Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2001, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2001, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2001 Skoðun Séð til Reykjavíkur frá Kjalarnesi. - Ný þjóðbraut frá Reykjavík vestur og norður? Hraðbraut: Akurey - Kjalarnes Ipurning dagsins Gætirðu hugsað þér að vera erlendis yfir jólin? Ásgeir Jóhannsson pípari: Nei, rjúpurnar halda mér heima. Ólafur Jóhannsson málari: Já, á Kanaríeyjum meö félögum. Davíö Hlynsson verkamaöur: Nei, heima er best. írek Kóledzlejczyk verkamaöur: Já, ég gæti vel hugsaö mér aö vera hjá fjölskyldunni minni í Póllandi. Silvía Daníelsdóttir hársnyrtimeistari: Nei, fjölskyldan, kuldinn og íslensk jól eru nauösynleg. Sólrún Tómasdóttir hársnyrtimeistari: Nei, þaö gæti ég ekki hugsaö mér. Það er ómissandi að vera meö jóla- Ijósin og fjölskyldunni yfir jólin. Sigurður Magnússon, fv. yfirrafmagnseftirlitsmaöur, skrifar: Tímabær pistill í DV sl. mánudag undir heitinu Ógn úr iðrum jarðar, um hugsanlegt hraunrennsli frá Reykja- nesfjallgarði til norðvesturs ásamt spumingu um hvort einhver viðbún- aður vegna ógnarhamfara á þessu svæði væri yfirleitt til, vakti upp hug- mynd sem ég lét frá mér fara og af- henti borgarstjóra og siðar öllum þing- mönnum um örugga undankomuleið fólks á Reykjavíkursvæðinu ef eldgos yrði á því svæði sem liggur austan við höfuðborgina. Engin spuming er að aðalundan- komuleið fólks á þéttbýlissvæðinu við Reykjavik ætti að vera nokkuð öragg en er það ekki nú. í dag liggur þjóðveg- ur 1 yfir Hellisheiði til austurs og í gegnum Mosfellsbæ til vesturs og norðurs. Þessar leiðir eru alls ófull- nægjandi ef jarðeldar kæmu upp aust- an við höfuðborgina. Hver veit t.d. hvar, hvenær og hvaða vindátt yrði? Ný þjóðbraut frá Reykjavík vestur og norður verður að tengjast vesturborg- Hallgrímur Hallgrímsson skrifar: Ég hef verið að kynna mér eftir fóngum allt það sem mér berst í hend- ur um hina nýju mynt Evrópuþjóð- anna, evruna. Eftir þvi sem ég kemst næst er ekkert sem segir að evran sé sá happafengur sem sumir vilja vera láta. Og mest guma þeir af evranni sem ekkert munu með hana hafa að gera. Líkt er það þvi sem menn sögðu um Ólaf konung er minnst þekktu til hans. Og svo er það Evrópubandalagið sjálft. Langt í frá era allar þjóðir innan ESB ánægðar með samstarfið. Þar era Bretar kannski fremstir í flokki, enda er ávinningur Breta af veranni í ESB sagður afar lítill. Um það má lesa í „Hafa íbúar Reykjavíkur íhugað hvar þeir geti komist í athvarf ogfengið hjúkrun, mat, svefnstað og aðra nauð- synlega aðhlynningu ef til náttúruhamfara í nánd við borgina kœmi og íbúar hennar yrðu að yfirgefa ein- hver svæði hennar?“ inni, svo að sem minnstar líkur verði á umferðaröngþveiti ef náttúruhamfar- ir yrðu einhvers staðar á svæðinu austan höfuðborgarinnar. Vegur austur Hellisheiði, Þrengsli og um Mosfellsbæ er í stórum meiri hættu frá hugsanlegu gosi og-afleiðing- um þess en vegur er lægi beinustu leið frá Akurey og Seltjamamesi upp á Kjalames, þar sem hann hugsanlega kæmi í land austan til í Hofsvíkinni. Þessi vegur hefði þá viðkomu í Engey þar sem sjáifsagt er að hafa íbúðar- „Krónan er í lagi ef hún er styrkt með pólitískum ráð- stöfunum, svo sem að tengja hana við dollara og jafnvel breska pundið þess vegna, eða svissneska frankann. “ skrifum breskra hagfræðinga, t.d. í tímaritinu The Economist. Sérstaklega er tiltekin landbúnaðarstefna sam- bandsins. Varðandi hana eina myndu Bretar spara sér allt að 1% af þjóðar- framleiðslu sinni með því að ganga úr ESB. Þetta eigum við íslendingar að hafa byggö. Það má einnig hugsa sér teng- ingu vesturhluta Viðeyjar við veginn, þar sem heitir Nafimar og er vestast á