Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2001, Blaðsíða 2
2
MÁNUDAGUR 1. OKTÓBER 2001
DV
Fréttir
Verslunarmannafélag Reykjavíkur:
Helmingsfjölgun á
atvinnuleysisskrá
- uppsagnir á auglýsingastofum
Verulega hefur
fjölgað á atvinnu-
leysisskrá hjá
Verslunarmanna-
félagi Reykjavíkur
síðustu daga, að
sögn Magnúsar L.
Sveinssonar, for-
manns félagsins.
Skráðir VR-félagar
án vinnu þessa
dagana eru á bil-
inu 500 til 600 en voru um helm-
ingi færri þegar meint góðæri var
sem mest og best. „Fólk kemur
hratt inn á skrá en fer líka hratt
út aftur. Það sést á því að talsvert
er auglýst eftir fólki til starfa
víða um borgina þessa dagana,"
sagði Magnús og kvaðst vænta að
margir, sem nú eru skráðir at-
vinnulausir, hefðu að störfum að
hverfa i Smáralind sem verður
opnuð innan fárra daga.
„Stóra höggið eru auðvitað
þessar uppsagnir hjá Flugleið-
um,“ segir formaður VR. Hann
bætir þó við að það séu ekki síst
VR-félagar sem starfað hafa hjá
fyrirtækjum í tölvu- og tæknigeir-
anum sem nú eru á atvinnuleysis-
skrá. Þau fyrirtæki hafa mörg
hver verið að rifa seglin undan-
farið til að mæta samdrætti.
Á auglýsingastofum hefur verið
talsverður samdráttur undanfar-
ið og nokkrum tugum starfs-
manna samanlagt verið sagt upp
störfum. Rétt eins og tölvufyrir-
tækin hafa dregið starfsemi sína
saman hafa auglýsingastofurnar
dregið úr starfsemi nýmiðlunar-
deilda sinna sem fyrir einum til
tveimur árum var settur mikill
kraftur í að byggja upp.
Halldór Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri Hvita hússins, seg-
ir að samdráttur auglýsingastof-
anna sé mjög breytilegur eftir því
á hvaða sviði viðskiptavinir
þeirra hafa verið. Fyrirtæki á
sviði fjármála,
ferðaþjónustu og i
bílaflutningi eru
þau sem mest hafa
dregið úr auglýs-
ingum sínum - og
þar með viðskipt-
um við auglýs-
ingastofur.
„En þegar mál
eru skoðuð í víðu
samhengi er sam-
drátturinn í almennum auglýs-
ingum kannski ekki svo mikill í
ár þegar haft er í huga að það síð-
asta var metár,“ segir Halldór.
-sbs
Magnús L.
Sveinsson.
Halldór Guö-
mundsson.
Eyddi 13,4
milljónum um-
fram heimildir
Ársskýrsla Alþingis vegna starfa
125. löggjafarþings 1999-2000 og
rekstur ársins 2000 er komin út. Þar
kemur glögglega fram að sjálft lög-
gjafarþingið fer ekki að lögum um
fjárlög sem það sjálft setur.
Fjárheimildir ársins 2000 á fjár-
lögum og fjáraukalögum námu sam-
tals 1.466,8 milljónum króna. Yfir-
færðar ónýttar fjárheimildir frá
fyrra ári voru 24,1 milljón króna.
Heildarfjárhæð til ráðstöfunar var
því 1.490,9 milljónir króna.
Útgjöld Alþingis umfram sértekj-
ur voru aftur á móti 1.504,3 milljón-
ir króna, eða 13,4 milljónir umfram
fjárheimild ársins. Þetta staðfesta
með undirritun sinni Halldór Blön-
dal, forseti Alþingis, Karl M. Krist-
jánsson, rekstrar- og fjármálastjóri,
og Friðrik Ólafsson, skrifstofustjóri
Alþingis. Þá er einnig að flnna árit-
un endurskoðenda sem undirrituð
er af Sigurði Þórðarsyni ríkisendur-
skoðanda og Sigurjóni I. Haralds-
syni. í lokaorðum endurskoðenda
segir:
„Það er álit okkar að ársreikning-
urinn gefi glögga mynd af afkomu
Alþingis á árinu 2000 og efnahag 31.
desember 2000 1 samræmi við lög
og góða reikningsskilavenju." (Feit-
letrun blaðsins.) -HKr.
