Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2001, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2001, Side 8
8 MIDVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 2001 Fréttir I>V Þéttbýlasta svæöi landsins óþægilega nálægt virkum eldstöðvake Það mun verða eld á Reykjanesskagan - segir Ari Trausti Guðmundsson en vill engu spá um hvar „Ljóst er að sumar byggðir á þétt- býlasta svæði landsins eru óþægi- lega nálægt virkum skjálfta- sprungnum eldstöðvakerfum gos- beltanna fjögurra á Reykjanesskaga, eða nálægt misgömlum gossprung- um í þeim.“ Þetta segir Ari Trausti Guðmundsson jarðeðlisfræðingur m.a. í nýrri bók sinni „íslenskar eldstöðvar" sem kemur út í þessari viku. Þar er m.a. fjallað ítarlega um eldstöðvakerfi Reykjanesskagans sem talið er líklegt að láti á sér bæra, jafnvel í náinni framtíð. í niðurlagi kaflans um Reykjanes segir: „Enn fremur er vitað að rek- og goshrinur ganga yfir í kerfunum á 700-1000 ára fresti. Nú er langt liðið á kyrrðartímabil hvað jaröeldinn varðar. Þess vegna verður t.d. að gera ráð fyrir aö eldar, svipaðir Reykjanes-, Bláfjalla- og Nesjavalla- eldum, geti valdið tjóni og óþægind- um á Reykjanesskaga á næstu öld- um. Áhrif hvers eldgoss ræðst m.a. af legu gossprungna, magni gosefna, aðstæðum á nálægu landsvæði og gosháttum. Hraungos í kerfunum virðast flest vera fremur lítil en skaginn er ekki breiður og ávallt er hætta á að hraun nái af hálendi hans út á láglendið og jafnvel til sjávar. Lítil gjóska fylgir slíkum gosum. Gjóskugos veröa helst í sjó undan Reykjanesi eða lengra úti á hryggnum. Gjóskumagnið er þó venjulega fremur takmarkað en gæti samt valdið óþægindum og jafnvel tjóni. Ástæða er til að vinna áætlanir um viðbrögð, meta vel hættur og goslíkur og vakta eld- Hörður Kristjánsson blaöamaöur Innlent fréttaljós stöðvakerfin á skaganum. Allt þetta hefur verið gert og unnið er áfram að því að draga úr áhættunni við að búa á „landlægum" hluta plötuskil- anna i Norður-Atlantshafinu." Líkurnar aukast Jarðfræðingar hafa á síðustu árum og misserum ítrekað gefið í skyn að gos í einhverju hinna fjög- urra eldstöðvakerfa Reykjanesskag- ans séu ekki mjög langt undan. Þannig sagði Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur í samtali við DV fyrir skömmu að menn velti því fyrir sér núna hvort við séum hugs- anlega að sigla inn í nýtt gostímabil. Við stóru jarðskjálftana á Suður- landi á og eftir 17. júni varð keðju- verkun jarðskjálfta vestur eftir Reykjanesskaga. Áhrif þeirra urðu m.a. mjög sýnileg er Kleifarvatn fór að leka ört niður um sprungur sem þá opnuðust. Jarðskjálftar á Heng- ilssvæðinu undanfarin ár hafa líka vakið athygli. Hvort það séu vís- bendingar um að stórir atburðir séu í aðsigi virðist þó erfitt að henda reiður á. Það lá því beinast við að spyrja bókahöfundinn sjálfan, Ara Trausta Guðmundsson, hvernig hann mæti möguleikana á eldgosi á svæðinu í náinni framtíð. Þaö mun veröa eldgos „Það mun verða eldgos á Reykja- nesskaganum, það er alveg á hreinu. Það sem bæði jarðfræðingar og leikmenn hafa síðan áhuga á að vita er hvar og hvenær slíkt gos verður. Þegar jarðvísindamenn eru að fjalla um svona mál eru þeir ekki endilega að velta upp öllum hugsan- legum möguleikum. Það er sjaldan hægt að útiloka nokkurn hlut í nátt- úrunni en menn velta helst fyrir sér því sem líklegast er að gerist. Menn notast við mæligögn, söguna og þaö sem almennt er vitað um eldvirkni til að leggja upp möguleika í stöð- unni. Þá er helst til að taka að við 'Þingvalla- vatn ,Út$kálar Garöur Hafnarfjörður Keflavík Trölladyngjul Heiðin Þorlákshöfnif, Eyrarbakkl Strandarkirkjj StokkseyrN'r KORT, FYRIRMYND: HAUKUR JÓHANNESSON OG KRISTJÁN SÆMUNDSSON 1998 SKYRINGAR - Útllnur eldstððvakerfis Utllnur virknismiðju eða megineldstððvar Noröur- suður Bprungurein Sprungur og misgengi - Gossprunga • Dyngjuhvlrfill frá nútlma Hafnir Eldstöövakerfin á Reykjanesskaga Þau raöast skáhallt og skástígt á plötuskilin, hringmynduöu svæöin eru dregin þar sem eldvirkni (ogjaröhitavirkni) er mest. Sprungurnar teygjast langt í noröaustur en æ minna er umjaröelda því fjær sem dregur frá virknimiöjunum. Austast er megineldstööin Hengill. UÖSMYND RTH Horft yfir hraun frá Bláfjöllum, Reykjavík í fjarska Stutt er aö hraunum inni á rek- og gosreinum Reykjanesskagans frá Reykja- vík. Hverfandi líkur eru þó á því aö hraun nái aö renna aö borginni. vitum um þessi fjögur eld- stöövakerfi sem liggja skáhalt vest- ur eftir