Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2001, Page 15
14
MÁNUDAGUR 1. OKTÓBER 2001
MÁNUDAGUR 1. OKTÓBER 2001
Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf.
Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson
Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson
Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og ðli Björn Kárason
Aöstoöarritstjórar: Jónas Haraldsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson
Fréttastjóri: Birgir Guðmundsson
Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift:
Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasiöa: http://www.netheimar.is/dv/
Fréttaþjónusta á Netinu: http://www.visir.is
Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifmg@dv.is
Akureyri: Strandgata 31, sími: 460 6100, fax: 460 6171
Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf.
Plótugerð: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf.
Áskriftarverö á mánuði 2200 kr. m. vsk. Lausasöluverö 200 kr. m. vsk., Helgarblaö 300 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaösins i stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiðir ekki viömælendum fyrir viötöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
Evrópskt tungumálaár
Umræður um íslenska tungu eru gjarna kostulegar í
samfélaginu. Þær snúast sjaldnast um aðalatriði málsins
sem er að tala þaö og nota svo aðrir skilji. Miklu oftar er
íjargviðrast um sjálfsagða hluti, eins og þá hvort leyfa eigi
notkun orða sem fengin eru úr útlensku, ellegar hvort út-
lendingar sem vilja setjast héma að megi áfram bera
skirnarnöfn sín. Og alltof oft er íslenskri tungu stillt upp
sem litlum ósjálfbjarga hvítvoðungi við hlið hrikalegrar
grýlu sem enskan er oft á tíðum talin vera.
íslenskan hefur lifað norskar aldir og danskar og mun
vissulega lifa enskar aldir. Umræða um íslenskt mál á
ekki að snúast um það hvort þeir sem byggja landið geta
haldið lífi í því heldur hvernig þeir geta það. Umræða um
íslenskuna á ekki að bera það eilíflega með sér að unnend-
ur hennar séu í vörn og hinum megin horns bíði hættu-
legir menn sem ætli að ræna fólkið tungunni. íslensk
tunga er íslensk vitund og hugsun, hluti lífsandans. Klisja
myndi einhver segja en klisja er að halda öðru fram.
Fráleitt er að leiða að því líkum að íslenska þjóðin
muni breyta um tungumál á næstu áratugum eins og ætla
mætti af yfirskriftum alvarlegra ráðstefna um málið á
seinni árum. Þvert á móti mun íslensk tunga lifa góðu lífi
með öðrum tungumálum á næstu áratugum sem ef til vill
verða langmestu breytingatímar í tækni sem samtíma-
menn lifa. Þar verður íslenskan í góðum hópi annarra
tungumála, einkum enskunnar, og mun njóta sín vel. Hún
mun vissulega þróast og breytast hægt en örugglega.
íhaldssamir unnendur íslensks máls hafa ótrúlega oft
tekið andköf og gott ef ekki komist í andnauð á síðustu
árum vegna vaxandi samvista ensku og íslensku. Þeirra
hugsun hefur einatt verið þeirrar gerðar að íslenskan
dugi á hverjum tíma. Margir þeirra telja að lítt eða ekki
sé þörf á að breyta henni eða færa að nýjum tíma og telja
það til goðgár að laga ensk orð að íslensku beygingakerfi.
Þeirra er myndritinn á meðan aðrir tala um fax. Og þeirra
er rembingurinn á meðan tungan leitar sér þæginda.
Tungumál eru þeirrar náttúru að lifa með fólki og
breyta sér eftir verkefnum þess. Tungumál fylgja fólki,
ekki sérfræðingum. Hver nýr dagur kallar á nýyrði, enda
hafa menn ekki undan að búa til nýja hluti og hugtök í
ofsahröðum neysluheimi. Oft hefur íslenskum tungumála-
mönnum tekist að festa í sessi íslensk nýyrði og er það vel
en baráttan í þeim efnum má hins vegar ekki vera svo
ofsafengin að menn leggist grenjandi í valinn ef heima-
gerð nýyrði festast ekki í sessi. Enskan er ekki grýla.
