Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2001, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2001, Blaðsíða 6
6 ____________FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2001 Fréttir DV Framhaldsmeðferð aftur þrátt fyrir fjárhagsvanda - þröngt í búi í ráðuneytinu, segir I>órarinn Tyrfingsson SÁÁ opnar aftur á Staðarfelli: DV-MYND SBS Aftur opið á Staðarfelli Hvert rúm er skipaö og þess sér stað aö meöferðarstarf hefur legið í láginni síöustu mánuöi, segir Ólafur Sveinsson, staöarhaldari á Staðarfelli. Meðferðarheimili SÁÁ að Staðarfelli í Dölum hefur verið opnað að nýju eftir fjögurra mánaða lokun. „Við opnuð- um þann 2. nóvem- ber og hingað eru nú þegar komnir 23 menn i framhalds- meðferð. Ég reikna síðan með að eftir eina tU tvær vikur verði hér hvert rúm skipað, en aUs 32 menn geta verið hér í einu,“ sagði Ólafur Sveinsson, stað- arhaldari á Staðarfelli, í samtali við DV. Þrengingar í rekstri SÁÁ urðu þess valdandi að loka varð á StaðarfeUi í júní. Gripið var tU margvíslegra að- haldsaðgerða annarra, svo sem að meðferð á Vogi og framhaldsmeðferð í Vík á Kjalarnesi var stytt. „Það hafði skelfllegar aíleiðingar fyrir veikasta fólkið, það stoppaði ekkert í neyslu eft- ir svo stutta meðferð," segir Þórarinn Tyrfingsson, formaður og yfirlæknir SÁÁ, í samtali við DV. Nú hefur áherslum aftur verið breytt, á þann veg að framhaldsmeðferð er orðin fjór- ar vikur í stað tveggja. Um 70 miUj. kr. vantar enn inn í rekstur SÁÁ tU að endar nái þar sam- an. Um 18 miUj. kr. fengust frá ríkinu í vor sem voru verðbætur frá árinu 1999. Annað hefur ekki fengist og ekk- ert hefur miðað við gerð þjónustu- samnings heUbrigðisráðuneytis og samtakanna sem ráðherra boðaði. „Það virðist vera þröngt í búi hjá ráðuneytinu," segir Þórarinn Tyrf- ingsson. Hann segir að kostnaði við að lengja meðferðartíma að nýju sem og að opna á Staðarfelli sé meðal annars mætt með því að skera niður sálfræði- og geðlæknisþjónustu á vegum sam- takanna, auk þess sem hjúkrunarfólki og ráðgjöfum verði fækkað. „Það að við þurftum að loka hér á StaðarfeUi í vor var eins og að fara 25 ár aftur í tímann," segir Ólafur Sveinsson. Hann segir þess vissulega sjá stað að meðferðarstarf SÁÁ hafi legið í láginni síðustu mánuði. Margir sársjúkir einstaklingar hafi ekki feng- ið þá þjónustu sem þeir þurfi. Úr því sé reynt að bæta nú, með því að aftur sé komin af stað unglingameðferð á StaðarfeUi og eins fyrir endurkomu- menn. í VUt fái konur sem glímt hafi við áfengis- og vímuefnavanda síðan meðferð sem er sérsniðin að þeirra þöfum. -sbs Þórarinn Tyrfingsson Skelfilegar af- leiöingar. Stórfelldar breytingar í íslensku þjóöfélagi á skömmum tíma: Kjarnafjölskyldan komin í minnihluta - í samfélaginu - blandaðar fjölskyldur yfir 50 prósent Skyggnir með lægstu tilboðin Skyggnir átti lægstu tilboðin í tölvuþjónustu fyrir skrifstofur Akur- eyrarbæjar og Heilsugæslustöðina á Akureyri sem opnuð voru nýlega. Tilboð Skyggnis vegna tölvuþjón- ustunnar fyrir skrifstofu Akureyrar- bæjar hljóðaði upp á 41.517 milljónir króna og var umtalsvert lægra en næstlægsta tilboðið sem var frá Skrín, en það var upp á 47.973 milljónir króna. Hæsta tilboðið var eitt af þrem- ur tilboðum frá ANZA sem var upp á 59.040 milljónir króna. Tilboð Skyggnis vegna Heilsu- gæslustöðvarinnar hljóðaði upp á 7.178 milljónir króna en þar var Þekk- ing-Tristan með hæsta tilboðið, 14.775 milljónir. -gk Kjarnafjölskyldan í íslensku samfé- lagi hefur verið á hröðu undanhaldi á seinni árum. Hún er nú komin í minnihluta og nær ekki 50 prósentum í samfélaginu. Blandaðar fjölskyldur, þar sem eru stjúpbörn eða óhefðbund- in samsetning, eru komnar í meiri