Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2001, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2001, Síða 24
Louise Jonasson á Kjarvalsstöðum Kanadíski listmálarinn Louise Jonasson opnar sýningu í miðrými Listasafns Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum í dag kl. 17.00 sem ber yfirskriftina Minningar um ey eða Island Souvenir. Tilefni sýningarinnar má rekja til heimsóknar forsaetisráðherra Manitóba, Gary Doer, til íslands en að hans ósk sýnir Louise verk sín hér á landi sem fulltrúi þeirra íslendinga sem flutt hafa vestur um haf. Myndir Louise eru sterk sjálfstæð listaverk og fer hún ótroðnar slóðir við gerð verka sinna. Louise kemur í fyrsta skipti til íslands í tilefni sýningarinnar en í sýningarskrá, sem gefin er út af þessu tilefni, segir Svavar Gestsson, fyrrum aðalræðismaður íslendinga í Kanada, að það stappi nærri yfimáttúrlegum tíðindum hve margt í myndverki Louise sé íslenskt og á þá við það litaval og þá náttúrusýn sem listmálarinn endurspeglar í verkum sínum þótt hún hafi aldrei stigið fæti á íslenska grund. Opnanir JAKOB SMARI ERLINGSSON OPNAR SYNINGU I EDEN I dag verður opnuð í Eden í Hveragerði myndlistarsýning á verkum Jakobs Smára Erlingssonar. Um er að ræöa 40 akrýl- og vatnslitamyndir sem Jakob hefur málaö á síðustu þremur árum. Flestar myndirnar eru af fuglum en einnig eru landsslagsmyndir á sýningunni. Þetta er tíunda einkasýnings Jakobs Smára sem búsettur er í Vestmannaeyjum og fyrsta sýningin uppi á landi. Sýningin er opin á sama tíma og Eden og stendur yfir til 10. september næstkomandi. Myndlist GUÐNI HARÐARSON I GALLERI FOLD Um helgina opnaði Guðni Harðarson málverkasýningu í baksalnum í Gallerí Fold, Rauöarár- stíg 14-16. Sýninguna nefnir lista- maðurinn Ihugun en á henni eru um 20 verk, unnin með akrýllitum á striga. Opið er daglega frá 10-18, laugardaga frá 10-17 og sunnudaga frá 14-17 en sýningin stendur til 9. september. BJÖRG ÓRVAR í ÁLAFOSSKVOS Listakonan Björg Orvar sýnir ný mál- verk í sýningarsal Álafossverslunar- innar 7 Alafosskvos í Mosfellsbæ. Sýningin er opin 9 til 18 virka daga og 9 til 16 laugardaga til 27. októ- ber. NÆRVERA LISTAR í NORRÆNA HUSINU Nærvera listar er heiti á sýningu I Norræna húsinu sem opnuð var um síöustu helgi. Er þarna um ræöa menningarhátíð Eystra- saltslandanna á Noröurlöndum og sýna Eistar bókband, Lettar textíl og Litháar raf. KRISTINN MÁR INGVARSSON SYNIR A MOKKA Sunnudaeinn 12. ágúst var opnuð sýning á verkum Kristins Más Ingvarssonar Ijósmyndara á Mokka-kaffi við Skólavörðustíg. Þar sýnir hann 8 nýjar Ijósmyndir sem flestar eru unnar á þessu ári. Sýningin ber titilinn Sending og er þetta þriðja einkasýning Kristins. Sýning Kristins er opin á afgreiöslutíma Mokka milli klukkan 9.30 og 23.30 alla daga vikunnar en henni lýkur 4. september. Nágrannar undirrita vinabæjarsáttmála á fiskroð: Reykjanesbær og Varnarliðiö verða vinir DV, SUDURNESJUM: Undirritaður hefur verið vinabæj- arsáttmáli á milli Reykjanesbæjar og Vamarliðsins á Keflavíkurflugvelli og verður það að teljast merkisvið- burður þar sem þetta er einsdæmi í heiminum, að því best er vitað. Und- ir síðustu helgi var undirrituð yflr- lýsing um að treysta sameiginleg vináttubönd og að vinna að sameig- inlegum hagsmunum Reykjanesbæj- ar og bandarísku flotaflugstöðvar- innar á Keflavíkurflugvelli. Það voru þeir Ellert Eiriksson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, og Sir Mark Anthony, kafteinn yfir flota- stöðinni, sem undbrituðu sáttmál- ann á