Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2001, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2001, Qupperneq 10
10 Útlönd MÁNUDAGUR 27. ÁGÚST 2001 DV Jóhannes Páll páfi annar Hitaöi upp fyrir kynþáttaráöstefnu Sameinuöu þjóöanna. Kynþáttahatur móðgar Guð Jóhannes Páll páfi annar talaði um kynþáttahatur í vikulegu ávarpi sínu í gær. Hann harmaði uppgang þjóð- emishyggju, kynþáttaofbeldis og mis- réttis. „Kynþáttafordómar eru synd sem gróflega móðgar Guð,“ sagði páfi. Tilefni umræðu páfa er að fjórir dagar eru í kynþáttaráðstefnu Sam- einuðu þjóðanna í Durban í Suður- Afríku. Mikill styr hefur staðið um ráðstefnuna. Arabar og gyðingar, með Bandaríkin á bak við sig, deila um hvort flokka eigi síonisma sem kynþáttahatur. Samkvæmt trúarhug- myndum gyðinga eru þeir Guðs út- valin þjóð. Einnig er deilt um hvort veita eigi bætur fyrir þrælahald í for- tíðinni. ísraelar og Bandaríkjamenn hóta að sniðganga ráðstefnuna. Afganistan: Rauði krossinn hittir kristniboða Fulltrúar Alþjóða Rauða krossins hittu í gær fanga talebanastjórnar- innar í Afganistan sem sakaðir eru um ólöglegt trúboð. Þetta var fyrsta sambandið sem tveir Bandaríkja- menn, tveir Ástralar og fjórir Þjóð- verjar hafa viö umheiminn síðan þeir voru handteknir fyrir þremur vikum. Talebanastjómin segir aö fyrsta og mikilvægasta hluta rann- sóknarinnar glæpsins sé lokið. Ekki verður látið uppi hver niðurstaðan varð. Yfirvöld hafa lýst því yfir að 16 afganskir fangar, sem handteknir voru með Vesturlandabúunum, muni koma fyrir rétt. Einnig hefur verið ákveðið að ættingjar og sendi- menn fái að heimsækja vestrænu fangana. Látin, 22 ára aö aldri. Ung poppstjarna fórst í flugslysi Söng- og leikkonan Aaliyah fórst í flugslysi á Bahama-eyjum á laugar- dagskvöldið. Aaliyah var ásamt 8 öðrum á leið til Miami í lítilli Cessna-einkaflugvél þegar kviknaði í vélinni og hún hrapaöi, skömmu eftir flugtak. Aaliayh var ein fræg- asta ryþma- og blús-söngkona heims. Hún var einungis 22 ára gömul þegar hún lést, en hafði þeg- ar verið tilnefnd til Grammy-verð- launa og var að hasla sér völl i kvik- myndaleik. Hún hafði skrifað undir samning um að leika í framhaldi af hinni vinsælu kvikmynd Matrix áð- ur en hún lést. Krónprinsessan Mette-Marit: Grét sig inn í hjörtu norsku þjóðarinnar DV, ÓSLÓ Norskir fjölmiðlar eru flestir á einu máli um að krónprinsessan, Mette-Marit, hafi komið vel fyrir á brúðkaupsdegi sínum. Undir at- höfninni í Dómkirkjunni grét hún sig inn í hjörtu þjóðar sinnar með- an biskupinn, Gunnar Stálsett, tal- aði til hjónakomanna. Biskupinn sagði í ræðu sinni að nú hæfist nýr kafli í lífi hennar og hún byrjaði hann með óskrifað blað. Með þessu var biskupinn að vitna til þess að ólifnaðurinn og eiturlyfjaneyslan, sem var fylgifiskur Mette-Marit áð- ur en hún kynntist krónprinsinum, Hákoni Magnúsi, væri að baki. Það er einmitt biskupinn í Ósló, Gunnar Stálsett, sem á hvað stærsta þáttinn í þvi að Mette-Marit hefur unnið hug og hjarta þjóðar sinnar. Hann hefur, allt síðan sam- band hennar og krónprinsins spurðist út, stutt parið og talað já- kvætt um prinsessuna þrátt fyrir vafasama fortíð hennar. í brúðkaupsveislunni í höllinni, Kossinn Krónprinshjónin Mette-Marit og Hákon kyssast fyrir utan kirkjuna eftir brúökaupiö. talaði Haraldur konungur til tengdadóttur sinnar og bauð hana velkomna í fjölskylduna. í ræðu sinni sagði kóngurinn að eftir að hann og drottningin kynntust henni persónulega hefði aldrei ann- að hvarflað að þeim en að styðja ráðahag krónprinsins og standa við bakið á parinu í því mótlæti sem mætti þeim í upphafl. Kóngurinn sagði hana verðuga drottningu og gaf henni titilinn, Hennar konung- lega hátign krónprinsessa Mette- Marit. Krónprinsinn talaði einnig til konu sinnar undir borðum í brúð- kaupsveislunni. En áður en hann beindi orðum sínum að krón- prinsessunni þakkaði hann foreldr- um sínum, kónginum og drottning- unni, fyrir stuðninginn og sagði að það hefði ekki alltaf verið auðvelt fyrir þau að vera foreldrar hans. Hákon prins fór síðan mörgum orð- um um kosti konu sinnar og endaði ræðuna á þessum orðum. „Mette- Marit, ég elska þig“. -GÞÖ Bolaslagur