Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2001, Síða 12
12
MÁNUDAGUR 27. ÁGÚST 2001
Skoðun DV
Siðvæðingu í atvinnulífið
Seölabankinn viö Arnarhól
Veröurekki kennt um viöloöandi þenslu“.
Spurning dagsins
Hver er uppáhalds-
drykkurinn þinn?
Sara Dís Hildardóttir, 3ja ára:
Vatn, því þaö er svo hollt og gott,
en mér finnst djús ekki góöur.
Skúli Stefánsson, 3ja ára:
Mér finnst mjólk vera rosalega
góö en ekki kaffi.
Elísa Snorradóttir, 2ja ára:
Mér finnst mjólk góö en mér finnst
djús ekki vera góöur.
Jana Katrín Magnúsdóttir, 2ja ára:
Vatn finnst mér gott því það er svo
hollt en mér finnst kaffi ekki gott.
Una Friðriksdóttir, 2ja ára:
Mér finnst mjólk góö en mér
finnst kaffi vont.
Örn B. Marteinsson, 3ja ára:
Mér finnst mjólk mjög góö en mér
finnst kaffi ekki gott.
Nokkrir for-
svarsmenn fyrir-
tækja og samtaka í
atvinnulífinu full-
yrða að hrina gjald-
þrota sé yfirvof-
andi, og telja ástæð-
una hávaxtastefnu
Seðlabanka íslands.
Undir þetta taka
svo stjórnmála-
menn sem ekki
vilja láta spyrjast út að þeir fylgist
ekki með vanda fyrirtækjanna.
Sumir ganga svo langt að spyrja
hvort hér sé í gangi meðvituð gjald-
þrotastefna. Minna ber á áhyggjum
af einstaklingunum, t.d. þeim sem
róa lífróður til að ná endum saman
i íbúðarkaupum. Seðlabankinn dyl-
ur ekki þá stefnu sína að vextir
muni ekki lækka í allra næstu fram-
tíð, þenslan hafi ekki hjaðnað nægi-
lega til þess. - Seðlabankinn ákveð-
ur skammtímavexti eingöngu, en
hefur lítil sem engin áhrif á lang-
tíma verðtryggða vexti. Þeir eru
ákveðnir af lánastofnunum.
En lítum nánar á málið. Seðla-
bankinn staðhæfir réttilega að
þenslan sé enn mikil, aðallega í at-
vinnulífinu og í einkaneyslunni.
Mikill fjöldi fyrirtækja hefur hins
vegar spilað hátt og sum hver hafa
spilað rassinn úr buxunum hvað
snertir fjárfestingu (í byggingum og
tækjum) og oft að þarflausu. Enn
önnur hafa verið stofnuð án þess að
nokkur grundvöllur sé til starfsem-
innar. Þetta er staðreynd sem ekki
er hægt að hrekja.
Seðlabankanum verður því varla
kennt um þá þenslu sem enn er við-
loðandi. Það eru miklu fremur al-
mennar lánastofnanir og bankar
sem eiga þarna sök. Útlán hafa ver-
ið svo til ótakmörkuð, og það til að-
ila sem ekkert lánstraust hafa eða
ættu ekki að hafa. Stærstur hluti
væntanlegrar gjaldþrotahrinu lend-
ir á þessum fyrirtækjum. Það er
ekki hægt að gráta það.
Ægir Geirdai
skrifar:
Allir virðast vera sammála um að
það þurfi að lækka vexti, allir nema
stjórn Seðlabanka Islands. Ríkis-
stjórnin er öll einhuga um þetta mál,
það þurfi að lækka vextina, þeir
standi öllum hagvexti fyrir þrifum,
en stjórn Seðlabanka íslands telur að
verðbólgan sé versti óvinur hagvaxt-
arins. Hverju eigum við að trúa, og
hver stjórnar hverjum?
I Bandaríkjum Norður-Ameríku er
stöðugt reynt að lækka vexti til þess
að auka hagvöxtinn og þar eru nú
boðaðar enn frekari vaxtalækkanir.
Alan Greenspan, sem er talinn einn
mesti fjármálaspekingur í heimin-
„Útlán hafa verið svo til
ótakmörkuð, og það til að-
ila sem ekkert lánstraust
hafa eða œttu ekki að hafa.
Stœrstur hluti væntanlegr-
ar gjaldþrotahrinu lendir á
þessum fyrirtœkjum. Það er
ekki hœgt að gráta það. “
Mörg dæmi eru um að fyrirtæki
hafl fetað sig inn á braut lögbrota
með því að skila ekki lögboðnum
gjöldum; t.d. sköttum og lífeyris-
sjóðsgreiðslum til viðkomandi aðila.
Og stundum launum líka, eins og
Það leikur líklega mörgum
fleiri en mér forvitni á að
vita hver sé munurinn á
vísitölugrunninum í
Bandaríkjum Norður-Amer-
íku og hér á íslandi. “
um, var valinn stjórnandi Seðla-
banka Bandaríkja Norður-Ameríku.
