Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2001, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2001, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2001 DV Fréttir Skolp og saur verða áfram í fjöruborðinu - ekki staðið við markmið R-lista, segir minnihlutinn Byggingu dælustöðvar 1 Grafarvogi frestað: Byggingu dælustöövar hefur veriö frestaö Sjálfstæðismenn gagnrýna ákvörðun borgarstjórnar um að fresta byggingu dælustöðvar í Grafarvogi um eitt ár. Hrannar B. Arnarsson segir fyrirhugaðar breytingar á skipulagi Gufunesslandsins ástæðu frestunarinnar. Umhverfis- og heilbrigðisnefnd Reykjavikur hefur samþykkt að fresta fyrirhuguð- um úrbótum í skólpmálum Graf- arvogs um eitt ár eða til 2004. Á meðan mun þvi mannasaur og annar úrgangur hverfisins falla í Grafarvoginn fyrir allra augum, skammt undan landi. Minnihluti borgarstjórnar hefur gagnrýnt þetta harkalega og segir ljóst að stórhækkuð holræsagjöld dugi hvergi til að koma þessu í lag. Meirihluti borgarstjómar vísar hins vegar til þess að taka þurfi með í reikninginn nýjar hugmyndir um byggingu íbúðahverfis í Gufunesi. „Byggingu dælustöðvarinnar hef- ur verið frestað vegna breytinga sem fyrirhugaö er að gera á skipu- lagi Gufunesslandsins. í kjölfar at- burðanna í Áburðarverksmiðjunni var ekkert annað í stöðunni en að endurskoða skipulag og finna dælu- stöðinni nýjan stað,“ segir Hrannar B. Amarsson, formaður Umhverfis- og heilbrigðisnefndar Reykjavíkur. Minnihlutinn vísar í fjórða lið svonefndrar umhverfisstefnu Reykjavíkur við upphaf þessa kjör- tímabils. Þar segir að það sé stefna Reykjavíkurborgar aö allir borgar- búar lifi og hrærist í heilnæmu um- hverfi og úti sem inni verði loft hreint og heilsusamlegt. Strendur borgarinnar verði aftur hreinar og ómengaöar og tryggt verði að meng- un berist ekki í ár og vötn. Þá segir einnig að mengun í borginni sé fyrst og fremst vegna samgangna og frárennslis. Gert var ráð fyrir að ljúka frárennslismálum á fáum árum. Guðlaugur Þór Þórðarson, borg- arfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins, segir augljóst að R-listinn ætli ekki að standa við þessi markmið sín. „Það hefði verið nær að drífa þetta áfram, sér- staklega í ljósi þess að veiði í Elliðaánum hefur aldrei verið minni en í sumar. Fyr- ir um 15 árum voru endurheimtur fiska yfir 2000 á hverju sumri. 1 ár er talan 400 fiskar. Um hundrað af þeim er vegna seiðasleppinga. Nátt- úrulegi stofninn, sem skilar sér í árnar, er því ekki nema 300 fiskar. Svo eru menn að tala um að það þurfi að gera eitthvað fyrir Elliða- árnar.“ Guðlaugur segir að vissu- lega kosti skolphreinsun peninga, en allt sé þetta spurning um for- gangsröðun. Að sögn Hrannars hefur umrætt ástand varað í Grafarvogi um nokk- urra ára skeið. „Eitt ár til eða frá ætti ekki að skipta svo miklu máli. Það er ekki hægt að reisa dælustöð- ina fyrr en endanlegt skipulag svæðisins liggur fyrir,“ segir Hrannar B. Arnarsson. -HKr/aþ T ónlistarkennarar: Árangurslaust Fundur samn- inganefnda tón- listarkennara og sveitarfélaga, sem haldinn var í gær, reyndist árang- urslaus, að sögn Sigrúnar Grendal Jóhannesdóttur, formanns Félags tónlistarkennara. Næsti fundur hef- ur verið boöaður á morgun kl. 14. Deiluaðilar leita nú leiða til að þoka viðræðunum áfram. Að sögn Sigrúnar miöa tónlistar- kennarar kröfur sínar við laun grunnskóla- og framhaldsskóla- kennara. Miðað við tilboð sem sveit- arfélögin hafa lagt fram munar 30-40 þúsund krónum á því sem þau bjóða og launakröfum tónlistar- kennara. -JSS Sigrún Grendal. Guðni Ágústsson segist fara að