í Bosníu Hópur Bosníu-Serba fylgist meö bolaslag í bænum Manjaca, austur af Banja Luka. Meira en 20 þúsund manns lögðu leiö sína til bæjarins í þessum tilgangi, en hann er fæöingarstaöur serbneska rithöfundarins Peter Kocic. Taívanar vilja opna á samskipti við Kína Taívönsk efnahagsmálanefnd leggur til að gerð verði alger stefnu- breyting í samskiptum við Kína og opnað á viðskipti milli landanna. Ef tillögur nefndarinnar verða færðar í framkvæmd mun ljúka 50 ára banni á beinum tengslum milli ríkjanna og stífum takmörkunum á fjárfest- ingu. Chen Shui-bian, forseti Taí- vans, fagnaði tillögum nefndarinnar og sagðist verulega ánægður. Nefnd- in samanstendur af 120 stjórnmála- mönnum og leiðandi aðilum í við- skiptalíflnu. Chen forseti skipaði hana til þess að finna úrræði við hrakandi efnahagslífi landsins. Nefndin leggur til að 5 milljarða króna takmörkun á fjárfestingum Taívana í Kína verði aflögð og Kín- verjum verði enn fremur leyft að fjárfesta í fasteignum í Taívan. Auk Forseti og ráðgjafi Chen Shui-bian forseti og utanríkis- stjórí hans Tsai Ing-wen vilja sættast viö Kína á efnahagslegum forsendum. þess vill hún viðræður við kínversk stjórnvöld um að virkja „tenging- amar þrjár“, þ.e. bein viöskipti, samgöngur og samskipti. Nú liggur bann við þessum tengingum við Kína. Viðræðumar gætu hafist þeg- ar löndin tvö verða meðlimir í Heimsviðskiptastofnuninni á næsta ári. Chen forseti lýsti því yfir að stjórn hans myndi leggja fram innan tveggja vikna yfirgripsmikla áætlun sem byggð verður á tillögum efnahagsmálanefndarinnar. Samskipti Kína og Taívan hafa verið bönnuð síðan kínverski Koumintang-flokkurinn flúði til Taívans undan Kommúnistaflokkn- um árið 1949. Kínversk stjómvöld gera tilkall til Taívans og segja eyj- una óaöskiljanlegan hluta Kína. Stuttar fréttir______ Mamma kallar á Soltys Allsherjarleit er hafin um gervöll Bandaríkin að úkraínska fjölda- morðingjanum Nikolay Soltys sem grunaður er um að hafa myrt sex úr fjölskyldu sinni með hnífi. Móðir hans birtist í sjón- varpi á föstudag og bað hann að gefa sig fram. Hann er efstur á lista FBI yfir eftirlýsta menn í Banda- ríkjunum. Gin- og klaufaveiki á ný Sex ný tilfelli gin- og klaufaveiki hafa fundist á Norðymbralandi í Englandi. Talið var að komist hefði veriö fyrir veikina á svæðinu, en nú er ljóst að annaðhvort hefur hún legið í dvala eða borist aftur inn í héraðið. 1979 tilfelli veikinnar hafa nú fundist á Bretlandi. Bush endurskipuleggur George Walker Bush Bandaríkja- forseti notaði tækifærið í fríinu í Texas um helgina til að skjóta loku fyrir lengi vanrækt stjórnunar- vandamál hjá alríkinu. Bush er eini Bandaríkjaforsetinn hingað til með viðskiptagráðu frá Harvard. Grafnir lifandi Krufning hefur leitt í ljós að sex Portúgalar, sem fundust grafnir á ferðamannaströnd Brasilíu á fóstu- dag, voru grafnir lifandi. Áður hafði þeim verið misþyrmt. Chirac vinsælli Stuðningur við Jacques Chirac Frakklandsforseta eykst á meðan Jospin forsætisráð- herra kemst í ónáð. Ný skoðanakönnun leiðir í ljós að 60 prósent Frakka telja forsetann leysa starf sitt vel en 6 prósent fleiri eru óánægð með Jospin. Það er þó Chirac sem sakað- ur er um spillingu. Fílar gengu berserksgang Þrír villtir fílar tröðkuðu bónda og son hans til dauða þegar þeir gengu berserksgang í Bangladesh í fyrradag. Þeir skemmdu einnig hús, akra og slösuðu 10 sem reyndu að koma fórnarlömbunum til bjargar. Condit er niðurbrotinn BGary Condit, þingmaður frá Kali- forníu, kvartaði í tímaritsviðtali und- an því að hafa ekki fengið að lýsa sorg sinni vegna hvarfs lærlings síns, Chöndru Levy, fyrir bandarísku þjóðinni. Fyrsta viðtali hans á dög- unum var frekar illa tekið. Afhöfðaður fyrir nauögun Maður í Saudi Arabíu var afhöfð- aður um helgina fyrir nauðgun og vopnað rán. Hann var dæmdur fyr- ir að ræna og nauðga ungum drengjum. Kosið á Fídji-eyjum Fyrsti dagur þingkosninga í Kyrrahafseyríkinu Fídji var á laug- ardag. Kosningamar standa yfir fram að næstu helgi. Nokkur spenna er á Fídji vegna kosning- anna og er skemmst að minnast valdaráns George Speight í fyrra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.