Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2001, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2001, Blaðsíða 32
FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá f síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ MÁNUDAGUR 13. ÁGÚST 2001 Dauðaslys á Sæbraut Ógætilegur akstur tæplega þritugs manns, sem einnig er grunaður um ->■* ölvun við aksturinn, leiddi til dauða ungrar konu á Sæbraut aðfaranótt laugardags. Tveir farþegar voru í bifreiðinni og sat stúlkan i aftursæti. Að sögn lög- reglu var bifreiðinni ekið fram úr annarri bifreið og við það missti öku- maðurinn vald á bílnum sem hafnaði á staur. Stúlkan er talin hafa látist samstundis en hún hét Sara Abdelaziz og var fædd árið 1983. -gk Café Nobel Lögreglan lokaði staðnum. Café Nobel: Drukkinn dyravörður Lögreglan í Reykjavík lokaði veit- ingastaðnum Café Nobel í Austur- stræti aðfaranótt laugardags. Kvartað var til lögreglu yfir því að dyravörður staðarins hefði slegið gest þar og fór lögreglan á vettvang af því tilefni. Þegar lögregla kom á staðinn kom í ljós að dyravörðurinn var drukkinn, sem og eigandinn, og var staðnum umsvifalaust lokað. -gk Tvö innbrot á Ólafsfirði Tvö innbrot voru framin á Ólafsfirði um helgina og hefur annað þeirra ver- ið upplýst. Aðfaranótt laugardagsins var brotist inn í byggingavöruverslunina Valberg. ' Þaðan var stolið um 34 þúsund krónum í peningum og var lögreglan fljót að upplýsa það mál. Þjófurinn reyndist vera heimamaður og „góðkunningi" lögreglunnar. í fyrrinótt var svo brotist inn á Hót- el Ólafsfjörð við Bylgjuveg en engir gestir voru á hótelinu og það því mann- laust. Útihurð var sprengd upp og síð- an farið inn. I gær lá ekki fýrir hvort einhverju, og þá hverju, hefði verið stolið en verið var að kanna það. í hót- elinu eru bæði þjófavamarkerfi og myndavélar sem mynda ákveðna staði hótelsins en svo óheppilega vildi til að í þetta skiptið hafði gleymst að kveikja á þeim tækjum. Lögreglan vann að rannsókn málsins í gær en sá sem var —* á ferðinni í Valbergi nóttina áður hafði nú „fjarvistarsönnun". -gk Gay Pride 2001 dv-mynd einar j. Samkynhneigðir héldu gríðarlega hátíð í miðbæ Reykjavíkur um helgina og voru þátttakendur sem áhorfendur fá- dæma hýrir á svip viö upphaf skrúðgöngu mikillar sem farin var frá Hlemmi niöur í bæ. Fígúrur á borð við þessa í bíln- um bööuðu út öllum öngum og voru hver annarri kostulegri. Mörg þúsund manns tóku þátt í hinsegin hátíðahöldum. Sjá nánar á bls. 44. Einn lést þegar rúta og fólksbíll rákust saman í Lögbergsbrekku: Hryllileg aðkoma - að sögn slökkviliðsmanns. Farþegar í áfallahjálp DV-MYNDIR BRINK Fólk á öllum aldri Allir farþegarnir í rútunni voru íslenskir og var fólkið á öllum aldri. Karlmaður á þrítugsaldri lést þegar rúta og fólksbíll rákust saman í Lög- bergsbrekku á Suðurlandsvegi, rétt ofan við Reykjavík, upp úr klukkan hálfsex seinnipartinn í gær. Þriðji bíll- inn lenti einnig í árekstrinum en hann skemmdist lítið. Mikill viðbúnaður var vegna slyss- ins hjá lögreglu og slökkviliði og var vegurinn lokaður fyrir umferð í austur en umferð til Reykjavíkur var hleypt fram hjá slysstaðnum um malarveg. 