Brýnt er að íslensk tunga fái að dafna á sama hraða og
samfélagið sem hún heyrir til. Brýnt er að allir íslending-
ar sætti sig við að hún taki heppileg orð úr öðrum tungu-
málum og felli þau að sínu kerfi. Baráttan gegn tökuorð-
um er löngu töpuð þeim mönnum sem skáru þar upp her-
ör. Tökuorð eru eðlileg á tímum opinna samfélaga og vax-
andi samskipta þjóða á milli. Mikilvægt er hins vegar að
málvísindamenn leiðbeini fólki og lagi þessi orð að fóstum
reglum íslenskunnar. Og geri fólk skiljanlegt.
Á evrópsku tungumálaári er hollt að þurrka burt víglín-
ur. Enska er annað mál íslendinga og treysta ætti dönsk-
una i sessi sem þeirra þriðja mál. Kannanir sýna að
langstærstur hluti íslendinga vill kunna ensku og eitt
Norðurlandamál þar að auki. Um leið og við eigum að
bjóða þessi mál velkomin til landsins eigum við að treysta
enn frekar íslenskukennslu í skólum. Þar eigum við halda
i heiðri reglur íslenskunnar en leyfa henni jafnframt að
lifa hratt á sinni tíð. Hún lifir það af, blessunin.
Sigmundur Ernir
V
DV
_______3íj
Skoðun
Fátt er svo illt, að einugi dugi
Voðaverkin í New York og Was-
hington llta september urðu Vestur-
landabúum meira áfall en nokkur
annar viðburður síðustu áratuga og
eiga vísast eftir að marka þáttaskil í
alþjóölegum samskiptum. Viðbrögð
almennings urðu sterkari vegna þess
að hann hafði ógnaratburðina fyrir
augum á sjónvarpsskjánum og gerði
sér grein fyrir að ekki var um að
ræða hefðbundna bandaríska hryll-
ingsmynd, heldur blákaldan veru-
leikann.
Fyrstu viðbrögð valdamanna voru
fátkennd, stóryrt og ruglingsleg, af-
því þeir vissu ekki hvaðan á sig stóð
veðrið. Talað var um miskunnar-
lausa hefnd og lýst yfir stríði, en
óvinurinn var ósýnilegur og áhöld
um hvar bera bæri niður. Til að
byrja með fór rangkjörinn forseti
Bandaríkjanna mikinn og íslenski
forsætisráðherrann bergmálaði hann
einsog páfagaukur, en síðan er
einsog menn hafi tekið sönsum og
áttað sig á, að hryðjuverk verða ekki
stöðvuð með hernaðarbrölti, heldur
samræmdum aðgerðum sem beinast
að því að finna upphafsmennina og
færa þá sem grunaðir eru í hendur
réttvísinnar. Þeir sem ódæðin
frömdu gengu sjálfviljugir í
dauðann og verða ekki
dregnir fyrir dóm. Eftir-
tektarvert er að í alþjóð-
legri Gallup-könnun lýstu
90% íslendinga sig andvíga
árásum á tiltekin skot-
mörk, en 6% mæltu með
þeim.
Eru mannslíf misjafn-
iega metin?
Sterk viðbrögð almenn-
ings við hermdarverkunum
vestanhafs voru fullkom-
lega eðlileg, en mönnum er jafnframt
ljóst að blint hatur og hvatvíslegar
hefndaraðgerðir hafa tilhneigingu til
að bitna á þeim sem síst skyldi, al-
mennum borgurum sem ekki hafa til
saka unnið.
Hryðjuverk eru ekki ný bóla og
hreint ekki bundin við tiltekin trúar-
brögð eða afmarkaða hópa ofstækis-
manna. Á nýliðinni öld stóðu kristn-
ir menn fyrir hryllilegustu hermdar-
verkum sem sögur fara af. bæði í
Þýskalandi nasismans, Rússlandi
kommúnismans og loks i Víetnam
þarsem Bandaríkjamenn gerðu sig
seka um ægilegustu hryðjuverk sem
Sigurdur A.
Magnússon
rithöfundur
framin voru eftir seinni
heimsstyrjöld (með
fjöldamorðum, eiturefna-
hernaði, gróðureyðingu
og meðfylgjandi sköddun
á fóstrum). Viðkipta-
bannið á írak, sem vest-
ræn sfjórnvöld hafa fyrir-
kipað, telst líka til
hryðjuverka.