fiskroð. Ellert rifjaði upp í ræðu sinni að sér væri í bamsminni vinsamleg samskipti amerískra her- manna við bömin á jólum 1944 og að þá hefði verið lagður fyrsti steinninn í þann vináttugrunn sem nú væri verið að treysta. Ellert sagði að yfirmannaskipti í varnarliðinu væru tið og því væri nauðsynlegt fyrir nýja menn að ganga að slíku samkomulagi vísu í stað þess að um munnlegt samkomu- lag væri að ræða. Sir Anthony hefur verið kafteinn í tvö ár og þakkaði hann Ellerti mjög fyrir einlægan vilja til að ganga frá þessu sam- komulagi og nefndi að strax yrði haf- ist handa við að efla öll samskipti á sviði menningar og íþrótta - þrátt fyrir frábær samskipti við bæjarbúa gætu samskiptin batnað enn. -ÞGK Vinir DV-MYND ÞORSTEINN G. KRISTJANSSON. Fulltrúar Reykjanesbæjar og Varnarsvæöisins á fundi þar sem vináttubönd voru hnýtt. -rE DV-MYNDIR ELMA GUÐMUNDSDÓTTIR Til reiðu fyrir gesti Viö Hafnarbraut 54 í Neskaupstaö, efri hæö, er íbúö sem brottfluttir Noröfirö- ingargeta nýtt sér þegar þeir koma í heimahagana. Norðfirðingafélagið í Reykjavík fær milljónagjöf: Gáfu æsku- heimilið DV, NORÐFIRÐI: Þeir Stefán, Tryggvi Þór og Víðir Herbertssynir færðu í sumar Norð- firðingafélaginu í Reykjavík íbúð í Neskaupstað að gjöf. íbúðin er efri hæð í húsi því sem var æskuheimili þeirra bræðra en faðir þeirra, Herbert A. Jónsson, lést á síðasta ári. Þeir bræður eiga hús í Mjóafirði, þangað sem þeir eiga ættir að rekja, og áskilja sér aðeins eina viku á ári í íbúðinni í Neskaupstað. Margir lögðust á eitt við að lagfæra íbúðina. Teppi voru fjarlægð og gólf lögð parketi og gjafir bárust, svo sem gluggatjöld, sófasett, þvottavél og sjón- varp, svo eitthvað sé nefnt. Það er von gefenda og stjómar Norðfirðingafé- lagsins að þessi frábæra aðstaða verði til þess að Norðfirðingar búsettir syðra fari oftar í heimsókn á æsku- Ofninn er listaverk íbúðin er vistleg en þessi miöstöövarofn vakti athygli okkar. Listmálari prýddi ofninn. stöðvarnar. íbúðin er að Hafnarbraut 54 og er þaðan frábært útsýni yfir Norðfjörð. í henni eru 3 svefnher- bergi, sem í eru sex rúm, stór stofa og eldhús og að sjálfsögðu baðherbergi. -Eg Kveðjukossinn Keppandi lítur um öxl meöan eiginkona kveöur manninn sinn áöur en hann heldur á haf út. DV-MYNDIR EINAR J. Snemma beygist krókurinn Þessi litli gutti átti ekki í erfiöteikum meö aö lyfta ár- inni þó áö hún væri talsvert stærri en hann. Sjá nánar: Lífið eftlr vlnnu á Vísi.is Vinir og fjöiskyldur sæfaranna mættu í fjöruna til aö .............hvetjasína menn tijdáöa. Kajakmara- þon í mikl- um mótvindi Kajakmaraþon Kajakklúbbsins fór fram á laugardaginn og var það í þriðja skiptið sem slikt maraþon er haldið. Róið er frá Geldinganesi upp í Hvammsvík eða alls um 41 kílómetra leið. Mikil aukning hefur átt sér stað í kajaksportinu að undanfórnu og kom því ekki á óvart að fleiri þátttakendur vom skráöir til leiks nú en nokkru sinni fyrr. Alls hóf tuttugu og einn þátttakandi keppni en að visu skiluðu sér aðeins tiu á leiðarenda. Aldrei áður hafa jafn mikil affóll verið í kajakmaraþoninu og kenna menn helst miklum mótvindi um. Sigurvegari í ár var Sveinbjöm Kristjánsson en hann var um flmm og hálfan tima á leiðinni sem er um klukkutíma lakari árangur en náðist í fyrra þegar fyrsti maður í mark kom á fjórum tím- um og þrjátíu og tveimur minútum. Klárir í bátana Tuttugu og einn þátttakandi lagöi í hann á iaugardaginn en aöeins tíu skituöu sér í mark. MÁNUDAGUR 27. ÁGÚST 2001 DV Tilvera

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.