Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2001, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2001, Page 2
2 MIDVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 2001 Fréttir Bræður ráðherra hafa átt jarðaviðskipti við ráðuneyti hans í ár: Sagði sig frá sölu til bræðra sinna Heimsmarkaður: Olía lækkar Heimsmarkaðsverö á hráolíu hef- ur farið lækkandi í september. Eftir örlitla uppsveiílu er tonnið nú i um 116 dollurum á Rotterdammarkaði. Bensínverð á heimsmarkaði er einnig í lágmarki, en tonnið af 95 oktana bensíni var á um 170 dollara í morgun, samkvæmt upplýsingum Félags íslenskra bifreiðaeigenda.. Staða krónunnar gagnvart dollar er hins vegar afar veik, eða rúmlega 110 kr. Samtök iðnaðarins benda á á heimasíðu sinni að verð á gasolíu frá dælu á íslandi, mælt í dollurum, hafi ekki lækkað til jafns við lækk- un erlendis. Mismunurinn sem hlutfall af innlendu verði hafi farið stighækkandi. Það bendi til þess að álagning hafi hækkað verulega. Mismunurinn hafi vaxið úr 36 pró- sentuim i um 55 prósent frá því í september í fyrra. Þessar tölur tali sínu máli. Því hafa samtökin beint því til Samkeppnisstofnunar að hún hraði yfirstandandi athugun á mál- inu -JSS Áburðarverksmið j an: Engin efnafram- leiðsla lengur Engin efnafram- leiðsla hefur verið í Áburðarverksmiðj- unni í Gufunesi eft- ir sprenginguna sem varð þar 1. október. Haraldur Haraldsson, stjórn- arformaður segir verksmiðjuna geta staðið við skuld- bindingar sínar um að útvega bændum áburð þrátt fyrir sprenginguna. „Við hættum efnaframleiðslunni sem slíkri og flytjum inn hráefni á meðan ekki er búið að semja við borg- ina um framtíð verksmiðjunnar," seg- ir Haraldur. Hann segir að undanfarið hafi miklar gengisbreytingar gert það að verkum að mjög hagstætt væri nú að framleiða áburð hér innanlands. Gríðarlegur samdráttur „Það má því segja aö lokun efna- framleiðslunnar komi sér nú illa fyrir okkur. Sem dæmi þá kostaði dollarinn um 70 krónur þegar við keyptum verk- smiðjuna 1999. Nú er hann um 112 krónur.“ Á þeim tíma var mikil of- framleiðsla á áburði í Evrópu og var verksmiðjum lokaö í kjölfarið víða um Evrópu. Norsk Hydro dró framleiðsl- una saman um eina milljón tonna og lokaði verksmiðjum í Bretlandi, Sví- þjóð og í Frakklandi. Að sögn Haralds urðu af þessum sökum verulegar verð- hækkanir á öllum mörkuðum nema á íslandi. Haraldur segir að áður en þessi gengisstaða kom upp hafi verið búið að taka ákvörðun um að loka efnaverk- smiðjunni. „Við vorum hins vegar komnir á fremsta hlunn með að setja allt í gang að nýju þegar sprengingin varð í haust." -HKr. Gísli Jónsson látinn Gísli Jónsson menntaskóla- kennari á Akur- eyri og einhver mesti íslensku- maður seinni tíma lést á Ak- ureyri að kveldi mánudags. Hann var 76 ára. Fjöldi ritverka liggur eftir Gísla, nú síðast bók um Limruna sem kemur út fyrir jólin. Guðni Ágústs- son landbúnaðar- ráðherra hefur tvívegis sagt sig frá frágangi á sölu ríkisjarða á Suð- urlandi vegna þess að í hut áttu bræður hans sem eru þar bændur. Annars vegar er um að ræða sölu á jörðinni Syðra-Velli I og hins vegar er um að ræða sölu til Gaulverja- bæjarhrepps á jarðarhlutanum Brandshúsum. Báðar þessar sölur fóru fram í ár. Jörðina Syðri-Völl keyptu hjónin Þorsteinn Ágústsson, bróðir Guðna, og kona hans Margrét Jónsdóttir, sem búið hafa á henni í ein tuttugu ár en Margrét er fjórði ættliður hennar fólks sem situr jörðina. Gaulverjabæjarhreppur keypti hins vegar jarðarpartinn Brandshús en Geir Ágústsson í Gerðum er odd- viti og hafði þvi með kaupin að gera sem slíkur. Þessar jarðir eru á lista 25 ára Letti, sem situr í svokall- aðri lausagæslu