Þar hefur á liðnum
áratug nálega milljón
manns, mestmegnis
börn, látið lifið af völdum
lyQaskorts og hungurs.
Viðbrögð heimsbyggðarinnar við
þeim ósköpum hafa verið ein-
kennilega hljóðlát með hliðsjón af
viðbrögðunum við bandaríska
harmleiknum. Er það kannski
hinn beiski sannleikur, að manns-
líf af öðrum kynþáttum séu minna
metin á Vesturlöndum?
Fátt er svo illt, að einugi dugi
Hryðjuverkin vestanhafs eiga eftir
að hafa margvísleg og ófyrirséð eftir-
köst. Nú blasir við augum að stjörnu-
stríðsáætlanir og önnur hernaðar-
umsvif Bandaríkjastjórnar koma að
litlu sem engu haldi gagnvart þeim
Hryðjuverk eru ekki ný bóla og
hreint ekki bundin við tiltekin
trúarbrögð eða fmarkaða hópa of-
stœkismanna.
öflum sem hyggjast beita hryðju-
verkum sem baráttutæki. Bandarísk-
ar herstöðvar um víða veröld eru því
að verða úreltar. Hefðbundin her-
gagnaframleiðsla er sama marki
brennd, og raunar löngu kominn
Fyrning eða veiðigjald
Nefnd um endurskoðun fiskveiði-
laganna er um þessar mundir að
skila frá sér áliti. Endurskoðunin fer
fram að stærstum hluta vegna þeirr-
ar óánægju sem ríkir í þjóðfélaginu
vegna kvótakerfisins. Komið hefur
fram í skoðanakönnunum að um
70-80% þjóðarinnar eru mótfallin
núverandi fiskveiðikerfi - þrátt fyrir
að kvótakerfið hafi leitt til hagræð-
ingar og hagvaxtar. Hvað er svona
mikið að?
Kvótakerfið er hvað óvinsælast
vegna framsalsréttarins. Útgerðar-
menn og kvótaeigendur hafa selt
kvóta og fengið fyrir hann hundruð
og þúsundir milljóna. Aðrir hafa
leigt kvóta til þeirra sem vilja vera í
útgerð og einnig fengiö fyrir þaö
verulegar upphæðir. Kvótakerfið
hefur líka leitt af sér brottkast afla i
stórum stíl vegna þess að þeir sem
leigt hafa kvóta verða að koma með
verðmætasta fiskinn að landi til að
leigan standi undir sér, það sér hver
maður. Hví skyldu hinir ekki gera
slíkt hið sama til að auka verðmæti
sín. Framhjálöndum og kvótasvindl
er vonandi að mestu liðið hjá vegna
framgöngu Fiskistofu en var engu að
síður afleiðing kerfisins.
Kvótakerfið hefur líka leitt af sér
að við höfum misst út úr greininni
dugmikla og útgerðamenn sem hafa
séð hag sínum betur borgið með að
selja kvótann. Fiskvinnslur hættu á
fyrsta áratug kvótakerfisins í stórum
stíl vegna þess að þær urðu verðlaus-
ar og erfitt var að fá fisk. Jafnframt
hafa skipstjórnarmenn hætt störfum
á sjó vegna þess að þeir vilja ekki
vinna undir þeirri kvöð að taka þátt
í kvótakaupum útgerðar.
Þetta og fleira er ekki fógur ásjón.
Eignatilfærslur
Nú er deilt um hvort eigi að fara
fyrningarleið eða veiðigjaldsleið.
Hvort tveggja eru eignatilfærslur
eins og þegar kvótakerfið var sett á.
Ríki á ekki að vera með eignatil-
færslur hvorki að gefa né taka af
borgurum né fyrirtækjum. Allt öðru
máli gegnir ef menn eða fyrirtæki
Almenningur krefst leiðréttinga en er oft ekki í aðstöðu
til að sjá afleiðingar krafna sinna.
vegna hugvits eða dugnaðar
hagnast. Eignatilfærslur rik-
isstjórnar eru stundaðar í
Afríku með t.d. eignaupp-
töku bújarða. Við erum ekki
á svipuðu plani.
