Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2001, Side 13
13
MÁNUDAGUR 27. ÁGÚST 2001
DV_______________________________________________________________________________________________________________Menning
Umsjón: Sigtryggur Magnason
List frá Eystrasalti
Eins og flestum er eflaust kunnugt áttu
Norðurlöndin stóran þátt í pólitískri og efna-
hagslegri endurlausn Eystrasaltslandanna
þriggja, Eistlands, Lettlands og Litháens, í
kjölfar upplausnar Sovétríkjanna. AUar götur
síðan hafa Norðurlöndin látið sig varða þjóðfé-
lagsþróunina í þessum þremur löndum; í
rauninni gert þau að eins konar heiðursmeð-
limum án atkvæðisréttar í hinum mektuga
klúbbi norrænna ríkja.
Þótt alls staðar sé fyrir hendi fullur skiln-
ingur á þeim margháttaða vanda sem Eystra-
saltslöndin standa frammi fyrir eru kannski
ekki allir, hvorki íbúar landanna né Norður-
landabúar, fyllilega sáttir við það foreldrahlut-
verk sem norrænar stofnanir hafa tekið að sér
við Eystrasalt. Ýmsum Norðurlandabúum
þykir óheyrilega miklu fjármagni eytt til að
styrkja lönd sem tilheyra i raun allt öðru
menningarsvæði.
Myndlist
Og þótt íbúar i Eystrasaltslöndum séu auð-
vitað kátir yflr áðumefndu fjármagni þykir
þeim Norðurlandabúar á stundum bera sig að
eins og fremur vilviljaðir nýlenduherrar.
í menningargeira Eystrasaltslandanna hafa
menn einnig nokkrar áhyggjur af þeirri til-
hneigingu Norðurlandabúa að setja þessi þrjú
mjög svo ólíku ríki sýknt og heilagt undir
sama hatt. Við það slævist skilningur annarra
þjóða á menningarlegum séreinkennum hverr-
ar þjóðar fyrir sig, segja þeir.
Með slagsíöu
Sá sem þetta skrifar getur tekið undir það
að innbyrðis eru þessar þjóðir ólikar; til dæm-
is er engin leið fyrir Eista og Letta að skilja
tungumál Litháa, og gagnkvæm samskipti
þeirra sjálfra eru dáldið eins og okkar Færey-
inga. Hefðbundinn byggingarstíll í löndunum
er ólíkur og alþýðulistin sömuleiðis. Og mynd-
listin í þessum löndum hefur einnig þróast
með mismunandi hætti.
Tilefni þessara aðfaraorða er að sjálfsögðu
myndlistarsýningin Ars Baltica sem opnuö
var í Gerðarsafni á laugardaginn til að minn-
ast þess að tíu ár eru liðin frá þvi ísland við-
urkenndi sjálfstæði Eistlands, Lettlands og Lit-
háens fyrst ríkja. Vissulega er vel til fundið að
minnast slíkra tímamóta með stórri myndlist-
arsýningu, ekki síst þar sem við vitum lítið
sem ekkert um listþróun í þeim ríkjum sem
hér um ræðir.
Hins vegar verður þessi sýning tæplega til
að auðvelda okkur skilning á myndlistinni í
hverju landi fyrir sig né heldur verðum við
mikils vísari um það fyrirbæri sem skipuleggj-
Booker-verðlaunin:
Barnabók
tilnefnd
í október verður til-
kynnt hver hlýtur Booker-
verðlaunin í ár. Nú þegar
hafa 24 bækur verið til-
nefndar. Meðal þeirra sem
eru tilnefndir í ár eru
Beryl Bainbridge fyrir bók-
ina According to Queeny,
Nick Hornby fyrir How to
be Good og Malvyn Braggs
fyrir A Son of War. Aðrir
höfundar eru meðal annarra Ian McEwan, Peter
Carey og V.S. Naipaul.
