Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2001, Síða 24
44
_______________________________MÁNUDAGUR 1. OKTÓBER 2001
Tilvera dv
1 /
1 l< V 1 N N II
Sýningu Siggu á
Grund að ljúka
í dag lýkur sýningu á
útskurðarverkum Siggu á Grund
í Sjóminjasafni íslands, Vestur-
götu 8 í Hafnarfirði. Sigga, sem
er sjálfmenntuð í listinni, sker
út í tré, horn og hvaltönn og er
meðal færustu listamanna
landsins á því sviði.
Krár
ÓVÆNT Á GAUKNUM Gaukur á Stöng
býöur upp á eitthvað óvænt. Nánari upp-
lýsingar á www.gaukurinn.is.
Sýningar
LISTAMAÐURINN Á HORNINU Af
hjúpað hefur veriö verk við Kermóa í
Elliöaárdal (Breiðholtsmegin). Um er
að ræða vettvangsverk í seriunni
Listamaöurinn á horninu eftir lista-
manninn Ingarafn Steinarsson.
HRÖNN EGGERTS I SAFNAHÚS-
INU A HUSAVIK Hrönn Eggerts-
dóttir, myndlistarmaður frá Akra-
nesi, opnar málverkasýningu í
Safnahúsinu á Húsavík í dag kl. 16.
Þar sýnir hún 63 olíumálverk og um
50 akrilmálverk, unnin á vatnslita-
pappír. Sýningin heitir Á ferö og
myndefniö er ferö um landiö okkar,
LINDA ODDS Á CAFÉ PRESTO
Linda Oddsdóttir hefur opnað sína
fystu einkasýningu á Café Presto,
Hlíöasmára 15. A sýningunni eru
eingöngu olíumálverk sem unnin eru
á þessu ári og er myndefnið
aöallega sótt í náttúru landsins.
MAGNÚSTÓMASSON í
LISTASAFNI ISLANDS Llstasafn
Islands sýnir nú um stundir verk f
eigu safnsins eftir Magnús
Tómasson (f. 1943) Sumt í list
Magnúsar er pólitískt og annaö
trúarlegt. Hún byggir yfirleitt á
frásögn og er rík af kímni.
KRISTJÁN GUÐMUNDSSON Á
KJARVALSSTOÐUM Krlstlán
Guömundsson hefur opnað sýningu í
Listasafni Reykjavíkur,
Kjarvalsstöðum. Sýningin er opin
10-17 alla daga nema
miðvikudaga.
MYNDASÝNING í TOYOTA Á ferö
um landiö meö Toyota er yfirskrift
sýningar Fókuss, Ijósmyndaklúbbs
áhugamanna. Sýningin er í
salarkynnum Toyota við Nýbýlaveg í
Kópavogi. Ljósmyndir á sýningunni
voru teknar á ferð klúbbsins um
Þjórsárdal, Veiöivötn, Dómadal.
Landmannalaugar, Fjallabaksleið og
víðar. Sýningin er opin á
opnunartíma söludeildar Toyota.
SIGURBJÖRN JÓNSSON í
HAFNARBORG Slgurblörn Jónsson
hefur opnað sýningu á málverkum í
Hafnarborg. í fréttatilkynningu um
sýninguna segir aö í málverkum
Sigurbjörns sé jafnvægi lita og
stemmninga og áhorfandinn gleymi
sér í óræðu landslaginu. Sýningin er
opin alia daga nema þriðjudaga frá
kl. 11-17 og stendur til 15. okt.
STEINUNN SÝNIR í GULLSMÁRA
Keflvíska listakonan Stelnunn
Slguröardóttlr sýnir litskrúðug
myndverk sín í fordyri Gullsmára 9 í
Kópavogi.
SÝNING TENGD EINARI LAXNESS
I Þjóöskjalasafni Islands er sýning
sem haldin er í tilefni af útgáfu
sjötugs afmælis Elnars Laxness.
Sýnd eru skjöl sem snerta nokkrar
af ritgerðum hans, meðal annars
um sjálfstæðisbaráttu íslendinga og
Skaftárelda.
Sjá nánar: Lífiö eftlr vinnu á Vísi.is
Bikarúrslitaleikur KSÍ:
Stríðsmálning, fán-
ar og lúðrablástur
- stuðningsmenn beggja liða bjuggu sig undir átökin
Liðlö hvatt til dáöa
Fylkismenn stilltu sér upp viö
Rofabæ og hvöttu knattspyrnuhetj-
urnar sínar til dáöa þegar þær óku
fram hjá á leið i Laugardalinn.
Bíógagnrýní
Bláir og gulir
Noröanmenn voru ekki síöur litaglaöir en Árbæingar. Davíö Þór Helgason
brosir hér breitt gegnum faröann ásamt vopnabróöur sínum Jónatan
Magnússyni.
Skúrkar í vondum málum
Herlúörar þeyttir
KA-menn héldu fylktu liði niöur i
Laugardal undir
trommuslætti og S
lúðrablæstri.
Stjörnubíó/Laugarásbíó - What the Worst Thing that Could Happen +
Hilmar
Karlsson
skrifar gagnrýni
um kvikmyndir.