Nú í dag hafa um 80% af
þeim kvóta sem úthlutað var
fyrir um 18 árum verið seld,
þá er ekki tekið með þegar
útgerðir hafa sameinast eða
skipt um kennitölu af öðrum
ástæðum. Á að refsa þeim
sem lagt hafa út mikla pen-
inga til að kaupa kvóta. Er það að
taka á vandanum? Hvað með þessi
20% sem enn eru með upphaflega
kvótann. Á að taka af þeim? Það eru
aðilar sem af harðfylgi og oft hug-
sjón eru enn að veiða fisk, gera út
báta og skip og eru með fiskvinnslu.
Það hefur margoft komið fram að
veiðar og vinnsla skila yfirleitt ekki
miklum hagnaði. Er rétt að leggja
álögur á þessa aðila. Erum við þá
ekki að segja drífið ykkur líka út úr
greininni á meðan þið getið og takið
hundruð eða þúsundir milljóna með
ykkur eins og hin 80% eru þegar
búin að gera.
Það er hugsanlegt að lagt verði
veiðigjald á útgerðina eða að fyrna
kvóta með lágri prósentu á ári.
Hvort tveggja mun bitna á röngum
aðilum, svo ekki sé minnst á hvern-
ig framhaldið verður ef fyrningar-
leiðin verður farin. Hvernig á að út-
hluta þeim kvóta sem kemur inn.
Erum við þá ekki á sama stað og fyr-
ir 18 árum.
Hvaö situr eftir?
Það sem er eftir er að hinn al-
menni maður er sár og reiður vegna
Einar G.
Haröarson,
framkvæmdastjóri
misréttis og misskipting-
ar.
Almenningur krefst
leiðréttinga en er oft ekki
í aðstöðu til að sjá allar af-
leiðingar krafna sinna.
Það er varla rétta leiðin
að leggja þungar álögur á
útgerð eða veiðar með
gjaldtöku umfram það
sem nú þegar er gert. Út-
gerð víða um heim er rík-
isstyrkt - hví skyldi okkar
útgerð þola álögur þvert á
aðra. Fólkið i landinu er ekki á móti
útgerð, slíkt væri mikill misskilning-
ur - hvað þá á móti sjómönnum.
Frekari álögur á greinina leiða til
verri afkomu útgerðar, sjómanna,
fiskvinnslu og fiskvinnslufólks. Er
það viljinn? Fólk almennt horfir
ekki eftir sjómannaafslættinum fyrir
sjómenn en hann kemur útgerð
verulega til góða. Velvilji er almenn-
ur til smábátaútgerðar sem að hluta
hefur verið utan kvótakerfisins en
nú tekur við þungum höggum.
Hverjir geta séð það fyrir sér að
þetta sé sú leið sem stjórnvöld vildu
fara í upphafi. Stjórnmálamenn
mega því ekki byrgja sér sýn á aöal-
atriðin og reyna endalaust yfirklór
þannig að menn vita aldrei hvar þeir
standa. Veiöigjald eða jafnvel fyrn-
ingarleið mun væntanlega kalla á
mikið en leysa lítið.
Fyrsta og stærsta skref til sátta tel
ég vera að stjórnmálamenn fari fyrir
alþjóð og viðurkenni að kvótakerfiö
hafi leitt af sér alvarlegt misrétti. Þá
fyrst er von til sátta.
Stjórnmálamönnum er svo sann-
arlega á höndum mikill vandi.
Einar G. Harðarson
tími til að draga úr henni eða
jafnvel leggja hana af.
Gegn hryðjuverkahópum verð-
ur að beita allt annarskonar
vopnum, sem kannski verða ekki
síður kostnaðarsöm, en vissulega
verður það stórt skref í rétta átt
að hnekkja ofurvaldi hergagna-
framleiðenda. Á móti kemur að
persónufrelsi verður æ þrengri
stakkur skorinn og vant að sjá
hvar eða hvernig vaxandi valdi
Stóra Bróður verði takmörk sett.
Ein afleiðing bandaríska harm-
leiksins er sú að Bush forseti hef-
ur snúið við blaðinu og lætur rík-
ið hlaupa undir bagga til bjargar
einkaframtakinu. Þarmeð hefur
hann ómerkt eina helstu trúar-
setningu nýfrjálshyggjunnar!
