Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2001, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2001, Síða 6
6 MÁNUDAGUR 15. OKTÓBER 2001 r>v Fréttir Leiga á aflaheimildum er klárlega skattskyld, segja skattaeftirlitsmenn: Milljarðaviðskipti á dökkgráu svæði - erfitt yrði að rekja misferli, segir aflamarkskaupandi Afla landað 77/ aö stunda fiskveiöar viö íslandsstrendur þurf amenn aö hafa kvóta. Mikil leiguviöskipti eru meö kvótann en skráö verö er taliö fjarri raunveruleikanum. Myndin tengist ekki kvótaviöskiptunum. stikkprufur annað slagið." Hann taldi að mögulegt ætti að vera að rekja viðskiptin í gegnum kvóta- miðlanir. Hann vildi þó ekkert fullyrða um að svo stöddu að þetta væri hægt. Nær ómögulegt að rekja viðsklptin í samtali DV við aflamarkskaup- anda fyrir helgi kom fram að kostnaðurinn vegna kvótaleigunn- ar væri bókfærður samkvæmt reikningi frá kvótamiðlaranum. Færslan er hins vegar ekki gerð samkvæmt þeim skýrslum sem sendar eru til Fiskistofu. Á reikn- ingnum frá kvótamiðlaranum kemur fram kílóafjöldi og verð. Hins vegar kemur ekkert fram um hvaðan kvótinn kemur. Sömu sögu er að segja af pappírum sem liggja að baki tekjuskráningu leigusala. Skrái hann leigutekjurn- ar lægri en raunverulegt er getur reynst torvelt að rekja það. Eini möguleikinn til að sjá á milli hvaða aðiia viðskiptin hafi átt sér stað er samkvæmt skýrslum sem sendar eru til Fiskistofu. Þær skýrslur eru hins vegar sam- kvæmt upplýsingum DV og sam- kvæmt fullyrðingum fram- kvæmdastjóra Sjómannasambands íslands og fleiri aðila algjörlega marklausar hvað upphæðir varð- ar. Mikill fjöldi viöskipta með afla- mark á sér stað á degi hverjum. Til að slík viðskipti séu rakin þarf í fyrsta lagi að vera grunur um að eitthvað gruggugt sé á ferðinni varðandi tekju- og kostnaðar- Þetta er tómt annað en einhverjir nýttu sér það. Þar gæti verið um litlar upphæðir að ræða en þær upphæðir gætu líka hæglega skipt milljörðum ef því væri að skipta. Það vissi hrein- lega enginn. Milijaröa misræmi Samkvæmt heimildum frá Fiski- stofu nam leigt þorskaflamark á milli óskyldra aðila á fiskveiðiár- inu 2000 til 2001 samtals 50.584 tonnum. Þar af var í jöfnum skipt- um verslað meö 4.701 tonn. Varð- andi leigu á ýsu voru skráð við- skipti hjá Fiskistofu síðasta fisk- veiðiár samtals 8.107 tonn. Þar af var verslun í jöfnum viðskiptum 1.476 tonn. Ekki kemur fram í upp- lýsingum frá Fiskistofu hvaða upphæðir eru á bak við þessi við- skipti. Miðað viö að leiguverð á þorskkvóta hafi verið að meðaltali 110 krónur á kg næmu þessi við- skipti með þorskkvóta tæpum 5,6 milljörðum króna. Vitað er að í sumum tilfellum var verðið um 10 til 15 krónum lægra og í sumum tilfellum mun hærra. Ekki er óal- gengt að kílóið sé selt á allt að 150 krónur. Hafa má í huga að samkvæmt tölum á vef Fiskistofu hefur með- alverðið oft farið niður fyrir 50 krónur, undanfarna mánuði, reyndar stundum niður í 3 krónur eða minna á kUó. Ef samkvæmt því er miðað við að uppgefið verð hjá ftíHtlato, u, \i6skipti Fréttir DV á fimmtudag og föstudag. PS' *“w*0.*m skráningu viðskiptaað- Ua. í öðru lagi er samkvæmt fram- ansögðu ekki hægt að rekja við- skiptin samkvæmt reikningum frá kvótamiölurum. Því þyrftu skatt- rannsóknarmenn að flokka skýrsl- ur Fiskistofu og reyna að rekja út frá þeim hvaða viðskipti eiga við viðkomandi aðila. Kunnugir telja hins vegar að slíkt sé svo mikil vinna að þaö sé nær óvinnandi vegur aö finna út úr þessu. Aflamarkskaupandinn sem DV ræddi við sagði opinbera aðila gjörsamlega hafa misst þessa skráningarmöguleika út úr hönd- unum þegar Kvótaþingið var lagt af í vor. Hann vildi ekkert fuUyrða um að menn nýttu sér augljósa