Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2001, Qupperneq 13
13
ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 2001
DV
Barnabækurnar virðast ætla að halda velli þó að sótt sé að þeim úr öllum áttum:
Hinn þœgilegi miðill
Á föstudag og laugardag var haldin ráöstefna í
tengslum vió barnabókahátíóina Köttur úti í mýri
í norrœna húsinu og var yfirskriftin „Staöa bókar-
innar í barna- og unglingamenningu samtímans“
- sem menn túlkuöu frjálslega. Fimm fyrirlestrar
voru haldnir, sinn frá hverju landi, fimm rithöf-
undar lásu úr verkum sínum, hver frá sínu landi,
og auk þess var íslenski barnabókmenntavefurinn
http://barnung. khi. is kynntur.
Finnski fyrirlesarinn taldi upp helstu starfandi
barna- og unglingabókahöfunda í sínu landi og
benti á að fmnlandssænskar barnabókmenntir
væru hverfandi því engir nýir höfundar bættust í
hópinn. Þekktasti barnabókahöfundur Finnlands
um langa hríð hefur einmitt verið fmnlands-
sænski snillingurinn Tove Jansson, „móðir“
Múminálfanna, sem lést í júní sl.
Norski fyrirlesarinn ræddi um ferðalög og goð-
sögur sem þemu í norskum barna- og unglinga-
bókum samtímans. Sænski fyrirlesarinn talaði
um hvernig fullorðinsmenning kæmi inn í barna-
bókmenntirnar og hvemig barnabókahöfundar
ættu það til að afhelga merkileg menningarverð-
mæti og nefndi sem dæmi hvernig Kristín, hin
gagnmerka 17. aldar drottning Svía, væri sýnd í
nýrri myndabók handa börnum.
Óháðar markaði
- .MÆ
jL . I
Jf ? : . \ 'j m. ' & m ■ w $ ■
W 'ií 'í'Æ <■ . . ’|H 'v*. BkBl Æ ■ 0 1 a m
V „ 1
Þau skrifa skemmtilegar bækur handa börnum dvmyndir hari
Tor Áge Bríngsværd, Andri Snær Magnason, Rakel Helmsdal, Aöalsteinn Ásberg, Kristín Steinsdóttir
og löunn Steinsdóttir.
Frá Danmörku kom Torben Weinreich, einn
fremsti barnabókafræðingur þeirra sem skrifað
hefur Qölda bóka og átt stóran þátt i því hve rann-
sóknir á efninu þar í landi eru sprúðlandi fjörug-
ar um þessar mundir. Barnabókmenntastofnun
Dana er aðeins þriggja ára, mun yngri en Svía,
Finna og Norðmanna, en hún er dugleg að stuðla
að rannsóknum og kynna heiminum danskar
barnabækur. Torben var að vonum geysilega
stoltur af þessu og ekki síður því hve þjóð hans
gerir vel við rithöfunda sina. Þar fá höfundar
greidda fjóra danska aura fyrir hverja blaðsíðu
sem eftir þá er á bókasöfnum landsins og það þýð-
ir að framleiðnir barnabókahöfundar - eins og til
dæmis Bent Haller sem þarna las tvær frábærar
smásögur - fá hundruð þúsunda danskra bóka-
safnskróna á hverju einasta ári. Það eru milljón-
ir!
Reyndar sagði Torben Weinreich að hann
gengi undir nafninu „maðurinn með stóru tölurn-
ar“ á fyrirlestraferðum sínum erlendis því allar
tölur í sambandi við barnabókmenntir í Dan-
mörku væru stórar. Þar koma út 200 barnabækur
í hverjum mánuði, eða 2.400 á ári! Og 90% af
upplaginu eru keypt af hinu opinbera til dreifing-
ar á bókasöfnum. Barnabækur eru því ekkert
háðar markaðnum þar í landi. 1,7 milljónir nýrra
bamabóka eru keyptar árlega inn á söfnin og
50-60 milljónir bamabóka eru árlega lánaðar út
af söfnunum.