á Litla-Hrauni, gæti þurft að sitja þar eða sæta farbanni svo vikum eða mánuðum skiptir á meðan íslensk og lettnesk yfirvöld komast að niðurstöðu um það hvort hann verði framseldur til heima- lands síns héðan. Lettar hafa boðaö aö þeir muni leggja fram kröfu um framsal vegna rannsóknar á þremur manndrápum sem maðurinn er grunaður um aðild að í Lettlandi. Á þeim forsendum fékkst hann úr- skurðaður í gæsluvarðhald til 5. des- ember. Á miðvikudagskvöldið í síðustu viku barst lögreglunni á Dalvík fyr- irspum um það frá ríkislögreglu- stjóra hvort verið gæti að umrædd- ur maður, Juris Eglitis, væri stadd- ur í bænum. Er það var kannað kom á daginn að hann var þar og hafði fengið vinnu í fiskvinnslu og verið yfir seldar ríkisjarðir sem ráðherra lagði fram sem svar við fyrirspum á Alþingi á dögunum en hann hefur sem kunnugt er verið gagnrýndur fyrir að birta ekki kaupverð jarð- anna. Það hafa lögfræðingar ráð- herra hins vegar sagt óheimilt að gera fyrr en búið væri að þinglýsa eignunum. Er það mál nú til skoð- unar eins og greint hefur verið frá í DV. Margrét Jónsdóttir, bóndi á Syðra-Velli, sagði í samtali við DV að þau hefðu ekkert að fela varð- andi kaupverð sinnar jarðar en þau hafi borgað rúmar 10 milljónir fyrir hana. „Það er síður en svo neitt að fela í því að þessir bræður mínir hafa átt viðskipti við ráðuneytið," segir Guðni Ágústsson aðspurður um þessi mál. „Annar þeirra hefur sam- band við mig vegna þessara jarða- kaupa fyrir hreppinn, þ.e.a.s. sá sem er oddviti, og ég segi honum strax að við getum ekki átt þessi viðskipti. Ég fór því í ríkisstjórn og óskaði eftir að tilnefndur yrði annar landbúnaðarráðherra í málið og það þar í nokkra daga. Tengdaforeldrar hans búa í bænum en hin tilvonandi eiginkona hans er ekki talin stödd hérlendis. Hún kom til Dalvíkur í heimsókn í haust en fór svo aftur utan. Samkvæmt upplýsingum DV frá Dalvík liggur ekki fyrir hvort hún hafi ætlað að koma á eftir Juris. Menn frá ríkislögreglustjóra komu norður á flmmtudag og fóru suður með manninn í flugvél frá Akureyri. Samkvæmt upplýsingum frá ríkislögreglustjóra er Lettinn grunaöur um þrjú manndráp. Þar er um að ræða verknaöi sem framd- ir voru á tímabilinu allt aftur til ársins 1997. Ef og þegar framsalskrafa berst frá Lettum verður fyrsta spurningin hvort hinn grunaði fallist á kröfuna og verði við beiðni um að fara til heimalandsins, fara væntanlega í gæsluvarðhald þar og svara svo til var Páll Pétursson sem gekk frá því. Nú, hinn bróðirinn, sem er sam- kvæmt 38. gr. jarðalaga að kaupa jörð sem hann hefur búið á í 20 ár, hefur nú ekki svo mikið við að hafa samband við bróður sinn vegna kaupanna heldur klárar þau í gegn- um Ríkiskaup. Það er ekki fyrr en samningurinn liggur á mínu borði að ég sé að þarna er bróðir minn að kaupa og þá vísa ég málinu frá mér. Það er svo ráðuneytisstjórinn sem gengur frá þessu fyrir hönd ráðu- neytisins," segir Guðni Ágústsson. í Ríkisreikningi fyrir 1999 kemur fram að gengið hafi verið frá sölu á jörðinni Gerðum í Árnessýslu en þar býr Geir Ágústsson, oddviti og bróðir Guðna sem áður segir. Guðni kannast ekki við þá sölu í sinni ráð- herratíð og samkvæmt upplýsing- um frá Guðmundi Helgasyni ráðu- neytisstjóra var jörðin seld 1993 en ekki færð í ríkisreikning fyrr en 1999 vegna tæknilegra bókhaldsat- riða er varða það að söluverðmæti skiptist milli ríkissjóðs og Kristni- sjóðs. -BG saka fyrir það sem hann er grunað- ur um. Fallist hann ekki á það á hann rétt á að dómstólar hér á landi taki afstöðu til framsalskröfunnar, það er hvort fallist verði á hana eða ekki. Enn annar möguleiki er fyrir hendi; að Útlendingaeftirlitið visi