Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2001, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2001, Blaðsíða 17
16 MÁNUDAGUR 13. ÁGÚST 2001 MÁNUDAGUR 13. ÁGÚST 2001 33 Útgáfufélag: Útgáfufélagifi DV ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aðstoðarritstjórar: Jónas Haraldsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson Fréttastjóri: Birgir Guömundsson Auglýsingastjóri: Páli Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blafiaafgreifisla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Afirar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.netheimar.is/dv/ Fréttaþjónusta á Netinu: http://www.visir.is Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Strandgata 31, sími: 460 6100, fax: 460 6171 Setning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf. Plötugerð: ísafoldarprensmifija hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverö á mánuöi 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverö 190 kr. m. vsk., Helgarblað 280 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins I stafrænu formi og I gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmæiendum fyrir viötöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Fjármál flokkanna Það kemur ekki á óvart að mikill meirihluti íslenskra kjósenda vill að fjárreiður stjórnmálaflokka landsins verði uppi á borði, en ekki faldar ofan í læstum skúffum. Niðurstaða skoðanakönnunar DV um þetta efni, sem birt er í dag, er í senn ótviræð og afar gagnleg fyrir þá um- ræðu sem þarf að vera um þessa hlið á íslensku stjórn- málalífi. í reynd er merkilegt hvað umræðan um þetta efni hefur legið í mikilli lág á síðustu árum. Könnunin ætti að kveikja í mönnum. Og er tími til kominn. Stjórnmálamenn hafa einhverra hluta vegna verið afar tvístigandi í þessum efnum i árafjöld. Ekki síst á það við um sjálfstæðismenn sem margir hverjir hafa efast um ágæti þess að opna bókhald flokkanna. Svo virðist sem þeir óttist að flokkurinn missi spón úr aski sínum ef fyr- irtæki og einstaklingar sem styrkja hann með fjárframlög- um njóti ekki lengur nafnleyndar. Þeir vilja með öðrum orðum pukur. Þeir vilja áfram halda því leyndu fyrir kjós- endum sínum og öðrum landslýð hverjir styrkja þá. Þjóðin vill ekki pukur. Fólk vill að lög og reglur í land- inu séu skýr og einfalt sé að fara eftir þeim. Þessu sama fólki er skylt að gera grein fyrir öllum sínum tekjum einu sinni á ári og skilur ekki af hverju aðrar reglur gilda um flokka en fólk. Þessu sama fólki þætti efalítið þægilegt að geta leynt greiðslum til sín. Því þætti óneitanlega gott að geta leikið sér að vild í heimilisbókhaldinu og greitt keis- aranum það sem þvi sýnist. Það væri upplagt, en óréttlátt. Þetta skilur fólk, en ekki flokkarnir. íslenskir stjórnmálaflokkar eru eyjur í hagkerfi lands- ins. Þeir komast upp með að leika sér með fjármuni. Þess- ir sömu flokkar ala upp karla og konur og kenna þeim list- ina að setja lög. Landslög. Fari fólk ekki eftir þeim, er því refsað. Það er af þessum sökum sem fólk hristir hausinn og spyr af hverju flokkarnir, öfl þeirrra manna sem kalla sig löggjafa, komast upp með hluti sem öðrum er refsað fyrir. Það er af þessum sökum sem alls konar sögur fara af stað um spillingu innan flokkakerfisins. Ekki verður með nokkru móti séð hvað mælir gegn því að bókhald stjórnmálaflokkanna verði fólki aðgengilegt. Flokkarnir vinna