Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2001, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2001, Síða 12
12 Meiming_____________ Veruleikastefna JESH eru að sönnu upphafsstafir lista- mannanna Jóns Óskars, Erlu Þórarinsdótt- ur, Steingríms Eyfjörð og Huldu Hákon en í sameiningu mynda stafirnir upphrópun sigri hrósandi unglinga, vantar bara upp- hrópunarmerkið. Og þótt þetta sé sjálfsagt einber tilviljun er eitthvað frísklegt og ung- æðislegt við samsýningu þessara sjóuðu fjór- menninga í Gerðarsafni í Kópavogi. í staö þess að leggjast í naflaskoðanir, íhuga óræð rök tilverunnar, sækja þau myndefni sitt til veraldarinnar hið ytra og mannlegrar breytni. Meðhöndlun þeirra á þessu myndefni er einnig úthverf og stórbrotin fremur en naum og pen; myndum þeirra er ætlað að hreyfa viö okkur, jafnvel að troða illsakir við okkur, fremur en aö staðfesta og sætta okkur við það sem við vitum fyrir. Þetta á sérstaklega við Jón Óskar. Vissu- lega hefur hann lengi látið sig varða ýmiss konar birtingarmyndir félagslegra og þjóöfé- lagslegra breytinga, einkum þær sem vitund- ariðnaðurinn hefur tekiö upp á arma sér: klisjurnar sem bæði opinbera og fela. í seinni tíð hefur mér þótt Jón Óskar klifa um of á hinu augljósa og yfirborðskennda, en í verkum sínum i Gerðarsafni hefur hann aft- ur fundið fjölina sína. Hann hefur haft lifi- Jón Óskar: Án titils, 2001 MeO taktföstum hætti opnarJón Óskargiugga inn í þennan sýndarheim ... Steingrímur Eyfjörð: Vörpun Fundur gamalla og rifínna kvenmannsnærfata veröur tistamanninum aO þráhyggju. brauð sitt af grafískri hönnun og gagnvirkri miðlun og notar reynslu sínu af hvoru tveggja til uppbyggingar mikilla myndveggja úr fjölmörgum en jafn stórum hlutum. Bardagaleikur Óinnvígður í tölvuleikjafræðum hef ég fyr- ir satt að slátrið í þessum myndveggjum sé úr bardagaleiknum Counter-Strike þar sem þátttakendur berast á banaspjót eftir ákveðnum reglum. Með taktföstum hætti opnar Jón Óskar glugga inn í þennan sýnd- arheim, það tungutak sem mér skilst að gildi innan vébanda hans, milli þess sem hann hleður upp mynsturtýpum sem virðast ýmist ættaðar úr tölvuheimi eða lífheimi. í heild- ina séð verða þessir myndveggir yfirþyrm- andi og á ég þá ekki eingöngu við stærð þeirra, heldur sjónræna áreitni og innbyrðis átök margbrotinna mynstranna og lítt bælt ofbeldiö sem birtist í tölvuleiknum. Nú veit ég ekki hvenær Jón Óskar lauk við þessi verk en í kjölfar atburðanna 11. september verða þau óneitanlega ágengari en ella. Erla Þórarinsdóttir er hér einnig með allra áhrifamestu verk sem hún hefur gert um dagana. Jón Óskar steypir saman slitr- um þess margbrotna veruleika sem við búum við; Erla þjappar honum saman i harða og skínandi kjama sem vísa til - og sækja kraft sinn tO - aldagamalla tákna og ímynda. Útgangspunktur Erlu eru hreyfíng- ar himintunglanna, sólar og tungls, og þeir myndkjamar sem hún byggir upp hvelfast iðulega í takt við þau. Samt þarf ekki þekk- ingu á sólargangi eða tunglfylli tO aö komast nær merkingu þessara verka. ÖOu mikO- vægari er ítrekuð notkun Erlu á blaðsilfri, sem gæða þessar „himinplastísku" myndir geistlegri orku gamalla helgimynda, án þess að þau geistlegheit séu tengd sérstaklega viö kristindóminn. Það er engu líkara en Erla freisti þess að skapa íkon fyrir 21stu öldina, verk sem allir trúflokkar geta sætt sig