Sprenging í
Norðurmýri
Lögregla og slökkvilið voru köll-
uð út að gatnamótum Kjartansgötu
og Gunnarsgötu í Norðurmýrinni í
Reykjavík laust eftir miðnætti að-
faranótt sunnudagsins vegna
sprengingar. Einhver óprúttinn
hafði komið fyrir og sprengt flugeld
milli rafmagnskassa og steinsteyps
veggs á götuhorninu. Sprengingin
olli töluverðum skemmdum á raf-
magnskassanum, hann beyglaðist
og rafmagns- og símasambandslaust
varð í húsunum í kring. Fljótlega
var rafmagni og síma komið á aftur
en lögregla tók við málinu.
Ekki er vitað hver stóð fyrir „fýr-
verkeríinu". -fin
Ferhyrndur hrútur dv-mynd sigurður k. hjálmarsson
Þeir eru líklega ekki margir hrútarnir sem hafa fjögur horn en Ijósmyndari DV rakst þó á einn slíkan I Mýrdalnum á dög-
unum. Hrúturinn, sem er vægast sagt hornprúöur, er í eigu Einars G. Þorsteinssonar, bónda á Sólheimum í Mýrdal.
Hugmyndir um heimili eða gistiskýli fyrir fólk í neyslu:
Blað brotið gagnvart
heimilislausum fíklum
- þetta fólk verður einhvers staðar að vera, segir borgarstjóri
Borgarráð Reykjavíkur hefur sam-
þykkt að fela félagsmálastjóra borg-
arinnar viðræður við annars vegar
heilbrigðisráðherra
og hins vegar félaga-
samtök i borginni
vegna vanda heimil-
islausra. Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir
borgarstjóri sagði í
samtali við DV í
gærkvöld að hug-
myndir væru uppi
um að reka tvö
heimili. Annað fyrir
fólk sem er í neyslu
og hitt fyrir fólk sem er að koma úr
meðferð. „Það hefur reynst erfltt fyr-
ir fólk sem er i neyslu að fá gistingu
ef það er undir áhrifum. Hugmyndin
er að þetta yrði eins og heimili þess.
Að fólkið yrði þarna með fasta bú-
setu,“ segir borgarstjóri. í tengslum
við þessa starfsemi yrði hugsanlega
rekið gistiskýli fyrir allt að 20 ein-
staklinga.
Ingibjörg
Sólrún
Gísladóttir.
Gagnrýnt hefur verið í seinni tíð
að einkum sé litið á flkniefnda-
vandann sem lögreglumál. DV
spurði borgarstjóra hvort borgaryf-
irvöld væru að vissu leyti að brjóta
blað með þessum hugmyndum.
Hvort yfirvöld væru að viðurkenna
raunveruleikann eins og hann er.
„Já, það má kannski orða það
þannig. Við vitum að fólk í harðri
vímuefnaneyslu á hvergi höfði sinu
að að halla og spurningin er hvort
ekki sé rétt að hýsa það þrátt fyrir
að fólkið sé undir áhrifum þessara
efna. Menn eru að horfast í augu
við að einhvers staðar verður þetta
fólk að vera,“ segir Ingibjörg Sól-
rún.
Borgarstjóri ítrekar að þótt
vímuefnaneytendum verði e.t.v.
boðið upp á þessa lausn geti fólkið
brennt brýr að baki sér. Erfltt sé að
hýsa þá sem séu mjög illa á sig
komnir annars staðar en í fanga-
klefum. Sumir hafi komið sér út úr
húsi þrátt fyrir ítrekaða fyrir-
greiðslu yfirvalda og dæmi séu um
einstaklinga sem hafi tugi árang-
urslausra meðferða á bak við sig.
„Sumt af þessu fólki hefur oftar en
einu sinni og oftar en tvisvar feng-
ið húsnæði á okkar vegum en ein-
faldlega ekki reynst í húsum hæft,“
segir borgarstjóri.
Ekki er vitað hvar þetta húsnæði
fyrir neytendur kæmi til með að
vera og ekki er heldur afráðið
hvort um tvö heimili verður að
ræða og eitt gistiskýli eða ein-
hverja blöndu af þessu tvennu. Þá
er ekki gert ráð fyrir að um aðra
þjónustu en gistingu yrði að ræða.
