Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2001, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2001, Blaðsíða 8
8 Viðskipti__________ Umsjón: Viðskiptablaðiö Tap EJS 450 milljónir Tap á rekstri samstæðu EJS nam 450 milljónum króna á fyrri helm- ingi ársins. Rekstrartekjur EJS- samstæðunnar voru 1.373 milljónir króna á fyrstu 6 mánuðum ársins samanborið við 1.493 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. í Viðskiptablaðinu í gær kom fram að lækkun rekstrar- , tekna á milli ára megi ;** annars vegar rekja til v minni umsvifa hjá dótt- urfélögum og hins vegar til þess að Strikamerki hf., sem áður var dótturfélag, sé nú hlutdeildarfélag og tekjur þess því ekki lengur reikn- aöar inn í tekjur samstæðunnar. Strikamerki hefur verið sameinað Gagna- stýringu og hlutdeild EJS í sameinuðu félagi um leið minnkað. Að sögn Sigurðar Grendals Magn- ússonar, aðstoðarmanns forstjóra, liggur níu mánaöa uppgjör ekki fyr- ir hjá samstæðunni en fyrstu níu mánuði ársins voru rekstrartekjur móðurfélagsins 1507 milljónir króna. Fyrstu sex mánuði ársins voru rekstrartekjur samstæðunnar 1.032 milljónir króna. Tekj- urnar á sex mán- timabil- inu höfðu lækkað frá því í fyrra en þá voru þær 1.138 milljónir. Lækk- unina má rekja til minni sölu til dóttur- og hlutdeildarfélaga. Tekjur móðurfélagsins af þjónustu- og hug- búnaðargerð jukust um rúmlega 13% miðað við sama tímabil í fyrra, sem er í samræmi við áætlanir. Tap varð af rekstri sam- stæðunnar fyrir afskriftir að upphæð 239 milljónir króna að meðtöldum óbeinum afskriftum að upphæð um 200 milljónir króna, sem fyrst og fremst tengj- ast ógreiddri kröfu vegna sölu á eign- arhlut. Hagnaður móðurfé- lagsins EJS hf. fyrir af- skriftir var 63,1 milljón króna eða sem svarar 6,1% af rekstr- artekjum, samanborið við 6,2% á sama tímabili í fyrra. Framlegð fjár- festingarfélagsins Klakka hf. var hins vegar neikvæð um tæpar 140 milljónir króna. Afkoman fyrir af- skriftir batnaði hins vegar fram til 9 mánaða uppgjörsins og var þá hagn- aðurinn orðinn 99 milljónir eða 6,4% af rekstrartekjum. Að sögn Sigurðar var þá farið að gæta þeirr- ar kostnaðarstjórnunar sem gripið hafði verið til í upphafi árs. Að sögn Sigurðar hafði veiking íslensku krónunnar mikU áhrif á af- komu samstæðunnar á fyrri helm- ingi ársins. Fjármagnsgjöld sam- stæðunnar námu 125 milljónum króna á tímabilinu, þar af var geng- istap 103 milljónir króna. Fjár- magnsgjöld voru 20 milljónir króna á sama tímabili i fyrra. Gjöld vegna neikvæðrar afkomu hlutdeildarfé- laga voru 26 milljónir króna. Tap á rekstri samstæðunnar nam samtals 450 milljónum króna á tímabilinu. Tap samstæðunnar á fyrri hluta ársins endurspeglar annars vegar erfíðan rekstur dóttur- og hlutdeild- arfélaga og hins vegar veikingu krónunnar. Unniö hefur verið að því að aðlaga rekstur einstakra fé- laga að ríkjandi markaðsaðstæðum og að sögn Sigurðar liggur fyrir að þær aðgerðir sem gripið hefur verið til muni bera árangur. Þreföldun hagnaðar Delta Jafnvægisat- vinnuleysi hér á landi í kring- um 2,5% Seðlabankinn ætlar að jafnvæg- isatvinnuleysi hér á landi sé í kring- um 2,5% um þessar mundir en seg- ir rétt að undirstrika það að matið sé háð töluverðri óvissu og að alla jafna sé mjög erfitt að leggja ná- kvæmt tölulegt mat á stig jafnvæg- isatvinnuleysis, sérstaklega á líð- andi stund. í nýútkomnum Peningamálum kemur fram að svo virðist sem jafn- vægisatvinnuleysi hafi vaxið nokk- uð framan af