honum einfaldlega úr landi. Þar væri t.a.m. mögulegt að byggja á lagaákvæðum sem kveða á um að slíkt væri hægt ef almannahags- munir krefðust þess að hann færi úr landinu. Einnig væri hægt að byggja á ákvæði sem kveður á um aö hefðu yfirvöld hér haft um það upplýsingar þegar maðurinn kom til landsins að hann hefði verið grunaður um afbrot, eins og raun ber vitni, þá væri þeim heimilt að vísa honum úr landi. Næsta skref í þessu máli verður væntanlega að lettnesk yflrvöld leggi framsalsbeiðnina fram. -ótt Gagnlegur fundur Halidór Ásgríms- son utanríkisráð- herra segir að fundur sinn í gærkvöldi i Ráðherrabústaðnum með Jan Petersen, nýskipuðum utanrík- isráðherra Noregs, hafi verið bæði gagn- legur og vinsamlegur. Þetta var fyrsta heimsókn Petersens til annars lands síðan hann varð utan- rikisráðherra. - Mbl. greindi frá. Áfram í varðhaldi Gæsluvarðhald yfir háliþrítugum sjóðstjóra hjá Kaupþingi hefur verið framlengt um eina viku, til 4. desem- ber. Maðurinn var handtekinn í byrjun síðustu viku grunaður um að hafa mis- notað aðstöðu sína hjá fyrirtækinu til að hagnast sjálfur. - RÚV greindi frá. Burnham í þrot „Auðvitað hefur þróunin á verð- bréfamarkaði að undanfómu komið við rekstur og eiginfjárstöðu verðbréfa- fyrirtækjanna en samkvæmt fyrirliggj- andi upplýsingum eru önnur fyrirtæki yflr lögmæltum hlutfóllum um eigið fé,“ sagði Páll Gunnar Pálsson, fram- kvæmdastjóri Fjármálaeftirlitsins, í samtali við DV. Bumham Intemational á íslandi er komið í þrot eftir að Fjár- málaeftirlit og viðskiptaráðuneyti mátu stöðuna svo að hlutfall eigin hár félagsins væri komið undir lágmarks- kröfur, það er 8% af áhættugrunni. 43 milljarða skuldir Heildarskuldir Reykjavíkurborgar hafa hækkað um tæpa 13 milljarða króna og eru rúmir 43 milljarðar sam- kvæmt fjárhagsáætlun Reykjavikur- borgar sem kynnt var i gær fyrir næsta ár. Heildartekjur borgarsjóðs eru áætl- aðar 34 milljarðar króna en rekstrar- gjöld tæplega 29 milljarðar. Enn ósamið Kennsla getur ekki haflst við Tón- listarskólann á Akureyri fyrr en í fyrsta lagi á morgun, flmmtudag. Ósamið er við nokkra kennara skólans sem eru í Starfsmannafélagi Akureyr- arbæjar. Kennarar við skólann em í þremur stéttarfélögum. - RÚV greindi frá. Sex dæmdir Héraðsdómur Vestfjarða kvað upp dóm i gær í máli sjö ungra manna á aldrinum frá 17 ára til 21 árs. Þeir vom ákærðir fyrir allmörg albrot framin á Patreksfirði. Einn þeirra var sýknaður, ákvörðun refsingar hjá einum var frestað en hinir hlutu sektir eða fang- elsi. - BB greindi frá. Kært vegna slagsmála Móðir 14 ára pilts í Hagaskóla hefur lagt fram kæm á bandarískan karl- mann til lögreglu fyrir að nefbijóta son sinn. Pilturinn var í hópi unglinga úr Hagaskóla sem veittust með snjókasti að 2 mönnum úti fyrir Háskólabíói í fyrradag. Fjarlækningastofnun Bæjarráð ísafjarðarbæjar hefur lagt til að komið verði á fót Fjarlækninga- stofnun íslands með aðsetri á ísafirði. Hér yrði um sjálfseignarstofnun að ræða með aðild ísafjarðarbæjar, fyrir- tækja, stofnana og einstaklinga. Á hún að stuðla að nýrri þekkingu, aukinni menntun og þróun á tækni og aðferð- um í fjarheilbrigðisþjónustu. - BB greindi frá. -HKr. Áburöarverksmiðjan í Gufunesi Engin efnaframleiösla er lengur í gangi eftir sprenginguna í haust. Þykir þaö bagalegt þar sem áburöarframleiösla hér- lendis væri mjög hagstæö vegna lækkunar á gengi krónunnar. Letti sem situr í lausagæslu á Litla-Hrauni er grunaður um þrjú manndráp ytra: Dómstóll gæti þurft að dæma um framsalskröfu - var kominn til tengdaforeldra á Dalvík, dóttirin kom í heimsókn í haust Haraldur Haraldsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.