Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2001, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2001, Blaðsíða 13
13 MÁNUDAGUR 13. ÁGÚST 2001 _______________________________________________________________________________________ X>V Útlönd Friðarsamkomulag undirritaö í Makedóníu Undirritun friðarsamkomu- lags milli stjórnmálaleiðtoga Makedóníumanna og albanska minnihlutans er fyrirhuguð i dag. Vestrænir erindrekar og deiluaðilar i Makedóníu töldu um helgina að undirritunin væri í hættu vegna harðra bardaga á milli makedónskra öryggissveita og albanskra skæruliða. Vestrænir erindrekar unnu að því hörðum höndum í gær að fá deiluaðila til að virða vopnahlé sem samið var um í júní. Þrátt fyrir endurtekin brot á vopnahléinu hafa bar- dagar aldrei verið eins harðir og þeir sem hófust í seinustu viku. Frá þeim tíma hafa a.m.k. sex Albanar fallið í val- inn auk 19 makedónskra her- manna. Seinni partinn i gær féllust báðir aðilar á að gera hlé á bar- Félaga minnst Makedónskir hermenn skjóta hér skotum til heiöurs föllnum féiaga sem lést ásamt sjö öörum þegar þeir keyröu á jarösprengju. dögum til að hægt yrði að undir- rita friðarsamkomulag. Friðar- samkomulagiö verður undirrit- að við látlausa athöfn svo að ekki komi til óeirða meðal makedónskra borgara sem eru afar reiðir vegna hermannanna 18 sem féllu. Ljube Boskovski, innanríkis- ráðherra Makedóníu og þjóðern- issinni, tilkynnti stórsókn gagn- vart skæruliðum í gær en svo virðist sem tekist hafi að tala hann til. Makedónsk stjórnvöld gagnrýndu í gær friðargæslulið NATO og Sameinuðu þjóðanna 1 Kosovo. Þeir telja að eftirlit á landamærunum við Kosovo sé lélegt. Albanskir skæruliðar frá Kosovo ferðist óhindraðir á milli til að taka þátt í bardögum gegn makedónsku þjóðinni. Þessari gagnrýni hefur verið vísað á bug af talsmönnum friö- argæsluliðsins. Donald Rumsfeld Vill fækkun kjarnavopna. Viðræður um afvopnun Donald Rumsfeld, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, telur að Rúss- land og Bandaríkin eigi að vinna að því að minnka hin risastóru kjarn- orkuvopnabúr landanna. Rumsfeld segir þó að langan tíma muni taka að byggja upp öryggismálasamstarf þessara fomu fjandmanna. Rumsfeld kom í morgun til Moskvu en þar ræðir hann við rúss- neska stjómarerindreka. Hann mun reyna að sannfæra þá um ágæti eld- flaugavarnaráætlunar Bandaríkj- anna. Auk þess verður nánara sam- starf þjóðanna rætt. Fórnarlamba Kursk-slyssins minnst ígær var liöið eitt ár frá þvi aö rússneski kafbáturinn Kursk fðrst og meö honum öll áhöfnin, 118 manns. Minningarathöfn var haldin í því tilefni í þorpinu Vidyayevo á noröurströnd Rússiands. Grátandi ættingjar fleygðu blómakrönsum og rósum í hafið. Mikil gremja er enn meöal þeirra vegna klúöurslegra viöbragöa rússneskra yiirvalda. Unniö er aö því aö ná kafbátnum upp á yfirboröiö og gengur sú vinna vel. Niöurbrotin hjón Neil og Christine þykir aö sér vegiö. Neita aðild að nauðgun Neil Hamilton, fyrrverandi þing- maður breska íhaldsflokksins, og kona hans, Christine, þvertóku fyr- ir það við blaðamenn í gær að þau ættu hlut í nauðgun sem þau eru ásökuð fyrir. Hamilton segir að sá sem ákærði þau fyrir nauðgun Ijúgi. Honum finnst líka lúalegt að sá hinn sami feli sig á bak við nafnleysi en ölf fómarlömb nauðgana i Bretlandi fá nafnleynd þegar þau kæra. Hamilton segir að á meðan séu þau hjónin í hverjum einasta fjölmiðli alls staðar í landinu. Kona hans, Christine, segir að þau hafi haldið matarboð sama kvöldið og nauðgun- in á að hafa farið fram. A.m.k. fjög- ur vitni eiga að geta staðfest það. Hamilton var, eins og áður sagði, þingmaður fyrir íhaldsflokkinn. Hann neyddist hins vegar að segja af sér þegar hann flækist í hneyksl- ismál árið 1994. Mohamed A1 Fayed, eigandi Harrods-verslunarinnar, greiddi þá nokkrum þingmönnum fé fyrir að bera upp ákveðnar spurn- ingar fyrir hann. Valtarar Allar stærðir og gerðir. með eða án þjöppumæiikerfis BOMRG Sími 594 6000 Sérferð Visa korthafa Þrjár nætur í höfuðborg Portúgals og 4 nætur á sólarströnd Sól býður til skemmtilegrar dvalar í Lissabon sem oft hefur verið nefnd San Francisco Evrópu. Dvalið verður á nýju og stórglæsilegu íbúðahóteli Sólar í Albufeira, Paraiso de Albufeira. kr. á mann í tvíbýli með sköttum Skoðunarferðir greiðast sérstaklega. Ferðaskrifstofan SÓL hf. • Grensásvegl 22 • Sími 5450 900 • www.sol.is ■heitar ferðir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.