Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2001, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2001, Blaðsíða 4
FIMMTUDAGUR 2. AGÚST 2001 Fréttir E>V Skipulagsstofnun úrskurðar um umhverfismat Kárahnjúkavirkjunar: Neikvæð umhverfisáhrif og ónógur ávinningur - standi úrskurðurinn þýöir það endalok virkjana á Austurlandi, segir Landsvirkjun „í samræmi við 11. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum hefur Skipulags- stofnun farið yfir þau gögn sem lögð voru fram af Landsvirkjun ásamt sér- fræðiálitum, umsögnum, athugasemd- um og svörum Landsvirkjunar við þeim. Með vísan til niðurstöðu Skipu- lagsstofnunar sem gerð er grein fyrir í 5. kafla þessa úrskurðar er lagst gegn Kárahnjúkavirkjun allt að 750 MW, eins og hún er lögð fram í tveimur áfóngum og fjórum verkhlutum, vegna umtalsverðra umhverfisáhrifa og ófull- nægjandi upplýsinga um einstaka þætti framkvæmdarinnar og umhverf- isáhrif hennar." Þannig hljóða hin afdrifaríku úr- skurðarorð Skipulagsstofnunar varð- andi umhverfismat á Kárahnjúka- virkjun. Röksemdafærslan sem sett er fram áður en að sjálfum úrskurðarorð- unum kemur er að það sé mat Skipu- lagsstofnunar að Kárahnjúkavirkjun „muni hafa í för með sér umtalsverð umhveifisáhrif og að ekki hafi verið sýnt fram á að annar ávinningur af fyrirhuguðum framkvæmdum verði slíkur að hann vegi upp þau verulegu, óafturkræfu, neikvæðu umhverfisá- hrif sem framkvæmdin mun fyrirsjá- anlega hafa". Endalok virkjana fyrir austan Landsvirkjun fékk í gær í hendur úrskurðinn. Viðbrögðin þar á bæ eru líka skýr: „Standi þessi úrskurður óbreyttur verður ekki séð að vatns- orka í jökulánum á Austurlandi verði nýtt," segir í yflrlýsingu frá fyrirtæk- inu. Landsvirkjun mun fara vandlega yfir úrskurðinn á næstu dögum og meta hvort og þá á hvaða forsendum fyrirtækið muni kæra hann til um- hverfisráðherra. Kærufrestur er til 5. september nk. og ráðherra hefur síðan átta vikna frest til að kveða upp fulln- aðarúrskurð. Samkvæmt heimildum blaðsins kom úrskurðurinn stjórnar- liðum og virkjunarmönnum á óvart, þeir hafi átt von á mótlæti en ekki af þessari stærðargráðu. Niðurstaðan er afgerandi og setur um leið öll virkjana- og stóriðjuáform stjórnvalda í uppnám. Úrskurðurinn er hátt í 300 blaðsíður og tekur á fjölda atriða sem snerta þessa risavöxnu Urskuröað um umhverfisspjöll Hér má sjá Kárahnjúk en Skipulagsstofnun hefur aö öðru óbreyttu lagst gegn Kárahnjúkavirkjun og í leiöinni sett öll virkjunar- og stóriöjuáform stjórnvalda í uppnám. Myndin er tekin þegar veriö var aö skoöa fyrirhugaöan virkjunarstað. virkjun. Meðal þeirra atriða er fram- kvæmdalýsingin í matsskýrslunni, umfang framkvæmdanna, áhrif rofs og áfoks, áhrif á dýralif og gróðurfar, áhrif á vatnabúskap, sjónræn áhrif og síðast en ekki síst þjóðhagsleg. Vlðamlklar athugasemdir Athygli vekur að viðamiklar at- hugasemdir eru gerðar við frágang á framkvæmdalýsingu í matsskýrslu Landsvirkjunar í úrskurðinum. Þannig kemur fram að frágangur á kortum og ýmsum gögnum hafi verið ófullnægjandi þannig að ekki hafi ver- ið mógulegt að gera sér grein fyrir hvað nákvæmlega felst í þessum fram- kvæmdum og eru i því sambandi nefhdar stórframkvæmdir, s.s. sjálf stíflan, frárennslisskurðir og vinnu- búðir. Uppblástur og áfok Ljóst er að fyrri áfangi virkjunar- innar mun valda verulegri