Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2001, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2001, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 13. ÁGÚST 2001 r>v Sérfræðíngar i fluguveiði Mælutn stangir. splæsum línur og setjum upp gir, J lur Æ Sportvörugerðin hf., Skipholt 5. s. S62 H3H3. Rafstöðvar Mikið úrval bensín og dísil rafstöðva. Hagstætt verð! Fréttir Breyting á iðnaðarhúsnæði í verslunar- og íbúðarhúsnæði umdeild: Norðuralsforstjor- inn missir útsýni DV, AKRANESI:____________________ Skipulagsnefnd Akraneskaup- staðar hefur fallist á breytingar á húsinu Akursbraut 9 sem valda mikilli óánægju nágranna. Breyta á húsnæðinu úr iðnaðarhúsnæði í verslunarhúsnæði á jarðhæð og hækka á húsið um tvær hæðir og verða 8 íbúðir á fjórum hæðum. íbúar og eigendur fyrirtækja í grennd við húsið sendu bygginga- fulltrúa athugasemdir við breyting- una þar sem þeir tóku meðal ann- ars fram að í samtengdu húsi við bygginguna væri hljóðmengandi at- vinnurekstur, meðal annars tré- smíðaverkstæði og blikksmiðja, og yrði að gera þá kröfu til þess sem þyggir húsið að það yrði vel hijóð- einangrað. Þeir benda einnig á að á svæðinu verður ekkert rými fyrir leikvöll eins og tíðkast þar sem fjöl- þýlishús eru byggð og einnig verða bílastæðin fá. Eigendur húsanna við Suðurgötu nr. 26, 28, 30 og 34 mótmæltu einnig fyrirhuguðum breytingum, þar sem Akursþraut 9 mun þreyta verulega möguleikum til notkunar garða við húsin vegna aukins skugga og skerðingar á útsýni. Breytingin á Akursbraut 9 mun því væntanlega hafa neikvæð áhrif á búsetuskilyrði íbúa þessara húsa og rýra verðgildi eignanna. I mótmælum Norðuráls hf., eig- anda Suðurgötu 32 sem er nýtt sem íbúðarhúsnæði fyrir erlenda starfs- menn á vegum félagsins, þar á meðal forstjðrans, segir að við hækkun um tvær hæðir sé tekið fyrir nánast allt útsýni úr Suður- götu 32. Einnig dregur verulega úr birtu í garðinum við húsið, sem bæði hefur áhrif á fólk og gróður, auk þess sem íbúar njóta minni birtu inni í húsinu. Fyrirhugaðar breytingar valda einnig því að Ak- ursbraut 9 verð- ur ekki lengur í neinu samræmi við önnur hús á svæðinu. Björgunarfé- lag Akraness, sem á húsnæði við Akursbraut 11, segir að breytingin gæti haft áhrif á end- ursöluverð eignarmnar. Félagsmenn eru háðir góðu að- gengi og næg- um bílastæðum við húsnæðið. Undir ákveðn- um kringum- stæðum geta út- köll valdið tölu- verðum óþæg- indum vegna hávaða, einkum ef um er að ræða útköll á nóttunni. í greinargerð skipulagsnefndar, sem felst á breytinguna á deiliskipulagi, leggur hún til við bæjarstjórn að fram komin tillaga að breytingu á Akursbraut 9 verði samþykkt með því skilyrði að hús- eigendur að Akursbraut 9 ábyrgist að íbúðir uppfylli ströngustu kröf- ur byggingarreglugerðar um hljóð- einangrun. Kröfur um hljóðvist skulu taka til hljóðs sem berst bæði með beinum og óbeinum hætti. Margir undrast það að á Akurs- braut 9 eigi að byggja íbúðarhús- næði en aðeins í 10 metra fjarlægð er Síldarverksmiðja Haraldar Böðvarssonar hf. og það hefur aldrei talist gðður kostur að eiga íbúðarhúsnæði við síldarverk- smiðju með tilheyrandi mengun. -DVÓ DV-MYND DANÍEL V. ÓLAFSSON. Hækkar enn. Húsnæðiö sem á að hækka um 2 hæðir og nágrannar eru ósáttir við. Við hlið þess er hávær