misbresti kerfisins. Möguleikinn væri þó fyrir hendi og ótrúlegt Fiskistofu sé t.d. aö meðaltali 55 krónur á kíló er heUdarupphæðin á þessum þorskEiflamarksviðskipt- um tæpir 2,8 miUjarðar króna. Það er helmingur þess sem raunhæft er að áætla. Stranglega skal þó tek- ið fram að þetta hefur ekki verið tekið nákvæmlega saman. Upplýs- ingar DV sýna hins vegar svart á hvítu að misræmið milli uppgef- inna talna um kvótaleigu og veru- leikans er gríðarlega mikið. Þá ber einnig að hafa i huga að hér er að- eins nefnt brot af heildarviðskipt- um með aflamarksviðskipti á siö- asta fiskveiðiári. Tegundirnar í skrá Fiskistofu eru samtals 21 og viðskiptin nema hundruðum þús- unda tonna í heUd. Hæstiréttur staðfestir úrskurð héraðsdóms: manuðir fýrir brot gegn barni - auk 400 þúsund króna sektar Samkvæmt upplýsingurn frá embætti Ríkisskattsstjóra lúta við- skipti með leigukvóta sömu lög- málum og önnur viðskipti gagn- vart skattalögum. Því er mikil- vægt að skráning upplýsinga um þau viðskipti séu rétt. Samkvæmt fréttum DV síðustu daga er skrán- ing á viðskiptum meö leigukvóta hjá Fiskistofu fjarri veruleikan- um. Komið hefur í ljós að þar eru upplýsingar mjög villandi og tölur um meðalverð vegna leigu á afla- marki ekki i nokkru samræmi við raunverulegt verð á markaði. Friðleifur Jóhannsson hjá Ríkis- skattstjóra segir kvótaviðskipti bæði falla undir 14. grein og 50. grein A í skattalögum. Hann segir að kvóti hafi verið fyrnanleg eign en því hafi verið breytt með lögum í kjölfar mikilla deilna um hvort kvóti ætti að vera fyrnanlegur eða ekki. Kom til kasta dómstóla og í framhaldinu var lögum breytt 1997. Er kvótinn nú skilgreindur sem ófyrnanleg eign. Hann segir að í tilfelli úthlutaös kvóta, sem í daglegu tali er kallaður gjafakvóti, sé stofnverðiö núll og öll sala komi því til tekna sem söluhagnaður. Skammtímakvóta, sem er í við- skiptum innan ársins, sé farið með eins og hverja aðra leigu. Leigan komi til tekna hjá leigusala og til gjalda hjá leigutaka. Hann sagði að að sjálfsögðu skipti þá öllu máli að upplýsingarnar um viðskiptin væru réttar. Friðleifur segir að ef rétt sé að farið eigi þetta að koma fram í bókhaldi útgeröarfélagsins. Innlent fréttaljós > Hörður Kristjánsson blaðamaöur í 14. grein skattalaga segir m.a. að hagnaður af sölu náttúruauð- æfa teljist að fullu til skattskyldra tekna. Er þar nánar vísað til skatt- skylds hagnaðar af sölu aflahlut- deildar eða sambærilegra réttinda i sjávarútvegi. Ásgeir Heimir Guðmundsson, yflrmaður skattaeftirlits Ríkis- skattsstjóra, segir skattayflrvöld byggja á tölum Fiskistofu um við- skipti meö aflamark. Því sé vissu- lega áríðandi að þær upplýsingar séu réttar. „Menn geta síðan kall- að eftir bókhaldi fyrirtækja og skoðað málin á þann hátt líka,“ segir Ásgeir. „Þannig eru gerðar Átta Hæstiréttur hefur staðfest úr- skurð héraðsdóms frá því í nóvem- ber 2000 þess efnis að karlmaður skyldi sæta átta mánaða fangelsi og greiöa ungri stúlku 400 þúsund króna sekt vegna kynferðisbrota gegn bróðurdóttur sinni. í dómi Hæstaréttar segir meðal annars að i ljósi tveggja viðtala, sem tekin voru viö stúlkuna og sýnd dómnum á myndbandi, og annarra gagna málsins þyki hafið yfir skyn- samlegan vafa að ákærði hafi gerst brotlegur gagnvart stúlkunni. Gunnlaugur Claessen hæstarétt- ardómari lagði fram sératkvæði þar sem hann sagði að ekki yrði komist hjá því að sýkna ákærða. Hann sagði ákærða eindregið hafa neitað sök og varhugavert væri að byggja dóminn eingöngu á frásögn stúlk- unnar. í dómi héraðsdóms kemur fram að brot mannsins gagnvart stúlk- unni áttu sér stað á árunum 1988 til 1989. Stúlkan, sem bjó hjá móður sinni, dvaldi um helgar hjá föður sinum og