Loks hafa þau gleðitíðindi flogið
fyrir og eru vonandi ekki úr lausu
lofti gripin, að Bandarikjastjórn
hafi um síðir, eftir áralangan drátt,
afráðið að standa skil á margra
milljarða doOara skuld við Samein-
uðu þjóðirnar. Hver veit nema nýr
-heimur rísi af rústum tveggja helstu
tákna um auðvald og hervald öflug-
asta stórveldis samtímans?
Sigurður A. Magnússon
S j álf stæðisf lokkur-
inn fær rassskell
„Það skekkir aUan
samanburð ... að
spilling sé hér með
þvi minnsta sem
þekkist í Evrópu.
Það er líka örugglega
mikið tU í því að þótt
smæð þjóðfélagsins
stuðli að gegnsæi geti hún um leið
gert spillingarvanda erfiðari viður-
eignar. ... Stjórnmálaflokkar, ekki
síst Sjálfstæðisflokkurinn, sem
tregðast hafa gegn því að sett séu
lög um fjárreiður stjórnmálaflokka
fá lika rassskeU í þessari skýrslu,
því ríkishópur Evrópuráðsins um
aðgerðir gegn spillingu lýsir áhyggj-
um sinum um að engar reglur séu
hér í gildi um fjáröflun stjórnmála-
flokka og að Alþingi eigi að taka
slíkur reglur til umfjöllunar."
Jóhanna Siguröardóttir i viötali
á Samfylking.is
Máttur lífs og ljóss
„Kristur biður okkur að velja hið
góða. Hann býður okkur að velja
kærleika en ekki hatur, ljós en ekki
myrkur, líf en ekki dauða. Það er
gott að hreinsa hugann og ganga út
í mildu haustveðrinu. AUs staðar
eru malbikaðar gönguleiðir og þægi-
legt að fara um fótgangandi. Með-
fram grónum og gömlum görðum
má víða sjá græna sprota frá trjá-
gróðrinum teygja sig upp úr malbik-
inu. Veikir og grannir sprotarnir
hafa mjakaö sig gegnum mold og
miUi steina, gegnum möl og bik
teygja þeir sig úr dimmri moldinni
og mót ljósinu. Slíkur er máttur lífs-
ins og ljóssins."
Jóna Lísa Þorsteinsdóttir í
Safnaöarblaöi Akureyrarkirkju.
Spurt og svaraö
Er eðlilegt að einkafyrirtœki efni til fjársöfhunar í eig,
Jónas Þórisson,
Hjálparstarfi kirkjurtnar.
Engin ógnun
%\ við okkur
„Eins og fram hefur komið hjá
lögreglu er öllum heimilt að safna
fé sé það gert með lögmætum
hætti. Fjársöfnun Skjás eins er nokkuð óvenjuleg,
þar sem venjan á íslandi hefur fyrst og fremst ver-
ið sú að fjár sé safnað tU líknarmála. Það verður
þvi athyglisvert að sjá hver útkoman úr þessu er,
en ég lít alls ekki á þetta sem neina ógnun við fiár-
safnanir okkar. Að greiða tU Skjás eins er ekki
ólikt þvi að fólk kaupi t.d. leikhúsmiða. í jólasöfn-
un okkar hjá Hjálparstarfi okkar höfum við gjarn-
an verið safna á bilinu 10 tU 18 milljónum og
reynslan er sú að undirtektir eru aUs ekki dræmari
þótt harðni á dalnum í efnhagslífinu."
Brynhildur Þórarinsdóttir,
ritstjóri TMM.
Pólitísk
„Aðferðin er að minnsía kosti mjög
1 óvenjuleg. Um þessar mundir eru
—Flugleiðir í kröggum og segja upp
fjölda starfsmanna, en ég efast um að fjársöfnun þeim tU
handa fengi góðar undirtektir. Sjálfsagt á Skjár einn auð-
veldara með að aUa Uár með þessum hætti ímyndar sinn-
ar vegna; fyrirtækið hefur á sér „graUarablæ" og því
kemst það upp með hluti sem öðrum tækist ekki. Þetta er
kannski skýringin á vinsældum stöðvarinnar. Venjan er
sú að menn styrki líknarmál og það mun vonandi ekki
breytast, en líklega er hægt að fá fólk tU að leggja „litlu
stöðinni" lið núna þegar margir pirra sig á afnotagjöld-
um ríkisstöðvarinnar. Fólk lítur kannski ekki á þessa
greiðslu sem styrk heldur pólitíska afstöðu."