á forsendum fólksins. Þeir eru málsvar- ar þess og leggja því línur um hvernig eigi að haga sér í lífinu. Flokkarnir ættu ekki að hræðast neitt í þessu efni. Þeir ættu miklu fremur að vera stoltir af því að sýna að bókhald þeirra er í lagi og þar sé engu að leyna. Ekkert er eðlilegra en að fólk og fyrirtæki styðji flokka í lýðræðis- ríki. Skrýtið er ef því fylgir skömm og kinnroði. Þeir sem hafa helst efast um réttmæti þess að opna bók- hald flokkanna segja að auðvelt muni reynast að fara í kringum slík lög með ýmsum hætti. Það hafi sannast er- lendis og muni sannast hér á landi. Þetta er fyrirsláttur, ef ekki hreinasta bull. Allir vita að auðvelt er að komast hjá því að greiða skatta á íslandi en engum kemur til hug- ar að afnema skattheimtuna af því einu að hægt sé að fara i kringum lögin. Öll lög er hægt að brjóta ef vilji er til þess. Ef flokkarnir vilja það geta þeir það vissulega. Það verður hins vegar að gera kröfur til íslenskra stjórnmálaflokka, ekki minni en talsmenn þeirra gera til almennings. í reynd er eðlilegt að gera meiri kröfur til flokkanna en fólks í þessum efnum, enda brýnt að þeir starfi ekki einasta heiðarlega heldur og fyrir opnum tjöld- um. Fólk ætlast til þess að þingmenn flokkanna starfi af heilindum. Það ætlast ekki til þess að sömu menn feli sig á bak við tjöld á kvöldin og reyni að afla fjár með öllum ráðum. Það eitt kemur sögum af stað. Hjá sagnaþjóð. Sigmundur Emir I>V Skoðun Fortíðardraugar Jóns Steinars Viðtal Páls Ásgeirs Ás- geirssonar (DV: 11.08.01) við Jón Steinar Gunn- laugsson hæstaréttarlög- mann um fortíðardrauga Jóns Steinars og óhróður um undirritaðan og eigin- konu hans gefur tilefni til eftirfarandi athuga- semda: 1. JSG rengir ekki að hann hafi borið mig þeim sökum að hafa misnotað aðstöðu mína sem fjár- málaráðherra á árunum 1987-88 til að láta ráðuneytið kosta afmælis- veislu konu minnar. Þessar aðdrótt- anir voru settar fram með visan til úttektamótna sem vörðuðu risnu- kostnað fjármálaráðuneytis á árinu Jón BaEdvin Hannibalsson sendiherra athugað gögn, er þér hafið lát- ið í té, um það með hvaða hætti afmælisveisla fyrrv. fjármálaráðherrafrúar, sem haldin var 9. júlí 1988, var fjármögnuð, og borið saman við tvær úttektarnótur, dags. 19/7 og 5/8 1988, er varða reikningsgerð Borgartúns 6 á hendur fjármálaráðuneyti, vegna áfengisúttektar þess skv. risnuheimildum: „Ofangreind athugun hefur ekki leitt neitt í Ijós sem gefur tilefni til aö tengja þetta tvennt sam- an eða rengja sannleiksgildi fyrir- liggjandi gagna um aö greiðsla veislufanga hafi veriö meö eólilegum hœtti. “ 1988. 2. JSG birtir sjálfur bréf Ríkisend- urskoðunar, dags. 12. okt. 1989, þar sem þessum óhróðri er hnekkt. í bréfi Ríkisendurskoðunar segir orð- rétt: „Ríkisendurskoðun hefur, að beiðni yðar, hr. utanríkisráðherra, 3. Þessi niðurstaða segir allt sem segja þarf um málflutning hæstarétt- arlögmannsins: aðdróttanir hans reyndust tilefnislausar. íslensk tunga á mörg orð um slíkan mál- flutning, t.d. að hafa mann fyrir rangri sök, að bera út óhróður eða, svo vísað sé til orða JSG sjálfs, að „troða ilisakir" við mann, að tilefnis- lausu. JSG væri maður að meiri ef hann viðurkenndi ærumeið andi og rangan málflutning sinn og bæðist afsökunar. 4. Það hvorki var né er á mínu valdi að upplýsa JSG um risnutilefni fjármálaráðuneytis árið 1988, þar sem ég hafði, þegar málabúnaður JSG hófst, ekkert húsbóndavald yfir fjármálaráðuneytinu né aðgang að gögnum þess. Um það verður JSG að eiga við aðra, sem og rifrildi hans við Ríkisendurskoðun. 