Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2001, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2001, Page 13
13 MÁNUDAGUR 15. OKTÓBER 2001________________________________ DV ______________________________________________________Menning Biðin á enda Mörg af athyglisverðustu leikverkum tuttugustu aldar- innar hafa ratað á íslensk svið að undanfórnu. Horfðu reiður um öxl og Hver er hræddur við Virginiu Woolf? eru ágætis dæmi þar um og nú bætist enn í hópinn því í gær frumsýndi Leikfélag Reykjavíkur Beðið eftir Godot eftir Samuel Beckett. Sýningin er jafnframt vígslusýning Nýja sviðs, nýs salar Borgarleikhússins, sem hefur verið beðið með nokk- urri óþreyju. Beðið eftir Godot er marg- slungið verk sem markaði tímamót í leiklistarsögunni. Þaö var skrifað skömmu eftir seinni heimsstyrjöld og ber þess vissulega merki. Likt og Sartre og skoðanabræður hans sem kenndir hafa verið við existensialisma er Beckett að fást við spumingar sem tengjast tilvist mannsins. Reyndar er Beckett oftar kenndur við leikhús fárán- leikans enda verk hans mjög á skjön við natúralískt raun- sæisleikhús. Það kristallast í Beðið eftir Godot, leikriti sem hverfist um bið eftir einhverj- um sem aldrei lætur sjá sig. Aðalpersónur verksins, Vla- dimir og Estragon, hafa ekki hugmynd um af hverju þeir sætta sig við þessa endalausu bið eftir Godot og enn minni hugmynd um hver hann er. Þeir halda samt áfram að bíða og þegar verkinu lýkur eru þeir í nákvæm- lega sömu sporum og við upphaf þess. Áhorf- endum er látið eftir að gera upp við sig um hvað verkið fjallar og spá í merkingu persón- unnar sem beðið er eftir. Leiklíst Leikfélag Reykjavíkur hefur fengið til liðs við sig sænskan leikhúsmann, Peter Engkvist, sem ætti að vera íslenskum leikhúsgestum að góðu kunnur því hann hefur i tvigang sett upp sýningar hér auk þess að sýna rómaðan einleik byggðan á Hamlet á Listahátíð 1992. Engkvist hefur valið að skipa unga leikara í öll hlutverk- in í Beðið eftir Godot sem er frekar óvenjulegt því oftast eru persónumar túlkaðar af miðaldra leikurum. Það er raunar ekkert í textanum sem beinlínis kallar á eldri leikara og þeir Hilmir Snær Guðnason og Benedikt Erlingsson skil- uðu hlutverkum Estragons og Vladimirs með bravúr. Persónurnar bjóða upp á mikla breidd í túlkun því nánast allt tilfinningalitrófið er lagt undir. Eins og venjulega sveiílaði Hilmir Snær sér fimlega milli gleði, sorgar, vonbrigða og reiði og sama má raunar segja um Benedikt þó hann frnni sig greinilega best í kómískari hlutum verksins. Pozzo er ekki auövelt hlut- verk en Björn Ingi Hilmarsson gerði því ágæt skil. Að mínu mati hefði hann mátt vera valds- mannlegri og grimmari en túlkunin er engu að siður í góðu samræmi við heildaryfirbragð sýn- ingarinnar. Halldór Gylfason kemst sömuleiðis ágætlega frá Lucky en persóna hans varð ekki eftirminnileg. Arnmundur Emst Björnsson lék drenginn af öryggi og greinilegt aö hann er þeg- ar sviðsvanur. Sten Sandell á heiðurinn af stórskemmtilegri tónlist sem gegndi veigamiklu hlutverki í sýn- ingunni. í einu atriði varð hún mótleikari Benedikts i bókstaflegri merkingu en þjónaði líka því hlutverki að gefa ákveðna stemningu líkt og hrá leikmyndin. Það er fengur að Nýja sviði Borgarleikhúss- ins og fyrstu sýningunni þar. Verkið sjálft vek- ur endalausar spumingar og uppsetningin hef- ur tekist með