Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2001, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2001, Page 11
11 ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 2001 33^________________________________ Útlönd Miltisbrandsfárið breiðist út víða um Evrópu: Sjö mánaða barn greindist með miltisbrand í New York Miltisbrandsfárið sem tröllriðið hef- ur Bandaríkjunum að undanförnu er nú farið að berast víða um heim og er nýjasta tilfellið sem tilkynnt hefur ver- ið um frá Svíþjóð. Þar munu fjórar grunsamlegar bréfasendingar hafa borist inn til jafnmargra fyrirtækja og er eitt þeirra umboðsfyrirtæki banda- ríska fataframleiðandans Levis Strauss og var það póstlagt af óþekktum aðila i smáríkinu Dubai á Arabíuskaga. Málið er nú i rannsókn sænsku lögreglunnar en ekki talið að hætta sé á smiti. í gær var einnig tilkynnt um grun- samleg bréf í sex öðrum borgum Evr- ópu þar sem bréfasendingar höfðu til dæmis borist til frönsku geimferðamið- stöðvarinnar og háskólans í París og höfðu 55 manns þar verið sendir til frekari rannsóknar. í Berlín í Þýska- landi hafði grunsamlegt bréf borist til skrifstofu Gerhards Schröders, kansl- ara Þýskalands, og var málið þar í rannsókn ásamt tilfellum sem upp komu í tveimur öðrum borgum lands- ins. Einnig var tilkynnt um tilfelli á Gíbraltar og i Zwaag í Hollandi og eru þau einnig til rannsóknar. I Sviss kom REUTER-MYND Bill Clinton Fyrrum Bandaríkjaforseti vill berjast gegn fátækt og öörum ójöfnuöi. Clinton vill binda enda á ójöfnuð- inn í heiminum Bill Clinton, fyrrum Bandaríkja- forseti, sagði í gær að Bandarikin og bandamenn þeirra yrðu að vinna stríðið gegn hryðjuverkamönnum en þegar til lengri tíma væri litið þyrftu Vesturlönd að binda enda á þann ójöfnuð sem ríkir í heiminum. Clinton flutti ræðu á mann- réttindaráðstefnu í Prag, höfuðborg Tékklands, þar sem hann ítrekaði stuðning sinn við Bush forseta og þær aðgerðir sem hann hefur gripið til í kjölfar hryðjuverkaárásanna í síðasta mánuði. Clinton sagði að ójöfnuðurinn í heiminum væri undirrót ofbeldis- verka og berjast yrði gegn honum. Miltisbrandsfáriö berst til Evrópu Tveir starfsmenn heilbrigðisyfirvalda í Berlín i Þýskalandi fara aö öllu meö gát þegar grunsamlegt bréf ætlaö Gerhard Schröder kanslara er flutt til rannsóknar. einnig upp tilfelli í Basel þar sem ein- um starfsmanni lyfiafyrirtækis hefur verið gefið mótefni eftir grun um smit með bréfasendingu. Þá hafa ísraelar fengið sinn skammt af fárinu en þar hafa skiljanlega miklar varúðar- ráðstafanir verið gerðar og er m.a. eitt tilfelli sem þar kom upp um borð í flug- vél E1 A1 nú til rannsóknar. í Bandaríkjunum bættust tveir í hóp þeirra sem greinst hafa með milt- isbrand i gær og var þar í öðru tilfell- inu um að ræða sjö mánaða gamlan dreng, son starfsmanns ABC-sjón- varpsstöðvarinnar, sem komið hafði með móður sinni í heimsókn á vinnu- stað fóöursins þann 28. september sl. Þangað hafði borist bréf með smitbakt- eríunni og hafði smitið borist um sár á húð en var ekki talið alvarlegt. Þá greindist enn einn starfsmaður i fjöl- miölabyggingunni í Boca Raton með miltisbrand og er þar um að ræða hinn 73 ára gamla Ernesto Blanco sem þegar hafði greinst jákvæður en ekki tekið veikina fyrr en i gær, hann var starfsfélagi Bobs Stevens sem er sá eini sem látist hefur. REUTER-MYND Pandabjörn á ferðalagi Yingying heitir þessi sautján ára gamli pandabjörn sem kíkir út milli rimtanna á búri sínu viö komuna til Peking í morg- un. Yingying kom til kínversku höfuöborgarinnar til aö taka þátt í fimleikahátíö sem hefst þar í vikunni. REUTER-MYND Bin Laden í felum Óþolinmæöi gætir vestra yfír hve illa gengur aö finna Osama bin Laden. Þrýst á að senda sérsveitir til að góma bin Laden Stjórn