starf- semi, blikksmiðja, bílaverkstæði, björgunarstöð, pípulagnafyrirtæki og trésmíöaverkstæði. Síldar- verksmiðja erí 10 metra fjariægð. Vegakerfið að komast í lag: Hættulegar holur við Ölfusárbrú fylltar DV, SELFOSSI: ~ Starfsmenn Arborgar og verktakafyrirtækisins Berg- steins voru að gera við skemmdir á hringtorginu í miðbæ Selfoss við enda Ölf- usárbrúarinnar á dögunum. Vegklæðing á hringtorg- inu var farin að láta veru- lega á sjá, djúpar holur höfðu myndast og valdið óhöppum. Það er því vel til „ . _D™VND njörður helgason fundið að gera bragarbót á , , f 1 l! , . . , ,, tnrpirm -Mw Starfsmenn Arborgar voru aö laga hrmgtorgið við Ölfusárbrú á dögunum. Fjarkennsla Verkmenntaskólans á Akureyri býður fjölbreytt nám áframhaldsskólastigi, meðal annars til stúdentsprófa og í meistaraskóla. Innritun á haustönn 2001 verður dagana 16. og 17. ágúst, kl. 8.15-15.00, í síma 464-0300. Kennslustjóri fjarkennslu VMA Forsetinn norður Ólafur Ragnar Grímsson, for- seti íslands, heimsækir N-Þing- eyjarsýslu dagana 10. og 11. sept- ember nk., ásamt fylgdarliði. Heimsóknin hefst á sýslumörkun- um við Aubjargarstaðabrekku og lýkur að kvöldi næsta dags á Þórshöfn. Guðmundur Lárusson á Kópa- skeri, sem hefur yfirumsjón með dagskrá heimsóknarinnar, segir frumdrög dagskrárinnar liggja fyrir. Samkvæmt þeim tekur sveitarstjórn Kelduneshrepps á móti forsetanum og fylgdarliði á sýslumörkunum. Þaðan liggur leiðin í Skúlagarð, í Ásbyrgi og að Dettifoss og síð- an aö skólanum í Lundi í Öxarfirði. Fiskeldisstöð Silf- urstjörnunnar veröur skoðuð og á Kópaskeri verð- ur byggðasafn skoðað og forset- inn hittir íbúa i íþróttahúsinu. Þaðan liggur leiðin til Raufarhafnar en að kvöldi fyrri dags heimsóknarinnar verð- ur kvöldverður á Hótel Norður- ljósum þar sem forsetinn mun gista. Síðari dag heimsóknarinnar fer forsetinn í grunnskólann á Rauf- arhöfn og kynnir sér einnig starf- semi Jökuls svo eitthvað sé nefnt, en leiðin liggur síðan í Þistilfjörð. Þar kemur forsetinn m.a. í kirkj- una á Svalbarða og til stendur að efna til hrútasýningar á Gunnars- stöðum. Á Þórshöfn er gert ráð fyrir aö forsetinn heimsæki hjúkrunar- og dvalarheimilið, skoði kúfisk- verksmiðju Hraðfrystistöðvarinn- ar og hitti íbúa. Að dagskrá lok- inni verður flogið til Reykjavíkur frá Þórshöfn. -gk Ólafur Ragnar Grímsson VANTAR BÍLA Á SKRÁ OG Á STAÐINN. MIKILSALA. ALLT AÐ GERAST! 0PIÐ ALLA VIRKA DAGA FRÁ KL.10-18. L0KAÐ LAUGARDAGA TIL 25. ÁGÚST. - _ fRÍLASAUNNj Höldur ehf. BÍLASALA Tryggvabraut 14, 600 Akureyri 461 3020 - 461 3019 VW New Beetle 2000, 3 d., skr. 8/99, blár ek. 11 þ. km, bsk„ ABS, aukadekk. V. 1.790 þús. Galloper 2500 DTI, 5 d., skr. 2/9,9 blár, ek. 75 þ. km, bsk., varahjhlíf, krók., fjarst. Iæs„ aukadekk á felgum. V. 1.750 þús. Jeep Gr-Cherokee Laredo 4000, 5 d„ árg. 1995, grænn, ek. 106 þ. km, ssk„ ABS, cruise o.fl. V. 1.590 þús. Dodge Ramcharger 4x4 318, 8 cyl„ árg. 1983, blár, ek. 185 þ. km, ssk., 35“ dekk, krókur. V. 250 þús. VW Bora 1600, 4 d„ skr. 2/99, blár, ek. 36 þ. km, bsk„ 15“ álf„ spoi., cd, saml„ aukadekk. V. 1.480 þús. Subaru Impreza 4x4, 2000, 5 d„ skr. 4/96, rauður, ek, 85 þ. km, bsk„ aukadekk á felgum. V. 980 þús. Subaru Impreza 4x4 2000, 4 d„ skr. 10/00, silfurl., ek.13 þ. km, bsk„ 16“ álf„ turbo look. V. 1.980 þús.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.