hluta í samfélaginu. Þetta atriði var eitt af fjölmörgum áhugaverðum sem fram komu á mál- þingum sem haldin voru nýlega á þremur stöðum á landinu á vegum Jafnréttisstofu um fæðingar- og for- eldraorlofslög, sem gildi tóku á síð- asta ári, hlutverk þeirra og vænting- ar. Að málþingunum loknum var efnt til ráðstefnu í Reykjavík um jafnrétti í samstarfi foreldra við fæðingu barns. Valgerður H. Bjarnadóttir, fram- kvæmdastýra Jafnréttisstofu, sagði við DV að tilgangurinn með málþing- unum og ráðstefnunni hefði m.a. ver- ið að athuga hvernig lögjn virkuðu og hvað mætti hugsanlega fara betur í þeim efnum. Hún sagði að það sem stæði upp úr eftir umræðurnar væri að lögin „væru að virka,“ eins og einhver hefði orðað það. Þau virtust vera að hafa mjög góð áhrif og karlmenn nýttu sér þau. Rúmlega 80 prósent feðra hefðu sótt um að taka fæðingar- orlof á árinu. Vitað væri að hluti þeirra sem væri að verða feður væri í litlum eða engum tengslum við mæð- urnar og bömin. Út frá því mætti álykta að upp undir 90 prósent af þeim feðrum sem væru á annað borð í einhverjum tengslum við sín verð- andi börn væru að nýta sér fæðinga- orlofið. Auk þessa nýttu 12-14 prósent feðra sér meira heldur en þann eina mánuð sem þeir eigi nú sérstaklega. Þeir fengju þá viöbót af þeim þremur mánuðum sem faðir og móðir gætu skipt með sér. Móðirin ætti síðan sjálf rétt á þremur mánuðum. Ekki hefði verið gerð úttekt á þeim aðstæðum sem væru á bak við lengra orlof feðranna þótt uppi væri hug- myndir um það. Valgerður sagði enn fremur að á málþingunum og ráðstefnunni hefði einnig verið rætt hvemig fólki liði í fæðingarorlofi. Niðurstöður hefðu verið afar mismunandi. Flestum hefði liðið vel en sumir fengið tilfinningu fyrir því að þeir væru að ganga á svig við norm samfélagsins sem hefði t.d. hjá einum karla í fjögurra mánaöa fæðingarorlofi komið fram í tilfinn- ingu fyrir einangrun og skorti á sjálfs- trausti. Sá hinn sami naut á hinn bóg- inn ríkulegra samvista við barn sitt. Valgerður sagði að á málþingunum og ráðstefnunni hefði verið miðlað mikilvægum upplýsingum sem kæmu að góðu gagni við mat á kostum og göllum laganna. -JSS Ársfundur Norðaustur-Atlantshafs-fiskveiðiráðsins. Samkomulag um kolmunnaveiðar náðist ekki Helldarvelöar á kolmunna á árinu nema um 1.5 milljónum tonna Alþjóöa hafrannsóknarráðiö ráölagöi hins vegar aö veiöarnar færu ekki yfir 628 þúsund tonn. Engir samningar náðust um skiptingu á veiðum úr kolmunna- stofninum á ársfundi Norðaustur- Atlantshafs-fiskveiðiráðsins, NEAFC en fundinum lauk í London um helgina. Á fundinum var m.a. íjallað um stjórn veiða á úthafskarfa, makríl, kolmunna og norsk-íslenskri síld fyrir árið 2002. Aðeins náðist samhljóða sam- komulag um stjórn veiða úr norsk-islenska síldarstofninum. Heildarveiðamar á kolmunna á ár- inu nema orðið um 1,5 milljónum tonna en ráðlegging Alþjóða haf- rannsóknaráðsins fyrir árið 2001 gerði ráð fyrir að veiðin yrði ekki meiri en 628 þúsund tonn. Ráðgjöf fyr- ir næsta ár felur í sér að ekkert skuli veitt úr stofninum nema fyrir liggi samkomulag um stjórnun veiðanna. Samkomulag náðist ekki sem fyrr seg- ir en ákveðið var að fulltrúar strand- ríkjanna hittist í næsta mánuði og reynt verði að knýja fram lausn málsins. Á fundinum var m.a. kynnt ráðgjöf ICES um stjórnun veiða á úthafskarfa. í ráðgjöfinni fólst að haga ætti stjórn veiðanna með þeim hætti að tekið væri tillit til þess að á svæðinu væru í raun tveir karfastofnar. ICES ráðlagði að veiðar úr þeim skyldu tak- markaðar þannig að hvorugur stofninn yrði ofveiddur og að heildarveiðin færi ekki yfir 85 þúsund tonn. Fulltrúar íslands lögðu á það ríka áherslu að stjóm veiðanna yrði