Það hefur vakið nokkra athygli að Philip
Pullman hefur verið tilnefndur fyrir síðasta hluta
trílógíu fyrir börn og unglinga, The Amber
Spyglass. Neikvæð umræða hefur þó ekki farið
hátt. Fleiri hafa undrast það að James Kelmann
hefur verið tilnefndur fyrir bók sína, Translated
Account, en hún hefur fengið mjög slæma dóma
víða í breskum flölmiðlum. Ekki hefur það síður
vakið athygli að Salman Rushdie hefur ekki hlotið
náð fyrir augum dómnefndar Booker-verðlaunanna
fyrir bók sína, Fury. Bókin fjallar um miðaldra
mann sem deilir lífi sínu niður á Indland, Bretland
og Bandaríkin, líkt og höfundurinn sjáifur. Sam-
kvæmt breskum fjölmiðlum telur dómnefnd
Booker-verðlaunanna hana ekki standa undir þeim
væntingum sem gerðar eru til höfundar af hans
stærðargráðu. Rushdie hefur verið ofarlega á blaði
hjá nefndinni því árið 1981 vann hann verðlaunin
og 12 árum síðar var hann valinn besti Booker-
verðlaunahafi frá upphafi.
Þann 18. september verður skorið niður i hópi
tilnefndra og sex höfundar munu standa eftir og
keppa um verðlaunin sem verða veitt i október.
DV-MYNDiR BRiNK
Áberandi slagsíöa
„Hins vegar verður þessi sýning tæplega til að auðvelda okkur skilning á myndlistinni í hverju landi fyrir
sig né heldur verðum við mikils vísari um það fyrirbæri sem skipuleggjendur nefna „ars baltica“. Fyrir
utan það að forsendur fyrir vali mynda á sýninguna eru hvergi skýrðar þá er áberandi slagsíða á henni
sem heild. “ Málverkið Greftrun svíns (1980) eftir Boriss Bérezius.
... meö herkjum
„Á hinn bóginn hafa Litháar farið þá leið að velja ein-
göngu til sýningarinnar málverk frá síðustu tveimur ára-
tugum en þau er að finna í vestursalnum. Það er því
með herkjum að áhorfandinn getur sett sig inn í þróun
málaralistarinnar í Eistlandi og Lettlandi en andspænis
verkunum frá Litháen verður hann að geta sér til um
aðdragandann. Ef ekki kæmi til greinargóð og vel
prentuö sýningarskrá, væri samhengið okkur sem lok-
uð bók. “ - Verkiö Lítill fjárhirðir (1999) eftir Elenu Bals-
iukaté-Brazdziúniené.
endur nefna „ars baltica". Fyrir utan það að
forsendur fyrir vali mynda á sýninguna eru
hvergi skýrðar þá er áberandi slagsíða á
henni sem heild. í austursal eru málverk frá
Eistlandi og Lettlandi þar sem skipuleggj-
endur hafa dregið saman aðskiljanleg verk
frá öllum tímabilum síðustu aldar, allt frá
landslagsimpressjónisma til afstraktmál-
verka. Þessi verk eru ekki sett upp í tímaröð
svo áhorfandinn verður sífellt að skipta um
gír, ef svo má segja, við skoðun þeirra.
Vöntun á aödraganda
Á hinn bóginn hafa Litháar farið þá leið
að velja eingöngu til sýningarinnar málverk
frá siðustu tveimur áratugum en þau er að
finna í vestursalnum. Það er þvi með herkj-
um að áhorfandinn getur sett sig inn í þró-
un málaralistarinnar í Eistlandi og Lett-
landi en andspænis verkunum frá Litháen
verður hann að geta sér til um aðdragand-
ann. Ef ekki kæmi til greinargóð og vel
prentuð sýningarskrá væri samhengið okk-
ur sem lokuð bók.
