Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2001, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2001, Blaðsíða 23
43 FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2001_____________ I>v Tilvera BMI Sam Waterston 61 árs Bandaríski leikarinn Sam Waterston á afmæli í dag. Waterston, sem jöfnum höndum leikur í kvikmyndum, sjónvarpi og leikhúsum, lék meðal annars aðalhlutverkið í Killing Fields og var til- nefndur til óskarsverðlauna. Water- ston útskrifaðist með BA í sögu frá Yale-háskólanum og hafði þá einnig verið við nám í Sorbonne-háskólanum 1 París þar sem hann fékk áhuga á leiklist. Waterston hefur meðal ann- ars leikið í nokkrum kvikmynda Woody Allens og þessa dagana má sjá hann í Law and Order á Skjá einum. Stjörmispá Gildir fyrir föstudaginn 16. nóvember Vatnsberinn (20. ian.-18. febr.l: I k Fjölskyldan skipar á~~M stóran sess hjá þér um g*3 I þessar mundir og ef til vill verður eitthvað um að vera á næstunni hjá þínum nánustu. Flskarnir (19. febr.-20. mars); \ Sýndu vini þínum til- litssemi og hafðu gát á þvi sem þú segir. Ekki gefa ráð nema að þú sért viss í þinni sök. Kvöldið verður ánægjulegt. Hrúturinn (21. mars-19. apríll: Þú ert dálitið utan við /■yl'* þig í dag og tekur ekki Ir'w vel eftir því sem fer fram í kringum þig. Láttu krefjandi verkefni bíða þar til þú ert betur upplagður. Nautið (20. april-20. maíl: / Félagslifið hefur ekki verið upp á marga fiska tmdanfarið en nú fer að lifha yfir því. Vinir þinir eru þér mikilvægir þessa dagana. Tvíburarnir (21. mat-21. iúní): Þú hefur ef til vill gert ’ þér ákveðna mynd af atburði sem þú bíður eftir. Þú ættir að hætta'öllu slíku þvi annars verður þú fyrir vonbrigðum. Krabbinn (22. iúní-22. iúiíi: Eitthvað óvænt kemur 1 upp á í byrjun dagsins og þú sérð fram á að það raski öllum degtium. Það er þó engin ástæða til að örvænta. Tvíburarnir 12 $ Lionið (23. iúlí- 22. áeústl: Vertu þolinmóður við þá sem þú umgengst í vinnunni í dag. Það borgar sig þvi að þú gætir þurft á hjálp að halda síðar við að leysa þín verkefhi. Mevian (23. áeúst-22. seot.): A- Þú verður að hafa stjóm á örlæti þínu og mátt ekki láta aðra ^ f komast upp með að nota sér hjálpsemi þína þannig að það skaði þig. Vogln (23. sept.-23. oKt.): J Dagurinn einkennist Oy af seinkunum og ein- V f hverri spennu. Það /p slaknar þó á spenn- unni er kvöldar og kvöldið verður ánægjulegt. Soorðdrekinn (?4 nw.-?l. nnv >: Þú ert ef til viU hald- inn dáUtiUi ævintýra- 1 þrá í dag og það kann að koma fram í vinnu þinni. Ekki skipuleggja daginn í smáatriðum fyrir fram. Bogmaðurinn (22. nóv.-21. des.l: . Þér gengur ekki nógu ' vel að komast yfir verkefni þin fýrri hluta dags og verður fyrir sífeUdum töfum. Það gengur aUt betur er Uður á daginn. Steingeltin (22. des.-19. ian.l: ^ . Þú finnur fyrir mikl- um stuðningi og áhuga rr Jr\ á hugmyndum þínum. Þér tekst að vinna upp eitthvað sem hefur lengi setið á hakanum. Britney stakk af frá reikningi Táningastjarnan Britney Spears, kærastinn hennar, Justin Timber- lake, nokkrir vinir þeirra og lífverðir höguðu sér víst eins og dólgar á veit- ingastað í Los Angeles um daginn og áður en yfir lauk strunsaöi hersingin á dyr án þess að greiða fyrir drykkina sem þjónninn hafði borið á borðið. Fregnir herma að Britney og félag- ar hafi ekki fyrr verið sest niður þeg- ar einhver úr hópnum tók aö heimta þjónustu þegar í stað. Einn hinna sjálfumglöðu gesta krafðist þess meira að segja að þjónninn sæi ekki um aðra gesti á meðan poppstjaman og fylgdarlið hennar væri á staðnum. En þannig gengiu' það ekki fyrir sig og liðiö fór út skömmu síðar, frá ógreiddum reikningi. Jerry Hall náði sér í kvennabósa Jerry Hall, fyrrum eigin- kona Rollings- ins, Mick Jag- ger, mun búinn að ná sér i nýjan kærasta og er sá hinn 35 ára gamli milljóna- mæringur, Tim Attias. Hall, sem er 45 ára og sagði nýlega skilið við kvikmyndaframleiðandann George Waud, brá sér 1 safaríferð með nýja kærastanum til Suður-Afríku í síð- ustu viku og segja fréttir að ástin hafa þar blómstrað innan um villidýrin í frumskóginum. Eftir heimkomuna var boðið til mikillar veislu í millj- ónavillu Wauds í Notting Hill I London, þar sem sambandið var opin- berað. Waud, sem er frægur kvenna- bósi og hefur sjaldan látið sér eina nægja í einu, virðist