við. Þráhyggja Einnig er ánægjulegt að sjá Steingrím Ey- flörð fílefldan á þessari sýningu, eftir nokk- urra ára óvissutíð. Eins og þau Jón Óskar og mannsgaman Erla fæst Steingrímur við að staðsetja sig i daglegum veru- leika. Undirrótin að veiga- mesta verki hans á sýning- unni er fundur gamalla og rifinna kvenmannsnærfata í lokúðum skáp í gömlu húsi. Nærfotin em tO sýnis undir gleri. Þessi fundur verður listamanninum að þráhyggju og einsetur hann sér að kom- ast að uppruna klæðanna. Hann íklæðist þeim til að komast nær upprunalegum eiganda þeirra; tæpir um leið á þrálátum pælingum nú- tímalistamanna um kynferði. Að auki skráir hann hugleið- ingar sínar um nærfötin og birtir með sviðsettum heim- ildaljósmyndum. Loks fer hann á fund miðla með nær- fötin og tekur upp vídeómynd af samtölum sínum við þá, þar sem þeir lýsa þeim áhrif- um sem þeir verða fyrir af þeim. Þetta er magnaður gjömingur sem heggur að rótmn ýmissa þeirra gOda sem íslendingar hafa haft í heiðri. í þessu samhengi verða verk Huldu Hákon eilítið útundan, ekki síst vegna þess hve smá, lágmælt og innhverf þau eru. TOraunir hennar til að rjúfa rökrétt samhengið mOli orða og mynda eru þó í anda þeirrar veruleikastefnu sem ástunduð er á þessari sýningu. Aðalsteinn Ingólfsson Sýning fjórmenninganna stendur til 4.11. og hún er opin alla daga nema mánudaga frá 11-17. Hægt er aö skoða sýninguna á veraldarvefnum á slóöinni www.jesh.org. Fyrsti dagur París Fáar borgir eru jafn stórar og mikilfenglegar í huganum og París. Hún er menningarveisla. Hún er mannlífsspegiO. Og hún kveOúr í fólki ljóð og sögur og myndir. Og ást, ekki gleyma því. Líklega er París eini staðurinn í heiminum þar sem ferðalangar hafa gaman af að týna sjálfum sér og finna sig ekki fyrr en löngu seinna. Hún er tO þess faUin að vafra um í tímaleysi. Hún er augnskógur dags og nætur. Kom þangað fyrst um tvítugt og man að ég hafði farið langa vegu um misjafnlega merkUeg Evrópulönd að ég settist upp úr neðanjarðarlest- inni á kaffihús við Saint Germain. Það gamla kaffíhús með litlu frönsku afgreiðslukonunum hefur æ síðan verið miðja heimsins i mínum huga, vinstri bakkinn og veröldin á fingrum manns. AUt í kring. Settist einn við járnsteypt borð sem var valt og pantaði mér rauðvín og croissant eins og ég heföi búið við Signubakkana í sæUeg ár. Horfði út í lognið og velti því fyrir mér hvort ég ætti að kaupa Le Monde í nálægum blaðsöluturni og fletta þvi gáfumannslega án þess að kunna stakasta orð í frönskunni. Reyndi að reykja eins og skorsteinn. Ojújú, lét svo slag standa og keypti mér eintak af Heiminum og nú fyrst fóru draumóramir af stað á litla járnborðinu á Cóte de Seine við heOögu götuna í Frans. Fletti ungum fingmm og dreypti hæfilega á rauðvíninu mOli þess sem horft var út í logniö. Og hélt minar hugmynda- sýningar eins og heimurinn leyfði. Þarna fann ég að tíminn hreyfðist ekki. Vissulega flautuðu bUstjórarnir eins og grenjandi vitleysingar aUt í kring og viðskiptafólkið skaust fyrir næstu horn í sinni nagandi óvissu, en það var aUt saman að- eins önnur fiðla í þessari dásemd að lifa sinn fyrsta dag. Ég býst við að aUir muni fyrsta daginn í Par- ís. Á þessum fyrsta degi minum gerðist ekki meir. En meira þarf ekki tU. -SER MÁNUDAGUR 15. OKTÓBER 2001 DV Umsjón: Silja Aðalsteinsdöttir Bjarni Thor syngur Sarastró Bjarni Thor Kristinsson bassasöngvari, sem