Knattspyrnuliðin Fylkir úr Ár-
bænum og KA frá Akureyri háðu
harða keppni um Coca-Cola-bikar-
inn eftirsótta á laugardaginn. Hvor-
ugt liðið hafði áður komist í úrslit í
bikarkeppninni og ríkti því mikil
eftirvænting og baráttuhugur í her-
búðum beggja. Árbæingar söfnuð-
ust saman í félagsmiðstöðinni Ár-
seli fyrir leikinn, þeyttu lúðra,
börðu bumbur og mökuðu stríðs-
málningu í andlit hver annars.
Hverfiskráin handan götunnar var
einnig þéttsetin baráttuglöðum
Fylkismönnum í appelsínugulum
treyjum sem þömbuðu öl og hituðu
sig upp fyrir átökin í stúkunni.
Það var ekki síður góð stemning í
Ölveri í Glæsibæ þar sem stuðn-
ingsmenn KA komu saman til að
stilla saman strengi sína og efla lið-
sandann. Þar voru blár og gulur lit-
ir dagsins og prýddu jafnt fána og
treyjur sem andlit og hár norðan-
manna. Ungviðið sporðrenndi pits-
um á meðan hinir eldri teyguðu
mjöð og slógu á létta strengi. Eftir
að hafa setið um stund á Ölveri
héldu menn svo fylktu liði niður í
Laugardal undir dynjandi
trommuslætti og stríðshrópum. Bar-
áttuandinn dugði þeim þó ekki til
sigurs að þessu sinni því að Fylkir
hreppti bikarinn góða eftir fram-
lengdan leik og vítaspyrnukeppni.
Það fór ekki á milli mála meö hverjum þessir krakkar héldu.
Húfa hitar upp
Dægurtagapönksveitin Húfa tók
nokkrar vel þekktar perlur á sinn
einstaka hátt til aö hita KA-menn
upp fyrir átökin.
Appelsínugulir Árbæingar
Af fagnaðarlátunum aö dæma mætti
halda aö þessir áköfu Fylkismenn
væru þegar búnir aö vinna leikinn.
Stríösmálning
Fylkismaöurinn Villi lét mála liti
liösins í andlit sitt eins og Ijöl-
margir aörir Árbæingar.
Martin Lawrence hefur átt vel-
gengni að fagna í siðustu kvik-
myndum sínum (Big Momma’s
House, Blue Streak og Life), eftir
skrykkjóttan feril frá því Bad
Boys sló í gegn. Hann treystir
ekki algjörlega á trantinn á sér
eins og nokkrir kollegar hans í
deild svartra gamanleikara gera
heldur á það til að bregða sér í
ýmis gervi með ágætum árangri.
Það hefur því örugglega þótt góð
fjárfesting að leiða saman Martin
Lawrence og Danny DeVito, sem
gerir ekki mörg mistök. En svo
bregðast krosstré sem önnur tré.
What The Worst That Could
Happen er misheppnuð gaman-
mynd með slökum bröndurum og
hafa bæði DeVito og Lawrence
gert mun betri hluti. Ekki verður
af þeim skafið aö þeir rembast
viö aö vera fyndnir og tekst þaö í
einstaka atriðum en í heild er
myndin flöt og enginn kraftur í
atburðarásinni.
Það má segja að þegar þjófur-
inn Kevin Caffrey (Martin
Lawrence) ákveöur aö brjótast
inn hjá fjármálaskúrkinum Max
Fairbanks (Danny DeVito) hitti
skrattinn ömmu sína. Ekki nóg
með að Max er heima þegar hann
á ekki að vera heima heldur tekst
honum að góma Fairbanks viö
iðju sína. Og til að bæta gráu
ofan á svart segir Max lögregl-
unni að hann eigi falllegan hring
sem Kevin ber en hringur þessi
er gjöf frá stúlkunni sem Kevin
elskar. Þarna fór Max yfir strikið
að mati Kevins, enginn skal kom-
ast upp með að ræna hringnum
hans og má segja að myndin snú-
ist um áform Kevins að ná
hringnum af puttanum á Max, til-
raunir sem allar mistakast enda
spurning hvor þeirra er meiri
skúrkur.
Ég er ekki frá því að með styrk-
ari leikstjórn hefði verið hægt að
gera úr þessu ágæta gamanmynd
en Sam Weisman (George of the
Jungle, The Out-of-Towners) er
greinilega ekki maðurinn til að
gera slíka mynd. Handritið er
nefnilega lúmskt fyndið og ein-
staka samtöl hnyttin, sérstaklega
þegar þeir eigast við Lawrence og
DeVito. Hvað öðrum leikurum
líður þá er enginn góður sprettur
hjá þeim og verstur er William
Fitchner í hlutverki hommans,
ótrúlega leiðinleg persóna sem yf-
irborðskenndur leikur Fitchners
gerir óþolandi að horfa á. Það má
segja um What the Worst that
Could Happen að húmor sé fyrir
hendi í sögunni en að aldrei náist
að lyfta honum upp úr þeirri
lægð sem máttlaus leikstjórn set-
ur myndina í.
Leikstjóri: Sam Weisman. Handrit:
Matthew Chapman, eftir skáldsögu
Donalds S. Westlakes. Kvikmyndataka:
Anastas Michos. Aöalleikarar: Martin
Lawrence, Danny DeVito, John Leg-
uzamo, Glenne Headly, Richard Schiff
og William Fichtner.