hagað í samræmi við ráðgjöf ICES, en ein- hliða stjórnun hérléndis hefur undan- farin ár tekið mið af henni. Á fundin- um kom fram tillaga um óbreytta stjórn veiðanna sem felur í sér einn heildarkvóta úr báðum stofnunum sem nemur 95.000 tonnum. Tillagan var samþykkt en íslendingar mót- mæltu tillögunni á þeim forsendum að hún gengi þvert á tillögur Alþjóða hafrannsóknaráðsins um ábyrgar veiðar úr úthafskarfastofninum. ís- lendingar létu bóka mótmæli sín við samþykktinni og em því ekki bundn- ir af henni. Þá var einnig samþykkt tillaga um stjóm veiða á makríl sem íslendingar mótmæltu. Mótmælin gmndvallast á því að í samkomulaginu er ekki tekið tillit til stöðu tslands sem strandríkis. -gk moHBi Umsjón: Birgir Guðmundsson netfang: birgir@dv.is Dálítil táfýla Guðni Ágústsson landbúnaðar- ráðherra var gestur á kjördæmis- þingi hjá framsóknarmönnum í nýju Reykjaneskjör- dæmi um síðustu helgi. Guðni ræddi við flokksmenn á alvarlegu nótimum um skeið en þegar talið barst að stjórnarsamstarfinu fór hann á flug og v il svo fór að lokum að salurinn lá allur í hláturskasti. Guðni líkti stjórnarsamstarfinu við dans þar sem Sjálfstæöisflokkurinn væri daman en Framsókn herrann. Sagði hann að daman væri mikil vexti og ekki nema í meðallagi með- færileg á meðan herrann væri heldur smávaxinn. Lýsti Guðni síðan þess- um dansi þar sem herrann stýrði að sjálfsögðu ferðinni, en hann yrði þó eins og gengur að gæta þess að stíga hvorki á tær dömunnar né bora fingrunum of hart í hrygginn á henni. Þessi dans væri nú kominn inn í mitt lag og herrann yrði að klára hann til enda og láta það ekki á sig fá þótt einhver „svitalykt væri af dömunni og dálítil táfýla!". Rífandi sala Rífandi sala er á listaverkum þeirra sem sýnt hafa verk sín í Lista- safninu á Akureyri og þykir ýmsum sem það skjóti nokkuð skökku við í öllu krepputalinu. Tveir listamenn frá Akureyri í safninu, þeir Kristján G. Jóhannsson og Jónas Viðar sem voru með sýningar 1 safninu í sl. vor, seldu vel báðir og myndaðist meira að segja keppni um hvor seldi meira en þeir munu hafa orðið mjög jafnir á endanum með um 2 milljóna króna sölu hvor. Um síð- ustu helgi var svo sýning Ólafs G. Jóhannssonar opnuð og vekur það mikla athygli hve mörg verka hans eru þegar merkt sem seld. í pottinum heyrist að hann hafi verið búinn að selja 6-7 verk áður en sýningin hófst og annað eins síðan, en nú er búiö að merkja við 16 verk sem seld, sem að heildarverðmæti er eitthvað á fjórðu milljón. í Listagilinu fyrir norðan segja menn nú ljóst að jóla- verslunin i bænum virðist ekki ætla að fara fram í verslunarmiðstöðvun- um heldur í Listasafninu!.... Prófkjör Neslistans Prófkjör Neslistans á Seltjarnar- nesi fer fram næstkomandi laugar- dag. Sigurvegari þess fær það verk- efni að reyna að velta sjálfstæðis- mönnum úr sessi en sjálfstæðismenn hafa farið með meirihluta í bænum undanfarin 40 ár. At- hygli hefur vakið að Guðrún Helga Brynleifsdóttir er ein þeirra sem býður sig fram en Guðrún þessi hefur með- al annars gegnt stöðu vararíkisskatt- sfjóra og er bæði lögfræðingur og hagfræðingur. Mun mörgum þykja menntun Guðrúnar og reynsla það sem þurfi til að velta íhaldinu úr einu af helstu vigjum þess. Ögmundur heitur Á vefritinu Kreml.is hefur lengi verið strmdað að stimpla stjórn- málamenn „heita" eða „kalda“ eftir því hvernig viðr- ar hjá þeim í póli- tíkiimi á hverjum tíma. Einn þeirra sem nú er á lista yfir „heita" póli- tíkusa er Ög- mundur Jónas- son. Um hann seg- ir: „ - sennilega eini íslenski stjómmálamaðurinn sem hefur komið til Afganistans, enda er hann fastagestur í spjall- þáttum þessa dagana."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.