Fólkinu væri þannig ætlað að elda
ofan í sig og þrífa í kringum sig.
Hugmyndir borgarráðs gera ráð
fyrir að Reykjavíkurborg, ríkið og
félagasamtök myndu deila kostnaði
við þetta en hann liggur ekki fyrir.
Erfitt er að meta stærð þessa hóps
sem um ræðir en borgarstjóri telur
að fjöldinn gæti numið 30-50
manns. -BÞ
Fjórir vilja formanninn
Fjórir þingmenn
Sjálfstæðisflokksins
hafa áhuga á for-
mannssætinu i
samgöngunefnd Al-
þingis en Árni
Johnsen gegndi því
embætti þar til
hann sagði af sér
þingmennsku. Þingmennirnir sem
um ræðir eru Arnbjörg Sveinsdótt-
ir, Árni R. Árnason, Guðmundur
Hallvarðsson og Kristján Pálsson.
Stöð 2 greindi frá.
Ábyrgar fiskveiöar
í dag hefst í Reykjavík alþjóðleg
ráðstefna um ábyrgar fiskveiðar í
vistkerfl sjávar. Alls munu fulltrúar
um 75 þjóða sækja ráðstefnuna sem
er sú umfangsmesta sem haldin hef-
ur verið hér á landi. Ráðstefnan er
á vegum Matvæla- og landbúnaðar-
stofnunar Sameinuðu þjóðanna, í
boði íslenskra og norskra stjóm-
valda.
Forsetinn fékk þann fyrsta
Ólafur Ragnar Grímsson, for-
seti íslands og vemdari Lands-
söfnunar Kiwanishreyfingarinn-
ar, fékk fyrsta K-lykillinn afhent-
an við athöfn á Bessastöðum í
gær. Meö því var landssöfnun
Kiwanis ýtt úr vör en afrakstur
hennar rennur til geðsjúkra. Söfn-
unin hefst í dag, 1. október, með
sölu K-lykilsins, og stendur til 6.
október.
Fá aðgang að jörðum
Landbúnaðarráðherra hefur
ákveðið að heimila skotveiðimönn-
um aðgang að nokkrum jörðum í
eigu ríkisins á komandi rjúpna-
veiðitímabili 2001. Um er að ræða
ellefu eyðijarðir í umsjá jarðadeild-
ar ráðuneytisins og Skógrækar ríks-
ins.
Arnbjörg Sveins-
dóttir, þingmaður
Sjálfstæðisflokks,
var hætt komin í
bílslysi fyrir helgi.
Hún var farþegi i
bíl sem endasteypt-
ist. Arnbjörg var
_____ flutt meö sjúkrabíl
til Egilsstaða og síðan með sjúkra-
flugi til Reykjavíkur, þar sem hún
fór í aðgerð. Þingmaðurinn er nú
kominn heim af sjúkrahúsinu.
Fresta fluginu
Flugfélagið Jórvík hefur ákveðið
að fresta fyrirhuguðu áætlunarflugi
sínu til Hafnar í Hornafirði um óá-
kveðinn tíma. Ástæðan er sú
ákvörðun Flugfélags íslands að
halda áfram flugi til Hafnar í mán-
uð, að ósk bæjarráðs Hornafjarðar.
2,3 milljarðar í fyrra
Ferða- og risnu-
kostnaður ráðu-
neyta og ríkisstofn-
ana hefur aukist
um tæplega 27%
milli ára 1998 og
2000. Alls hefur
kostnaðurinn auk-
ist um 492 milljón-
ir. Þessar upplýsingar er að finna á
heimasíðu Jóhönnu Sigurðardóttur
þingmanns. Kostnaðurinn á síðasta
ári var 2,3 milljarðar króna. Mbl.
greindi frá.
Fjær landinu
Fjölþjóðlegur leiðangur hefur
komist að því að úthafskarfastofn-
inn hefur færst frá íslandi sem nem-
ur mörg hundruð mílum. íslending-
ar, Norðmenn, Rússar og Þjóðverjar
tóku þátt í leiðangrinum og mældu
2,1 milljón tonna með svokallaðri
trollaðferð. RÚV greindi frá.
-MA