Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2001, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2001, Blaðsíða 16
«28_____ Skoðun MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 2001 DV Spurning dagsíns Ásta Jónsdóttir skólaliöi: Já, ég verö heima meö fjölskyldunni. Anna Berglind Jónsdóttir, 10 ára: Já, ég verð heima. Högni Þorkelsson, 14 ára: Ég er aö flytja til Noregs og verö kominn þangaö á nýja heimiliö mitt. Sigurlaug Tara Eiíasdóttir nemi: Já, viö fáum ættingja heim í mat. Margrét Pála Valdimarsdóttir nemi: Já, meö fjölskyldunni. Maríanna Magnúsdóttir nemi: Já, viö erum alltaf heima fjölskyldan. Jér, viö erum alltaf heima fjölskyldan. Sjónvarpsfréttir á sunnudagskvöldi Þorvaidur Jónsson skrifar: Sl. sunnudagskvöld missti ég af fréttum kvöldsins, bæði í hljóðvarpi RÚV kl. 19 og á Stöð 2 kl. 19:30, og þar sem ég er talsverður fréttafikill er ég yfirleitt til taks og fylgist með þess- um þrennum fréttum kvöldsins. Fréttir Sjónvarpsins urðu þvi þrauta- lendingin. En þar var ekki um auðugan garð að gresja, miðað þó við það sem ég heyrði og sá síðar um kvöldið úr upp- tökum frá útvarpsfréttum og Stöö 2. Sjónvarpsfréttir voru mest félagslegt raus, t.d. um hæstu húsnæðislánin til höfuðborgarsvæðisins, gamla tuðið um aðgang að sjúkraskrám, og annað i þeim dúr. - Hins vegar var eina er- lenda fréttin, um að talibanar í borg- inni Kunduz í Afganistan hefðu gef- ist upp, stutt, og kippt burt eftir nokkrar sekúndur. Frétt sem allar fréttastofur, og erlendar sjónvarps- stöðvar voru með sem aðalfrétt þetta kvöld (og sá síðar í gegnum gervi- hnattasjónvarp sem ég er svo hepp- inn að njóta, algjörlega ókeypis). Að loknum fréttunum kom svo Kastljós sem augljóslega var ætlað að klekkja á ríkisstjóm og ráðherrum hennar vegna „stöðu krónunnar" og afleiddra mála. Inngangur umsjónar- manns Kastljóssins, i dagskrárkynn- ingu og svo aftur i inngangi í upphafi þáttarins með þátttakendum, sýndi hvert hann vUdi beina umræðunni - nefnilega gegn rikisstjórninni. Allt þetta sýndi mér enn og aftur að fréttastofa Sjónvarps er einskis nýt sem fréttamiðUl og í besta faUi yf- irvarp tU að geta flokkast sem alvöru ljósvakafjölmiðill. - Þetta kvöld var ekki einu sinni að finna almennUega dagskrá það sem eftir lifði, utan hvað „Ég veit ekki hvemig menntamálaráðherra ætlar að verja þá aðgerð, sem nú er sögð ofarlega í umræð- unni, að koma Sjónvarpinu ásamt öðrum þáttum RÚV á fjárlög eða jafnvel að rukka fyrir dagskrá þess með nefskatti. “ mér þótti gaman heyra og sjá upprifj- un Steindórs Hjörleifssonar leikara og sjá hann og Guðmund heitinn Pálsson syngja saman. - Sjónvarpinu væri nær að sýna þeim sem ekki hafa aðgang að öðrum stöðvum þessi gömlu leikrit sem tekin hafa verið upp og eru í fullu gUdi sem boðlegt afþreyingarefni. Ég lét mér því nægja að „hlusta" og horfa á prýðilegt en „truflað" við- tal Hans Kristjáns Árnasonar við Valgerði Bjarnadóttur framkvæmda- stjóra (ég hef ekki efni á að greiöa af- notagjald af Stöð 2 jafnhliða RÚV. - Svona er nú mitt viðhorf tU Sjón- varpsins, sem er oröið að menningar- legu afstyrmi. Ég veit ekki hvemig menntamála- ráðherra ætlar að verja þá aðgerð sem nú er sögð ofarlega í umræð- unni, aö koma Sjónvarpinu ásamt öðrum þáttum RÚV á fjárlög eða jafn- vel að rukka fyrir dagskrá þess með nefskatti. Ríkisútvarpinu veröur á engan hátt bjargað héðan af nema með al- gjörri aftengingu Sjónvarpsins og Rásar 2 frá Ríkisútvarpinu hljóð- varpi - Gömlu gufunni, sem er hægt að réttlæta rekstur á fjárlögum sakir öryggissjónarmiðs og frábærrar dag- skrár aUa jafna. frekar en evrur Dollara Tryggvi Jónsson skrifar: Þótt orðið evra sé orðskrípi sem feUur