Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2001, Side 22
42
Islendingaþættir
Umsjón: Hafsteinn Thorarensen
MÁNUDAGUR 1. OKTÓBER 2001
DV
3
85 ára
Fanney Jónsdóttir,
Hjallaseli 47, Reykjavík.
Kristín Jónasdóttir,
Þórufelli 4, Reykjavlk.
80 ára
María Jónsdóttir,
Tjarnargötu 43, Reykjavik.
Sigríöur Helgadóttir,
Kjarrvegi 15, Reykjavík.
Aöalsteinn Steindórsson,
Hverahvammi, Hveragerði.
75 ára
Kristín Anna Claessen,
Skildingan, Reynistaö, Reykjavík.
Þorvaröur Ellert Erlendsson,
Höfðabraut 3, Akranesi.
Helga Brynjólfsdóttir,
Víðilundi lOb, Akureyri.
Helga Sigurgeirsdóttir,
Vallholtsvegi 17, Húsavík.
Sveinbjörn Guömundsson,
Hörgsási 2, Egilsstöðum.
70 ára
Helga B. Tuiinius,
Þingholtsstræti 31, Reykjavík.
Höröur Jónsson,
Bakkaflöt 3, Garöabæ.
Sigrún Árnadóttir,
Ánahlíð 18, Borgarnesi.
Dúi Eövaldsson,
Holtagötu 3, Akureyri.
60 ára
Björg H. Eysteinsdóttir,
Háaleitisbraut 89, Reykjavík.
Guörún Sigurðardóttir,
írabakka 8, Reykjavik.
Fanney Halldórsdóttir,
Kötlufelli 7, Reykjavík.
Gunnar V. Guömundsson,
Lindarbraut 5, Seltjarnarnesi.
Hermann Níelsson,
Birkiteigi 8, Keflavík.
Pétur Garöarsson,
Grundargötu 6, Siglufirði.
Örn Ernst Elísson,
Skútagili 3, Akureyri.
50 ára
Finnbogi Finnbogason,
Hellulandi 1, Reykjavík.
Guörún Jónsdóttir,
Marklandi 6, Reykjavík.
Páli Kristinsson,
Lækjasmára 96, Kópavogi.
Hjördís Gunnþórsdóttir,
Þingvallastræti 25, Akureyri.
María Árnadóttir,
Nesbakka 2, Neskaupstað.
40 ára
Heiðar Guðjónsson,
Laugavegi 30b, Reykjavík.
Arna Emiiía Vigfúsdóttir,
Tómasarhaga 21, Reykjavík.
Heiöa Magnúsdóttir,
Reykási 47, Reykjavík.
Ólafur Hermannsson,
Eskiholti 1, Garðabæ.
Oddný Óiafía Siguröardóttir,
Eyrarholti 2, Hafnarfirði.
Sjöfn Guölaug Vilhjálmsdóttir,
Ásgarði, Reykholti.
Sigurmundur V. Ragnarsson,
Strandgötu 79b, Eskifirði.
Persónuleg,
alhliöa útfararþjónusta.
Áralöng reynsla.
Sverrir Elnareson Bryndis
útfararstióri Valbjarnardóttir
útfararstjóri
Útfararstofa íslands
Suöurhlíft35« Sími 581 3300
allan sólarhringínn. www.utforin.iS
Folk i frcttum
Árni Baldvin Tryggvason
leikari og sjómaöur
Árni Baldvin Tryggvason, leikari
og sjómaður, Bólstaðarhlíö 60,
Reykjavík, leikur um þessar
mundir hlutverk séra Jóns
Prímusar í uppfærslu
Borgarleikhússins á leikritinu
Kristnihald undir Jökli eftir
nóbelskáldið Halldór Kiljan Laxness
í leikgerð Sveins Einarssonar.
Starfsferill
Árni fæddist í Syðri-Vík í
Árskógsstrandarhreppi. Hann iauk
námi frá Alþýðuskólanum að
Laugum 1943, stundaði nám við
Leiklistarskóla Lárusar Pálssonar
og lauk þaðan prófi 1948. Árni var
starfsmaður Kaupfélags
Borgarfjaröar eystra 1943-46, var
verslunarmaður við Kjötþúð
Tómasar í Reykjavlk 1946-47, við
Bókaverslun ísafoldar 1947-54 og
starfaöi hjá Skjalasafni Reykjavíkur
1954-61. Árni hefur um árabil verið
í hópi fremstu gamanleikara hér á
landi. Hann var fastráðinn leikari
hjá LR 1947-61, við Þjóðleikhúsið
1961-91 og hefur síöan leikið víða,
s.s. í Þjóðleikhúsinu, Loftkastal-
anum og Borgarleikhúsinu. Árni er
enn starfandi sem leikari en hann
lék nýverið í leikritinu Fjögur
hjörtu 1 Loftkastalanum og leikur
nú í verkinu Maður i mislitum
sokkum á Smíðaverkstæði
Þjóðleikhússins. Meðal þekktustu
hlutverka Árna má nefna Lilla
klifurmús í Dýrunum I Hálsaskógi;
Estragon í Beðið eftir Godot og
Wilhelm Voight í Höfðuðsmann-
inum frá Köpernick.
Árni gerði út trillu frá Reykjavík
um skeið ásamt nokkrum vinnu-
félögum sinum. Hann hefur stundað
sjóróðra og verið trillukarl í Hrísey
á hverju sumri frá því á sjötta
áratugnum en þau hjónin dvelja
jafnan sumarlangt að Hamri í
Hrísey sem er ættaróðal þeirra. Út
kom árið 1991 minningabók Árna,
Lífróður, skráö af Ingólfi
Margeirssyni.