miklum ágætum. Halldóra Friðjónsdóttir Leikfélag Reykjavíkur sýnlr á Nýja svi&inu: Beðiö eftir Godot. Höfundur: Samuel Beckett. Þýölng: Árni Ibsen. Hljóö: Ólafur Örn Thoroddsen. Lýsing: Ögmundur Þór Jóhannesson. Tónlist: Sten Sandell. Búningar: Stef- anía Adólfsdóttir. Leikmynd: Stígur Steinþórsson. Leikstjóri: Peter Engkvist. Tónlist Alvarleg englaböm Líkast til er líf drengjanna í Vínardrengjakórnum ekki alltaf tekið út með sældinni, eða það hvarflaði að minnsta kosti að manni við að hlýða á tónleika þeirra í Garðabæ sl. laugardag. Verkefnavalið spannaði allt frá miðaldatón- list til Mozarts og Strauss, yf- irgripsmikil yfirferð yfir tón- listarsöguna með viðkomu í andlegum söngvum víðs veg- ar að úr heiminum. Vínar- drengjakórinn er heimur út af fyrir sig, rekur sína eigin leikskóla og bamaskóla - og fjóra drengjakóra sem hver um sig hefur sínu hlutverki að gegna: Tveir þeirra ferð- ast um heiminn meðan hinir tveir sitja heima og syngja i messum í Vínarborg. Drengimir eru teknir inn í kórana við tíu ára aldur og aðeins þeir efnilegustu fá inngöngu. í efnisskrá segir m.a. að í frístundum sínum stundi drengimir svo íþróttir, fari í leikhús og á tón- leika og leiki frumsamda tónlist. Drengirinir sem birtust tónleikagestum í Garðabæ á fóstudag og laugardag voru í senn agaðir og einbeittir og höfðu sumir hverjir makalausar raddir sem á köflum gáfu goðsögn- inni um þennan fræga kór byr undir báða vængi. Oft var þó söngur kórsins frekar líflaus og tillærður og lítið sem benti til þess að drengirnir nytu þess sem þeir vom að gera. Ekki var heldur góð hugmynd hjá Garðbæing- um að flnna tónleikunum stað í nýjum sal Fjöl- brautaskólans (þó að sá verði án efa ágætur til síns brúks), hann hljómaði eins og pappakassi og studdi á engan hátt við viðkvæman tónlist- arflutning drengjanna. Tónleikarnir hefðu átt mun betur heima í Kirkjuhvoli eða öðrum hljómmeiri sal. Efnisskrá tónleikanna var skipt í þrennt, byrjað á miðaldatónlist eftir Schutz, Hassler og Bartholdy og var kórinn dálítinn tíma að syngja sig i gang en náði svo fullu flugi í öðr- um hlutanum. Þá gat að heyra indíána- og gyðingasöngva, am- erískan negrasálm og pakist- anskan óð til heiðurs Allah, Allah hu, sem drengirnir sungu með miklum tilþrifum og sem varð nokkuð áhrifarík- ur í ljósi yfirstandandi heims- viðburða. Greinilegt var að þessi hluti efnisskrárinnar var drengjunum mest að skapi enda gerðu þeir hann best og sumir þeirra einsöngvara sem stigu fram fyrir kórinn voru hrifandi. Þriöji og síðasti hlut- inn samanstóð af germönskum tónskáldmn, Mozart, Schubert og Strauss auk austurrískra þjóðlaga. Kannski hafa drengimir verið orðnir dálítið þreyttir því söngur þeirra var þar dálítið líflaus eins og fyrr segir þó að margt hafl verið ótrúlega vel gert. Víða var um flókna söngtónlist að ræða sem böm hefðu varla átt að ráða jafn vel við og hér var raunin. Drengjunum var vel fagnað og voru þeir margoft klappaðir upp. Píanóleikarinn stóð sig vel og kórstjórinn Robert Rieder stýrði af mik- illi atorku en hann er fyrrverandi meðlimur í Vinardrengjakórnum. Hér lá mikil og öguð vinna að baki og vonandi fá nú drengimir að bregða sér úr matrósafótunum og láta gamm- inn geisa það sem eftir er dvalarinnar á íslandi. Hrafnhildur Hagalín Ekki keppnisíþrótt Pistlar Þórhila- -------■— ar Þorleifsdóttur b um leikhús og 111- uga Jökulssonar