Torben Weinreich byrjaði á að lokka áheyrend-
ur sína með sér hundrað ár aftur í tímann, til árs-
ins 1896. Það ár birtist fyrsta teikniserían í dag-
blaði í Ameríku og fyrsta kvikmyndin líka, og
svartsýnismennirnir hristu hausinn og tautuðu:
„Nu er det slut med boger!" Bjartsýnismennimir
sögðu á hinn bóginn að þetta væru bólur sem
hyrfu brátt! En teikniseríur hurfu ekki og þaðan
af síður kvikmyndir, þvert á móti
döfnuðu báðir miðlar og nýir bæt-
ast sifellt í hópinn. En bókin lifir
og stendur sig best prentmiðla í
baráttunni við nýju miðlana. Það
gerir munurinn! Nýlega var gerð
athugun á afstöðu barna til bóka
og svörin voru mörg merkileg:
„Það er svo þægilegt að taka þær
með sér á klóið,“ sagði eitt barnið.
„Þær hafa ekki hátt,“ sagði annað.
„Maður situr kannski inni í rign-
ingu og les,“ sagði það þriðja, „svo
lítur maður út og þá er komin sól
og þá getur maður farið bara
beint út í sólskinið og haldið
áfram að lesa!“
Foreldrar foreldra sinna
íslenski fyrirlesarinn Dagný
Kristjánsdóttir nefndi sitt erindi
„Barnið sem lítill fullorðinn - aft-
ur“ og skoðaði stöðu barna gegn-
um tiðina í því skyni að átta sig
á þvi hvað fyrirbærið „barn“
væri. Á miðöldum var litið á
Dagný Kristjánsdóttir prófessor
Börn í nútímabarnabókum standa ein uppi eins og Hans og Gréta.
börn sem litla fullorðna eins og vel má sjá á mál-
verkum og lesa um í fornum sögum og ævintýr-
um. Á upplýsingaröld var barnið „óskrifað blað“
sem þurfti að fylla af upplýsingum og reglum
enda var hún gósentími uppeldiskenninga.
Bernskan var þá eingöngu undirbúningstími
fyrir fullorðinsárin, en með rómantík varð barn-
ið heilög vera og bemskan merkilegasti tími
mannsævinnar.
Dagný sýndi fram á að á 20. öld hefðu þessar
hugmyndir gengið aftur á ýmsan hátt 1 barna-
bókmenntum, ýmist hefði verið horft á börn
rómantískum eða raunsæjum augum, ýmist
hefðu þau verið upphafin eða alin upp með
hörku. En ábyrgð foreldra á börnum hefði ekki
verið dregin i efa i íslenskum barnabókmennt-
um fyrr en eftir 1970, þá hefði farið að bera á því
að börn yrðu eins og foreldrar foreldra sinna og
nefndi Dagný sem dæmi merkan þríleik Guðrún-
ar Helgadóttur, Sitji Guðs englar, Saman í hring,
Sænginni yfir minni.
í barnabókum samtímans eru börnin oft yfir-
gefin, foreldrarnir eru aldrei heima og börnin
verða að bjarga sér sjálf, skilin eftir eins og
Hans og Gréta í skóginum. í frægustu barnabók-
um íslands núna búa börnin í eigin heimi þar
sem fullorðnir eru viðs fjarri, sagði Dagný og
átti þá við Söguna af bláa hnettinum eftir Andra
Snæ Magnason og bækurnar um Blíðfinn eftir
Þorvald Þorsteinsson. í bók Andra Snæs hitta
börnin á barnahnettinum í fyrsta skipti fullorð-
inn mann, gersamlega ábyrgðarlausan, og ala
hann upp. Blíðfmnur er munaðarlaus og býr
einn og óvarinn í sínum háskalega ævintýra-
heimi. I þessum sögum er barnið aftur orðið „lít-
ill fullorðinn".
í kjatlarasölum Norræna hússins er geysilega skemmti-
leg sýning fyrir börn á öllum aldri, Köttur úti í mýri úr
Sjöunda himni barnabókanna, sem opin er hópum
skólabarna á virkum dögum en almenningi laugardaga
og sunnudaga kl. 12-16 til 9. desember. Þá veröa líka
sérstakar uppákomur, meöal annars koma ráöherrar og
lesa fyrir börnin. Sýningin á sænskum myndskreyting-
um í anddyri hússins stendur til 28. október.
