Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2001, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2001, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 2001 Skoðun Ð'V Spurning dagsins Hvað finnst þér skemmti- legast við sumrin? Felicity Jenkens: Morguninn byrjar fyrr og maöur er al- mennt hressari. Einnig er mjög skemmtilegt aö fara út aö ganga í góöa veörinu. Frida Lindaholm: Þá er enginn skóli og maöur getur feröast eins og maöur vill án þess aö þurfa aö hugsa um námiö. Ida Tolevson: Mér finnst skemmtilegast aö maöur getur fariö í sund og veöriö er gott. Einnig er fínt aö þurfa ekki aö vakna snemma til þess aö fara í skólann. Anna Torlevsen, 2ja ára: Þá fæ ég fullt af ís aö boröa og ís er þaö besta sem ég fæ. Eiríkur Helgason: Þá er svo gott veöur og hægt aö fara i skemmtitega göngutúra. Jón Ásgeirsson: Þá er gróöurinn svo grænn og falleg- ur aö maöur getur ekki annaö en lát- iö sér líöa vel. Lagarfljóti er hvíld Lagarfljótsormurinn Við hörmum aö sjálfsögöu þegar gestir okkar fá ekki þá þjónustu sem þeim ber, en stundum veröa mistök sem okkur þykir best aö leysa strax um borö. Sigling á Benedikt Vilhjálmsson, útgerðarstjóri Vtri-Höfninni á Egilsstöðum, skrifar: K.G.A. er með athugasemdir við rekstur Lagarfljótsormsins í DV. 19 júlí sl. Við fógnum öllum þeim er vilja hjálpa til við að byggja upp rekstur okkar og bæta. Ekki hefur K.G.A. þótt veran um borð mjög slæm, þar sem athugasemdir frá 2000 líta ekki dagsins ljós fyrr en nú. Við hörmum að sjálfsögðu þegar gestir okkar fá ekki þá þjónustu sem þeim ber, en stundum verða mistök sem okkur þykir best að leysa strax um borð. Miklar endurbætur hafa orðið Við höfum verið að leggja okkur í líma við að bæta reksturinn og að- búnað gesta um borð, og þeir sem komu til okkar fyrsta sumarið munu merkja verulegar endurbæt- ur - að okkar mati til mikilla bóta. Nú er verið að vinna að ferju- og rútupakka. Siglt verður frá Egils- stöðum, rúta tekin að Hengi- fossánni, gönguferð upp að Hengi- fossi, komið við á Skriðuklaustri og jafnvel fleiri staðir skoðaðir. Fljót- lega verður farið í veiðiferð að Grímsárósum og verið að skoða möguleika á styttri siglingu sem hefst og endar í Atlavík. Fleiri hug- myndir eru í vinnslu Verðlagningin um borð hefur ver- ið okkur mikill höfuðverkur. Þeir sem eru í útgerð útsýnisbáta við sjávarsíðuna telja verðlagningu okkar of lága á meðan aðrir, eins og K.G.A., telja hana of háa. Við höfum komið til móts við fjölskyldufólk þannig að fargjald fyrir 15 ára og yngri er 500 kr. fyrir þriggja tíma siglingu. Rétt er að taka fram aö „Ferðamennirnir fá leið- sögn um svœðið, annað sjónarhom en úr rútunni, geta rölt um og rétt úr bak- inu, spjalla við ferðafélag- ana yfir kaffibolla, bjór eða léttri máltíð. “ hægt er að fara aðra leiðina fyrir hálft gjald. Rekstur skipsins hefur verið þungur öll árin og byrjun þessa árs sérstaklega. Trúlega er um að kenna minna fjármagni handa á milli hjá almennum launþegum og ekki nægri markaðssetningu. Það veldur okkur einnig vonbrigðum hve lítið ferðaskrifstofur og leið- sögumenn hafa komiö að þessu verkefni. Þetta er þægilegur ferða- máti fyrir hópa i rútuferðum til að brjóta upp ferðina með því aö taka ferjuna aðra leiðina, frá Egilsstöð- um eða Atlavík og rútan tekur svo við hópnum að aflokinni siglingu. Ferðamennirnir fá leiðsögn um svæðið, annað sjónarhorn en úr rút- unni, geta rölt um og rétt úr bakinu, spjallað við ferðafélagana yfir kaffi- bolla, bjór eða léttri máltíð. Það er ýmislegt að sjá frá Fljótinu sem ekki sést þegar farið er eftir vegin- um. Sigling á Lagarljóti er hvíld og afþreying, ekki