lögum og vera þingræðissinni: Ég hef ekkert að fela - embættismenn að kanna hvort birta megi upplýsingar um jarðasölu „Já, það mál er komið í vinnslu. Ríkisendurskoð- andi, ríkislögmað- ur og formaður upplýsinganefndar eru að fara yfir þetta, en það verð- ur að fást á því skýring hvaða mis- ræmi er þarna á ferðinni," segir Guðni Ágústsson landbúnaðarráð- herra. Hann hefur verið sakaður um á þingi að leyna upplýsingum um sölu ríkisjarða, en svarað því til að samkvæmt skilningi ráðuneytisins sé honum óheimilt að veita þessar upp- lýsingar. Á þingi í fyrradag sagði ráð- Guöni Ágústsson. herrann það hins vegar stinga í augu að þessar upplýsingar kæmu fram í ríkisreikningi, og því væri um mis- ræmi að ræða milli þess og þess sem kvæði á um í upplýsingalögum og á því þyrfti að fást skýring. Landbúnað- arráðuneytið styðst við úrskurði sem upplýsinganefnd hefur fellt um að það sé óheimilt að gefa upp verð á ríkisjörð sem seld hefur verið þar sem hún sé þá komin í einkaeign sem ekki sé hægt að upplýsa um verð á, ekki þá fyrr en búið sé að þinglýsa eigninni. „Almennt um þetta mál vil ég segja - vegna þess að ég hef verið borinn hinum þyngstu sökum af nokkrum þingmönnum um að ég væri að fela eitthvað - að ég er fyrsti landbúnaðarráðherrann í íslandssög- unni sem sel ríkisjarðir samkvæmt fastmótuðum reglum sem ríkisendur- skoðandi hefur tekið þátt í að móta. Það er hlutlaus aðili, Ríkiskaup, sem verðleggur jarðirnar. Þannig að það er ekki fyrr en kemur að undirritun sölunnar á lokastigi sem mín fingrafor ein tengjast þessum við- skiptum. Ég hef ekkert að fela, en tel mér skylt að fara að lögum og upplýs- ingalög eins og mitt ráðuneyti full- yrðir og aðrir lögfræðingar banna mér að birta þessar tölur. Ég vona að það skýrist sem allra fyrst hvort þetta er í raun svo, og um leið og það er komið í ljós mun ég birta þinginu þær upplýsingar. Ég er þingræðis- sinni og vil svara þinginu öllu sem því ber,“ segir Guðni Ágústsson. -BG Eldur í jeppa Eldur kom upp í jeppa- bifreið á athafnasvæði ’Strætisvagna Reykja- víkur skömmu fyrir miðnætti í gærkvöld. Þegar aðstoð barst hafði eigandanum tekist að slökkva eldinn í bifreið- inni með handslökkvitæki. Bifreiðin virtist ekki mikið skemmd að utan, en menn töldu að hún gæti verið nokkuð mikið skemmd í vélarhúsi. Varað við fósturvísum Margrét Guðnadóttir veirufræðing- ur sagði í RÚV að umræðan undanfar- ið um innflutning fósturvísa úr norsk- um kúm væri gáleysisleg og ekkert einkamál kúabænda. Maigrét varar við kúariðu og hvítblæði í kúm sem hugs- anlega geti borist til landsins og valdið Sjúkraliðar aftur til vinnu Þriggja daga allsherjarverkfalli sjúkraliða lauk á miðnætti. Sjúkraliðar snúa því aftur til vinnu í dag en verk- fallið náði til 1200 sjúkraliða. Lítt hefur gengið í viöræðum sjúkraiiða og samn- inganefndar ríkisins að undanfórnu en fundur hefur verið boðaður klukkan 14 í dag. Sáttir með samningana Framhaldsskólakennarar munu sátt- ir með kjör sín en dagvinnulaun þeirra voru 51% hærri fyrstu níu mánuði árs- ins en á saman tima í fyrra. Launin voru að meðaltali 69 þúsund krónum hærri fyrstu níu mánuði ársins en á sama tíma í fyrra. Ánægð með niðurstöðu Ráðherrafundi Al- þjóðaviðskiptastofn- unarinnar, WTO, lauk í Katar í gær. Valgerður Sverris- dóttir iðnaöarráð- herra, sem fór fyrir íslensku sendinefnd- inni, kvaðst afar ánægð með niðurstöðu fundai'ins. Hún sagði það sigur fyrir íslenska utanrík- isþjónustu að tekist hefði að halda inni tillögu um afhám rikisstyrkja í sjávar- útvegi. Mbl. greindi frá. Uppsagnir standa Jón Bjamason, þingmaöur