23 voru í rútunni en ökumaður fólksbíls- ins var einn í bílnum. Samkvæmt upp- lýsingum frá slökkviliði höfuðborgar- svæðisins voru átta sjúkrabílar og Hrylllleg aökoma Aðkoman á slysstað var hræðileg. tveir tækjabílar sendir á vettvang og fóru allir farþegarnir í rútunni á sjúkrahús til aðhlynningar. „Aðkoman á slysstað var hryllileg," sagði slökkvi- liðsmaður sem DV ræddi við. Áfallahjálp Að sögn læknis á vakt á slysadeild Landspítalans í Fossvogi voru meiðsl fólksins lítils háttar og var því veitt áfallahjálp á sjúkrahúsinu. Farþegarn- ir voru íslendingar sem verið höfðu i nokkurra daga ferðalagi og voru böm i hópnum. Opnað var fyrir umferð um Suðurlandsveg að nýju til austurs laust eftir klukkan 20. Almannavöm- um ríkisins var gert viðvart um slysið en ekki þótti ástæða til að bregðast sér- staklega við. Maðurinn sem lést er tólfta fómarlambið sem lætur lífið í umferðinni á þessu ári. Lögreglan í Kópavogi treysti sér ekki til að segja annað um slysið en að árekstur hefði orðið á Suðurlandsvegi. -MA Breyting á feröamynstri og gistinóttum á tjaldstæðum fjölgar: Landinn kominn í tjaldvagnana „Greinilega em þvi að verða breyt- ingar á ferðamynstri íslendinga, frá hótelum og gistiheimilum yfir í tjald- vagna og fellihýsi." Þetta er niðurstað- an úr skoðun Samtaka ferðaþjónust- unnar á gistiskýrslum Hagstofunnar fyrir árið 2000. Svo virðist sem íslend- ingar hafi fært sig yfir á tjaldstæðin því gistinóttum íslendinga á tjaldsvæð- um fiölgaði um tæp 24%. Er þar senni- lega komin notkunin á fialdvögnum og fellihýsum sem vora í lok árs 2000 orðin tæplega 7.000 talsins og hafði þá fiölgað um tæp 1.900 á síðustu tveimur árum eða um 28%. Þá kemur einnig fram að gistinótt- Nútíma feröamátl Tjaldvagninn og fellihýsið sækja á hjá íslenskum ferðafólki. um íslendinga á hótelum og gistiheim- ilum hefur fækkað frá árinu 1999. Þannig hefur gistinóttum íslendinga á þessum stöðum fækkað um tæp 30.000 milli áranna 1999 og 2000 eða um 9,27%. Skipting milli mánaða og landshluta er mismunandi. í maí fækkaði gisti- nóttum íslendinga á landinu öllu um tæp 20% eða um 5.800 nætur. Það svæði þar sem fækkaði mest á ársgrunni var Norðurland vestra en þar dróst saman um 25%. Af einstökum svæðum á mán- aðargrunni má taka til Austurland í júní en þar fækkaði gistinóttum úr rúmlega 6.000 í tæplega 3.500 eða um 42,5%. Á móti koma síöan jákvæðar sveiflur og er þar áberandi hve mikil aukning hefur orðið á Suðurnesjum, eða um 23% yfir árið. -BG Styrkir til flokkanna: Að upplýsa eða ekki upplýsa Þrátt fyrir að þjóðin standi klár á sínu eru skiptar skoðanir á milli þingflokkanna hvort op- inbera eigi hvaðan fjárhagslegur stuðningur við stjórnmálaflokk- ana kemur. Sumir hafa þegar leyft almenningi að gægjast í styrkveitingarnar en aðrir taka dræmt í hugmyndina. Stórtíðindi „Ætli hinir flokkarnir láti sér ekki bráðum segjast," segir Sverrir Her- mannsson, for- maður Frjáls- lynda flokksins. „Mér þykir það stórtíðindi að stuðningurinn við að skylda flokkana til að opna bókhald sitt sé kominn upp í tæp 90 prósent. Frjálslyndi flokkurinn hefur frá upphafi haft bókhald sitt opin- bert.“ Höfum gert okkar „Vinstri græn- ir hafa sýnt vilja til aö opna bók- hald stjórnmála- flokkanna í verki með því að greina frá öllum fjármálum flokksins eftir síðustu kosning- ar,“ segir Árni Steinar Jóhanns- son, þingmaður Vinstri hreyfing- arinnar - græns framboðs. „Stjórnarflokkarnir hafa ekki sýnt vilja til þess að gera fjármál flokkanna sýnilegri. Ég get varla ímyndað mér annað en að ein- hver hópur innan Alþingis muni taka sig saman í haust og leggja fram frumvarp í þessa átt.“ Löngu tímabært „Það er fráleitt að láta leynd hvíla yfir fjár- málum flokka og löngu orðið tíma- bært að taka af allan vafa í þeim málurn," segir Margrét Fri- mannsdóttir, varaformaður Samfylkingar- innar. „í þessum efnum verða flokkarnir að sitja við sama borð. Fyrir síðustu kosningar lýsti Samfylkingin þvi yfir að hún vildi gera opinbert hverjir væru styrktaraðilar hennar.“ -jtr tv Margrét Frí- mannsdóttlr. Rafkaup Ármuln 24 • sími 585 2800 Heilsudýnur t sérflokki! heilsunnar veG Reykjavik 581 2233 Akureyri 461 1150 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.