Sigurður Þór Salvarsson,
Ríkisútvarpinu á Akureyri.
Fólk vill
fjölbreytni
„Þessi aðferð til að afla fjár
tU rekstur einkafyrirtækis er
nokkuð óvenjuleg og sjálfur
hefði ég að óreyndu ekki trúað því að hún gengi
upp. Ef það kemur í ljós að þetta skilar tilætluð-
um árangri þá er greinilegt að íslenskir sjón-
varpsáhorfendur eru tiibúnir að leggja ýmislegt
af mörkum til að viðhalda fjölbreytni í ljósvaka-
markaðnum. Og slíkt er ánægjulegt með tUliti
til þessar óánægju sem virðist ríkja meðal þjóð-
arinnar yfir afnotagjöldum Ríkisútvarpsins,
sem mánaðarlega eru þó ekki nema rúmur
helmingur af þeirri upphæð sem Skjár einn fer
nú fram á að áhorfendur þeirra greiði.“
Andri Sncer Magnason,
rithöfundur.
Uppsetning
málsins röng
„Af því þetta heitir fjársöfn-
un þá tengir fólk þetta við líkn-
armál og því er talað um þessa
söfnun sem hræsni. Viðbrögðin eru ekki ósvip-
uð og þegar safnað var fyrir fiðlu handa Sigrúnu
Eðvaldsdóttur. En samt er fólk til í að kaupa til
dáemis álfelgur undir bílinn eða samlæsingu, og
þá kemur aldrei upp spurningin um hvort nær
hefði verið að bólusetja nokkra Afríkubúa. Upp-
setning stjórnenda Skjás 1 á málinu er ef til vill
röng, því ég er viss um að margir væru tilbúnir
að greiða til dæmis 500 krónur á mánuði til
Skjásins i fullvissu þess að peningunum væri
varið til íslenskrar dagskrárgerðar."
Skjár einn safnar þessa dagana fjárframlögum til styrktar starfsemi sinni og segir aö veröi árangur ekki góöur veröl aö skeröa þjónustu og dagskrá.
Heilsuspillandi
• •
samgongur
Flugvellir og umhverfi
þeirra er heilsuspillandi.
Mengun á þeim og nágrenni
er meiri og hættulegri en
álitið hefur verið til þessa,
enda hefur það lítið verið
rannsakað með tilliti til
áhrifa á umhverfið. Þá er
hávaðinn sem stafar af flug-
umferð steituvaldandi sem
aftur orsakar margs kyns
sjúkdóma og hefur mikil
áhrif á líkamlega og andlega
vellíðan.
Frá þessu skýrir Morgun-
blaðið á neytendasíðu og eru fyrir-
sagnir fréttarinnar sist uppörvandi;
„Flugvellir skaðlegri heilusfari og
vistkerfi en áður var talið. Ungbarna-
dauði og krabbamein algengara við
stóra flugvelli." Þessar fréttir þurfa
ekki að koma á óvart, en hitt er und-
arlegra, ef satt er, að þessi mál hafi
ekki verið rannsökuð að neinu gagni
fyrr en nú, en rannsóknin var gerð í
Bandaríkjunum.
Miklar rannsóknir og varúðarráð-
stafanir eru gerðar vegna útblásturs
bíla og samkvæmt Kyotobókun er
settur kvóti á útblástur fiskiskipa. En
engar athugasemdir eru gerðar við
gífurlegan útblástur með tilheyrandi
mengun sem stafar af flugvélum í
flugtaki.
Hávaðamengun er mæld í verk-
smiðjum, skemmtanahúsum og jafn-
vel heimilum, því vitað er að hávaði
er mjög heilsuspillandi. Streitan sem
hann veldur hækkar blóðþrýsting
sem aftur framkallar ótal aukaverk-
anir, svo sem hjartasjúkdóma, og hef-
ur vond áhrif á geðheilsuna.
Útúrsnúningar
urbyggja herflugvöllinn sem
lagður var á stríðstímum i
hernumdu landi. Aðstæður
voru allar gjörólíkar því
sem nú er svo að það má
heita ótrúleg skammsýni og
jafnvel óskammfeilni að
leggja aftur nýjan flugvöll á
sama stað.