VG, gagnrýndi áform Landsbanka íslands um að segja upp starfsmönnum og draga úr þjónustu á Raufarhöfn og á Kópaskeri. Jón sagði þetta dapurleg skilaboð tO íbúa sveitarfélagsins en fólksfækkun hefur verið mikil á svæð- inu að undanfömu, og á árinu hafa 52 flutt burt. „Það sem kem- ur helst á óvart er að það komi mönnum á óvart að brottkast sé stundað á íslands- miðum,“ segir Einar K. Guð- finnsson, formað- ur sjávarútvegs- nefndar Alþingis, um umræðuna um brottkast sem komið hefur upp í kjölfar sýninga Sjónvarpsins og brottkasts tveggja báta. Einar bend- ir á að í minnst þremur sjálfstæðum athugunum hafi þetta komið fram: í rannsókn Hafrannsóknastofnunar, í merkri könnun á vegum Kristins Péturssonar á Bakkafirði og í skoö- anakönnun sem gerð var á vegnum nefndar undir forustu Gunnars Birgissonar. „Það sem hins vegar virðist vekja umræðuna núna er að menn sjá þetta á mynd- um í gegnum sjónvarpið. Við getum ekki horft fram hjá því að það er inn- byggður hvati til brottkasts í aflamarks- kerfinu og ekki ber að gera lítið úr því. Hins vegar má almennt segja að jafnvel innan þessa aflamarks- kerfis þá eru ýmsar leiðir til að draga úr brottkastinu, en ég vara aftur á móti mjög eindregið við öll- um hug- myndum um að stórauka eftirlit og lögreglu- rannsóknir í þessu sam- bandi. Að- gerðir af því tagi koma iðulega verst niður á þeim sem eru að vinna af heiðarleika í kerfinu og torvelda þeirra störf. Auk þess er eftirlits- iðnaðurinn orðinn nógur í sjávar- útveginum. Aðrar leiðir eru væn- legri, s.s. svæöalokanir, og sjómenn hafa sjálfir bent á að t.d. geti aukin veiðarfærastýring dregið úr brott- kasti og þar er ég að tala um hluti eins og stærri möskvastærð i snur- voð o.þ.h. Slíkar aðgerðir eru mun líklegri til að skila árangri en auknar lögregluaðgerðir," segir Einar. Hann bætir því við að jafn- framt sé nauðsynlegt að kvótaút- hlutun í tegundum eins og t.d. ufsa og kola séu raunhæfar þannig að heimildimar dugi fyrir þeim með- afla sem óhjákvæmilega berst á land. Aðspurður hvort hann sé með þessu að gagnrýna áherslur Árna Mathiesens sjávarútvegsráðherra í málinu segir Einar að snúið hafi verið út úr orðum ráðherra um lög- regluaðgerðir. „Hann hefur verið að benda á að það sé búið að grípa til alls konar aðgerða sem fela í sér aukið eftirlit en ég er einfaldlega þeirrar skoðunar að nú sé nóg komið af þess konar aðgerðum," segir Einar. -BG Dæmdur fyrir barnaklám Þrítugur karlmaður var dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness í gær fyrir að hafa haft 120 myndir með bamaklámi í fórum sínum. Húsleit var gerð hjá manninum í Kópavogi og lagði lögregla hald á tölvu, myndavélar, farsíma og 174 geisladiska og 120 skjámyndir með bamaklámi. Maðurinn var dæmdur til að greiða 100 þúsund króna sekt. Séra Bolli biðst lausnar Séra Bolli Gústavs- son, vígslubiskup á Hólum, hefur beðist lausnar frá næstu áramótum vegna heilsufarsástæðna. Séra Bolli hefur gegnt embætti vígslu- biskups á Hólum frá 1991 en þar á undan var hann sóknar- prestur í Laufási í Eyjafirði. Sala tóbaks dregst saman Sala á reyktóbaki dróst saman um tæp sex prósent á fyrstu 9 mánuðum ársins. Hins vegar hefur sala munntó- baks aukist um 9,8%. Á sama tíma jókst sala á bjór og léttvínum um tæp 20%. -aþ/-gk Einar K. Guðfinnsson um brottkastið: Nóg er komið af lögregluaðgerðum - vill svæðalokanir og veiðarfærastýringu Sjómannabænln! Menn lögðust á bæn á þingpöllum í gær við utandagskrárumræðu um brottkast, en þar varýmist kerfmu eða köllunum kennt um.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.