eynni. í Viðey er kjörið að nýta allt það pláss sem þar er ónotað undir íbúðarbyggð. Austurhluta eyjarinnar má svo tengja Gufunesi. Hafa íbúar Reykjavíkur íhugað hvar þeir geti komist í athvarf og fengið hjúkrun, mat, svefnstað og aðra nauð- synlega aðhlynningu ef til náttúra- hamfara í nánd við borgina kæmi og íbúar hennar yrðu aö yfirgefa einhver svæði hennar? Hugmynd mín er sú að sprengja göng inn í Esjuna og gera þar grjót- námur og um leið að byggja þar upp, inni í fjallinu þá þjónustuaðstöðu sem nauðsynleg er i neyð. Stórgrýtið þaðan yrði notað í brimvamargarða og til að fylla upp það sem þarf í vegarstæði á milli Akureyjar, Seltjamarness og Kjalarness. Meginmálið er nú samt að eitthvað verði gert og hafist verði handa við skipulagningu og fram- kvæmd á þessari hugmynd. Og það sem allra fyrst. í huga, þvert á áróður þeirra t.d. í Sam- fylkingunni sem vilja endilega drifa í nánari tengslum við ESB. Við getum gert fríverslunarsamninga við hvaða tolla- og efnahagsbandalag sem er og þurfum ekki að líta sérstaklega til ESB, þótt þar getum við líka gengið að því vísu að fá samninga um hvaðeina sem þurfa þykir. Staðreyndin er hins vegar sú að það er enginn ávinningur af þvi fyrir okkur að tengjast ESB og heldur ekki af evrunni. Krónan er í lagi ef hún er styrkt með pólitískum ráðstöfunum, svo sem að tengja hana við dollar og jafnvel breska pundið þess vegna, eða svissneska frankann. - Aðalatriðið er að ganga ekki að nein- um afarkostum, við þurfum þess ekki. Enginn ávinningur af evrunni Dónalegi ráðherrann Það var sannkallaður ólundarsvipur á Lofti Jó- hannssyni, formanni Félags flugumferðarstjóra, þegar hann birtist á mynd í fjölmiðlum landsins til að tjá viðbrögð við hótunum ríkisstjómarinnar um afnám verkfallsréttar. Lái honum hver sem vill, málið er náttúrlega grafalvarlegt og eflaust erfitt fyrir stéttarfélagsformann að kyngja svo nöktu stjórnvaldsofbeldi sem þarna birtist. Það var þvi í raun ekki um neitt að ræða fyrir flugumferðarstjór- ana annað en afturkalla verkfallið - í trausti þess að þeir gætu þá farið í verkfall einhvem tíma seinna. Vandamál flugumferðarstjóranna núna er aftur á móti það að með verkfallsboðun sinni vöktu þeir upp stjómlyndiströllið í ríkisstjórninni sem ætlaði að taka af þeim verkfallsréttinn og þótt þeir hafi afturkallað verkfallið á elleftu stundu sofnar tröllið ekki strax aftur. Það er því viðbúið að þeir missi verkfallsréttinn hvort sem er. Veruleíkafirrtir En það var ekki nóg meö að Loftur flugumferðar- stjóri og félagar hefðu mátt þola ásýnd hins nakta valds heldur bætti Davíð Oddsson forsætisráðherra gráu ofan á svart með því að tala um mennina sem veruleikafirrta. Veruleikafirrta! Það er ekki á hverjum degi sem heilu starfsstéttirnar fá þennan palladóm frá sjálfum forsætisráðherra lýðveldisins. Reyndar verður Garri að endurskoða þessa síðustu fuliyrðingu því Davíð hefur endurtekið þessa yfir- lýsingu daglega að undanförnu þannig að hér er ekki um það að ræða að ráðherrann hafi misst þetta út úr sér svona óforvarandis. Maðurinn er augljóslega þeirrar skoðunar að flugumferðarstjórar séu veruleikaflrrtir. Og þegar menn eru ekki í tengslum við veruleikann geta þeir einfaldlega ekki verið með verkfallsrétt. Einhvem veginn þannig er hugsanagangurinn í þessu hjá forsætisráðherra og ríkisstjórninni. Vel má vera að ríkisstjórnin hafi rétt fyrir sér en það sem truflar Garra er að úr því mennirnir eru svona veruleikafirrtir er þá rétt að treysta þeim fyrir jafn ábyrgðarmiklu starfi og að lóðsa fram og til baka allt farþegaflugið i lofthelg- inni?!! Davíð dóni Loftur flugumferðarstjóri sagði á einhverri sjón- varpsstöðinni að Davíð Oddsson væri dóni. Enginn sæmilega siðfágaður