liður í bættum sam- göngum. íslendingur fastur í New York Matthías Kristiansen skrifar:_____________________________ Eitt sinn haföi ég áform glœst / óskir sem að gátu rœst / en nú er það mín hugsjón hœst: / hvenœr veróur étið nœst? Á þjóðhátíðardaginn 2000 kvaddi áhöfn íslendings íslensku ríkisstjóm- ina og yfir dundu mestu jarðskjálftar í manna minnum á íslandi. Skipinu fylgdu hamingjuóskir og siglingin öll var vissulega einhver mesta land- kynning sem íslandi hefur hlotnast. En hvað tekur svo við? Hinn dæmi- gerði íslenski hirðingjastíll nær enn á ný yfirhöndinni, ekki á að reyna að nýta sér þann blásandi byr sem gafst, ekkert á að leggja af mörkum, það á bara að halda áfram að nýta sér það sem hægt er að gripa upp úr götu sinni. Er virkilega enginn metnaður hjá yfirvöldum þessa lands að nýta sér þetta skip sem sennilega er orðið frægara en öll önnur íslensk skip samanlagt, sama hvort þau eru undir hentifána eða ekki. „Og ef menn vilja vekja verulega athygli vœri t.d. hœgt að gera skipið út við Evrópustrendur á sumrin og láta það sigla á milli hafna sem víkingar heimsóttu á sinum tíma. Það yrði nú landkynning í lagi!“ Nýtingarmöguleikamir em fjölda- margir. Það má t.d. benda á að sögu- þjóðin á ekkert opinbert safn um vik- inga og ferðir þeirra. íslendingur myndi sóma sér glæsilega í góðu húsi á mörgum hæðum (svipað og Vasa- skipið) með sögusýningu (hljóð, mynd og skrift) sem lýsti víkingum og öllu þeirra æði. Það mætti meira að segja kalla safnið Herjólfsbæ ef það liðkar eitthvað fyrir einhvers staðar. Og ef menn vilja vekja verulega at- hygli væri t.d. hægt að gera skipið út við Evrópustrendur á sumrin og láta íslendingur - Er virkilega enginrt metnaöur hjá yfirvöldum þessa tands aö nýta sér þetta skip. það sigla á milli hafna sem víkingar heimsóttu á sinum tíma. Það yrði nú landkynning í lagi! Ef einhver veit ekki hvaða staði er um að ræða má benda á kort á Sögusafninu á Hvolsvelli. En nei, framtaksleysið er algjört. Menn klóra sér í hausnum, forðast að hugsa um Þjóðminjasafnið (og fyrrver- andi bátaeign þess) og vonast til að ís- lendingur hverfi bara einhvern veginn úr fréttum svo hægt sé að fara í mat. In memoriam Fréttir berast nú af því að fréttastofa SkjásEins sé öll. Einhvern veginn vill það brenna við að fólk bíður með að segja vingjarn- lega hluti hvað við annað þar til það verður of seint og svo er einnig í þessu tilfelli. Engu að síður vill Garri koma því á framfæri að hann horfði oft á þessa fréttatíma og þótti þeir iðulega ágætir. Fréttirnar voru stundum með öðru sniði og horft á hlutina frá öðrum sjónarhóli en gert var annars staðar. Og fyrir vikiö náði þessi bamunga fréttastofa oft að slá sér upp í hugum áhorfenda og þótt allir litu á hana sem huta af litlu gæluverkefni sjálfstæðismanna gekk frétta- stofan aldrei svo langt að hún fyrirgerði trúverð- ugleika sínum. Yfirlýst markmið mun hafa verið að ná til unga fólksins en Garri og hinir gamlin- gjarnir höfðu ekkert síður gaman af þessu fram- taki - enda sköpunargleðin í fyrirrúmi. Önnur tök Þannig minnist Garri þess aö hafa séð frétta- stofu SkjásEins taka ýmis mál sem aðrir fjöl- miðlar höföu opnaö og fjalla um þau með sínum sérstaka hætti og gera þau þannig áhugaverð. Slíkt er vitaskuld til fyrirmyndar og mun þekki- legra þegar menn eru seinir fyrir með fréttir en legu fréttamanna Skjásins. Það var nefnilega ein- hvern veginn þannig að Davíð virtist alltaf hleypa SkjáEinum að sér þótt hinir fjölmiðlarnir væru frystir úti. Sennilega er það vegna þess að Davíð er margbrotinn persónuleiki, bæði leikari með kimnigáfu og háalvarlegur