5. JSG væri maður að meiri ef hann viðurkenndi ærumeiðandi og rangan málflutning sinn og bæðist afsökunar. Þar með myndi hann „axla ábyrgð" - þótt seint sé - eins og sagt er að sjálfstæðismenn einir geri. 6. Einn er sá þáttur þessa máls sem sómakær hæstaréttarlögmaður mætti gjarnan íhuga og hann er þessi: Það að draga fjölskyldu stjóm- málamanns - eiginkonu eða börn - inn í illmælgi sem uppi er höfð til að koma höggi á hann er, vægast sagt, ekki stórmannlegt. Það er særandi. Samt er ég viss um að hefði JSG manndóm til að biðjast afsökunar mundi Bryndís fyrirgefa honum - því að hún er kona með stórt hjarta. Jón Baldvin Hannibalsson U pplýsingaþokan Það er svo oft brýnt fyrir okkur að við lifum í upplýsingaþjóðfélagi, að hver maður hlýtur að fyllast tor- tryggni og efast stórlega um að mark sé á slíku fjasi takandi. Hvað er eig- inlega átt við með þessu töfraorði? Kannski merkir það að fólk sé orðið vel að sér um marga hluti, fylgist með því sem máli skiptir? Allir flýta sér að svara því neitandi: upplýs- ingaþjóðfélag þýðir ekki að menn viti margt, hvað þá að þeir muni þaö sem þeir ættu þó að vita. Það þýðir bara að miklar upplýsingar um alla skapaða hluti séu vel aðgengilegar í fjölmiðlum, bókasöfnum og þó eink- um á tölvunetum heimsins. En þetta er heldur ekki rétt. Að vísu er mikið streymi af upplýsing- um í gangi eins og allir vita. Talna- flóðið er óendanlegt - um gengi verð- bréfa og gjaldmiðla, um verð á papriku, neskaffi og bleium. Um fjölda bíla, fóstureyðinga, vínveit- ingaleyfa og innílúensutilfella. Með fylgja ótal greinargerðir um álit stjórnmálamanna og poppstjarna á lífsstíl, mataræði og tilgangi lífsins. Um afrekaskrár leikara og íþrótta- manna og grimman ásetning þeirra um að ná langt og enn lengra. Um bjartsýni verðbréfasala og bölsýni trillukarla. Hingað og ekki lengra En hvort sem menn lengja slíka lista eöa stytta finnst okkur fyrr en síðar að við séum ekki stödd á fjallstindum upplýsinga- samfélagsins þar sem gott útsýni er til allra átta held- ur í þéttri þoku þar sem rétt grillir í útlínur margra þeirra fyrirbæra sem mestu skipta. Við getum lesið margt um verðlag, til dæmis á græn- meti og um syndir toll- heimtandi ríkisvalds í þeim efnum - en um leið og spurt er um álagningu kaup- manna hverfur allt í reykj- arkófi misvísandi staðhæf- inga um útreikningsaðferðir. Við ís- lendingar verðum að vita sem mest um umgengni útgerðarmanna og sjö- manna um fiskimiðin. En um leið og komið er að geipilegu brottkasti á fiski, þá gera allir sig skelfda og þjáða í framan en blása um leið framan í landslýð fúlum gufumekki um að brottkastið sé misjafnt og breytilegt og fari eftir ótal þáttum og eiginlega geti enginn sagt neitt um þetta mál sem hann geti staðið við. Það er líka brýnt fyrir okkur að vita hvort það sé efnahagslegt vit í mikl- um virkjunum með álveri á Austur- landi - en við komumst aldrei langt vegna þess að sjálft raforkuverðið til stóriðjunnar er viðskiptaleyndar- mál. Við höfum haft rétt til að skoða skattskýrslur, og það var víst hugsað sem vottur af siðferðiseftirliti al- mennings með þeirri kröfu að hver og einn greiddi „eftir efnum og ástæðum" til samfélagsins. En nú er heimtað að þessar takmörkuðu upp- lýsingar um efnahag og