tíunda áratugnum á fs- landi, sem líklega má rekja til afla- brests og versnandi viðskiptakjara í upphafi áratugarins. Jafnvægisat- vinnuleysi virðist hafa minnkað aft- ur á seinni hluta áratugarins og leit- að jafnvægis í kringum 2,5%. Ætla má að það atvinnuleysi sé nálægt því að samrýmast jafnvægi á inn- lendum vinnumarkaði. Jafnvægisatvinnuleysi er það at- vinnuleysisstig sem samrýmist jafn- vægi á vinnumarkaði. Þá er átt við það atvinnuleysisstig þar sem verð- bólga hefur hvorki tilhneigingu til að aukast né minnka þar sem launa- hækkanir eru í samræmi við fram- leiðniþróun og vænta verðbólgu. Fjöldi rannsókna bendir til þess að jafnvægisatvinnuleysi sé breytilegt eftir tíma. Það er talið ráðast bæði af félagslegum og hagrænum þátt- um. í þessu sambandi má nefna þætti eins og fyrirkomulag atvinnu- leysisbóta, skipulag kjarasamninga og launaákvarðana, reglur um ráðn- ingar og uppsagnir og samkeppni á vörumarkaði og virkni markaðs- hagkerfis. Þá getur greiður inn- flutningur vinnuafls einnig leitt til minna jafnvægisatvinnuleysis. Hagnaður Delta hf. nam 605 milljón- um króna fyrir skatta á fyrstu níu mánuðum ársins. Hagnaður tímabiís- ins eftir skatta er 497 milljónir en fé- lagið færir nú upp í fyrsta skipti tekju- skattsskuldbindingu upp á 101 milljón króna. Gjaldfærður tekjuskattur vegna þessa nemur 94 milljónum króna. Til samanburðar var hagnaður fyrir sama tímabil í fyrra 166 milljónir króna og þrefaldast hagnaður fyrirtækisins þvi á milli tímabila. í frétt frá félaginu kom fram aö af- koma fýrir afskriftir og fjármagnsliði hefði verið 1.072 milljónir króna sem sé 32% af veltu timabilsins. Veltufé frá rekstri nam 923 milljónum króna sam- anborið við 540 milljónir króna á sama tíma í fýrra. í þessu 9 mánaða uppgjöri Baugur hefur opnað TopShop versl- un í Gautaborg. Að sögn Kristjóns Grétarssonar, framkvæmdastjóra hjá AB Baugi í Svíþjóð, fóru viðtökur Gautaborgarbúa við opnun verslunar- innar fram úr hans björtustu vonum, en allt frá opnun hefur verið mikið að gera og sala langt yfir áætlunum. Sagt var frá þessu í Viðskiptablaðinu í gær. Fyrir rekur Baugur eina TopShop verslun og tvær verslanir undir merkj- um Miss Selfridge í Stokkhólmi. Þá er undirbúningur langt kominn að opnun annarrar TopShop verslunar í Stokk- hólmi en hún verður í nýrri verslunar- miðstöð í Kista-hverfinu. Kristjón segir rekstur fyrstu TopS- hop verslunarinnar í Stokkhólmi ganga að óskum. Hún hafi náð góðum árangri í sumar eftir þungt gengi í upphafi árs þegar nokkur samdráttur var í verslun í Svíþjóð. „Við höfum náð fótfestu í Stokkhólmi en frá lokum maí hefúr sala aukist jafnt og þétt í hveijum mánuði. Þá höfum við fengið er í fyrsta skipti tekið inn í samstæðu- uppgjör Delta hf. reksinr Pharmamed Ltd. á Möltu, en Delta hf. tók við rekstri þess í júlí síðastliðnum. Einnig er rekstur söluskrifstofu Medis Ltd. á Mön tekinn inn í samstæðureikning- inn. Rekstrartekjur fyrirtækisins námu 3.322 milijónum króna samanborið við 1.476 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Rekstrargjöld tímabilsins námu 2.502 milljónum króna en voru 1.204 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Eigið fé félagsins í lok tímabilsins var 2.117 miiljónir króna og hafði hækkað um 569 milljónir króna frá áramótum. Á árinu hafa tvö ný lyf farið á mark- að i Þýskalandi; sýklalyfið cipró- floxacín í ágúst og í júni var ofnæmis- mikilvæga umfjöllun í öllum helstu tískublöðum, þ. á m. Cosmopolitan og