Við erum því tilneydd að skoða sýning-
una sem samsafn stakra málverka af ýmsu
tagi fremur en sem skipulagða heild. Og þar
er vissulega eftir ýmsu að slægjast. Bæði
Eistar og Lettar hafa klárlega átt frábæra
listmálara sem verið hafa vel heima í því
sem var að gerast í heimslistinni á hverjum
tíma, jafnvel þótt stjórnmálcdegar aðstæður
hafi orðið til að hægja á framvindunni.
Heimatilbúinn expressjónisma Litháa er
einnig fróðlegt að bera saman við „nýja
málverkið" okkar íslendinga frá sama tíma.
Þökk sé utanríkisráöuneytinu fyrir fram-
takið.
Aðalsteinn Ingólfsson
Sýningin Ars Baltica er I Listasafni Kópavogs og
stendur til 9. september. Hún er opin alla daga nema
mánudaga frá 11-15.
mannsgaman
/ VVN
Skakka myndin
Það getur verið hægara sagt en gert að hengja
upp mynd, ekki síst ef verkið er listaverk eftir
merkan málara, sem jafnvel er dáinn og kominn
í eilífra manna tölu. Lenti í þessu um daginn.
Hafði keypt mér snoturt verk sem ég ímyndaði
mér að myndi fylgja mér ævina á enda og aö mér
gengnum elsta syni í karllegg svo lengi sem ætt-
in tórði.
Snoturt verk og vissulega dýrara en pyngjan
þoldi, en raðgreiðslur voru nú einu sinni fundn-
ar upp fyrir íslendinga svo þeir geti haldið sig
vera að eyða því sem þeir eiga, en hafa ekki afl-
að. Setti verkið á 36 mánuði, þrjú ár, sem er sek-
únda í eilífðinni, ekki síst þegar um eilífðarverk
er að ræða. Og hækka ekki allar fjárfestingar ís-
lendinga í verðgildi, ef ekki i alvörunni, þá í von-
inni? Ojú.
Svo var komið að því að hengja myndina upp á
vegg, hvar annars staðar en bakvið besta sófann,
upp á nýmálaðan vegg, prýði stofunnar, finna
nagla og ekki síður hamar og ef til vill mælistiku
til að finna miðja veggjarins. Eins og gengur
bognaði fyrsti naglinn, annar hrakk, en sá þriðji
hafði það án teljandi vandkvæða. Mitt á veggn-
um, mikilvægasti bletturinn. Nagli heimilisins.
Tók myndina mildu gripi og færði vírinn var-
lega ofan á naglann. Sleppti og fann hvernig verk-
ið small á vegginn, skakkt. Gekk nokkur skref
aftur, ojú, heldur var það skakkt. Færði og færði
enn. Skakkt. Fiktaði við vírinn. Sama. Enn
skakkt. Lá við að ég færi í gulu síðurnar og fyndi
mann sem gæti gert þetta fyrir mig. En reyndi
enn. Skakkt.
Missti þolinmæðina. Missti mig næstum. Eins
og gengur. Gekk sneyptur frá.
Yppti bara öxlum þegar gestir hvá eftir að hafa
rýnt í skekkjuna, það fyrsta og eina sem þeir sjá.
En myndin er falleg. Á réttum stað. Skökk.
-SER
Átti ekki nafnið
Baltasar Kormákur
hafði samband við
menningarsíðu vegna
fréttar um frumsýn-
ingu á 101 Reykjavík í
Danmörku og bað um
leiðréttingu á ummæl-
um sem danskir
blaðamenn höfðu eftir
honum í viðtölum og við sögðum frá.
Það reyndist alls ekki rétt að hann
hefði á sínum tíma gefið skáldsögu
Hallgríms Helgasonar nafn, eins og þar
kom fram. Hallgrímur bar titilinn und-
ir hann meðan sagan var enn í handriti
og Baltasar bað þá um að fá að lesa bók-
ina til að geta betur dæmt um réttmæti
nafnsins. Að lestri loknum sagði
Baltasar Hallgrími að honum væri al-
veg sama hvað bókin héti, hann vildi
bara kaupa kvikmyndaréttinn á henni!