stjórnmálamað- ur. Skjárinn var alltaf að taka viðtöl við létta- karlinn í Davíð á meðan hinir voru að eltast viö pólitíkusinn. Hvíli fréttastofa Skjásins í friði, blessuð sé minning hennar. GðVfl tilraunir til að slá sér upp með því að snúa út úr og þykjast vera að leiðrétta aðra fjölmiðla eins og virð- ist vera að komast í tísku t.d. á Bylgjunni/Stöð 2. Þar virðast menn vissir um að berin séu súr ef ein- hver annar fann þau fyrst!!! Engu líkara er en að Stöð 2 hafi smitast af Morgunblaðinu í dúkamálinu og telji það líklegt til vinsælda að vera sífellt að leiðrétta fréttir annara - en slíkt getur reynst hættuleg stefna eins og Mogginn þekkir alltof vel. Mun sakna Davíðs Það er við hæfi i minningargrein sem þessari að þakka fréttastofu Skjásins fyrir þetta framlag og Garri sér það á áhorfsmælingum að það voru fleiri en hann sem kunnu að meta framtakið. Sannleikurinn er sá að á ljósvakanum virðist oft á tíðum ekki ríkja mikill metnaður til að gera vel þótt þar megi vissulega sjá góða spretti, ekki síst hjá RÚV. En nú verður fátæklegra um að lit- ast á fréttamarkaðinum og Garri mun missa af því að sjá Davíð Oddsson við ólíklegustu tæki- færi svara ólíklegustu spurningum hinna huggu- Frekir trillukarlar Sigvaldi Ólafsson skrifar: Alveg fmnst mér yfirgengileg frekja í trillukörlum, þeir virðast alltaf geta hrifsað til sín meiri og meiri afla á kostnað hinna, þar á meðal togara frá sama svæði. Ein- hvers staðar er aukinn smábátaafli tekinn. Þegar kvótasetning byrjaði veiddu smábátar innan við 2% afl- ans. Virðast kjördæmapotararnir á Alþingi íslendinga alltaf vera tilbún- ir að gelta þegar þeim er sigaö og krefjast meiri afla fyrir þeirra hönd. ísland í dag dalar mikið Sigrún skrifar: ísland í dag hef- ur dalað gríðar- lega undanfarið. Jón Ársæll, einn besti sjónvarps- maður landsins, er bersýnilega í leyfi og á meðan leysa hann af Andrea, Teitur og Þórhallur. Því miður hefur ekk- ert þeirra burði til að halda upp þjóð- málaþætti þannig að vel sé. Efni þeirra er fátæklegt og vanþekking þeirra á málum liðandi stundar er bagaleg. Úr þessu verður Stöð 2 að bæta þannig að ísland í dag verði eins og þátturinn á að sér að vera. Andrea Róbertsdóttir einn um- sjónarmanna íslands í dag Strætóbílstjórar - beönir um aö sýna tillitssemi Ókurteisir Strætóbílstjórar Alda hringdi: Ég get ekki lengur orða bundist yfir tillitsleysi margra bOstjóra strætisvagna hér i borg. Mér finnst satt best að segja með ólíkindum hvernig margir þessara bílstjóra aka og þeir virðast sumir í þeirri trú að þeir séu einir á götunum eða að almennar umferðarreglur eigi ekki við um þá. Ég held að margir bílstjórar fólksbíla geti tekið undir þetta með mér og ég vil beina þeim tilmælum til bílstjóra strætisvagna að taka meira tillit til annarra sem aka á götunum. Eiturlyf eru hættuleg Friðjðn hrlngdl: Annað slagið koma fréttir þess efnis i fjölmiðlum að nú sé búið að lögleiða kannabis í þvi skyni að líkna sjúklingum í einhverju út- landinu. Það er gott og vel. Um leið og slíkar fréttir berast vaknar oft á tíðum umræöan um að lögleiða eigi öll eiturlyf. Það finnst mér af og frá enda sýna allar rannsóknir það að aukið aðgengi að tóbaki, áfengi og eiturlyfjum eykur notkun þeirra. Það gleymist nær alltaf í umræð- unni að bann við eiturlyfjum hefur varnaðaráhrif á meginþorra manna. Viljum við auka neyslu eiturlyfja? Þeirri spurningu verðum við að svara áður en lengra er haldið í þessari umræðu. Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangið: gra@ff.is Eða sent bréf til: Lesendasíða DV, Þverhotti 11,105 ReyKjavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.