Hann fylgir nú vaxtalækkunarstefn-
unni þar vestra. En hinir íslensku
starfsbræður hans telja sig kannski
mun meiri fjármálaspekinga.
Það leikur líklega mörgum fleiri
en mér forvitni á að vita hver sé
fram kemur í frétt í DV sl. fimmtu-
dag. Forsvarsmenn þessara fyrir-
tækja hafa dregið að óska eftir
gjaldþrotaskiptum og þar með leitt
ógæfu yflr starfsfólkið sem ekki fær
laun sín og lífeyrissjóösgjöld greidd
fyrr en fyrirtækin hafa verið tekin
til gjaldþrotaskipta.
Siðferði í atvinnulífmu hefur
hrakað. Það er ekki sérstaklega á
verksviði Seðlabanka íslands að
rétta það við með því að tilkynna
lækkun skammtíma nafnvaxta.
Bankarnir verða að herða tökin
með því að takmarka útlán og hand-
velja lántakendur í atvinnulífinu.
Svo einfalt er það. Lækkun verð-
bótaþáttar á vexti sem og á höfuð-
stól er líka í valdi bankanna.
munurinn á vísitölugrunninum í
Banda- ríkjum Norður-Ameriku og
hér á íslandi. Skyldu vera einhverjar
aðrar viðmiðunarreglur notaðar þar
en þær sem hér eru notaðar? Hvað
er inni í þeirra vísitölugrunni sem
er ekki í okkar og auðvitað öfugt?
Einhver skýring hlýtur að vera á
þessum mikla mun.
Það er atvinnuleysi hjá þeim í
Bandaríkjunum, en ekki hjá okkur.
Það hefur verið mikið góðæri hjá
okkur (ef marka má allt umtalið) en
ekki hjá þeim. í hverju liggur þá
munurinn? Kannske er Alan Green-
span, eftir allt saman einfaldlega
svona miklu greindari og framsýnni
en þeir í Seðlabankanum okkar?
Geir R.
Andersen
skrifar:
Vísitalan og verðbólgan
Konungsveislur
Garri grét í fólskvalausri gleði þegar hann horfði
á brúðkaup Hákonar krónprins og Mette-Marit á
laugardaginn í beinni útsendingu í íslenska sjón-
varpinu. Þetta var eitthvað svo gleðileg athöfn sem
fyllti alla áhorfendur af bjartsýni, trú og trausti á að
hið góða í manninum myndi sigra. Ræða biskupsins
var þó algert afbragð, og ekki spillti að biskupinn
talaði svo fína norsku að hún hljómaði nánast eins
og íslenska! Kærleikurinn er stærstur sagði hann og
Garri grét og Mette-Marit grét og brúðarmeyjarnar
grétu og meira að segja hin kalda Sonja grét, og allt
fyrirfólkið í Norður-Evrópu grét yfir því hvað þetta
var nú allt fallegt og gleðilegt. Öskubuskuævintýrið
munu norskir fjölmiðlar hafa kallað þetta því brúð-
urin var engin venjuleg prinsessa, sem alin hefur
verið upp til að taka við þjóðhöfðingjahlutverki. Ó-
nei, hún er sko alþýðustúlka með vafasama fortíð,
hefur meira að segja átt bam og er einstæð móöir!
Slíkt er náttúrlega ekki sjálfgefið að flekklausir og
siðprúðir aðalsmenn og kóngar geti fellt sig við.
Þakklatur RÚV
Og Garri er glaður að íslenska ríkissjónvarpið
skuli færa okkur ævintýrið heim i stofu, því þetta
sýnir okkur einfóldum almúgamönnum að við fórum
ekki alls á mis. Afnotagjöldum er vel varið í svona
sjálfstyrkingu alþýðunnar. Jafnvel einn af oss getur
risið upp úr öskustónni og orðið aðalsmaður og jafn-
vel drottning og staðið undir þeirri miklu ábyrgð
sem því fylgir. Mette-Marit er fyrirmyndin sem gef-
ur okkur auðmjúkum almúganum sjálfsvirðingu -
hún er prinsessan okkar líkt og Díana var á sínum
tíma í Bretlandi. Og gott var líka að hafa kynni frá
íslenska sjónvarpinu úti í Ósló sem gat frætt lands-
menn um einmitt þessi miklu tíðindi - að almúga-
stúlkan og einstæða móðirin væri komin til æðstu
metorða. Gísli Marteinn Baldursson þreyttist ekki á
því að fjalla um þetta undur, að almúgastúlka ætti
nú að takast á við hinar miklu skyldur sem felast í
því að vera eiginkona krónprinsins! Garri er þakk-
látur Gísla fyrir þessa áminningu, því annars heföi
hann jafnvel getað talið að þetta væri ekkert merki-
legra en það sem þúsundir stúlkna í Noregi og millj-
ónir um allan heim eru að gera á hverjum degi þeg-
ar þeim er falin ábyrgð og stjórnun í stórum fyrir-
tækjum og stofnumun.
Hvenær?