tekjuskipt- ingu séu settar undir lás og slá í nafni persónuvemdar - hitt vita all- ir að annað hangir á spýt- unni: vaxandi kjaramunur er eitt helsta feimnismál þessa litla samfélags sem áður stærði sig af því að vera tiltölulega gagnsætt og lítt stéttskipt. Blásið í mökkinn Upplýsingaþjóðfélagið dregur margt lítilfjörlegt fram í sterka birtu en sveipar stórmál í þoku. Það einkennist af rammri við- leitni til að fela vitneskju fyrir venjulegu fólki sem hvorki fer með auð né völd. Þokan er grá og þykk en það er samt ómaksins vert að rýna í hana og blása yfir hana vit- legri gagnrýni. Svo litið sé út um heim sem snöggvast: Tóbaksrisar reyndu að fela sannar upplýsingar um skaðsemi reykinga og þyrla upp miklu moldviðri um það mál - en þeir biðu ósigur. Efnaiðnaðurinn hefur mörgu logið um mengun sem hann veldur en hann er á undan- haldi. Risafyrirtæki heimsins hafa unnið að því með ýtrustu leynd að skapa eins konar stjórnarskrá fyrir heiminn þar sem lög og kjömar stjórnir i hverju landi hljóta að víkja fyrir samræmdum kröfum um að enginn megi gera neitt sem verði til að skerða arðsemi af íjárfestingum. En þá lotu þessa ferlis sem kallast MAI (Gagnkvæmt samkomulag um fjárfestingar) tókst að stöðva með þvi að leka miklu af uplýsingum út um Netið. Upplýsingaþokan er þykk en upplýsingastríðið er ekki vonlaust, sem betur fer. Árni Bergmann Upplýsingaþjóðfélagið dregur margt fram í sterka birtu en sveipar stórmál í þoku. Ummæli mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmamsu Dýralífsmynd „Ég kann því illa að vera dreginn inn í ein- hverja dýralifsmynd sem geisar í höfði Björns Bjamasonar fyrir það eitt að hafa orð á því að hann sem ráðherra beri ábyrgð á störfum þeirra manna sem hann hefur skipað til verka. Sem ráðherra verður hann að una því að vikið sé að störfum hans með gagnrýnum hætti án þess að hann fari að upplifa sig sem hundeltan bamba fyrir vikið. Þá er óviðkunnan- legt að sjá hann kenna menn sem dirfast að gagnrýna hann við ógeðfelld- ustu kvikindi dýraríkisins. Við erum ekki dýr. Við erum ekki í Afríku og Richard Attenborough er ekki að lýsa okkur. Björn Bjamason er ekki sært dádýr heldur einn valdamesti maður landsins. Ámi Johnsen er ekki fallinn hjörtur heldur valdamaður sem komst upp um að hefði dregið sér fé.“ Guömundur Andri Thorsson aö svara Birni Bjarnasyni í Álftanesbréfi á Striki.is F yrningarleiðin „Aftur á móti kemst fymingarleiðin nær því að skapa sátt um stjórn fisk- veiða. Þar er gert ráð fyrir að innkalla 3-5% veiðiheimilda árlega þar til allar veiðiheimildir hafa verið innkallaðar. Þessi leið byggist á réttlæti og rökstyð- ur þau sjónarmið Auðlindanefndar að ákvæði verði sett í stjórnarskrá íslands að fiskistofnarnir séu sameiginleg auð- lind allrar þjóðarinnar og eign hennar. Er ekki kominn tími til að stiga skref- ið til fulls og mæta örlögunum. Núver- andi kerfi leiðir af sér áframhaldandi samþjöppun veiðiheimilda og auðæfa á fárra manna hendur. Auðæfa sem eng- inn gat gert sér í hugarlund að yrðu svo stjamfræðileg upp úr 1980.