ekki að íslensku máli fmnst mér það ekki duga sem rök gegn því að taka hana upp hér í staðinn fyr- ir íslensku krónuna. En það bætir ekki stöðu hennar hér að vera orð- skrípi. Að auki hafa að undanfornu verið að hrannast upp efnahagsleg- ar vísbendingar um að doUarar væru betri kostur fyrir okkur. Miklu meiri vöxtur er í viðskiptum okkar í Bandaríkjadölum en við evrulöndin. Þetta á ekki síst við um þjónustuviðskipti sem eru vaxtar- broddur framtíðar. Erlend fjárfesting hér er ekki „Erlend fjárfesting hér er ekki nema að litlu leyti frá evrulöndunum eða um 14% af heildarfjárfestingu útlend- inga hér. Hún er tvöfalt meiri frá Norður-Ameríku og þrefalt meiri frá Sviss. “ nema að litlu leyti frá evrulöndun- um eöa um 14% af heUdarfjárfest- ingu útlendinga hér. Hún er tvöfalt meiri frá Norður-Ameríku og þrefalt meiri frá Sviss. Áform um frekari nýtingu vatns- afls hér á landi eru ekki að tUstuðl- an fjárfesta frá evrulöndunum held- ur frá Noregi, Sviss og Norður-Am- eríku. Ekkert þessara landa er aðili að ESB og ekkert notar evruna. Við eigum einnig í mikilvægu og heilla- drjúgu vamarsamstarfi við Banda- ríkin. Bandaríkjadalur á sér langa og farsæla sögu. Evran er hins vegar óskrifað blað. Sú reynsla sem kom- in er á hana lofar ekki góðu og furðulegt að islenskar fjármála- stofnanir hafi skráð suma sjóði sína í evrum. Ef þær hefðu haft vit á því að skrá bréf í þessum sjóðum í doU- urum væri útkoma sjóðanna gagn- vart íslenskum fjárfestum mun betri í krónum talið. Víst skal höggva Slagurinn um borgina tekur sífeUt á sig nýjar myndir. Garri hefur oftsinnis velt upp hinu -,merkilega fyrirtæki Línu.neti, sem fer nú lang- leiöina með að verða eitthvert pólitískasta fyrir- tæki íslandssögunnar og er þá langt tU jafnaö. Svo virðist sem næstu borgarstjórnarkosningar muni að meira eða minna leyti snúast um þetta fjarskiptafyrirtæki og hlýtur það raunar að telj- ast merkilegt að fyrirtækið geti yfirhöfuð þrifist í þessu rafmagnaða andrúmslofti. Nú síðast var það sjálfur Ágúst Einarsson, fyrrum formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, sem tók upp hanskann fyrir íhaldið og byrjaði að gagnrýna Linu.net. EölUega hefur slíkt ekki vak- ið mikla hrifningu hjá reykjavíkurlistamönnum en á móti kemur að samhliða því aö gagnrýna R-listann gerði hann Sjálfstæðisílokknum tals- '•verðan óleik, með því að finna handa þeim nýtt borgarstjóraefni. Engin MJallhvít Sannleikurinn er auðvitað sá að leiðtogaleit sjálfstæöismanna í Reykjavík er farin að verða vandræðaleg, svo ekki sé meira sagt. Ekki nóg meö að búið sé að steypa gjörsamlega undan Ingu Jónu Þórðardóttur aUri þeirri tiltrú sem ^hún kann að hafa haft heldur hefur viövarandi vandræðagangurinn aUur í kringum þetta mál gert lítið úr öðrum borgarfuUtrúum flokksins líka. Eftir standa þessi sjö minnihlutafulltrúar sem pólitískir dvergar, ráðvilltir og höfuðlausir. Dvergamir sjö í leit að Mjallhvíti. Því lengur sem þessi framhaldssaga veltur áfram því pín- legra fyrir flokkinn og því pinlegra fyrir dverg- ana sjö. Bolli í Sautján Það er í því ljósi,_ sem skoða ber tUlögu Ágústs Einarssonar’ um BoUa í Sautján sem næsta borgarstjóraefni sjálfstæðismanna. Ekki er að efa að Bolli er ákaflega hæfur maður í starfiö og tiUaga Ágústs þvi ekki galin hvaö þaö varðar. Hins vegar er ljóst að framkvæmda- menn, sem eru að ná árangri i því sem þeir hafa tekið sér fyrir hendur, eru ekki ginnkeypt- ir fyrir því að halda of lengi á þeirri heitu kart- öflu að vera bendlaður við framboð hjá Sjálf- stæðisflokknum í Reykjavik. Slíkt er einfaldlega ekki til marks um að viðkomandi sé í hópi sig- urvegaranna í þjóðfélaginu. Enda kom á daginn að Bolli í Sautján viU ekki kannast við aö hafa áhuga á að fara í framboð. Hann ætlar ekki að halda á þessari kartöflu þar tU hann fær bruna- sár í lófana eins og Björn Bjamason hefur gert. Þvert á móti hendir hann kartöflunni frá sér og yfir tU Sigurðar Gísla Pálmasonar sem hann leggur til að fari í framboð! Það vantar ekkert nema BoUi segi: „Klukk! Þú ert hann núna!