umhverfis- röskun, einkum hvað varöar uppblást- ur og áfok í tenglsum við Hálslón. Al- mennt er það sem rauður þráður í gegnum úrskurðinn að upplýsingar um þá þætti séu ónógir. Einnig eru uppi efasemdir um að mótvægisað- gerðir sem Landsvirkjun hafi í hyggju muni duga, t.d. að hefta uppblástur með því að planta víðiplöntum á aust- ari bakka Hálslóns. Þó er það ekki al- veg afskrifað en talað um að upplýsing- ar vanti. Um þessi atriði segir m.a. í úrskurðinum: „Skipulagsstofnun minnir á að við mat á umhverfisáhrif- um skal hafa hliðsjón af varúðarsjón- armiðum varðandi nýtingu náttúru- auðlinda og aðgerðir á sviði umhverf- ismála. Skipulagsstofnun telur því að þegar veruleg óvissa er um umfang umhverfisáhrifa á þann umhverfisþátt sem fyrir áhrifunum verður og þegar jafnframt er óvissa um virkni mótvæg- isaðgerða beri að gera grein fyrir og taka mið af verstu spá (worst case prediction). Skipulagsstofnun telur að þegar eingöngu er litið til áhrifa Háls- lóns á jarðvegsrof og áfok miðað við fyrirliggjandi vitneskju bendi margt til þess að lónið muni hafa varanleg nei- kvæð umhverfisáhrif á viðfeðmu svæði austan Jökulsár á Dal sem hafi verulegt gildi m.a. m.t.t. jarðvegs og gróðurfars og að ekki hafi verið sýnt fram á með nægjanlegri vissu að unnt sé að koma í veg fyrir eða draga úr þeim með mótvægisaðgerðum að ásættanlegu marki." Lagarfljót og Brúarjökull Enn telur Skipulagsstofnun að upp- lýsingum sé áfátt þegar kemur að mati á áhrifum á vatnafar vegna virkjunar- innar og efasemdir eru því uppi um að matið sem kemur fram i matsskýrslu Landsvirkjunar muni standast. Þá á t.d. við bæði um fyrirsjáanlegt fram- hlaup Brúarjökuls í Hálslón og eins um áhrif af hækkun varnsborðs Lagar- fljóts. „Skipulagsstofnun vekur athygli á framkomnum ábendingum Orku- stofnunar og Landvemdar um að gera megi ráð fyrir að vatnsborðshækkunar gæti lengra frá LagarfTjóti en fram kemur í matsskýrslu. Áreiðanlegar upplýsingar um hvar og hversu mik- illa áhrifa á vatnsborðshæð er að vænta eru grundvallargögn fyrir mat á áhrifum framkvæmdanna á ýmsa um- hverfisþætti. Skipulagsstofnun telur að ábendingar Orkustofnunar og Land- verndar gefi tilefni til að ætla að þau áhrif sem leitt geta af hækkun vatns- borðs, s.s. á gróður og fuglalif, land- búnaðarland og neysluvatn kunni að vera vanmetin og því sé ekki unnt að álykta með vissu um urnhverfisáhrif framkvæmdanna út frá upplýsingum um vatnsborðshækkun í framlógðum gögnum Landsvirkjunar. Af sömu ástæðu telur Skipulagsstofnun ekki unnt að taka afstöðu til þess hvort fyr- irhugaðar mótvægisaðgerðir séu full- nægjandi." Áhrif á dýralíf í úrskurði sínum fer Skipulagsstofn- un yfir umhverfisáhrifm á vatnadýr, fugla, landseli í Héraðsflóa, sjávarlíf úti fyrir landi og hreindýr lið fyrir lið og fjallar þar gagnrýnið um áhrif Háls- lóns og kólnun Lagarfljóts á dýralifið svo dæmi sé tekið. í nær öllum tilfell- um telur stofnunin að um veruleg nei- kvæð áhrif sé að ræöa. Um hreindýrin segir t.d: „Eins og fram hefur komið gengur um helmingur íslenska hrein- dýrastofnsins á áhrifasvæði fyrirhug- aðrar virkjunar og er talinn verða fyr- ir áhrifum vegna framkvæmdanna. Hafi framkvæmdir veruleg áhrif á stærð þeirrar hjarðar, sem talið er lik- legt, getur að mati Skipulagsstofnunar verið um að ræða umtalsverð áhrif á stofninn í heild." Niðurstaðan Auk þeirra atriða sem hér hafa ver- iö nefnd er fjallað um fjölmarga aðra þætti í matsskýrslu Landsvirkjunar, s.s. áhrif á landslag, menningarminjar, loftslag, samfélagið á Austurlandi o.fL o.fl. Heildarniðurstaða stofnunarinnar - eftir að hafa tekið tillit til þeirra u.