“ Vigdís Hauksdóttir, varaþingmaður Framsóknar I Reykjavík, á Hriflu.is wmzm BBBHH Ásta Ragnheiður Jóhannesd. alþingismadur: Liður í mann- réttindabaráttu „Já, fullkomlega eins og hver önnur samtök sem telja sig þurfa að að koma sínum málum á framfæri og telja sig hafa verið beitt misrétti. Það er því liður i mannréttindabaráttu að leyfa 'hommum og lesbíum að þramma niður Lauga- veginn. Það er mjög ánægjulegt að réttindabarátta þeirra á íslandi skuli komin svo langt sem raun ber vitni, jafnvel lengra en í mörgum öðrum löndum. Það er líka ánægjulegt að stöðugt fleiri finnst það eðlilegt að þessi hópur í samfélaginu fái að vekja athygli á sinni sérstöðu án þess að verða fyrir áreitni." Snorri Óskarsson safnaðarhirdir og kennari: Synd og viðurstyggð „Nei, alls ekki, og það er einnig mjög óeðlilegt og óverð- ugt að notað sé orðið „pride“ eða stolt um svona skrautskrúðgöngu. Það er til smánar að borgaryfirvöld í Reykjavík skuli leyfa auglýsingu á þessu óeðli. Fyndist íslendingum það jafn eðlilegt að t.d. bankaræningjar fengju að vekja athygli á sér í miðborginni? Biblían kallar samkynhneigð synd og viðurstyggð og Jesús kom m.a. til þess að leysa alla þá sem þess þurftu und- an þessum lífsmáta. Þetta fólk á ekki að hrósa sér af skömminni. Það hryggir mig að íslendingar, sem telja sig kristna, skuli ekki hafa skarpari biblíulega sýn.“ Drífa Hjartardóttir alþingismaður: Samstarf við kaupmenn „Það er ekki nokkur vafi í mínum huga að dagur eins og „Gay Pride“ á algjörlega rétt á sér. Það er eðlilegur og sjálfsagður hlutur ef for- svarsmenn þeirra telja það nauðsynlegt að halda svona dag að leyfa það. Þessi þjóðfélagshópur hef- ur átt á brattann að sækja til þessa og því eðlilegt að hann fái að vekja athygli á sinni sérstöðu. Það er ánægjulegt hversu íslendingar eru að verða umburðarlyndari og jákvæðari í garð homma og lesbía í því lýðræðisþjóðfélagi sem við teljum okkur búa í. En auðvitað ætti svona skrúðganga niður Laugaveginn að vera í fullu samstarfi og sátt við kaupmenn við götuna." Eggert Þorleifsson leikari: Engin rök gegn því „Já, auðvitað, maður. Það eru engin rök gegn því að leyfa þessu fólki að eiga sinn dag og fara í skrúðgöngu. Mega ekki hverjir sem er vekja athygli á sínum baráttumálum? Þetta sam- kynhneigða fólk hefur ekki notið mannréttinda á borð við þá sem vilja heldur njóta samskipta við andstætt kyn. Auðvitað er til fólk sem ekki er þessu sam- mála. Það kæmi á óvart ef ekki yrði hnykkt á því á útvarpsstöðinni Omega og fleiri slíkum fjölmiðlum. Það eru alltaf til hópar sem telja sig þurfa að hafa vit fyrir öðrum, án þess að hafa verið beðnir um það.“ Alþjóölegur dagur homma og lesbía var haldinn hérlendis meö því aö efna til mikilfenglegrar skrúögöngu niöur Laugaveginn. Auðlindaþras unar. Þegar stórt er spurt verður lítið um svör. Á glæstum uppgangsárum Jóns Baldvins ferðaðist hann um hyggðir og spurði á illa sóttum fjöldafundum: Hver á ísland? Aldrei komst kempan að þvi hver er eignaraðili að fóstur- jörðinni. Nú deila hálend- isnefnd og bændur og af- komendur þeirra um hvaða partar landsins eru i einkaeign og hvað á að telj- ast sameiginlega eign al- 1 1 þýðu manna, að bændum meðtöld- um. Málin eru ekki einföld því gegn- um tíðina hafa kóngar og kirkja, embættismenn og sveitarfélög og síð- an einstaklingar slegið eign sinni á lönd og hlunnindi, oft með afar vafasömum rétti. Svona hefur verið kaupslagað með ættjörðina, deilt um landamerki og er útkoman sú að þeir frekustu, gráðugustu og voldugustu eiga ísland. Landlaus þurrabúðalýð- urinn lætur sér fátt um finnast og heldur að það sé náttúrulögmál að hann eigi ekkert, hinir allt. Á síðari tímum rísa úfar manna á milli og er hart deilt um nýtingu gamalla útilegumannaslóða. Yfirleitt er ekki