Tónlist
Hopp og hí í Hafnarborg
Tónlist sextándu og sautjándu aldar er
kannski ekki sú áhugaverðasta sem samin hef-
ur verið. Hún er svo formúlukennd að maður
verður fljótt leiður á henni, þó hún sé oft hin
fjörlegasta. Hún er ágæt til að hafa lágt stillta á
fóninum yfir jólin til að skapa stemningu, en
maður hlustar ekki á hana nema stutta stund í
einu. En ef hún er leikin undir dansi öðlast hún
allt aðra merkingu. Hún lifnar við og verður
hin skemmtilegasta, og sannaðist það á óvenju-
legum tónleikum sem haldnir voru í Hafnar-
borg á laugardaginn var. Tónlistarhópurinn
Musica Antiqua lék tónlist eftir Monteverdi
(1567-1643), Marenzio (1553-1599) og fleiri, og
nemendur leiklistar- og tónlistardeildar Lista-
háskóla íslands, Tónlistarskólans í Reykjavik
og Listdansskóla íslands dönsuðu skrautlegan
dans. Var dansinn afrakstur námskeiðs í ítölsk-
um endurreisnardönsum hjá frönskum dansara,
Véronique Daniels. Daniels spilaði sjálf stóra
rullu á tónleikum, dansaði ein í stutta stund og
leiddi aðra dansara í nokkrum atriðum efnis-
skrárinnar, auk þess sem hún kynnti tónleik-
ana i upphafi.
Fyrir nútímamann kunna endurreisnardans-
ar að virka nokkuð kynlega. Þeir eru ótrúlega
ærslafengnir og byggjast mikið á alls konar
hoppum. Sumt er nánast alveg eins og þegar
börn eru að hoppa á rúmdýnum, a.m.k. gat mað-
ur vel ímyndað sér að dansararnir væru með
gorma festa við fæturna. Alls kyns ævintýraver-
ur voru leiknar af dönsurunum, þama voru
risar og þumalingar, dísir og guðir og gat mað-
ur ekki séð að dansinn væri á neinn hátt við-
vaningslegur, hann rann afar vel við hljóðfæra-
leikinn og sönginn, og markvisst klapp hér og
þar var prýðilega samhæft við lykilstaði i tón-
listinni.
Hljóðfæraleikurinn var framinn af þremur
blokkflautuleikurum, Camillu Söderberg, Helgu
A. Jónsdóttur og Ragnheiði Haraldsdóttur.
Einnig lék Ólöf S. Óskarsdóttir á gömbu, Snorri
Öm Snorrason á lútu, Lilja Hjaltadóttir á fiðlu
og Eggert Pálsson á slagverk. Var leikur þeirra
allra tær og jafn, vel samstilltur og fágaður, þó
hugsanlega hefði mátt heyrast meira í slagverk-
inu, það hefði hæft galsafengnustu dönsunum
betur.
Söngvararnir Kristín Erna Blöndal, Guðrún
Edda Gunnarsdóttir, Eyjólfur Eyjólfsson, Örn
Arnarson og Benedikt Ingólfsson stóðu sig
prýðilega. Var söngur þeirra kraftmikill, skýr, í
góðu styrkleikajafnvægi og þrunginn innlifun.
Stemningin var fremur afslöppuð í salnum,
og meira að segja virtist enginn kippa sér neitt
upp við það að meðal áheyrenda var lítið barn
sem hafði töluvert hátt á tímabili. Nema einn
dansarinn sem sendi barninu illt auga og suss-
aði á það með engum árangri.
Þetta vora skemmtilegir tónleikar og hið eina
sem má finna að þeim er að tónleikaskráin var
skelfilega rýr og ekki með neinum upplýsingum
um einstök atriði tónleikanna, tónskáldin og
annað er áheyrendum hefði þótt fróðlegt að fá
að vita.
