Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2001, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2001, Qupperneq 28
Útiljós Rafkaup ___Ármúla 24 • S. 585 2800 ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 2001 ierlinéliii fyrir fagmenn og fyrirtæki, heimili og skóia, fyrir röð og reglu, mig nýbýlauegi 14 • slmi 554 4443 • If.is/rafport Eyþór Arnalds hættir sem forstjóri Íslandssíma: Stefnir á leiðtoga- sæti D-listans - borgin er fögur, segir Eyþór „Ég get ekki staðfest neinar sögusagnir. ís- landssími er gott fyrirtæki og borgin er fögur,“ sagði Ey- þór Arnalds, for- stjóri Íslandssíma, aðspurður um væntanleg starfs- Arnalds. lok hjá íslands- síma. Islandssimi er skráður á Verðbréfa- þingi og fyrirtækinu þvi skylt að tO- kynna um jafn róttækar breytingar og forstjóraskipti. Samkvæmt heimildum DV verður gengið frá umræddum breytingum á fimmtudag og þá er lík- legt að arftaki Eyþórs á forstjórastóli verði ráðinn. Þar er Óskar Magnússon, fyrrv. framkvæmdastjóri Hagkaups og núverandi forstjóri Þyrpingar, nefnd- ur. Á hluthafafundi hjá Íslandssíma á fimmtudag verður væntanlega gengið frá starfslokum Eyþórs sem forstjóra. Jafnframt mun hann þá taka sæti í stjórn Íslandssíma og verða starfandi stjórnarmaöur. Hann mun þar starfa að verkefnum tengdum stefnumótun fyrirtækisins. Úr stjóm mun fara, sam- kvæmt heimildum DV, annaðhvort Kristján Gíslason, kenndur við Radíó- miðun eða Vilhjálmur • Þorsteinsson sem situr fyrir Kögun. Eftir því sem næst verður'komist á Eyþór sjálfur allt framkvæði að umræddum breytingum en þær tengjast ekki þeirri glimu sem fyrirtækið átti við Veröbréfaþing vegna kynningar á hlutaflárútboði. Sjálfur mun Eyþór, samkvæmt heimildum DV, stefna á leiðtogasæti hjá borgarstjómarflokki Sjálfstæðis- flokksins. Þar glímir hann við sitjandi leiðtoga, Ingu Jónu Þórðardóttur, og Júlíus Vífil Ingvarsson borgarfulltrúa. Bjöm Bjamason menntamálaráðherra hefur verið nefndur sem leiðtogaefni D- listans en hann hefur hvorki svarað því af né á opinberlega. Eyþór er ekki óreyndur í borgarmál- um því hann sat sem varaborgarfuil- trúi þar framan af kjörtímabili og var áberandi í störfum sínum. -rt DV-MYND G. BENDER Landlæknir á rjúpnaveiðum Siguröur Guömunásson landlæknir var mættur til rjúpnaveiða í Þingvallasveit i gær fyrsta dag rjúpnaveiðitímabilsins enda rjúpnaveiði holl og góð hreyfing. Hér er hann ásamt syni sínum, Guðmundi Ingva Sigurðssyni, en sonurinn skaut þær tvær rjúpur sem þeir feðgar sáu í gær. Sjá nánar um rjúpnaveiði gærdagsins í DV-Sport bls. 18. Annir hjá ' lyfjaþjófum íjögur innbrot og tilraunir til inn- brots í lyíjabúðir í Reykjavík áttu sér stað í nótt. í vesturborginni var gerð tilraun til innbrots í lyfjabúð í gær- kvöldi sem mistókst og skömmu síðar var farið inn í aðra lyfjabúð í sama borgarhluta, þar farið inn en engu virtist hafa verið stolið. Leikurinn barst nú í austurhluta borgarinnar, þar var rúða brotin í lyfjabúð en engu stolið og síðar var brotist inn í aðra lyfjabúð þar, skápur spenntur upp og einhverju af lyíjum stolið. -gk Hjartavernd í Bandaríkjunum varar við fitu- og próteinkúrum: Stórvarhugaverðir kúrar - segir Ólafur Sæmundsson næringarfræðingur „Það er sér- staklega varað við þessum kúr- um af þvi að þeir leiða til alltof mikils álags á lif- ur, nýru og hjarta,“ sagði Ólafur Sæmunds- son næringar- fræðingur við DV Olafur Sæmundsson. í morgun um prótein- og fitukúra sem mikið hafa verið notaðir hér á landi til að létta fólk sem berst við fituvandamál. Hjartavernd í Banda- ríkjunum hefur nú sent frá sér yfir- lýsingu þar sem stranglega er varað við þessum kúrum vegna heilsufars- legra afleiðinga þeirra. Ólafur sagði að þessir kúrar nytu griðarlegra vinsælda í Bandaríkjun- um og viðar, svo sem hér á landi. Eftir því sem fleiri færu í þá, þeim mun meiri líkur væru á að af hlyt- ist heilsufarslegt tjón. Þarna væri verið að vara við auknum vanda- málum vegna lifrar-, nýrna- og hjartasjúkdóma. „Það hefur verið vitað í áratugi að þessir kúrar eru stórvarhuga- verðir og nú hefur Hjartavernd í Bandaríkjunum stigið þetta skref,“ sagði Ólafur.’ Hann sagði enn fremur að með þessari megrunaraðferð væri verið að raska mjög eðlilegu jafnvægi orkuefnanna. Þá yrði mikið vökva- tap, auk þess sem lítils væri neytt af jurtafæðu. Hann kvaðst vita þess mörg dæmi hér á landi að fólk hefði farið illa út úr þessum kúrum. Það fyndi gjarnan fyrir meltingarvanda- málum, auk þeirra aukaverkana sem áður hefðu verið nefndar. Nánar f DV á morgun. -JSS Rjúpnaveiðitímabilið hafið: Fimm týndust fyrsta daginn - fundust allir heilir á húfi Fimm veiðimenn týndust og var leitað í gær á fyrsta degi rjúpnaveiði- tímabilsins. Mennirnir týndust allir í N-Þingeyjarsýslu, tjórir á Búrfells- heiði suður af Öxnadalsheiði og einn á Tunguselsheiði suður af Þistilfirði. Sá á Tunguselsheiðinni, sem er um sextugt, varð viðskila við félaga sinn við Eyjavötn, um 30 km frá byggð. Björgunarsveitin Hafliði frá Þórshöfn fór til leitar ásamt lögreglu og var far- ið á fjórum bilum. Svartaþoka var og mikil rigning. Um klukkan 19.30 gekk maðurinn fram á aðra veiðimenn sem vom að hætta veiðum og tilkynntu þeir um ferðir hans. Um svipað leyti var tilkynnt um að fjögurra feðga úr Reykjavík væri saknað á Búrfellsheiði og fóru björg- unarsveitarmenn úr fyrri leitinni þangað. Skömmu eftir að leit var kom- in í gang skiluðu Qórmenningarnir sér niður á veg á heiðinni eftir að hafa séð þar bílljós kunningja síns. Svartaþoka var á heiðinni. Að sögn lögreglu á Húsavík var mjög flölmennt á helstu rjúpnasvæð- unum í Þingeyjarsýslum í gær og áberandi að aðkomumenn voru mun íjölmennari í þeim hópi en áður. Fáum sögum fer hins vegar af veið- inni en þó munu einhverjir hafa náð að skjóta um 20 fugla yfir daginn. -gk „ Safnað fyrir Afgana Hjálparstarf kirkjunnar og Rauði kross íslands hefja í dag sameiginlega íjársöfnun fyrir nauðstadda íbúa Afganistans. Nú er tæpur mánuður þangað til vetur gengur i garð í Afganistan og tjöldi fólks er á flótta frá heimkynnum sinum. Bamahjálp Sam- einuðu þjóðanna óttast að 100 þúsund böm verði hungri og vetrarkuldum að bráð áður en vorar á ný. Fólk sem vili styðja söfnunina er hvatt til að hringja í 907 2003 og gefa þannig 1.000 krónur sem verða dregn- ar af næsta símreikningi. -aþ MENN ERU FARNIRAP TÝNASTTIL RJÚPNA! Alþingi treystir ekki Framkvæmdasýslunni fyrir byggingu þingskála: Forsetar búa til sitt eigið eftirlitskerfi - Halldór Blöndal segir reynsluna úr Austurstræti ekki mega endurtaka sig Halldór Blönda. Forsætisnefnd Alþingis hefur búið til nýtt eftir- litskerfi, óháð Framkvæmda- sýslu ríkisins, til að fylgjast með byggingafram- kvæmdum við ný- byggingu þjón- ustuskála þings- ins. Þetta nýja eft- irlitskerfi er sett á fót vegna þess að kostnaður við skrifstofubyggingar þingsins í Austurstræti 8-10 fór langt fram úr áætlunum og Qárlagaheimild- um án þess að forsætisnefndin hafi haft nægjanleg tækifæri til að fylgjast með og töldu forsetar Alþingis þá að Framkvæmdasýsla ríkisins hefði brugðist í hlutverki sínu. „Forsætisnefnd ákvað að Alþingi sjálft skyldi hafa strangt eftirlit með þvi að þingið héldi sig innan ramma tjárlaga í sambandi við skálabygging- una. Því höfum við fylgt eftir með því að við fengum verkfræðistofu Sigurð- ar Thoroddsens til að fara yfir magn- tölur og annað í útboði áður en verk- ið var boðið út. Siðan höfum við nú ráðið Guðlaug Hjörleifsson verkfræð- ing til að hafa eftirlit með verkinu, einstökum þáttum þess og fjármála- legt eftirlit. Jafnframt hefur hann far- ið yfir öll útboðsgögn og leiðrétt þau þar sem það hefur verið nauðsynlegt. Guðlaugur, sem hefur góða reynslu af eftirlitsstörfum og hefur mikla reynslu af stórum verkefnum, m.a. Hvalfjarðargöngunum, gefur okkur mánaðarlega skýrslu um framgang verksins," segir Halidór Blöndai, for- seti Alþingis. Ríkisendurskoðun gerði á sínum tíma skýrslu um framkvæmdirnar í Austurstræti 8-10 og komst m.a. að þeirri niðurstöðu að hagkvæmara hefði verið að byggja nýtt húsnæði en að breyta því eins og gert var og sættu þessar framkvæmdir miklu ámæli. „Við tökum fuilt mark á þeirri reynslu sem við höfum af Austur- strætisbyggingunni og viljum ekki að hún endurtaki sig. Það er kjarni málsins. Við getum ekki annað en tekið mark á því að við fórum fram úr fjárlögum og við bregðumst við því með þessum hætti. Ég brást við með þeim hætti að Ríkisendurskoðun færi yfir öli gögn og ég gerði þegar í stað fjölmiðlum grein fyrir þeim skýrslum og tel nauðsynlegt og óhjákvæmilegt að Alþingi hafi betri tök á sínum mái- um og meiri aðgát en aðrar stofnan- ir,“ segir Halldór. Aðspurður hvort þetta væri ekki alvarlegur áfellisdóm- ur yfir Framkvæmdasýslu ríkisins sagði Halldór: „í þessu felst ekki áfell- isdómur á aðra fram yfir það að við viljum fá að vita hvað er að gerast," sagði Halldór Blöndal. -BG FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.