Þessa frásögn höfðu dönsku blaða-
mennimir ekki skilið eða ekki munað
rétt eftir ævintýri reykvískra nátta og
sögðu þá það sem þá minnti að hann
hefði sagt.
Enn þá fleiri viðtöl birtust við
Baltasar Kormák í Danmörku vegna
frumsýningar kvikmyndarinnar en við
sögðum frá, og verður ekki annað sagt
en hann hafi fengið konunglega með-
ferð - ekki síðri en amerískir stórleik-
stjórar. Dönsku blöðin réðu ljós-
myndarann Spessa til að mynda
Baltasar og breiddu duglega úr glæsi-
legum myndunum á síðum sínum.
Kvikmyndin hefur líka fengið prýðileg-
ar umsagnir hvarvetna.
Q [kú] kemur út
Nú er kominn í
dreifingu nýr diskur
Árna Heiðars Karls-
sonar og nefnist hann
Q [kú]. Um er að ræða
fyrstu plötu Árna
Heiðars og inniheldur
hún melódískan djass, post-boð undir
ECM-áhrifum. Öll lögin eru eftir Árna
Heiðar fyrir utan þjóðlagið Sofðu unga
ástin mín. Árni útskrifaðist úr FÍH árið
1997, fór eftir það utan og nam meiri
djassfræði í Hollandi en sneri aftur
heim og í píanódeild Tónlistarskóla
Reykjavikur. Síðasta vetur bjó hann í
London þar sem hann sótti einkatíma
hjá hinum þekkta píanóleikara
Martino Tirimo.
Með Árna Heiðari í Árni Karlsson
Quartet eru Jóel Pálsson, Tómas R.
Einarsson og Einar Scheving. Útgef-
andi er Árni Heiðar sjálfur en um dreif-
ingu sér Edda - miðlun og útgáfa.
✓
Og meira af Arna
Og meira af Árna Heiðari. Þeir Andr-
és Þór Gunnlaugson gítarleikari og
Árni Heiðar Karlsson píanóleikari eru
að fara utan til náms í haust og munu
halda kveðjutónleika á Húsi Málarans i
kvöld. Meðleikarar þeirra á tónleikun-
um eru þeir Tómas R. Einarsson
kontrabassaleikari og Erik Qvick
trommuleikari. Saman munu þeir leika
frumsamin lög eftir Andrés og Árna
auk vel valinna djasshúsganga. Tón-
leikarnir hefjast kl. 21 og aðgangseyrir
er 1000 kr.
Þjóð eða óþjóð
Matthías Johannessen rithöfundur
heldur fyrirlestur í stóra sal Norræna
hússins á morgun og hefst hann
klukkan 12.05. Fyrirlesturinn er hluti
af hádegisfundaröð Sagnfræðingafélags
íslands. í fyrirlestrinum, sem nefnist
„Þjóð eða óþjóð“, leitar Matthías svara
við spurningunni um hvað einkenni ís-
lendinga sem þjóð.
Heim og saman
Heim og saman nefnist ljóðadagskrá
í tali og tónum í
KafFileikhúsinu í
Hlaðvarpanum
(Vesturgötu 3b)
annað kvöld klukk-
an níu. Kristín
Bjarnadóttir ljóð-
skáld og söngkon-
an og lagahöfundurinn Nína Björk Elí-
asson bjóða sýnishom af því sem þær
eru að fást við hvor á sínu sviði og í
samvinnu. Kristín les úr ljóðum sínum
og Nína Björk Elíasson flytur spánný
lög sín við Ijóð hennar. Söngkonan
Nína Björk mun einnig syngja lög sin
við Ijóð nöfnu sinnar Árnadóttur, svo
og ljóð fleiri íslenskra skálda, m.a. Sig-
urðar Pálssonar.