Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2001, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2001, Blaðsíða 20
40 FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2001 Kvikmyndir_______________________________________________________________________________________________x>'Vr Training Day Þegarlöggan fór yfir strikið Training Day, sem frumsýnd verður á morgun í Sam-bíóunum, er spennu- mynd sem gerist á einum sólarhring. Hefur hún fengið góðar viðtökur og var um tíma mest sótta kvikmyndin í Bandaríkjunum. Þegar er farið að tala um Denzel Washington sem líklegan óskarsverðlaunahafa. Þessi ágæti leik- ari hefur alltaf leikið hetjur og persón- ur sem eru réttu megin við lögin. Nú bregður svo við að hann leikur sann- kallaðan óþverra þó hann skarti lög- regluskiltinu. Myndin hefst árla morguns. Hinn ungi lögreglumaður Jake Hoyt (Ethan Hawke) er að fara á sína fyrstu vakt án ein- kennisbún- >- _ it, . ings. Leið- beinandi ’■» hans er M : gamall jaxl í lögreglunni, Alonzo Harr- is (Denzel Washinton), sem virðist í fyrstu vera ákveðinn og heiðarlegur. Fljótt kemur þó í ljós að Harris fer ekki samkvæmt bókinni og gerir lítið úr heiðarleika Hoyts. Ef Harris hefur hagað sér einkennilega fyrir hádegi þá á Hoyt samt eftir að kynnast honum fyrir alvöru þegar líður á daginn og sú viðkynning er ekki góð til afspumar. Auk Washingtons og Hawkes leika í myndinni Scott Glen, sem leikur spiilta löggu sem sest er í heigan stein, Tom Berenger, eina lögguna í viðbót, Harris Yulin, Dr. Dre og Snoop Dog og söngkonan fræga Macy Gray. Leik- stjóri er Anthony Fuqua sem fékk upp- eldi hjá Sigurjóni Sighvatssyni í Propaganda. Er þetta þriðja myndin sem hann leikstýrir og sú fyrsta sem slær í gegn. Áður hafði hann sent frá sér The Replacement Killers og Bait. -HK Lærlingurinn og kennarinn Ethan Hawke og Denzel Washington í hlutverkum sínum. Innfellda myndin er af Denzel Washington í hlutverki lögreglumannsins Alonzos Harris. Hefur Washington fengiö mikiö lof fyrir leik sinn. Bræðralag úlfsins Skrímsli drepur konur og börn Háskólabíó frumsýnir á morg- un eftirtektarverða franska kvik- mynd, Le Pacte des loups eða Bræðralag úlfsins, eins og hún myndi kallast á íslensku. Um er að ræða einhverja umfangsmestu kvik- mynd sem Frakkar hafa gert og var ekkert sparað til að gera hana aö stórmynd sem gæti keppt við þær bandarísku. Fékk hún góða aðsókn í Frakklandi. Sagan býður upp á miklar tæknibrellur þar sem meðal annars dýr koma við sögu. Leitað var vestur um haf til Jim Henson Workshop til að sjá um þann hluta myndarinnar. Þá er myndin uppfull af mögnuðum átakaatriðum þar sem bardagalistir eru útfærðar með fullkomnustu kvikmyndatækni. Bræðralag úlfsins er byggð á sönnum atburðum sem áttu sér stað í Frakklandi á 18. öld. Gerist árið 1766 og fjallar um tvo útsendara Lúðvíks 15. sem sendir eru til hér- aðs þar sem skrímsli hefur ógnað íbúum og þegar banað eitt hundrað manns. Fórnarlömbin hafa aðallega verið konur og böm. Ekki hafa þeir erindi sem erfiði í fyrstu tilraun. Leikarar eru margir af vinsæl- ustu leikurum Frakka. Má þar nefna Samuel Le Bihan, Mark Dacascos, Emilie Dequenne, Vincent Cassel og Monicu Bellucci. Handritshöfundur og leikstjóri myndarinnar er Christophe Gans. -HK Grégorie de Fronsac Útsendari konungs í leit aö skrímsli. Samuel LeBihan í hlutverki sínu. Blondínan mætt Elle Woods (Reese Witherspoon) er öryggiö uppmálaö. Legally Blonde: Stelpa sem veit hvað Bálför Sagan í myndinni er byggð á sönnum atburöum. Bíógagnrýni Sam-bíóin - Hver er Corky Romano?; i Ófrumlegur og marg- stolinn karakter Klaufinn Corky Það er ósjaldan sem hann veröur f/ölskyldu sinni til skammar. Ari Eldjárn skrífar gagnrýni um kvikmyndir. hún vill Það hefur alltaf verið vitað að Reese Witherspoon ætti eftir að fá hlutverk sem hún myndi brillera i. Allt frá því hún sló í gegn í Man on the Moon fyrir tíu árum, þá fimmt- án ára gömul, hefur hún verið að fá frábæra