Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2001, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2001, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 2001 Viðskipti DV Umsjón: Vidskiptablaöiö Samvinnuferðih Landsýn hætta rekstri Samvinnuferðir-Landsýn hafa ákveðið að hætta rekstri. Þessi ákvörðun var tekin á stjórnarfundi í gær þar sem ljóst varð að rekstrar- grundvöllur félagsins var ekki leng- ur fyrir hendi. Allar auglýstar ferð- ir á vegum ferðaskrifstofunnar verða felldar niður frá og með deg- inum i dag. í fréttatilkynningu sem SL sendi frá sér vegna málsins var þeim tilmælum beint til farþega, er greitt hafa inn á ferðir á vegum fyr- irtækisins, að snúa sér til sam- gönguráðuneytisins. Fram kemur í tilkynningunni að rekstur félagsins hafi lengi verið erfiður. Þá hafi röð ófyrirséðra at- burða og atvika á árinu 2001 unniö mjög á móti félaginu og gert fjár- hagsstöðu þess svo erfiða að þessi ákvörðun hafi verið óumflýjanleg þrátt fyrir að fram hafi farið róttæk endurskipulagning sem þýddi um Samvinnuferöir-Landsýn Var næststærsta fyrirtæki landsins í þeirri atvinnugrein skipulagningu og sölu feröa frá landinu og mótttöku feröamanna til ístands. hvaö varöar erlendra Lækkun hlutafjár í Járnblendinu samþykkt Tveir stærstu hluthafar íslenska járnblendifélagsins hf., Islenska rík- iö og Elkem ASA, hafa náð sam- komulagi um lækkun hlutafjár ís- lenska járnblendisins og hlutafjár- aukningu í framhaldi af þvi. Á hluthafafundi í félaginu í gær var síðan samþykkt að lækka hluta- fé félagsins úr 1.762.900.000 krónum niður í 440.720.000 krónur að nafn- verði sem þýðir að einn hlutur í fé- laginu kemur í stað fjögurra áður. Þá var samþykkt heimild til hluta- fjáraukningar upp á 650 milljónir króna að nafnverði sem seld verður á genginu 1,0. Samkvæmt sam- komulagi stærstu hluthafa Járn- blendisins mun Elkem ASA, stærsti Panasonic sony Panasonic sony Sérfræðingar í viðgerðum og viðhaldi á Sony og Panasonic tækjum Radióverkstæðið . Járnblendiverksmiöjan. hluthafi félagsins, sölutryggja hluta- fjárútboðið. Samkvæmt samkomulaginu sam- þykkja báðir aðilar að grípa til að- gerða í framhaldi af fyrrgreindum breytingum á hlutafé félagsins sem stuðla eiga að því að félagið uppfylli skilyrði Verðbréfaþings íslands til að vera skráð á Aðallista þingsins. í samkomulaginu kemur einnig fram að Elkem ASA mun, að því marki sem félagið kann að auka við hluta- tjáreign sína í útboðinu á kostnað íslenskra fjárfesta, bjóða það ís- lenskum hluthöfum í félaginu til sölu síðustu tvær vikur janúarmán- aðar 2002 á útboðsgenginu, þ.e. sama gengi og bréfin voru keypt á. Einholti 2 • sími 552 3150 ( 25 skrefum fyrir ofan DV húsið) ^OKU /?