um heimsmál, sem fluttir eru í morgunþætti Stöðvar 2, eru kostaðir af og birtir í vefritinu kistan.is og þar er hægt að lesa þá. Þórhildur fær þar rými sem gagn- rýnendur blaðanna öfunda hana af; hún þarf ekki að takmarka sig við pappirs- stærðir heldur hefur hún allan veraldar- vefinn til að breiða úr sér. í pistlinum um Vatn lífsins kemur Þórhildur að efni sem talsvert er rætt í heitum pottum um þessar mundir. Hún segir: „Höfundur verksins, Benóný Ægis- son, hefur verið mjög sigursæll í leikrita- samkeppnum. Það er út af fyrir sig um- hugsunarefni hvernig hægt er að „keppa“ í þessari íþrótt en hitt er meira og alvarlegra umhugsunarefni hver er afrakstur leikritasamkeppni undanfar- inn áratug ... Þetta væri vissulega efni í miklu lengri og ítarlegri pistil en hér er á ferðinni - efni sem þarf að skoða af fullri alvöru, ekki síst í ljósi þess að höf- undar kvarta sáran undan skorti á tæki- færum og aðstöðu og leikhúsin standa oft ráðþrota frammi fyrir þvi hvernig best verður að því staðið að laða fram ný verk. ... En það hlýtur að vera lýöum ljóst að sú leið að efna til samkeppni af öllum tilefnum er ekki leiðin - þar tala mörg verðlaunaverk undanfarinna ára sínu máli og Vatn lífsins er því miður dæmi um það.“ Ofbeldi og óhugnaður Talandi um leikhús þá skrifar Þor- gerður Sigurðardóttir grein í nýtt hefti af tmm um hið svonefnda „In-yer-face“ eða „beint framan í smettið á þér“-leikhús í Englandi sem ekki hefur síður vakið deilur þar í landi en verðlaunaleikritin okkar þó á öðrum forsendum sé. Þetta eru oft svæsin verk, mettuð óhugnaði, enda er þeim ætlað að hreyfa við og jafn- vel sjokkera áhorfendur, og þau hafa lokkað ungt fólk í leikhúsin, bæði sem áhorfendur og sem leikskáld. Þó að of- beldið gangi stundum ansi langt reyna þessi verk þó af alvöru og einlægni að rista nútímann á kviðinn og skoða mein- semdirnar - eins og Fegurðardrottningin frá Línakri, Shopping & Fucking, Popp- kom og Trainspotting sem við höfum fengið að sjá hér heima. Samkvæmt lýs- ingum í grein Þorgerðar höfum við þó ekki fengið nema rétt smjörþefinn af stefnunni en dæmi um áhrif hennar á ís- lensk leikskáld er Englabörn eftir Hávar Sigurjónsson sem nú eru sýnd í Hafnar- flarðarleikhúsinu. Fjölbreytt tímarit Meðal ann- arra greina í nýja tmm-heft- inu er athugun Guðmundar Steingrímssonar á stefnuskrám íslenskra stjórn- málaflokka, „Allt sama tó- bakið?“. Natasa Babic Friðgeirs- son skrifar um það hvernig lítið þorp í Herzegóvínu hefur stórgrætt á regluleg- um heimsóknum Maríu guðsmóður og kallar það hagfræði kraftaverksins. Ás- geir Guömundsson rekur tilraunir til kvikmyndagerðar á íslandi á 3. og 4. ára- tug sl. aldar. Hallgrímur H. Helgason ræðir við breska ljóðskáldið Tony Harri- son. Þórunn Sigurðardóttir heldur áfram umræðunum um frelsi og ábyrgð lista- manna. Peter WeiB skrifar um austur- þýsku skáldkonuna Christu Wolf, bók- menntadrottninguna sem reynt var að steypa af stalli þegar múrinn féll, og Lisa Storm Villadsen flallar um Flagarann eftir verðlaunaskáld Norðurlandaráðs, Jan Kjærstad. Viðtal er við Olgu Berg- mann myndlistarmann. Kristín Ómars- dóttir á tvær smásögur, framhaldssög- una skrifar Gerður Kristný og birtir eru stórskemmtilegir kaflar úr rokkbók dr. Gunna, Rokk um alla blokk. Ritstjóri tmm er Brynhildur Þórarins- dóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.