maður tæki til orða eða hegð- aði sér með þeim hætti sem ráðherrann gerði. Það er auðvitað rétt hjá Lofti. Hins vegar breytir það ekki því að Davíð er síður en svo veruleikafirrtur sjálfur, í það minnsta ekki þegar kemur að hinum pólitíska veruleika. Grófleiki ummæla hans er ein- faldlega í réttu hlutfalli við þá samúð sem málstað- ur flugumferðarstjóra á úti í samfélaginu, og sú samúð er nákvæmlega engin. Því er það beinlínis pólitískt klókt hjá Davíð að vera dónalegur við Loft og forsætisráðherra hefur eflaust nælt sér í dágóð- an slatta af atkvæðum einmitt út á þann dónaskap. Það að Loftur og félagar skynji ekki slíka augljósa pólitíska staðreynd bendir til að þeir séu þrátt fyrir allt veruleikafirrtir - eins og Davíð hefur einmitt verið að halda fram! Garri Dýrt aö byggja Ódýrt erlertt virmuafl eftirsótt? Ólöglegir í atvinnu Kristmundur skrifar: Það á ekki að taka með silkihönsk- um á þeim sem hafa ómælt fé af því að flytja inn ólöglegt vinnuafl hingað til lands, eins og nú er að koma í ijós hvað eftir annað. Einkum tO bygg- ingarframkvæmda í þetta sinn. Ég heyrði í félagsmálaráðherra í út- varpsfréttum og var hann þungorður í garð þeirra sem þarna standa að verki. Við eigum að taka undir og styðja ráðherra. Þarna á að beita þungum refsingum. Og til að koma í veg fyrir þetta misferli á að tilkynna strax til Útlendingaeftirlits og Vinnu- málastofnunar verði fólk vart við út- lendinga sem eru ólöglega við störf hér á landi. Nú þrengist um á vinn- markaðinum og við skulum vera á varðbergi. Auðtrúa í viðskiptum Hólmfriður Gisladóttir hringdi: Furðulegt er hvernig margir hér á landi láta plata sig í viðskiptum. Er það eðlilegt að láta narra sig til að til að skrifa sig fyrir hinum og þessum vörum, líkt og strákpjakknum i gervifyrirtækinu „Costgo" tókst á dögunum? Fáránlegast af öllu er svo að stofnun eins og Samkeppnisstofn- un, jafnvel lögreglan sé að eyða dýr- mætum tíma sínum í að kanna hvort hér sé um „lögleg viöskipti" að ræða. Hér hefur það eitt skeð að ófyrirleit- inn strákur er að plata fé út úr gráð- ugum íslendingum. Auðvitaö átti að handtaka stráksa og refsa honum. Að öðru leyti þarf ekki neinar stofnanir til að kanna gildi þessarar ólöglegu starfsemi. Allir sjá að hér er um ein- falt og ósvífið gabb að ræða og þarf ekki frekar vitnanna við. Röggsemi ráðherra Flugmaður sendi þessar línur: Ég verð að við- urkenna, þótt ég sé ekki flokksmaður Davíðs, að við eig- um röggsaman for- sætisráðherra sem tekur á málum þegar þau eru að fara úr böndunum. En hér heföi skap- ast hreint neyðar- ástand í samgöngu- málum, jafnt inn- anlands sem utan, hefðu flugumferð- arstjórar látið verða af verkfallshót- un sinni. Flestir munu taka undir með forsætisráðherra að það hefðu verið nöturleg skilaboð til umheims- ins frá íslandi að loka flugumferð á því stóra svæði sem ísland er ábyrgt fyrir. Auk þess sem flugrekstur hér er nánast á heljarþröm eins og á stendur. Gróðavænlegt brottkast Ingimar hringdi: Hvemig sem fjölmiðlar reyna að teygja og toga brottkast hjá fískiskip- um og ræða við mann og annan um skoðun hans á brottkastinu, þá stend- ur aðeins eitt upp úr; það eru allir sammála brottkastinu í sjálfu sér. Að benda á „kerfið“ sem sökudólg er hlægilegt, einkum af þeim sem era sjálfir á fullu i gullgrafarakapphlaup- inu og græða á tá og fingri. Allir sjó- menn og útgerðarmenn eru á sama báti í þessu máli, sem er orðið vand- ræðalegt fyrir alla sjómannastéttina. Davíð Oddsson forsætisráð- herra Kom í veg fyrir neyðarástand. mss. Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangið: gra@dv.ls Eöa sent bréf til: Lesendasíða DV, Þverholti 11,105 ReyKjavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.