Fjölskylda
Árni kvæntist 26.12.1948 Kristínu
Nikulásdóttur, f. 1.12. 1928,
húsmóður. Hún er dóttir Nikulásar
Árna Halldórssonar, trésmiðs i
Reykjavík, og k.h., Jóninu
Guðbjargar Helgadóttur húsmóður.
Börn Árna og Kristínar eru
Svanlaug Halldóra, f. 25.3. 1949,
læknaritari, búsett í Reykjavík en
maður hennar er Ólafur
Gunnarsson framkvæmdastjóri og
eiga þau þrjú börn, Kristínu Helgu,
Guðrúnu Halldóru, og Árna
Baldvin; Jónína Margrét, f. 16.7.
1951, verslunarmaður, búsett í
Reykjavík en maður hennar er Árni
Steinsson, starfsmaður hjá
Steindórsprent-Gutenberg og eru
börn þeirra Grétar Rafn, Viðar
Steinn og Birgir Örn; Öm, f. 19.6.
1959, leikari í Reykjavík, en
eiginkona hans er Jóhanna Kristín
Óskarsdóttir og eru börn þeirra
Óskar Örn, Erna Ósk og Sólrún
María.
Systkini Árna; Marta, f. 22.8.1907,
d. 13.5. 1981, húsmóðir í Reykjavík;
Jóhann Gísli, f. 25.1. 1909, d. 31.5.
1971, sjómaður í Hrísey; Sigrún
Rakel, f. 1.10. 1914, d. 8.4. 1991,
húsmóðir i Reykjavík; Jónas
Kristinn, f. 28.8. 1911, d. 10.6 1994,
sjómaður, húsvörður og leikari á
Siglufirði; Sigmann, f. 19.9. 1917,
sjómaður, nú búsettur í Hveragerði.
Hálfsystir Árna, samfeðra, var
Anna Baldvina, f. 31.10.1900, d. 18.6.
1968.
Foreldrar Árna voru Tryggvi
Ágúst Jóhannsson, f. á
Galmarsstöðum 31.8. 1879, d. 25.5.
1971, sjómaður og fiskmatsmaður í
Hrísey, og k.h., Margrét Gísladóttir,
f. 27.7. 1886, d. 24.5. 1982, húsmóðir.
Merkir Islendingar
Þórarinn Olgeirsson útgerðarmaður
fæddist 1. október 1883. Foreldrar hans
voru þau Olgeir Þorsteinsson og kona
hans Steinunn Einarsdóttir að
Valdastöðum.
Með fyrri eiginkonu sinni, Nancy
Little, dóttur Joe Little skipstjóra, átti
Þórarinn þrjú börn og eitt með seinni
eiginkonu sinni, Guðrúnu Zoéga.
Þórarinn hóf ungur sjómennsku
þegar hann var ráðinn háseti á Agnesi
frá Reykjavík árið 1899. Hann vann á
ýmsum bátum eftir það. Árið 1909
útskrifaðist Þórarinn úr stýrimanna-
skólanum og var orðinn skipstjóri á
Eldeyjar-Hjalta. Fleiri skipum stýrði
Þórarinn, þ. á m. þrjú ár King Sol, einum
Þórarinn Olgeirsson
stærsta togara Breta fyrir seinni
heimsstyrjöldina, þangað til togarinn var
nýttur til hernaðarþarfa.
Þórarinn var umboðsmaður
Islendinga í ísviðskiptum í Bretlandi
um langt skeið, auk þess var hann
vararæðismaður íslands í Bretlandi
árið 1948 og ræðismaður árið 1954.
Þórarinn var sæmdur riddarkrossi
árið 1948 og stórriddarakrossi árið
1953. Auk þess kom Þórarinn að gerð
nýsköpunartogaranna.
Þórarinn var alla tíð mikill aflamaður
og dugnaðarmaður við öll sín störf fram
á elliár.
Þórarinn lést árið 5.8 1969, þá 81 árs að
aldri.
Allt til alls
►1550 5000
Stoltir fjallgöngu-
menn á ferð
DV, NESKAUPSTAÐ:
Á hverju hausti fer fram haust-
ganga Nesskóla í Neskaupstað en
þar er hefð fyrir því að verja einum
degi í góða fjallgöngu. Að þessu
sinni fóru allir nemendur skólans
sama dag þar sem einsetning var
sett á hér í haust. Nemendum var
skipt í þrjá aldurshópa, ekið upp í
Oddsdal og þaðan gengið yfir í Hell-
isfjörð. Krakkarnir héldu sig ofar-
lega og höföu frábært útsýni í allar
áttir. Krakkarnir komu heim eftir
fina fjallgöngu í 4 tima í þessu líka
fína austfirska veðri. ÁUir voru
þreyttir að leiðarlokum en stoltir
yfir að sigra fjöllin. -PJ
DV-MYNDIR PETRA JÓNSDÓniR
Sársvöng
Nokkrum sinnum þurfti aö stoppa og narta í nesti enda alkunna aö fólk
veröur sársvangt í ijallaferöum.
Bærinn aö baki
Karl Friörik Jörgensen og bærinn hans, Neskaupstaöur, í baksýn.
uegnum gauo
Björgvin Hrannar Björgvinsson er aö kíkja í gegnum gatiö viö svokallaðan
Lolla en dálítiö príl þarf til aö skoöa þessi göt.