Vogue. Umfjöllunin þar hefur veriö okkur mjög hliðholl," segir Kristjón í Viðskiptablaðinu. Á næsta ári veröa opnaðar fleiri Arcadia-verslanir til viðbótar í Sví- þjóð. Skrifað hefur verið undir samn- ing um opnun TopShop og Miss Sel- fridge-verslana við Forum Lund, nýja Jákvæðar fréttir af baráttu Norður- bandalagsins við talibana í Afganistan urðu til þess að bandarísk hlutabréf hækkuðu töluvert í kjölfarið. Taliban- ar hafa nú hörfað út úr Kabúl, höfuð- borg Afganistan, og hafði það mjög já- kvæð áhrif á markaðina. Auk þess komu fréttir af því að samkvæmt fyrstu rannsóknum á flugslysinu á mánudag bendi ekkert til þess að um hryðjuverk hafi verið að ræða eins og óttast var í fýrstu. Þetta kom fram í Morgunpunktum Kaupþings í gær. Dow Jones vísitalan hækkaði um 2,06% en nú hafa 29 af þeim 30 félögum sem eru skráð í vísitöluna birt árs- fjórðungsuppgjör sín. Einungis Hew- lett-Packard á eftir að birta sitt og ger- ir það eftir lokun markaðar í dag. Ein- ungis tvö félög í Dow Jones lækkuðu en þau voru Wal Mart og SBC comm- unications. Mest hækkaði Home Depot (+7%) sem birti ársfjórðungsuppgjör í fyrradag en það var umfram vænting- ar. Wal-Mart birti reyndar einnig árs- fjórðungsuppgjör í fyrradag og var rekstamiðurstaðan í takt við vænting- ar en hins vegar er framlegð félagsins lyfið lóratadín sett á markað. Cipró- floxacin er meðal annars notað gegn miltisbrandi. Sala lyfjanna tveggja hef- ur farið verulega fram úr áætlunum og eru horfur fyrir síðasta ársfjórðung einnig mjög góðar fyrir þessi lyf. Stefn- ir í að útflutningur á árinu 2001 verði tífalt meiri en á árinu 1998. Rekstur dótturfélags Delta hf. á Möltu, Pharmamed, hefur gengið sam- kvæmt áætlunum og samþætting framleiðslu milli íslands og Möltu er hafin af fullum krafti. Horfur fyrir árið 2002 eru einnig góðar og hafa sölu- samningar fyrir mörg lyf þegar verið staðfestir, m.a. fer lyfið cíprofloxacin af einkaleyfi í Bretlandi í janúar næst- komandi. verslunarmiðstöð rétt fýrir utan Lund sem opnar í september 2002. Þá er búið að tryggja staðsetningu fyrir nýja TopShop verslun í miðbæ Stokkhólms og er áætlaður opnunar- tími í september 2002 auk þess sem viðræður eru hafnar vegna nýrrar verslunarmiðstöðvar sem reisa á í Maimö og er stefht á að opni 2003. að lækka sem þótti neikvætt. Nasdaq-vísitalan hækkaði um 2,8% og voru mest viðskipti með Cisco (+1,7%) í gær. Þá voru einnig mikil viðskipti með Oracle (-5,7%) sem lækk- aði í kjölfar afkomuviðvaranar frá fé- laginu fyrir yfirstandandi ársfjórðung. Þá hækkuðu hlutabréf í Intel töluvert eða um tæp 6% eftir að IBM hóf fram- leiðslu á Linux-netþjóna sem nota hálf- leiðara frá Intel. Markaðir í Evrópu hækkuðu einnig talsvert í kjölfar fréttanna, FTSE hækkaði um 2,5%, CAC 40 í París hækkaði um 4,1% og Xetra Dax í Þýskalandi hækkaði 2,3%. í London voru það STMicroelectronics(+9,6%) og Vodafone(+3,3) sem leiddu hækkan- imar þrátt fyrir mikið tap Vodafone Group í London sem skilaði hálfsárs- uppgjöri á þriðjudag. Rekstrarárið hefst 1. apríl hjá Vodafone og tap fé- lagsins nærri tvöfaldaðist í 1.500 millj- arða króna miðað við sama tíma í fyrra en mestu munar um að Vodafone afskrifar nú 730 milljarða króna sem rekja má til yfirtöku félagsins á Mann- esmann AG í apríl á síðasta ári. Fósturforeldra á höfuðborgarsvæðinu óskast í krefjandi en gefandi verkefni. Fósturforeidrar óskast fyrir 12 ára þroskaheftan dreng. Við erum að leita að fólki sem hefur reynslu af að vinna