ÝS 5KOMNN IV/1 MJODD Þarabakka 3,109 Reykjavík Hægt er að hefja nám alla miðvikudaga (áfangakerfí). Kennt er á leigu-, vöru- og hópbifreið, einnig eftirvagn. Endurbætt kennsluaðstaða og sérhæfðir kennarar. Námsgögn verða eign nemenda. Námslok nemenda tryggð innan tveggja vikna frá lokum fræðilegra prófa. Góðir kennslubflar. Greiðsluskilmálar við allra hæfi. Hringið eða komið og fáið nánari upplýsingar. E-mail okusk.mjodd@simnet.is Mikið tap hjá Þróunarfélaginu Þróunarfélag íslands hf. skilaði 1.585 milljóna króna tapi á fyrstu níu mánuðum ársins 2001, sam- kvæmt uppgjöri félagsins. Tap fyrir tekjufærslu tekjuskatts nam 2.394 miújónum króna. Tap samkvæmt sex mánaða uppgjöri var 1.409 millj- ónir. í uppgjörinu er tekið tillit til tekjufærslu tekjuskatts að fjárhæð 809 milljónir króna vegna lækkunar á tekjuskattsskuldbindingu félagsins sem myndaðist af miklum hagnaði síðustu ára. Af þeirri fjárhæð stafa 92 milljónir af boðaðri lækkun tekju- skattshlutfalls úr 30% í 18%, í sam- ræmi við álit Reikningsskilaráðs. Verðlækkun hlutabréfa í eigu fé- lagsins var 35,7% á tímabilinu. Verð- lækkun hlutabréfa Þróunafélagsins sem skráð eru á Aðallista Veröbréfa- þingsins var 43,4% á tímabilinu. Gengistap hlutabréfa nam alls 1.928 milljónum króna og þar af er innleystur hagnaður vegna sölu Sígr«nt eöaltré (haesta gaeðaftokk) fré skétunum prýðlr nú þúsundir (slcnskra htimlla i*. Eldtraust i* Þarf ekki að vökva i* íslenskar leiðbeiningar t* Traustur söluaðili Skynsamleg fjárfesting efíiw d/v t* 10 ára ábyrgð té 19 stærðir, 90 - 500 cm a Stálfótur fylgir i* Ekkert barr að ryksuga t* Truflar ekki stofublómin @%D Bondelae blontkra skáto 250-300 m.kr. hagræðingu á árs- grundvelli í rekstri skrifstofunnar. Það er ljóst að stöðvun SL hefur mjög slæm áhrif á íslenska ferða- þjónustu i heild þar sem fyrirtækið hefur verið mjög áberandi á sviði ferðamála á Islandi undanfarna ára- tugi og myndað eðlilegt mótvægi á ferðamarkaðnum. Samvinnuferðir- Landsýn hafa á undanförnum árum byggt upp öflugt og gott samstarf við innlenda og erlenda ferðaþjón- ustuaðila. Rekstrarstöðvun fyrir- tækisins getur haft mjög alvarleg áhrif á stöðu og framtíðarhorfur þeirra. SL er yfir 20 ára gamalt fyrirtæki í ferðaþjónustu á íslandi og næst- stærsta fyrirtæki landsins í þeirri atvinnugrein hvað varðar skipu- lagningu og sölu ferða frá landinu og mótttöku erlendra ferðamanna til íslands. HEILDARVIÐSKIPTI 5.336 m.kr. í Hlutabréf 420 m.kr. : Húsbréf 1.925 m.kr. MEST VIÐSKIPTI | © Bakkavör 150 m.kr. íslandsbanki 64 m.kr. Össur 42 m.kr. 1 MESTA HÆKKUN j Q Bakkavör 6,1% : © Þormóður rammi-Sæberg 5,7% | © Húsasmiðjan 3,6% MESTA LÆKKUN 1 © Flugleiöir 6,7% © Opin kerfi 5,1% ©Islenski hugbúnaðarsjöö. 2,6% ÚRVALSVÍSITALAN 1.071 stig - Breyting © 0,04 % hlutabréfa 56 milljónir og óinnleyst gengistap 1.984 milljónir. Á tímabil- inu voru keypt hlutabréf fyrir 545 milljónir króna og seld fyrir 339 milljónir. Gengistap félagsins vegna er- lendra lána nam 245 milljónum króna. Fram kemur í frétt frá Þró- unarfélaginu að eign félagsins í óskráðum erlendum hlutabréfum og hlutdeildarskírteinum er skráð á meðalkaupverði og kemur því geng- ishækkun þessara eigna vegna lækkunar krónunnar ekki fram í reikningnum. í lok tímabilsins nema eignir fé- lagsins 4.951 milljón króna og þar af er hlutabréfaeign 3.666 milljónir og skuldabréfaeign 