yfir sig hrifinn af Jerry, en spuming hvort hann getur slitið sig frá fyrri lifnaði. Eins og kunnugt er lætur Jerry karla sína ekki komast upp með neitt múður og má þar minna á skilnað hennar við Mick Jagger eftir að karlinn hafði misstígið sig í löngu hjónabandi og gert brasilísku sýningarstúlkuna Luciönu Morad, ólétta. Vetrardagskrá Hljómalindar heldur áfram með Low: Islendingar eru rólegir áheyrendur Nágrannarnir eru hræddir viö Stellu Tískudrottningin Stella McCartn- ey hefur skotið nýjum nágrönnum sínum í Worcesterskíri skelk í bringu. Þannig er nefnilega að Stella er grænmetisæta og baráttukona fyr- ir réttindum dýra en nágrannar hennar eru hinir mestu veiðimenn. Bölsýnir grannar óttast það mest að Stella muni reyna að gera þeim líf- ið leitt með því að meina þeim að fara yfir viðáttumikla landareign hennar á leið til veiðanna og frá þeim. „Áður fengum við alltaf að ríða gegnum landareignina og fyrri eig- endur höfðu ekkert á móti því. Stella McCartney mun án nokkurs vafa banna okkur að veiða á landareigin sinni. Núna verðum við að fara eftir stígunum með fram landareigninni," segir John Firkins, forystumaður veiðimanna. REUTER-MYND Dunaway á Grikklandi Bandaríska stórleikkonan Faye Dunaway ræddi vid fréttamenn í Þessa- lóníku á Grikklandi um helgina þar sem hún var sérstakur gestur á kvik- myndahátíö borgarinnar. Faye kynnti þar meöal annars fyrstu stuttmynd- ina sem hún hefur stjórnaö. Myndina kallar leikkonan og leikstýran ein- faldlega Gulan fugl. í kvöld spilar bandaríska jaðar- trióið Low á tónleikum á nýja skemmtistaðnum Nasa við Austur- völl ásamt hljómsveitunum Nátt- fara og Lúnu. Húsið verður opnað kl. 21 og kostar 2000 krónur inn við innganginn sem og í forsölu í Hljómalind á homi Laugavegar og Klapparstígs. Hljómsveitina skipa hjónin Alan Sparhawk, gítarleikari og söngvari, og Mimi Parker, trommuleikari og söngur, auk bassaleikarans Zak Sally. Tónleik- amir eru hluti af vetrardagskrá Hljómalindar sem staðið hefur yfir síðan í byrjun október. Low er ekki alveg ókunn Klakanum. Hljómsveit- in kom hingaö til lands fyrir tveim- ur árum og spilaði við góðar undir- tektir fyrir fullum sal í Háskólabíói ásamt Sigur Rós og hljómsveitinni Immense. Dóttirin meö í för Alan segir að þremenningamir hlakki mikið til að koma aftur til landsins. „Seinast höfðum við lítinn tíma og náðum ekkert að skoða okk- ur um. Núna verðum hins vegar yfir helgi og ætlum að reyna að skoða okkúr um dálítið. Bláa lónið er á listanum og eitthvað meira af landinu sem allir verða að sjá og svo sjáum viö vonandi eitthvað meira ofan á það.“ Aðspurður um hvernig upplifun það hafi verið að spila hér seinast svarar Alan að það hafi verið ánægjulegt. „Við rennd- um blint í sjóinn með það þar sem við höfðum aldrei komið hingað áður. En viðtökumar voru góðar.“ Alan og Mimi eiga litla dóttur, Hollis, sem ferðast með þeim í allar tónleikaferðir. „Það er aðeins erfið- ara að skipuleggja hlutina núna,“ jánkar Alan, „en það væri líka erf- Meðlimir Low Hlakka til aö spila aftur fyrir íslendinga og skoöa að auki landiö í þetta skiptiö. iðara ef við værum í einhverri annarri vinnu. Við erum með bam- fóstru með okkur sem passar á með- an hljóðprufur og tónleikar fara fram.“ Gott tónleikahúsnæði Hvernig eru íslenskir úheyrendur? “Tónleikagestir eru jafn misjafnir á milli landa og þau eru mörg. Sum- ar þjóðir dansa og láta öllum illum látum á á tónleikum á meðan önnur þjóðerni eru rólegri og sitja og hlusta. íslendingar falla í seinni flokkinn. Það gerir það þó hvorki að verri né betri áhorfendum. Fólk bara lætur ánægju sína í ljós á mis- munandi hátt.“ Tónlist Low er í rólegri kantinum og Ijúfar melódíur, lágvær söngur og léttur hljóðfæraásláttur er aðall sveitarinnar. Að sögn Alans verður aö mestu spilað efni af nýjustu plötu sveitarinnar, Things We Lost in the Fire, með smáblöndu af eldra og glænýju efni inn á milli. Tónleikarnir í Nasa í kvöld eru þeir fyrstu í litlum tveggja vikna túr þar sem þau spila m.a. á Englandi, í Frakklandi og Belgíu. Þetta eru einnig fyrstu tónleikarnir sem haldnir eru í Nasa, sem er í gamla Sigtúni, og ku staðurinn henta einkar vel til tónleikahalds með stóru dans/standgólfi og sæt- um á pöllum með fram. Ý- * *

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.