Reykjanesskaganum. Ekki allur Reykj'anesskaginn undlr Við þorum nánast að fullyrða að eldgos verði ekki utan þessara kerfa, heldur einungis innan þeirra. Þar með erum við að segja að á nán- ast helmingi flatarmáls skagans verða ekki eldgos. Það verður sjald- an eða aldrei eldgos á milli þessara reina sem greinilega má sjá á korti. í öðru lagi er hægt að sjá nokkuð ákveðna tíöni í eldgosahrinum. Þetta eru yfirleitt rek- og goshrinur eins og Kröflueldar voru. Það verð- ur jarðgliðnun og það koma og fara eldgos á kannski nokkurra áratuga tímabili. Það virðist vera að það séu um 700 til 1000 ár á milli slíkra lotu- hrina í einhverjum af þessum fjór- um kerfum á skaganum." Ari Trausti segir að á sögulegum tíma hefur eldvirknin þó ekki byrj- að í austasta svæðinu sem er Heng- ilskerfið. Það hefur ekki látið á sér bæra í 2000 ár. Gosvirkni byrjaði hins vegar í næstaustasta kerfinu sem kennt er við Brennisteinsfjöll. Síðan fór virknin í næsta kerfí sem er Trölladyngukerfið og síðast gaus í vestasta kerfinu sem er Reykja- neskerfið. Þegar sllk eldvirknitíma- bil fara af stað virðast þau standa yfir í nokkra áratugi eða aldir í fleiri en einu kerfi. Á sögulegum tíma stóð það síðast seint á tiundu öld og fram yfir miðja þrettándu öld. Líkt og Kröflueldar „Það sem er þó nokkur huggun harmi gegn er að þessi eldgos sýn- ast ekki vera mikil hvert um sig. Þetta eru sprungugos með hraun- flæði og lítilli gjóskumyndun, ekki ólík síðustu Kröflugosum. Það er útilokað á þessari stunda að segja til um hvort svona hrinur byrji eft- ir ár, einn eða fleiri áratugi eða jafnvel ekki fyrr en eftir eina öld. Við erum að tala um að 700 til 1000 ár líði á milli hrina og nú eru um 750 ár síðan síðasta hrina gekk yfir.“ Líkindi á gosi á Hengilssvæð* inu Allar breytingar jarðskorpunnar nákvæmlega skráðar: Mælingar gerðar með GPS og gervihnattaradar - sýndu m.a. óvæntar breytingar við Kleifarvatn í fyrra Þóra Ámadóttir hjá Norrænu eldfjallastöðinni hefur undanfarin ár haft umsjón með GPS mæling- um á neti mælipunkta á Reykja- nesi. Þá voru sett mælitæki á Hengilssvæðinu um mitt ár 1999 þar sem landris var þá í gangi. Einnig var mælitæki sett upp á Vogsósum, austarlega á Reykja- nesskaganum. Vel er því fylgst með öllum breytingum á jarð- skorpu svæðisins. Þóra segir að net landmælinga- punkta hafi verið mælt reglulega síðan 1986. Síðast var það allt mælt nú í sumar. Reyna vísindamenn þannig að átta sig á landreki og hæðarbreytingum á landi sem staf- að geta m.a. af hugsanlegu kvikuinnstreymi undir þekktum eldstöðvum. Hún segir þó að mest spennandi um þessar myndir séu radarmælingar með gervitunglum (INSAR). Teknar eru reglulega myndir af sömu svæðum sem síðan er hægt að bera saman. Þar koma fram all- ar breytingar sem veröa á yfir- borði jarðar. Segir Þóra aö út úr þeim mælingum hafi t.d. sést breytingar og sprungumyndanir við Kleifarvatn. Þeir atburðir hafi komið mjög á óvart. Nú er verið að skoða öll gögn betur til að reyna aö tímasetja skjálfta sem urðu þar um líkt leyti og stóru skjálftarnir á Suöurlandi í fyrra. Um þessar radarmælingar hefur Freysteinn Sigmundsson, forstöðumaður stofnunarinnar, séð. Þóra segist nú vera að mestu hætt þessu vöktunarhlutverki, en Halldór Geirsson á Veðurstofu ís- lands hefur tekið við hennar þætti við GPS mælingamar. Sjálf hefur Þóra meira farið að skoða nánar jarðskjálfta sem slika og gera líkön af þeim sem og plötuhreyfingum jarðar. Þannig reyna menn að átta sig betur á því við hverju megi bú- ast. -HKr. - Nú hefur ekki gosið á Hengils- svæðinu í um 2000 ár. Er þá ekki kominn tími á það, ekki síst ef menn líta til kvikusöfnunar sem vit- aö er af undir eldstöðinni fram á mitt ár 1999? „Jú, ef maður hugsar í líkindum þá er auðvitað rétt að meiri líkindi eru á að Hengilskerfið taki við sér næst frekar en önnur þar sem það hefur verið sofandi dálítið lengi. Við vitum að þar hafa gengið yfir að minnsta kosti þrjár goshrinur á síð- ustu nokkur þúsund árum, síðast fyrir um 2000 árum. Það er því nokkuð líklegt að það geti tekið við sér. Landris og kvikusöfnun sem var undir Henglinum í lok tíunda ára- tugarins sýnir svart á hvitu að þama er heilmikið líf. Þau áhrif sem Suðurlandsskjálftar valda hafa síðan mest áhrif á Hengilskerfið af öllum þessum eldstöðvakerfum. Sem betur fer stoppaði þetta landris 1999. Menn reiknuðu þá út að þetta hafi verið um 100 milljón rúmmetr- ar af kviku sem hafi risið upp und-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.