verðmætum og jafnvel mannslífum ef svo ber undir,“ segir Sveinn Magnússon, talsmaður Lands- sambands sumarhúsaeigenda. Þeir sumarhúsaeigendur sem ákveða að taka þátt fá tvö númeruð skilti'til að merkja hús sín, annað inn- andyra og hitt utandyra. Þá munu björgunarsveitir, ásamt öðrum aðilum, ganga um sumarhúsabyggðir og hnit- setja húsin af nákvæmni. -aþ Leikskólakennari í klóm skattsins: Mánaðarlaunin hirt vegna mistaka - svefnlaus nótt, segir Arndís Bjarnadóttir. Mistök, segir skatturinn „Ég hef barist við að fá fyrir- greiðslu í bankanum vegna þessa. Launin mín fóru öll i að greiða þeim- an hátekjuskatt sem mér er ætlað að standa skil á,“ segir Amdís Bjama- dóttir, leikskólakennari í Grafarvogi, sem varð fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu að skatturinn hirti öO laun hennar um þessi mánaðamót. Amdís beið eins og aðrir lands- menn spennt eftir skattseðlinum. Hún hafði reiknað með að fá um 50 þúsund krónur endurgreiddar og sá fram á notalegan fjárhag í ágústbyrj- un. En þegar liún opnaði umslagið frá skattinum sortnaði henni fyrir augum. „Ég fékk áfaO því búið er að flokka mig sem hátekjumann. Álagningin var hvorki meira né minna en 650 þúsund krónur. Og strax var hafist handa við að ná þessu af mér því dregin voru af mér 132.800 krónur um mánaðamótin. Þar með átti ég ekkert tO að lifa af næsta mánuðinn. Ég svaf ekkert nóttina eftir þennan ófögnuð," segir Amdís. Hún fór ásamt endurskoðanda sín- um á fund skattstjóra og ríkisskatt- stjóra tO að freista þess að fá tafarlausa leiðréttingu. Þar á bæ viðurkenndu menn mistökin en því var hafnað að mál hennar fengi flýtimeðferð. Amar Pálsson, endurskoðandi Arn- dísar, segir óskOjanlegt hvemig mis- tökin hafi átt sér stað. Framtalið hafi verið sent rafrænt á Netinu en eftir það hafi verið sótt um ákveðna ívUnun tO handa Amdísi. Því erindi hafi verið hafnað sem þýði að starfsmaður skatts- ins hafi farið höndum um framtalið. Hann kveðst telja að mun fleiri mistök hafi átt sér stað varðandi rafrænu skattframtölin. „Þetta virðist vera einhver óskapn- aður. Hið óskOjanlega er að skatturinn Skatturinn meiðir Arndís Bjarnadóttir, leikskólakennari í Grafarvogi, lenti í því aö skatturinn hirti öll laun hennar um þessi mán- aöamót. Hún þarf aö slá bankalán til aö lifa af. Mistökin veröa hugsan- lega leiörétt í næstu viku. skuli ekki þegar bregðast við og leið- rétta þetta svo launin skOi sér á rétt- Dalamenn þungorðir í garð Goða: Hann SIS gamli lifnar viö aftur og aftur - segir Sveinn Gestsson sláturhússtjóri Dalamenn eru þungorðir í garð for- ráðamanna Goða hf. sem í fyrradag sagði upp öOu starfsfólki sláturhússins í Búðar- dal, 14 manns sem hætta á næstu mánuð- um. Á ljölmennum fúndi í Búðardal í gærkvöld var samþykkt tOlaga þess efnis að engúm maður mundi leggja inn afúrö- ir hjá Goða í haust og fundarmenn spurðu hvemig í ósköpunum fyrirtækinu dytti í hug að það yrði gert. Rætt er um ýmis úrræði, meðal annars landflutninga á sláturfé um langan veg. Fram kom á fundinum að forráðamenn Goða hafa ít- rekað forðast að hafa samband við Dala- menn tO að ræða málin opinskátt. Á fundinum kom fram að fátt virðist í stöð- unni annað en gjaldþrot Goða. DV-MYND MELKORKA BENEDIKTSDÖTTIR. Ahyggjur Þingmenn á fremsta bekk baráttufundar í gærkvöld. Sláturlínan í sláturhúsi Goða í Búð- ardal var endumýjuð í fyrrahaust fyrir ærið fé en útséð þykir að heimamenn munu ekki fá lykla að húshiu tO að nýta það i haust. Bæði SS og Ferskar afurðir á Hvammstanga munu reiðubúin að reka húsið. „Fyrst á dagskrá er að reyna að ná húsOiu af Goða, en eftir síðustu fréttir um að kaupfélögin væm að kmnka saman sé ég ekki að það gangi, SÍS gamli lOnar við aftur og aftur og er hreint ódrepandi," sagði Sveinn Gests- son sláturhússtjóri í morgun. Hann seg- 0- að 6% af vOmandi fólki í Dölum sé að vOma við húsið og ýmsir þjónustuaðOar treysta á sláturhúsið. „Það er þungt hljóð i heimamönnum og ég verð að segja að eftir að heyra um þessa nýjustu sambandsfæðingu er ég ekki bjartsýnn á framhaldið. Eftir að þessi fjögur kaupfélög hafa fengið húsið þá láta þau það ekkert í hendur á öðmm sem færi að keppa á móti þeOn. -JBP um tOna. Jónína B. Jónasdóttir, skrifstofu- stjóri Skattstjórans í Reykjavík, stað- festi við DV að umrætt tOvik hefði átt sér stað. „Þama var um innanhúsmistök að ræða sem verða leiðrétt," segir JónOia. Aðspurð hvenær Arndís fengi leið- réttingu sagði Jónina að stefnt væri að því í næstu viku. Hún var spurð hvort um væri að ræða fjölda tOvOta þar sem mistök hefðu orðið vegna framtala á Netinu. „Ég get ekkert úttalað mig um það. Mál Arndísar er einangrað tOvik og aðeins eitt annað sem ég þekki. Hvort um mörg tOvik er að ræða skýrist i næstu viku þegar við fáum á þetta heOdarmynd," segO' Jónína. Arndís eyddi gærdeginum i að bjarga peningamálunum með banka- iáni. -rt Rafkaup ÁmviU oa m coc ooaa * Ármúla 24 • sími 585 2800 Heihttdýnur t. sérjlokkil Svefn &heilsa heilsunnar vE Reykjavík 581 2233 Akureyri 461 1150

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.