dóma fyrir mörg hlutverk og meö Legally Blonde skipar hún sér í hóp bestu leikkvenna í Hollywood. Witherspoon leikur Elle Woods sem gengur allt í haginn. Hún stundar nám í frábærum skóla á vesturströnd Bandaríkjanna þar sem sólin skín allan daginn, hún er forseti systrafélags, lenti í öðru sæti í fegurðarsamkeppni, birtist í Ricky Martin-myndbandi og mikilvægast af öllu, hún er ljóska af guðs náð. Elle er yfir sig ástfangin af kærastanum sínum, Warner Hunt- ington III (Matthew Davis). Wamer tilheyrir vellauðugri fjölskyldu af austurströndinni og stundar lög- fræðinám í hinum virta Harvard- háskóla. Þegar hann kallar Elle á fund til sín telur hún hann ætla biðja sín. Það reynist alrangt. Wam- er ákveður nefnilega að sparka henni og ástæðan: Hann er hræddur um að ljóskuímynd Elle muni eyði- leggja fyrirhugaðan stjómmálaferil sinn. Elle er að sjálfsögðu niðurbrotin, en jafnframt- staðráðin í að næla í Warner aftur. Hún þarf að sanna fyrir honum að hún sé ekki ein- göngu heimsk ljóska og ákveður í framhaldinu að sækja sjálf um inn- göngu í Harvard. Grínmyndin Hver er Corky Roma- no? fjallar um samnefnda söguhetju sem er svarti sauðurinn í Romano- glæpaíjölskyldunni og í upphafl mynd- arinnar hefur honum löngu verið út- hýst úr fjölskyldunni vegna þess hvað hann passar illa inn í maííu-umhverf- ið. Jebb, Corky er kveif sem elskar dýr og vinnur sem „aðstoðardýralæknir" á gæiudýraspítalanum Poodles and Pussies (hahaha, hvað ætli það þýði á ensku?) og auðvitað er hann líka ótta- legur klaufi því það er svo fyndið. Þeg- ar fjölskylda Corkys sér fram á lög- sókn á hendur sér er hann fenginn til að ganga í Alríkislögregluna undir fólskum formerkjum svo hann geti haft uppi á sönnunargögnunum og eytt þeim. Einnig þarf hann að eltast við geðsjúkan morðingja. Jæja. Chris Kattan er gömul kempa sem hefur helst unnið það sér til frægðar að leika í hinum misgóðu grínþáttum Saturday Night Live. Nú er drengurinn hins vegar kominn í að- alhlutverk og tekst því miður ekki nógu vel upp í þetta skiptið. Reyndar er ekki við sjálfan leikarann að sakast enda hefur hann oft áður farið á kost- um í gamanhlutverkum. Málið er ein- faldlega það að Kattan er með sáralítið efni til að vinna úr. Karakter Corkys er hvorki fugl né fiskur og myndin virðist ekki geta gert það upp við sig hvort hann sé fífl eða snillingur. Fyrir rest hagar hún bara seglum eftir vindi og lætur Corky bjarga öllu. Sjálfur er Corky eins ófrumlegur og margstolinn karakter og hugsast getur; hann elskar dýr (Ace Ventm-a), hann er klaufi (Bleiki pardusinn), hann er líflegur og litrikur (aftur Ace Ventura) og svo lendir hann í hlutum eins og að fá raf- straum (frumleikinn í fyrirrúmi) og að gefa hundi „munn við munn“ (Somet- hing about Mary). Einnig gefur hann hundi óvart örvandi eiturlyf (Somet- hing about Mary!) Það er ekkert nýtt á ferðinni hér enda draga höfundamir svo kröftuglega dám af Farrely-bræðr- um að á stundum fmnst manni sem myndin ætti að heita „Thereis something about Corky: A dumb and dumber Pet Detective.“ Það væri mun betri og augljósari titill og gæfi manni skýrari mynd af þvi sem er i vændum. Óþarfí er að minnast neitt sérstak- lega á handritshöfunda eða leikstjóra - þeir mega allir fá falleinkunn fyrir mér. Kattan fær háifa stjömu fyrir að reyna að hrista þessa eldsúru súpu upp og hann má eiga það að hann er sturidum svolítið fýndinn þótt ekki vari það lengi. Spumingunni sem klunnalegur titill myndarinnar vísar í er þó enn ósvarað: Hver er Corky Romano? Ég fæ ekki betur séð en Cor- ky Romano sé bastarður af Ace Ventura og Clouseau varðstjóra sem þrátt fyrir að hafa erft ýmsa eiginleika frá kómískum fyrirmyndum sínum er því miður ekki nógu fyndinn. Leikstjóri: Rob Pritts. Handrit: David Garrett og Jason Ward. Kvikmyndataka: Steven Bern- stein. Tónlist: Randy Edelman. Leikarar: Chris Kattan, Vanessa Shaw, Peter Falk og Ferd Ward.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.