Þegar hortugir þingmenn
og forstjóralið, sem alltaf
þykist þurfa að vera á far-
aldsfæti, heimtar flugvöll í
miðbænum sér til þæginda,
er hugurinn ekki lagður að
því að verið er að stofna heilsufari
þúsunda manna í Reykjavík og Kópa-
vogi í hættu auk þess að draga úr lífs-
gæðum þeirra sem búa við stöðugt
áreiti sem flugumferð i næsta ná-
grenni fylgir.
Um það má deila hvort er meiri
frekja og tillitsleysi gagnvart náung-
anum að biðja um að Miðbæjarflug-
völlurinn, með allri sinni mengun,
verði lagður niður og að höfuðborgin
fái að þróast á eðlilegan hátt, eða
heimta að völlurinn veröi þarna áfam
um ókomna tíð hvaða áhrif sem það
hefur á líf og heilsu þeirra sem nærri
honum búa.
Sérþarfir virtar
Tvö stærstu sjúkrahús landsins
eru ótrúlega nærri brautarendum
þriggja brauta stórflugvallar sem not-
aður er jöfnum höndum fyrir alþjóða-
flug, innanlandsflug og þróttmikið
kennslu- og einkaflug og má bæta
verkstæðum og viðhaldi flugvéla við.
Þaðan dynja fretimir þegar verið er
að prófa hreyfla annan sólarhringinn.
Fjarlægð sjúkrahúsanna frá flug-
taks- og lendingarlínum er talin í
métrum en ekki kílómetrum. Mikill
og reisulegur barnaspítali er risinn
nánast á flugvallarhlaöinu. í fyrr-
greindri rannsókn er sérstaklega tek-
ið fram hve grátt flugumferð og ná-
býli við flugvöll leikur heilsu ung-
barna.
Ekkert af þessu kemur borgaryfir-
völdun hið minnsta við, fremur en sú
afskræming á skipulagi sem staðsetn-
ing flugvallarflæmisins veldur. Þar á
nú að gera þá bragarbót að færa
byggð enn nær brautunum. Það er
nokkurn veginn það heimskulegasta
og hættulegasta úrræði sem til á að
grípa til að klóra yfir endalaust klúð-
ur varðandi flugsamgöngur í mið-
borginni.
Annars skiptir heilsufar og vellið-
an Reykvíkinga og Kópavogsbúa
engu þegar hagsmunir dreifbýlisþing-
manna, sveitarstjórnarmanna og for-
stjóraliðs eru annars vegar og þeir
þurfa að fá sínum sérþörfum fram-
gengt. Sá söfnuður þarf að liggja í sí-
felldum ferðalögum og komast fljótt
og vel og fyrirhafnarlaust í fjörið í
höfuðborginni. Ella þyrfti liðið á enn
betri afsökunum að halda til að
komst að heiman ef ferðalögin yrðu
aðeins tímafrekari.
Og pólitíkusarnir í borgarstjórn-'
inni stíga dansinn með kollegunum,
skítt með heilsufar atkvæðanna.
Flugvellir í þéttbýli eru heilbrigðis-
vandamál sem allt of lítill gaumur
hefur verið gefinn. Lítið er gert úr
umkvörtunum íbúa hverfa sem búa í
námunda við flugvelli eða í fluglínu
véla sem takast á loft eða lenda. Það
er talin frekja og yfirgangur og fyrir-
litleg eigingirni þegar fólk sem neytt
er til að búa við flugvallamengun ber
sig upp undan óþægindum og heilsu-
spillandi áhrifum flugumferðar.
íbúar þéttbýlla hverfa í Reykjavík
og Kópavogi verða að una þvi að fá
aldrei annað en útúrsnúninga og jafn-
vel hrakyrði frá flugmálayfirvöldum
og pólitíkusum þegar kvartað er yfir
menguninni og fyrirganginum sem
stafar frá Miðbæjarflugvellinum. Ver-
ið er að leggja síðustu hönd á að end-
Það er nokkum veginn það heimskulegasta og hœttu-
legasta úrrœði sem til er að grípa til að klóra yfir enda-
laust klúður varðandi flugsamgöngur í miðborginni.