rifist um eignarhald á há- lendinu handan jökla, heldur hvern- ig vænlegast er að græða á því. Þeir sem vilja virkjanir og stóriðju með tilheyrandi náttúruraski standa á því fastar en fótunum að efnahagsleg framtíð Austfirðinga og jafnvel þjóðarinnar allrar sé í veði. Fáist ekki stórvirkjun og iðjuver leggst ijórð- ungurinn í fátæktar- basl og síðan auðn. Málsvarar óum- breytanlegrar náttúru telja hiklaust að há- lendið muni gefa miklu meira í aðra hönd ef mannskepnan lætur það í friði fyrir allri mannvirkjagerð. Þeirri trúarskoðun fylgir einnig sannfær- ing um að stóriðja í Reyðarfirði verði Austfirðingum og þeirri náttúru sem ekki heyrir mannfólk- inu til aðeins til bölv- Oddur Olafsson skrifar: álframleiðslu annars vegar og seldrar þjónustu við ferðafólk hins vegar. Hvor kosturinn gefur betri gróða- möguleika í bráð og lengd? Hagfræðingar deila hart um hvort Kárahnúkavirkj- un og álver er vænlegur fjárfestingakostur eða ekki. Hins vegar sletta gróða- pungar ferðamannaútvegs- ins að venju fram fullyrð- ingum um mikilvægi og glæstar framtíðarhorfur þess atvinnuvegar. Enginn efast um að öll láglaunastörfin við að þjónusta ferðafólk séu mikil búbót og efli þjóðarhag. Hinum hagspöku finnst ekki taka því aö reikna út hvort þetta ferðamannadekur borgar sig yfirleitt og þá með hvaða hætti. Látið er duga að fullyrða að brátt r iuni milljón ferðamanna koma til íslands árlega til að horfa á fossa og hvali og teyga fjallaloft. Til eru miklar úttektir um um- hverfisspjöll sem virkjanir og málm- bræðslur valda. Minni áhyggjur eru um afdrif lífríkisins þegar milljón manns á torfærubryndrekum og hrossum leggur leið sína um við- kvæma hálendisnáttúru til að njóta hennar, „ósnortinnar". Þaö sem ekki er rætt Ef einhverjir eru til sem álíta að landið eigi sig sjálft og að tilvera náttúrunnar sé ekki eingöngu gróða- lind, fer lítið fyrir þeirra röddum í allri umræðunni. Hún snýst nær ein- vörðungu um með hvaða hætti á að virkja hana til að græða peninga. Rök náttúruverndarsinna um að það borgi sig miklu betur að selja túrist- um aðgang að hálendinu en að virkja fallvötnin sem þar renna, eru í sjálfu sér ósköp áþekk og þeirra sem líta á sérstakt landið að baki jökla með álglampa í augum. Spyrja má hvort móðir okkar allra, náttúran, á sér engan sjálf- stæðan tilverurétt. Sjálf er hún sí- breytileg án tilverknaðar manna. Veðurlag og gróðurfar breytist, foss- ar verða til, ummyndast í flúðir og hverfa. Fuglalíf og dýra lagar sig eft- ir aðstæðum, enda er kyrrstaða ekki til i náttúrunni. Kraftar hennar fara sínu fram, hvað sem gróðafikn mannanna líður. Það er heldur hlálegt þegar verið er að metast á um hvort gefur betur af sér, þjóðgarður eða virkjun. Þras- • ið ber ekki vott um tiltakanlega virð- ingu fyrir móður náttúru eða skiln- ing á að hún á sig sjálf, hvað sem líð- ur mannasetningum um eignarhald- ið eöa því sem skráð er í veðmála- bækur. Hitt er ljóst að hvor kosturinn sem verður valinn til að græða á hálend- inu norðan Vatnajökuls mun ganga freklega á rétt náttúrunnar til að við- halda sjálfstæðri tilveru. Hún mun umbreytast af mannavöldum og seint verða óspjölluð á ný. Láglaunastörf til frambúöar Valið stendur því á milli tveggja fjáröflun- arkosta; rafmagns- og Það er heldur hlálegt þegar verið er að metast á um hvort gefur betur af sér þjóðgarður eða virkjun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.