En þrátt fyrir alla gleðina sem fylgdi þvi að horfa
á hin ungu brúðhjón sló þó hjarta Garra hraðast þeg-
ar Ólafur Ragnar og Dorrit sáust á skjánum innan
um hitt kóngafólkið. Og Garri gat auðvitað ekki ann-
að en hugsað til þess hvenær röðin kæmi að þeim að
vera í miðju sviðsljóssins. Það væri ekki amalegt að
halda brúðkaup af þessu tagi á íslandi. Skyldi Karl
biskup halda jafn góða ræðu og hann Gunnar biskup
í Ósló? Verður ekki að bjóða a.m.k. norsku konungs-
fjölskyldunni fyrst hún bauð Ólafl og Dorrit? Garri
er þegar farinn að hlakka til og verður að viður-
kenna fyrir sjálfum sér um leiö að í honum blundar
lítiil „royalisti" sem hann vissi satt að segja ekki að
væri til!
Garri
ísienski hesturinn langt aö kominn
Uppruninn þegar staöfestur.
íslenski hesturinn
Valdimar Valdimarsson skrifar:
Það er ekkert skrýtið þótt erfiðlega
hafi gengið að fá tsland viðurkennt
sem upprunaland íslenska hestsins
eins og hann er stundum kallaður. Ég
veit ekki betur en íslenski hesturinn
sé upprunninn austur í Asíu, af svæð-
inu í kringum Góbí-eyðimörkina.
Þetta kemur m.a. fram í bók Barða
heitins Guðmundssonar þjóðskjala-
varðar, „Uppruni íslendinga". Þar
færir Barði sönnur á uppruna okkar
sjálfra með ýmsum dæmum og var
þetta m.a. viðurkennt af starfsbræð-
urm hans á Norðurlöndunum. Engin
haldbetri skýring hefur fengist á upp-
runa íslendinga og hestanna. Því
verður ekki breytt með undirskrift
neins ráðherra árið 2001.
Göngin hafi forgang
Sveinn Einarsson hringdi:
Ég skírskota til opinberra fram-
kvæmda af ýmsu tagi sem verið er
ýmist að ræða að skera niður að fullu
eða fresta. Ég vil hvetja stjómvöld til
að forgangsraða verkefnum. Sum eru
í raun óþörf og sum svo brýn að ekki
má lengur draga. Ég tel samgöngu-
málin brýnust og þá sér i lagi gerð
jarðganga víða um land. Ég nefni bara
Dynjandisheiði og Hrafnseyrarheiði á
Vestfjörðum og svo milli nokkurra
Austfjarðanna. Bættar samgöngur eru
brýnust verkefna hér á eftir heilbrigð-
ismálunum. Atvinnutækifærin fylgja
greiðum samgöngum, ekki öfugt.
Breyting á Skjá einum
Grétar Sigurðsson skrifar:
E—^ Margir sjónvarps-
M notendur hafa nú
W einfaldlega snúið sér
,‘í^| að Skjá einum þegar
þeir setjast við sjón-
i 'vl varp á annað borð.
' ■ Lítiö er orðið eftir af
1 Sjónvarpinu og dag-
- skrá þar bæði lítil
\figttsson og léleg. Nú les mað-
sjónvarpsstjóri ur um aö samstarf
Samstarf viö sé í uppsiglingu
aöra fjölmiöla. milli DV og Skjás
■........... eins að því er fréttir
varðar, því dýrt er að halda úti frétta-
stofu á lítilli sjónvarpsstöð. Þar með
tryggir Skjár einn að þar verði þó
fréttir áfram, ásamt Málinu, vinsæl-
um þætti þar sem nú koma lika fram
ný andlit í stað þeirra sem fara. Marg-
ir hlakka til að horfa á Skjáinn í fullu
fjöri í næsta mánuði.
Undarleg eru lögin
K.S.V.Ó. skrifar:
Undarleg eru lögin sem Alþingi set-
ur. f mínu tilviki tel ég þau vera ólög,
en ekki lög. Ég á hér við fullvirðisrétt
á leigujörðum. Þegar leigutaki byggir
upp kvóta á leigujörð sem hefur verið
nokkur ár í eyði, er hann sest á jörð-
ina, fmnst mér leigutaki, en ekki
leigusali eiga þann rétt, sem hann
með erfiði sínu hefur aflað jörðinni.
En það er nú öðru nær. Það má því
líkja þessum búskap við gæsaeldi.
Leigutaki má ala gæsina, lóga henni,
reyta, svíða og hreinsa, fylla með
gómsætri fyllingu og steikja hana - en
þegar hann er að því kominn að borða
hana er henni kippt burt af leigusala,
sem býður vandamönnum til dýrindis
veislu. Sá sem starfaði að eldi gæsar-
innar fær ekki að njóta hennar. -
Lagabókstafurinn réttlætir þetta sið-
ferði leigusala.
Lesendur geta hringt allan sólarhring-
inn í síma: 550 5035.
Eöa sent tölvupóst á netfangiö:
gra@ff.is
Eöa sent bréf til: Lesendasíöa DV.
Þverholti 11,105 ReyKjavik.
Lesendur eru hvattir til aö senda mynd
af sér til birtingar meö bréfunum á
sama póstfang.