“ Þannig verður gagnrýni Ágústs tvíeggja, hann gagnrýnir félaga sína í R-listanum en setur um leið af stað enn eina hringekjuna í umræðunni um forustuna hjá sjálfstæðismönnum í borginni. Garra sýnist nú að af tvennu Ulu hafi Ágúst ver- ið sýnu verri við sjálf- stæðismennina! Bryndís Hlööversdóttir og Jónína Bjartmarz alþingismenn Hafa þaö sem til þarf fyrir þingmenn. Konur í stjórnmálum Guðmundur Sveinsson hringdi: í þættinum Silfri Egils, sem ég horfði á sl. sunnudag, var viðtal við þrjá þingmenn, þær konurnar Bryn- dísi Hlöðversdóttur og Jónínu Bjart- marz og svo Pétur Blöndal. Það kom þarna glöggt fram að mínu mati að þær konur sem eru vel menntaðar líkt og þessar konur báðar (en mér er tjáð að þær séu lögfræðimenntaðar) skara fram úr i stjórnmálum. Lög- fræðin er líka einkar heppUeg mennt- un í stjórnmálum, því þar gilda rök- ræður umfram flest annað. Pétur var skemmtUegur að vanda og flest rétt sem hann færði þarna fram, t.d. um opinbera starfsmenn. En konumar báru af í málflutningi. Þriðja leiðin Einar Guðjónsson skrifar: Nokkrir menn sem hafa þaö helst fyrir stafni að láta sig dreyma um sameiningu vinstri manna hafa að undanfómu látið eins og þriðja leiöin i stjórnmálum sé það sem koma skal og jafnvel óumflýjanleg fyrir mannkyn aUt. Þessari leið var hafnað í banda- rísku forsetakosningunum í fyrra og einnig nýlega á Ítalíu, á Spáni og nú síðast í Ástralíu, þar sem hægri menn fóm með sigur af hólmi. Svo má ekki gleyma að bæði Norðmenn og Danir hafa hafnað því nýlega að fara í þriðja flokk. - Og hvaða ályktanir draga menn svo af þessu á íslandi? Hreyfingar í bréfum íslandsbanka Stundum skráöar og stundum ekki? Innherjaviðskipti Bjarni Sigurðsson hringdi: í fréttum af innherjaviðskiptum sem snerta bæði Kaupþing og íslands- banka og snerust um óskráð hluta- bréf lífeyrissjóðsins HlUar furða ég mig á að ekki skuli hafa borist hávær og kröftug yfirlýsing frá Verkalýðsfé- laginu Hlíf í Hafnarfirði vegna nafna- tengslanna og þeirra óþæginda sem verkamannafélagið hlýtur að verða fyrir vegna misferlis innan áður- nefnds lífeyrissjóðs. En þetta er svo sem ekki í fyrsta sinn sem íslands- banki lendir í klípu vegna einhverra svona atburða. Og enn er íslands- banki i umræðunni vegna kaupa og sölu á hlutabréfum upp á hundrað milljóna að nafnvirði að því er fréttir herma. Maður hefði haldið að VÞÍ væri sá aðili sem héldi utan um þessi mál og tilkynnti jafnóðum um hreyf- ingar á hlutabréfamarkaði í skráðum fyrirtækjum eins og íslandsbanka. Gleðst yfir veikindum María Guðmundsdðttir hringdi: Mér datt í hug þegar ég sá í fréttum að kostnaður af iktsýki væri um milljarður á ári hér á landi að víða væri nú pottur brotinn í veikinda- sögu þessarar blessaðrar þjóðar. Ég get ekki betur séð og heyrt af fréttum en að þjóðin öll sé meira og minna veik, enda er umræðuefni hennar mest veikindi og aftur veikindi. Þjóð- inni hlýtur að þykja meira en lítið vænt um veikindi sín, svo fjarlægt það ætti nú að vera hverjum heil- brigðum manni aö ræða veikindi. Nóg er bölið þegar það dynur yfir. DV Lesendur Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eða sent tölvupóst á netfangiö: gra@dv.is Eöa sent bréf til: Lesendasíöa DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til að senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.