Bush Bandaríkjaforseta hefur vaxandi áhyggjur af gangi hernaðaraðgerðanna gegn Afganist- an þar sem ekki hefur tekist að svæla hryðjuverkamanninn Osama bin Laden úr fylgsni sínu, að sögn breska blaðsins The Guardian. Þar sem ekki hafa komið fram neinar nýjar upplýsingar um sama- stað bin Ladens hafa starfsmenn landvarnaráðuneytisins f vaxandi mæli þrýst á hershöfðingja að senda fleiri sérsveitir til Afganistans til að svæla bin Laden út. Helstu herforingjarnir i Pentagon eru hins vegar tregir til að senda bestu sveitir sínar á vettvang á með- an ekki liggja betri upplýsingar fyr- ir um bin Laden. Þá vilja þeir að dregið verði enn frekar úr varnar- mætti talibana áður en til leitar á landi kemur. Sagt er að Donald Rumsfeld landvamaráðherra sé að verða æ pirraðri vegna varkárni hershöfðingjanna. Indverjar og Pak- istanar börðust í Kasmír í alla nótt Indverskar og pakistanskar her- sveitir háðu harða bardaga í alla nótt yfir landamærin á Kasmírhér- aði. Indverjar og Pakistanar deila um yfírráð yfír héraðinu. Kasmír er eina hérað Indlands þar sem múslímar eru í meirihluta. Byss- urnar þögnuðu í morgunsárið en ennþá er mikil spenna á landamær- unum að Pakistan. Bardagarnir i Kasmír blossuðu upp á sama tíma og Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kom í heimsókn til Pakistans. Powell fer þaðan til Indlands í dag. í tilkynningu sem utanríkisráðu- neyti Indlands sendi frá sér sagði að Indverjar hefðu hafið skothríðina til að koma í veg fyrir að íslamskir harðlínumenn, sem berjast gegn Indverjum, færu yfir landamærin. Þá sökuðu indversk stjórnvöld Pakistana um að gera of mikið úr atburðunum til að reyna að trufla heimsókn Powells. Colin Powell í Islamabad í morgun: Styrkari tengsl við Pakistan Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði ráðamönnum í Pakistan í morgun að samskiptin milli ríkjanna tveggja ættu eftir að styrkjast vegna ástandsins í Afganistan og baráttunnar við hryðjuverkamenn. „Ég fúllvissaði pakistönsk stjóm- völd einnig um stuðning bæði Bandaríkjanna og alþjóðasamfélags- ins við þátttöku Pakistans í þessari baráttu," sagði Powell á fundi með fréttamönnum eftir viðræður við Pervez Musharraf, leiðtoga herfor- ingjastjórnarinnar i Pakistan. Musharraf sagði eftir viðræðurn- ar við Powell að Bandaríkjamenn og Pakistanar væru sammála um að fulltrúar stjórnarandstöðunnar og talibana myndu eiga sæti í framtíð- arstjórn Afganistans. REUTER-MYND Vígorö gegn BNA Harölínumúslímar efndu til mót- mælaaögeröa gegn Bandaríkjunum víöa í Pakistan i gær í tilefni af heimsókn Colins Powells utanríkis- ráöherra til landsins. „Zahir Shah, fyrrum konungur, pólitískir leiðtogar, hófsamir tali- banar, menn úr Norðurbandalag- inu, öldungar úr ættbálkum lands- ins og Afganar sem búa utan heima- landsins geta allir gegnt hlutverki í þessari stjóm,“ sagði Musharraf á fréttamannafundinum með Powell. Musharraf sagði einnig að stríðið í Afganistan ætti að vera stutt og að meirihluti Pakistana væri þeirrar skoðunar. Hann sagði líka að meiri- hluti pakistönsku þjóðarinnar væri fylgjandi stuðningi stjórnvalda við aðgerðir Bandaríkjamanna gegn talibönum og hryðjuverkasamtök- um Osama bin Ladens sem grunað- ur er um að hafa staðið fyrir árás- unum á New York og Washington i síðasta mánuði þar sem á sjötta þús- und manns týndi lífi. • • Hægt er að hefja nám alla miðvikudaga (áfangakerfi). Kennt er á leigu-, vöru- og hópbifreið, einnig eftirvagn. Endurbætt kennsluaðstaða og sérhæfðir kennarar. Námsgögn verða eign nemenda. Námslok nemenda tryggð. Góðir kennslubflar. Greiðsluskilmálar við allra hæfi. Hringið eða komið og fáið nánari upplýsingar. E-mail okusk.mjodd@simnet.is Sími 567-0300

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.