þ.b. 320 athugasemda sem gerðar voru við skýrsluna - er þvi þveröfug við þá niðurstöðu sem Landsvirkjun kemst að í sinni matskýrslu. Lands- virkjun taldi þá hagsmuni sem ynnust með Kárahnjúkavirkjun vega þyngra en þá sem glötuðust. Þeirri niðurstöðu hefur Skipulagsstofnun nú snúið við. -BG Veoriö í kvöld :W- $2*63 - JB :-L fr \ .-SÓ* N i* Sólargangur og sjávarföll | Veðríð á morgun REYKJAVIK AKUREYRI Sólarlag i kvöld 22.28 22.31 Sólarupprás á morgun 04.41 04.11 Síðdogisflóð 17.48 22.21 Árdegisflóð á morgun 06.03 10.36 mcs fi* '¦'¦¦¦' -tse~ Skýjað víða um land Fremur hæg norðaustlæg eða breytileg átt en norðaustan 5 til 10 m/s suðaustan til. Dálítil súld eða rigning með köflum á Suðausturlandi og á Austfjöröum en annars skýjaö að mestu og hætta á síðdegisskúrum._______________ Astand fjallvega Gæsavatnaleið og Dyngjufjallaleið eru nú færar vel búnum fjallabílum. Mikilvægt er fyrir ferðamenn að hafa í huga að ekki er ráðlegt að reyna ferðalag á þessum leiöum á vanbúnum eða minnijeppum. Gæsavatnaleiö milli ðskju og Sprengisandsleiðar er ein erflöasta fjallaleiö landsins fyrir farartæki jafnt sem feröalanga. Skýrtngar á veöurtáknum ""^•VINDSTYRKUR I fniiíruii, 3 liiikilmEi, -10 Nfrost HEI0SKiRT ^>í)í)0 LETTSKYJAÐ HALF- SKÝJAÐ SKYJAO ALSKYJAÐ w í? W I SLYDDA SNJOKOMA ÉUAGANGUR ÞRUIYIU- SKAF- ÞOKA VEOUR RENNINGUR Ástand fjallvega WgirAikvnðum«v»4um Mt'mí*jo*-*« miu lohiölr þ*r Ul >nn«ö WAur«uftiva www.v&ga&U/tMrd IIYtur A UPDIHINCUIH f l(A Vfl.Al I.....IIKISIN'i Bjart veður suðvestanlands Norðaustan 5 til 10 m/s suöaustan- og austan fil og súld með köflum en annars hæg norðlæg eöa breytileg átt og stöku skúrir. Skýjað að mestu á Norðurlandi en yfirleitt bjart veður suðvestanlands. f Víndun 3—5 i«/« Hlti 7° «117" Ficmui hæg norolæg eoa breytlleg átt. Skýjab aö mestu á Nor&austurfandl. Yflrieltt bjart veour sunnanlands en stöku skúrlr síödegis. Vindur: CJii 3-5 tn/s \ Hiti T tit 17" Fremur hæg norðlæg e&a breytileg átt. Skýjab aö mestu á Norðausturlandl. Yfiileitt bjart ve&ur sunnanlands en stöku skúrlr síðdegis. P^TTTEmS' Vindur: /^ 3—5 nv* Hiti 9° til 18° Hæg nor&austlæg e&a breytlleg átt, ví&a bjart ve&ur tll landslns og hætt vl& sl&degtsskúrum en sums staoar þokuloft við ströndlna. AKUREYRI BERGSTAÐIR BOLUNGARVÍK EGILSSTAÐIR KIRKJUBÆJARKL. KEFLAVÍK RAUFARHÖFN REYKJAVÍK STÓRHÖFÐI BERGEN HELSINKI KAUPMANNAHÖFN ÓSLÓ STOKKHÓLMUR ÞÓRSHÖFN ÞRÁNDHEIMUR ALGARVE AMSTERDAM BARCEL0NA BERLÍN CHICAGO DUBUN HAUFAX FRANKFURT HAMBORG JAN MAYEN LONDON LÚXEMBORG MAUORCA MONTREAL NARSSARSSUAQ NEW YORK ORLANDO PARIS VÍN WASHINGTON WINNIPEG skýjaö þoka alskýjaö skýjaö skýjaö skýjaö þoka skýjaö skýjaö skyjað skýjað skýjað léttskýjaö þoka skúrir þokumóöa skýjaö léttskýjað léttskýjað rigning rigning heiöskírt skýjaö léttskýjaö skýjaö skýjað hálfskýjað skýjað heiöskírt alskýjaö léttskýjaö rigning skýjaö léttskýjaö heiöskfrt heiöskírt 9 9 9 8 9 10 7 10 9 12 13 15 14 13 10 8 19 15 22 17 25 15 15 18 15 3 16 17 23 23 6 26 22 20 18 17 17 ¦irftWH'i;iiWi.^'i,ii^MtioiiiHBiCTfm^

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.