sló svo eftirminnOega i gegn í Salnum fyrir fá- einum vikum, verður gestur íslensku óperunnar í hlutverki Sarastrós í Töfraflautunni á sýning- unum 2. og 3. nóvember. Bjami Thor syngur um þessar mundir í HoUendingnum fljúgandi í Ver- ona á Ítalíu og eftir áramót mun hann þreyta frumraun sína í Chicago í annarri Wagner-óp- eru, Parsífal. Eins og áður hefur komið fram syngur Arndís HaUa Ásgeirsdóttir hlutverk næturdrottningar- innar á sýningunum 26. og 28. október. Hún er starfandi óperusöngkona í Þýskalandi og syngur einmitt þessa dagana sama hlutverk við óperu- húsið í Neustrelitz. Myndasagan á tímum músarinnar í dag kl. 12.30 fjaUar Bjami Hinriksson myndasöguhöf- undur um síðustu verk sín í fyrirlestri við Opna listahá- skólann, stofu 024, í LHÍ í Laugarnesi. Þar veltir hann fyrir sér þeim áhrifum sem tölvan hefur haft á vinnuferl- ið, bæði teikninguna sjáUa og frásagnartæknina. Hvenær leysir tæknin sköpunargleðina úr læð- ingi og hvenær heftir tæknin? Hvað verður um rými og tíma þegar teikningin færist af blaði yfir í rafmagn? Breytist myndasagan í hreyfimynd? Bjarni lærði list sína í Frakklandi 1985-89. Síðast birtust eftir hann myndasögur í tveimur tölublöðum TMM sem vöktu athygli. íslensk tískulína Nemendur hönnunardeOdar Listaháskóla ís- lands á textíl- og fatahönnunarsviði hafa dvalið í París undanfarnar vikur við störf hjá þekktum tískuhúsum þarlendum og fengu meira að segja að undirbúa tískulínu fyrir tískuvikuna í París. Nú hefur hópurinn snúið heim frá París og seg- ir frá reynslu sinni í fyrirlestrasal hönnunar- deOdar, stofu 113, Skipholti 1, á miðvikudaginn kl. 12.30. AOir áhugamenn um hönnun, tíðar- anda og tísku em velkomnir. Myndlistarnámskeið Á námskeiðinu „IUustrator", sem hefst 22. október við Opna listaháskólann, verða kennd leturnotkun og munsturgerð. Grunnþekking á Photoshop er nauðsynleg. Kennari er Höskuldur Harri Gylfason. Á grafíknámskeiði, sem byrjar á morgun, verður m.a. kynnt Image On sem er ný grafísk ljósmyndatækni með ljósnæmri filmu. Kennari er Ríkharður Valtingojer. Á teikninámskeiði, sem einnig hefst á morg- un, verður kennd hraðteikning með áherslu á myndbyggingu, sjónarhorn, ljós og skugga. Á síðari hluta námskeiðsins verða teknir fyrir grunnþættir í klassiskum teiknimyndastíl, ann- ars vegar að hætti Marvels og hins vegar Dis- neys. Kennari er HaUdór Baldursson. Ólík þemu í barnadeildum íslendingasögur verða þema októbermánaðar í barnadeOdinni í nýju aðal- safni Borgarbókasafns í Grófarhúsi. Sögustundir á sunnud. kl. 14 og þriðjud. kl. 10 og 13.30 verða helgað- ar hetjunum Gretti Ás- mundarsyni og Agli SkaUa- grímssyni og íslendingasög- ur sem gefnar hafa verið út með böm í huga verða til sýnis og úOáns. í Gerðubergi og Seljasafni er þemað tröU. í Gerðubergi er tröllkerling mikil er Frenja heitir og verða sögustundir í október helgaðar henni og hennar slekti. Á laugardaginn kl. 13.30 kemur Brian PUkington í heimsókn í Gerðuberg og teiknar tröU. Sögustundir í Gerðubergi eru á fimmmtudögum kl. 10 en í Seljasafni eftir sam- komulagi. Vináttan verður í fyrirrúmi í Sólheimasafni í október en sögustundir þar eru á þriðjud. kl. 10. Englar eru þemað í Foldasafni og er safnið skreytt englum, englamyndum, englastyttum og englabókum. Sögustundir í Foldasafni eru á þriðjudögum kl. 14.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.