Jónas Sen
Menning
Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir
íslenskur matur á
ensku
í næsta mán-
uði er væntan-
leg íslensk mat-
reiðslubók á
ensku eftir
Nönnu „Matar-
ást“ Rögnvaldar-
dóttur og ber hún heitið Icelandic Food
& Cookery. Þegar er hægt að panta bók-
ina hjá Amazon á Netinu og segir Nanna
að hún sé strax komin á sölulista. „Að
vísu er hún bara i 1.572.050. sæti á listan-
um ennþá en hún hefur þó stokkið upp
um yfir 400.000 sæti frá því að ég gáði
fyrst fyrir tíu dögum, þá var hún í ein
milljón níu hundruð níutíu og sjö þús-
undasta og eitthvað sæti. Örugglega há-
stökkvari vikunnar," segir Nanna, stolt,
og bætir við: „Ég geri ráð fyrir að þetta
þýði að a.m.k. tveir séu búnir að panta
bókina..."
tmm á Súfistanum
Hugsjónir í íslenskri pólitík er yfir-
skrift tmm-kvölds sem haldið verður á
Súfistanum i kvöld kl. 20. Frummælandi
verður Guðmundur Steingrímsson,
heimspekingur og höfundur greinarinn-
ar Allt sama tóbakið? í nýjasta hefti
tmm. Hann kannaði stefnuskrár ís-
lenskra stjórnmálaflokka og komst að
því að þær eru undarlega samhljóma,
hvort sem flokkarnir kenna sig við um-
hverfisvemd, sjálfstæði, félagshyggju
eða frjálslyndi, og er niðurstaða hans aö
flokkamir hafi ekki náð að skilgreina sig
hver frá öðrum.
Á eftir kynningu Guðmundar leggja
orð í belg Árni Snævarr fréttamaður,
Björn Ingi Hrafnsson fréttamaður, Mika-
el Karlsson heimspekiprófessor og Þór-
hildur Þorleifsdóttir, leikstjóri og fyrr-
verandi alþingismaður. Allir velkomnir.
Dagbækur Vesturfara
Annað kvöld kl. 20.30 verður rann-
sóknarkvöld Félags íslenskra fræða hald-
ið í Sögufélagshúsinu í Fischersundi.
Þar flytur Davið Ólafsson sagnfræðingur
erindið „Vesturferðir í persónulegum
heimildum" og er það samhljóða formála
hans að væntanlegri bók sem nefnist
Burt - og meir en bæjarleið. Þetta er
fimmta bókin í ritröðinni Sýnisbók ís-
lenskrar alþýðumenningar sem Háskóla-
útgáfan gefur út og er þar m.a. rætt um
þær ólíku aðstæður sem koma fram í
persónulegum skjölum vesturfara frá
síðasta flórðungi 19. aldar, einkum dag-
bókum. Állir eru velkomnir.
Ævintýri Goethes
■ Sjálfseignarstofnunin
Staíholt í Gnúpverja-
hreppi hefur gefið út Æv-
intýrið eftir þýska skál-
djöfurinn Goethe, verk
sem hann skrifaöi um
svipað leyti og hann lauk
við Fást. í formála eru
hugmyndir Goethes í Ævintýrinu tengd-
ar hugmyndum mannspekingsins Rud-
olfs Steiners en stofnunin í Stafholti hef-
ur verið rekin á grundvelli kenninga
hans í 21 ár um þessar mundir. Á 2. og 3.
tug 20. aldar lagði hann meðal annars
grunn að nýjum aðferðum í garðyrkju og
jarðrækt, auk þess sem hann veitti fag-
fólki tilsögn í umönnun fatlaðra.
Kristján Ámason þýðir Ævintýrið og
á eftir því er birt grein eftir Rudolf Stein-
er sem lítur svo á að í margslungnum
táknum sögunnar birtist hugarheimur
Goethes um það leyti sem það var skrif-
að.
Bíó á tónleikum
Á morgun kl. 12.30 heijast háskólatón-
leikar í Norræna húsinu. Þar leikur
hljómsveitin Bíó djass með kómísku
ívafi, tónlist úr þekktum bíómyndum og
söngleikjum. Hljómsveitina skipa Björn
Thoroddsen á gítar, Jón Rafnsson á
kontrabassa og Öm Ámason sem syng-
ur.
Óræðir hlutir
Á hádegisfyrirlestri Hugvísindastofn-
unar á morgun kl. 12.05 í stofu 101 í Lög-
bergi talar Ólafur Páll Jónsson heim-
spekingur um „Óræða hluti". Hann lauk
doktorsprófi í heimspeki fyrr á þessu ári
frá MIT í Bandarikjunum og starfar nú
við Vísindavefinn og kennir heimspeki.