með börnum með þroskafrávik og getur tekið að sér krefjandi en jafnframt gefandi verkefni á heimili sínu. Drengurinn er í sérskóla, dagvistun eftir skóla og einnig dvelur hann 7 daga mánaðarlega í hvíldarvistun. Einnig er áætlað að drengurinn hafi regluleg samskipti við fjölskyldu sína. Frekari upplýsingar gefur Hildur Sveinsdóttir í Barnaverndarstofu í síma 530-2600. Baugur opnar TopShop í Gautaborg Fall Kabúl hefur já- kvæð áhrif á markaði - miklar hækkanir bæði í Evrópu og Bandaríkjunum FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2001 x>v mnm HEILDARVIÐSKIPTI 3.308 m.kr. - Hlutabréf - Húsbréf MESTU VIÐSKIPTI Pharmaco Q Delta Landsbankinn MESTA HÆKKUN 266 m.kr. 1.065 m.kr. 63 m.kr. 53 m.kr. 25 m.kr. o Opin kerfi © SÍF | O Hlutabrsj. Búnbanka MESTA LÆKKUN O Guðmundur Runólfsson O Kaupþing O Eimskip ÚRVALSVÍSITALAN - Breyting 4,5% 3,7% 3,1% 9,1% 5,4% 2,0% 1.072 stig O -0,56% Lítils háttar tap hjá KASK Kaupfélag Austur-Skaftfellinga var rekið með 23,2 milljóna króna tapi fyrstu átta mánuði ársins. Er þá ekki tekið tillit til niðurfærslu hlutafjár fé- lagsins í Kjötumboðinu hf. en bókfært verð þess er 231 milljón. Tekjur Kaupfélags Austur-Skaftfell- inga jukust um 12,7% á tímabilinu jan- úar til ágúst 2001 frá sama tímabili í fyrra. í frétt fra KASK kemur fram að veltuaukningin var einkum í Bygg- ingavörudeild og Flutningadeild. Rekstrargjöld hækkuðu hins vegar um 8%. Hagnaður fyrir afskriftir var 14,8 milljónir en var 1,4 milljónir króna í fyrra. Hagnaður fyrir fjármagnsliði var 1,1 milljón. Fjármagnskostnaður jókst hins vegar um 20 milljónir, aðal- lega vegna fjárfestingar, en félagið er að reisa verslunarkjarna í miðbæ Hafnar. Tap tímabilsins var 23,2 millj- ónir króna en var 17,3 milljónir á sama tímabili í fyrra. Eigið fé félagsiiis í lok ágúst 2001 var 335 milljónir króna. Eiginfjárhlutfall var 32,8%. Veltufé til rekstrar var 9,4 milljónir en var 2,6 milljónir á sama tímabili i fyrra. Hagnaður Hew- lett-Packard snarminnkar - hlutabréfin hækka þó í verði Tölvuframleiöandinn Hewlett- Packard sagði í dag að tekjur fyrirtæk- isins í síðasta ársfjórðungi hefðu dreg- ist verulega saman, en samdrátturinn varð hins vegar minni en fjármálasér- fræðingar höfðu gert ráð fyrir. Hagn- aður HP fyrir fýrstu 9 mánuði ársins nam 361 milljón dollara. Hewlett-Packard hafði í bígerð að yf- irtaka tölvurisann Compaq en vegna mótmæla erfingja Hewlett og Packard fjöldskyldnanna var fallið frá slíkum hugmyndum. Hlutabréf í HP hækkuðu um tæpa 2 dollara hluturinn í kjölfar uppgjörsins. Hagnaður á 3 ársfjórð- ungi nam 97 milljónum dollara en var 922 milljónir dollara á sama tíma árið áður. Alls lækkuðu tekjur fyrirtækis- ins um 18% í 10,9 milljarða dollara úr 13,3 milljöröum dollara. Markaðurinn hafði hins vegar gert ráð fyrir 9,9 millj- arða dollara hagnaði. lb.ll KAUP ki. y.io SALA ftePollar 106,920 107,470 SSPund 154,050 154,840 l*ll Kan. dollar 67,170 67,580 Dönsk kr. 12,6780 12,7480 BHNorskkr 11,9560 12,0220 SSsænsk kr. 10,1350 10,1900 mark 15,8564 15,9517 ! 5 ÉFra. franki 14,3726 14,4589 | JBolg. franki 2,3371 2,3511 : j Sviss. franki 64,1200 64,4700 CÍHoll. gyllini 42,7814 43,0385 —Ipýskt mark 48,2035 48,4931 Öh-Ura 0,04869 0,04898 QCausL sch. 6,8514 6,8926 M Port. escudo 0,4703 0,4731 |„* |Spá. pesoti 0,5666 0,5700 rÍHiap. yen 0,87400 0,87930 jl j írskt pund 119,708 120,427 SDR 135,3300 136,1500 flÍECU 94,2778 94,8443

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.