Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2001, Síða 6
6
MÁNUDAGUR 1. OKTÓBER 2001
DV
Fréttir
Sjávarútvegs-, stjórnskipunar- og umhverfismál verða helstu baráttumál Samfylkingarinnar:
Afnám gjafakvót-
ans sett á oddinn
- stjórnarseta Sjálfstæöisflokksins veldur því að þrískipting valdsins er óljós
DV-MYND HILMAR ÞÓR
Vilja róttækar stjórnkerfisbreytingar
Frá kynningarfundi Samfylkingarinnar í Þjóðmenningarhúsinu í gær. F.v.:
Jóhanna Sigurðardóttir, Bryndís Hlöðversdóttir og Jóhann Ársælsson.
Alison EastwoodAfnám gjafa-
kvótans verður sett á oddinn hjá
Samfylkingunni á Alþingi í vetur,
að sögn Össurar Skarphéðinssonar,
formanns Samfylkingarinnar. Al-
þingi verður sett í dag og kynnti
Samfylkingin helstu baráttumál sin
fyrir komandi þing á fundi í Þjóð-
menningarhúsinu í gær. Auk sjáv-
arútvegsins eru stjórnskipunar- og
umhverfismál ofarlega á blaði
flokksins.
Össur sagði í samtali við DV að
svo virtist sem Sjálfstæðisflokkur-
inn og sjávarútvegsráðherra ætluðu
að halda til streitu hrárri línu LÍÚ,
þ.e.a.s. einokun á aflaheimildum
gegn takmörkuðu veiðigjaldi. Sú
staða geri það að verkum að Sam-
fylkingin muni leggja miklu meiri
áherslu á afnám gjafakvótans en
ella. „Við erum þeirrar skoðunar að
það skipti öllu máli fyrir réttlætið í
landinu að gjafakvótinn verði af-
numinn," segir Össur.
Opnar rannsóknarnefndir
Formaður Samfylkingarinnar
segir einnig þörf fyrir róttækar
stjórnkerfisbreytingar eins og fram
kemur í áherslum flokksins. Hann
bendir á að Sjálfstæðisflokkurinn
hafi verið ákaflega lengi við völd og
hafi seilst langt umfram hina eðli-
legu þrískiptingu valdsins. „Við
viljum skerpa skilin milli fram-
kvæmdavaldsins og löggjafarvalds-
ins. Það skiptir gríðarlegu máli að
samþykkja lög um opnar rannsókn-
arnefndir til að þingið geti sinnt að-
haldshlutverki sínu.“
Samfylkingin mun einnig leggja
fram frumvarp um fjárreiður flokk-
anna og mun það í sjöunda skipti
sem slíkt verður reynt á Alþingi. Þá
vill flokkurinn að ráðherrar afsali
sér tímabundið þingmennsku til að
skerpa valdaskilin og enn fremur
hyggst flokkurinn kynna nýja að-
ferð við að skipa hæstaréttardóm-
ara. Eitt kjördæmi er einnig á dag-
skrá eins og áður hefur komið fram.
Kjördæmapotið er sennilega nei-
kvæðasta hlið stjórnmála nútímans
á íslandi, að mati Össurar, en með
einu kjördæmi yrði sá vandi úr sög-
unni.
Virkjanaumræðan
yfirskyggt allt
Össur telur að umhverfismálum
hafi ekki verið sinnt sem skyldi
vegna þess að virkjanaumræðan
hafi yfirgnæft allt annað í þeim
málaflokki undanfarið. Tvær þings-
ályktunartillögur munu líta dagsins
ljós í vetur um umhverfismálin,
m.a. að kortlegga náttúruna til að
geta verðmetið hana. Miklu púðri
verður eytt í umhverfismálin í vet-
ur samkvæmt tillögum flokksins.