bræðrum hans. Föður- bróðurnum er gefiö að sök að hafa snert kynfæri stúlkunnar og fengið hana til að fróa sér. Lögmaður ákærða lagði fram ómerkingarkröfu vegna þess að tekið var tillit til framburðar stúlkunnar í öðru kyn- ferðisafbrotamáli. Þar var bróðir stúlkunnar fundinn sekur um að hafa í að minnsta kosti sjö skipti sleikt kynfæri stúlkunnar og stund- að sjálfsfróun á meðan. Hæstarétti þótti ekki ástæða til ómerkingar enda hafi gögnin verið lögð fram án athugasemda verjanda mannsins. Það voru hæstaréttardómararnir Guðrún Erlendsdóttir, Gunrdaugur Claessen, Haraldur Henrysson, Hrafn Bragason og Pétur Kr. Haf- stein sem kváðu upp dóminn. -aþ Heiti potturinn Urnsjón: Birgir Gudmundsson netfang: birgir@dv.is Guömundur aftur í Fjörðinn? Samfylkingin í Hafnarfirði hefur verið nokkuð í sviðsljósinu eftir prófkjörið um helgina. Ekki mun búið að ákveða hvort efsta manni listans verður stillt upp sem bæj- arstjóraefni eða ekki, en í pottinum er talið að allt eins séu líkur á að svo verði ekki og flokk- urinn myndi kalla inn sérstakan mann í bæjarstjórastólinn ef til þess kæmi. Sumir pottverjar hafa bent á að hjá Samfylkingunni gæti valið verið létt i þeim efnum, því Guð- mundur Árni Stefánsson þingmað- ur hafi verið vinsæll bæjarstjóri og ýmsir samfylkingarmenn í Firðinum hafa viljað fá hann aftur í bæjarpóli- tíkina. Auk þessi væru heimatökin hæg því Jóna Dóra Karlsdóttir, sem er einn liklegur forustumanna flokksins á næsta kjörtímabili, er eiginkona Guðmundar Árna ...! Árni á landsfundi Mikiö er nú skeggrætt um framtið Áma Johnsens, m.a. að hann sé að skoða möguleikann á að eiga „come back“ í pólitíkinni á Suðurlandi. Árni sagði í blaða- viötali í vikunni að hann vildi ekk- ert um þetta segja, en pottverjum þótti athyglisvert að hann neitaði því ekki. Þá hafa ekki síður þótt merkileg ummæli Árna Sigfússonar sem sagðist helst vilja styðja frænda sinn og nafna Árna Johnsen, þegar DV innti hann eftir því hvort hann ætlaði í pólitik á ný. Áberandi nærvera Árna Johnsens á landsfundi Sjálfstæðis- flokksins hefur nú enn ýtt undir orðróminn um að hann sé ekki bú- inn að gefa pólitíkina upp á bátinn og að hann hafi verið að kanna stöðu sína meðal flokksmanna í Laugardalshöllinni um helgina ... Hnausþykkt hljóð Upp er komin sjóðheit deOa milli Bjarna Harðarsonar, ritstjóra Sunn- lenska fréttablaösins, og Kristjáns Einarssonar, oddvita í Árborg, sem pottverjar hafa fylgst með af áhuga. Kristján var í þættimnn Spurt og svarað í DV fyrir skömmu og var þá spurður um gfldi auglýs- ingaherferða þegar kæmi að því að bæj- arfélög vildu laða til sín fólk. Kristján notaði tækifærið til að senda héraðs- fréttablöðum tóninn og fór þá ekki á milli mála að hann var þar að tala um blöð á sínu svæði. Bjami Harðar- son hefur nú gripið til varna og skef- ur ekki utan af því og telur Kristján lítið hafa haft að segja og því væntan- lega lítið um hann að skrifa. Bjarni segir m.a.: Það er reyndar misjafnt hvað frammámenn samfélaga hafa mikið að segja við lýðinn og hér í Ár- borg hefur sá siður verið viðhafður að þeir þegja helst alveg hnausþykku hljóði milli kosninga." Tony Blair trúverðugastur Á vefritinu Kreml.is er að finna athyglisverða niðurstöðu könnunar sem Kremlverjar buðu lesendum sinum upp á. Spurt var hverjum menn treystu best til að gefa „raunsanna lýs- ingu af átökunum í Afganistan". Nið- urstaðan er nokk- uð óvænt en hún er þessi: 39,47% sögðu Tony Blair; 18,42% sögðu Steingrími J. Sigfússyni; 17,11% sögðu að það væri sami rassinn undir þessu öllu saman; 14,14% sögðu Davíð Oddssyni; 8,88% sögðu George Bush; og 1,97% sögðu Osama bin Laden ...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.