1.187 milljónir. Eig- ið fé félagsins nemur 1.697 milljón- um króna, eða um 34,2% af heildar- eignum. Formlegt yfir- tökutilboð eftir áramót? Ólíklegt er að Baugur geri formlegt yfirtökutilboð í Arcadia Group fyrr en á næsta ári, að þvi er fram kemur í breska blaðinu Times of London. Fram kemur í blaðinu að fjármögnun gangi samkvæmt áætlun en væntan- legir lánardrottnar vilji þó sjá hvern- ig jólasalan gengur áður en endanleg ákvörðun verði tekin. Baugur sendi stjóm Arcadia kynningartilboð í lok október þar sem var nefnt verð á bil- inu 280-300 pens á hlut. Það tilboð var m.a. háð stuðningi stjórnar Arcadia, áreiöanleikakönnun og fjármögnun. OECD segir Bret- land hafa færst nær Evrulandi Breska efna- hagslífið hefur færst nær Evru- landi heldur en mörg önnur lönd sem eru meðlimir nú þegar, sam- kvæmt Efnahags- og þróunarstofnun- inni OECD. OECD heldur því fram að breska efnahagslífið muni vaxa um 2,3% á þessu ári miðað við 1,6% hagvöxt á Evrulandi. Fyrir næsta ár gerir stofn- unin ráð fyrir 1,7% vexti á móti 1,4% í Evrulandi sem er vel fyrir innan spáskekkju. Vincent Koen frá OECD segir: „Ef staða Þýskalands er skoðuð sem er „veiki maðurinn" í Evrópu þá gæti það virkað andstætt sterkri stöðu Bretlands. En í reynd er meðalvöxtur í Evrulandi mjög nálægt vexti Bret- lands. Siðan 1999 hefur meðalvöxtur í Evrulandi verið aðeins meiri en á Bretlandi. Neytendur gerast enn svartsýnni Væntingavísitala Gallups fyrir nóv- ember, sem birt var í gær, var 5 stig- um lægri en í október. Vísitalan er nú 61,8 stig en gildi undir 100 merkir að íleiri neytendur eru neikvæðir en já- kvæðir á stöðu og horfur í efnahags- og atvinnumálum þjóðarinnar. Lækk- unin í nóvember er til komin vegna minni tiltrúar neytenda á núverandi ástandi í þessum málum. Væntingar til næstu sex mánaða aukast en það merkir að færri eru nú svartsýnir og í leiðinni fleiri bjartsýnir á efnahags- og atvinnuástandið eftir sex mánuði. Væntingavísitala Gallups ætti að gefa góða vísbendingu um þróun einka- neyslu á næstunni en hún vegur um 60% af landsframleiðslu. Að því sam- bandi gefnu sem er á milli viðlíka mælikvarða á tiltrú neytenda í ná- grannalöndunum og neyslu má draga þá ályktun að lágt gildi væntingavísi- tölu Gallups og lækkun hennar nú bendi til þess að fram undan sé auk- inn samdráttur í einkaneyslu og þar með einnig í neyslutengdum innflutn- ingi. GENGH) 28.11.2001 U. 9.15 KAUP SALA B Dollar 109,450 110,010 Es&Pund 155,250 156,040 1*1 Kan. dollar 68,660 69,080 ESÍPönskkr. 13,0300 13,1020 [^ÁNorskkr 12,1840 12,2510 SSsænsk kr. 10,3050 10,3620 mark 16,3035 16,4015 1 ||Fra. frankl 14,7778 14,8666 1 Belg. franki 2,4030 2,4174 ni Sviss. frankl 66,4900 66,8500 DHoll. gyllinl 43,9878 44,2521 _>ýskt mark 49,5627 49,8606 • h. líra 0,05006 0,05036 QClAust. sch. 7,0446 7,0870 S ijport. escudo 0,4835 0,4864 Spi. peseti 0,5826 0,5861 í • ]Jap. yon 0,88820 0,89350 M lírakt pund 123,083 123,823 SDR 138,3400 139,1700 gjECU 96,9363 97,5188

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.