Enn fremur verða kynntar þings-
ályktunartillögur um siðareglur í
stjórnsýslunni og fyrir alþingis-
menn. Lagt er til að skoðað verði
hvort rétt sé að skrá sérstaklega
hlutabréfaeign þingmanna, svo
dæmi sé tekið. -BÞ
Frá Húsavík
Húsavíkurlisti:
Bjartsýnn á
samstarf
Kristján Ás-
geirsson, oddviti
Húsavíkurlistans,
sem er með hrein-
an meirihluta í
bæjarstjórn Húsa-
vikur, segist bjart-
sýnn á að þau öfl
sem að listanum
standa muni kjósa
að halda áfram
samstarfi fyrir
næstu kosningar, eins og raunar
hafi komið fram á fundi H-listans
á dögunum.
„Pólitíska landslagið hefur þó
breyst á þessu kjörtímabili. Húsa-
víkurlistinn var myndaður af
fulltrúum Alþýðuflokks og G-lista
Alþýöubandalags og óháðra. Nú
er bakland H-listans í Samfylk-
ingunni, Vinstri grænum og
Óháðum. En menn munu væntan-
lega fara sér hægt á næstunni og
m.a. bíða niðurstöðu sameining-
arkosninganna 3. nóvember nk.
Ef af sameiningu bæjarins og 6
sveitarfélaga veröur þá er t.d.
ljóst að nafnið Húsavíkurlistinn
verður ekki við hæfi lengur og
sameining hefði ýmsar breyting-
ar í för með sér sem taka þarf af-
stöðu til.“
Kristján Ásgeirsson hefur verið
bæjarfulltrúi á Húsavík lengur en
honum mun eldri menn muna.
En ætlar hann að gefa áfram kost
á sér í næstu sveitarstjórnarkosn-
ingum? „Það er ekki tímabært að
úttala sig um það. Það er seinni
tima verkefni að raða mönnum á
lista.“ -JS
, Kristján
Ásgeirsson.
Bylting í endurnýj-
un holræsalagna
DV, AKRANESI:_____________________________
Þessa dagana er í fyrsta skipti verið
að beita nýrri tækni á Akranesi við end-
urnýjun holræsalagna. Fram til þessa
hefur ekki verið um annað að ræða en
að skipta um eða endurleggja gamlar
holræsalagnir með viðeigandi raski þeg-
ar þær þjóna ekki lengur sínu hlutverki
vegna slits og annarra galla. Nú hefur
Fóöraö
Hér er unnið að plastfóðrun bilaöra
holræsalagna á Akranesi á dögunum.
Fyrir og eftir
Þessar myndir sýna ástand lagna fyrir og eftir viðgerð. Ljóst er að þessi nýja
tækni er algjör bylting, enda þarf ekki að grafa upp heilu göturnar eins og
gert hefur verið.
verið þróuð tækni til þess að klæða
gamlar lagnir að innan með trefja-
styrktu plastefni og gera gamlar lagnir
sem nýjar.
Meginkostur þessarar nýju tækni er
sá að ekki þarf að grafa upp götumar
heldur er verkið unnið með þvi að
þræða efnið innan í lagnirnar á milli
götubrunna. Eftir þræðinguna er efnið
þanið út í lagnimar og hert með sér-
stakri tækni. Allar tengingar inn á lagn-
irnar hafa verið mældar inn fyrir fram
mjög nákvæmlega og að lokinni herslu
er búnaður sendur inn í lagnimar og
göt fræst á klæðninguna þar sem niður-
fóll og heimæðar tengjast við.
Ákveðið var að gera við lagnir í Vita-
teig með þessum hætti en þær voru
orðnar nánast ónothæfar og samanfalln-
ar á einum stað. Undirbúningur verks-
ins hófst í ágúst og sjálf fóðrunin hófst
17. september og lauk á þrem dögum.
Það er fyrirtækið Fóðrun ehf. sem ann-
ast verkið en það fyrirtæki hefur nýlega
fest kaup á búnaði til þessara fram-
kvæmda. -DVÓ
Verslunar- og skrifstofuhúsnæði eykst stöðugt:
Aukningin 125 prósent á 18 árum
Verslunar- og skrifstofuhúsnæði á
höfuðborgarsvæðinu hefur stóraukist
á undanförnum 18 ámm samkvæmt
tölum Þjóðhagsstofnunar. Er aukning-
in í rúmmetrum 125% en landsfram-
leiðsla hefur á sama tíma aukist um
60%.
Við opnuú Kringlunnar á sínum
tíma, með sitt 20 þúsund fermetra
verslunarrými, jókst verslunarrými
um 10-12% en það rými er nú orðið 35
þúsund fermetrar. Þegar Smáralind
verður opnuð í næsta mánuði er enn
áætlað að við bætist 10-12% af versl-
unarhúsnæði. Smáralind er samtals
63.000 fermetrar en þar af er flatarmál
verslunarrýmis 40 þúsund fermetrar.
Áætlað er að verslunarrými á höf- und fermetrar. Frá 1997 hefur verslun- svæðisins aukist úr 1,4 fermetrum á
uðborgarsvæðinu sé nú um 380 þús- arrými á hvern íbúa höfuðborgar- mann í 2,1 fermetra árið 2001. -HKr.
Umsjön: Gylfi Kristjánsson
netfang: gylfik@dv.is
Ráðið að spara
Sú merka stofnun innan „stofn-
unar allra landsmanna", Útvarps-
ráð, hefur farið mikinn í sparnað-
aráformum sínum að undanförnu
enda sitja þar ábyrgir menn eins
og allir
vita. Út-
varpsráðs-
menn hafa
verið
„blóðugir
upp fyrir
axlir“ í
niður-
skurði og
skorið á báðar hendur af miklum
krafti. Það nýjasta úr herbúðum
ráðsins er að ákveðið mun að út-
varpsráð fundi í framtíðinni aðeins
á tveggja vikna fresti í stað viku-
lega eins og verið hefur. Sennilega
hugnast mörgum þessi ákvörðun
en útvarpsráð hefur ekki gefið upp
hversu mikinn sparnað þessi ráð-
stöfun hefur í fór með sér.
Sótt aö Sólveigu
Menn hafa verið að glugga í til-
lögur þær sem leggja á fyrir Lands-
fund Sjálfstæðisflokksins um hin
ýmsu málefni þjóðarinnar og hefur
eitt og annað vakið þar athygli
eins og gefur
að skilja. Það
vakti t.d. tals-
verða athygli
að ekki er
verið að eyða
miklu púðri
eða plássi í
sjávarútvegs-
málin og þykir
það benda til
þess að á lands-
fundinum verði „einhugur" um
þann málaflokk eins og venjulega
þótt vitað sé um skiptar skoðanir
innan flokksins. Þá hefur það ekki
síður vakið athygli að Sólveig
Pétursdóttir dómsmálaráðherra
fær nokkuð harða „krítik" á störf
sín og þykir það benda til þess að
sæti hennar á ráðherrabekknum sé
farið að hitna.
Páll ekki vinsæll
Þá liggur það fyrir sem reyndar
hefur verið vitað fyrir fram að
sjálfstæðismenn eru ekki par hrifn-
ir af Páli Péturssyni félagsmála-
ráðherra og störfum hans í ríkis-
stjórninni og
gagnrýna þeir
störf hans af
hörku. Páll,
sem hefur
marga fjöruna
sopið í ólgusjó
stjórnmálanna,
lætur sér þc
væntanlega fát
um finnast o$
svarar af krafti ef af líkum lætur.
Gagnrýni sjálfstæðismannanna hef-
ur hins vegar orðið til þess að
menn velta því fyrir sér hvort
Sjálfstæðisflokkurinn vilji jafnmik-
ið í félagsmálaráðuneytið og i heil-
brigðisráðuneytið.
Þórsarar kátir
Þórsarar á Akureyri hafa ekki
verið jafn kátir um langt árabil
enda árangur félagsins góður að
undanfórnu þar sem hæst ber sigur
i 1. deild knattspymunnar sem
tryggði
sæti í úr-
valsdeild
að ári.
Svo fór
handbolt-
inn af stað
og ekki
minnkaði ánægja Þórsara þá. Lið
þeirra leikur nú í fyrsta skipti um
langt árabil í efstu deild enda að-
eins keppt í einni deild. í fyrstu um-
ferðinni unnu Þórsarar sigur á
sama tíma og KA tapaði sínum leik
og Þórsarar voru þar með fyrir ofan
KA á stigatöflunni. Því var vel fagn-
að en KÁ-menn segja væntanlega að
spurt skuli að leikslokum.