Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2001, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2001, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 2001 MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 2001 27 < Útgáfufélag: Útgáfufélagið DV ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aðstoðarritstjórar: Jónas Haraldsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson Fréttastjóri: Birgir Guömundsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.netheimar.is/dv/ Fréttaþjónusta á Netinu: http://www.visir.is Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Strandgata 31, sími: 460 6100, fax: 460 6171 Setning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf. Plötugerð: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuöi 2200 kr. m. vsk. Lausasöluverð 200 kr. m. vsk., Helgarblaö 300 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaösins I stafrænu formi og I gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Viðhald stöðugleika Varla er ágreiningur um þaö aö aðilar vinnumarkaöar og stjórnvöld verða að fara í þríhliða viðræður til þess að koma í veg fyrir þá upplausn sem yrði á vinnumarkaði kæmi til uppsagnar launaliðar kjarasamninga í febrúar. Stjórnvöld hafa viðurkennt vandann, einstök aðildarfélög Alþýðusambandsins telja að segja verði launaliðnum upp að óbreyttu. Rafiðnaðarsambandið hefur ályktað og bent á að enn stefni í það að launafólk verði í þeirri stöðu að þurfa að velja á milli stöðugleika eða réttmætra launaleiðrétt- inga. Sambandið bendir stjórnvöldum á að ekki sé nægilegt að launafólk eitt beri ábyrgð á stöðugleikanum. Eigi að ná markmiðum kjarasamninga verði það einungis gert með sameiginlegu átaki aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda. Formaður Samtaka atvinnulífsins deilir áhyggjum af verðlagsþróun í landinu með viðsemjendum. Hann bendir á að aðalástæða þess að verðlag hefur farið úr böndunum sé gengislækkun krónunnar. Því sé mikilvægt að stjórn- völd nái að hemja útgjaldaaukningu. Þau verði að sýna að- hald í rekstri og afgreiðsla Qárlaga taki mið af því. Haldi samningarnir, segir formaðurinn, auki það tiltrú á gengið og treysti þannig kaupmátt launa til lengri tíma. í þessu ljósi eru niðurskurðartillögur á fjárlögum ekki aðeins eðlilegar heldur brýn nauðsyn þótt hugmyndir um þær hafi ekki komið fram fyrr en komið var að 2. umræðu um fjárlögin. Breytingartillögur meirihluta fjárlaganefndar gera ráð fyrir nær 2,3 milljarða króna útgjaldaauka sem hefði að mestu étið upp áætlaðan tekjuafgang ríkissjóðs á næsta ári. Nauðsynlegt er að halda forsendum fjárlaga um tekjuafgang. Hann næst ekki nema til niðurskurðar komi. Forsætisráðherra hefur boðað 3-4 milljarða króna niður- skurð við lokaafgreiðslu fjárlaga og nái hann til allra ráðu- neyta. í sama streng tekur utanríkisráðherra þegar hann bendir á að þegar tekjur séu ekki í samræmi við áætlanir verði að minnka útgjöldin. Vinnuhópur formanns og varaformanns fjárlaganefndar hefur skilað tillögum sínum um niðurskurð. Þær verða til skoðunar hjá ríkisstjórn og þingflokkum næstu daga. For- maður nefndarinnar segir þar allt til skoðunar en þó nái niðurskurðurinn ekki til fatlaðra og aldraðra, líknar-, vel- ferðar- eða heilbrigðismála. Það er hlutverk stjórnvalda að fara fyrir og sjá til þess að ríkisfjármálin fari ekki úr böndunum. í framhaldinu hljóta að koma til umræðu, milli þeirra og aðila vinnu- markaðarins, önnur atriði til þess að koma í veg fyrir þann óstöðugleika á vinnumarkaði sem óhjákvæmilega fylgdi uppsögn launaliðar kjarasamninga. Tímaskekkja Rétt er hjá Samtökum verslunar og þjónustu að engin rök eru fyrir því að ákvarðanir um verð á mjólkurvörum á heildsölustigi séu í höndum opinberrar nefndar á meðan lög kveða á um að að almennt skuli verðlag vera frjálst. Samtökin hafa sent Samkeppnisstofnun beiðni um að skera úr um hvort opinber verðákvörðun á landbúnaðar- vörum standist samkeppnislög. Ástæða þessa er nýlegt samkomulag landbúnaðarráðherra og Bændasamtakanna um framlengingu á starfsemi verðlagsnefndar fram á sum- ar árið 2004 og ákvörðun nefndarinnar um hækkun á mjólkurvörum frá áramótum. Opinber verðstýring mjólkurvara á heildsölustigi er tímaskekkja, eins og samtökin benda á, með tilliti til sam- keppnislaga, almennra viðskiptahátta og með tilliti til hags- muna neytenda. Jonas Haraldsson DV Skoðun Vatnaskil í umræðu um fíkniefni Samþykkt Samfylkingar- innar í fíkniefnamálum á nýliðnu ílokksþingi sætir tíðindum. Þar kveður við nýjan tón i þaráttunni við fikniefni og i takt við nýja strauma. Hvarvetna hefur refsivendinum verið beitt af festu en fátt bendir til að sú leið skili tilhlýðilegum ár- angri. Óvíða á Vesturlönd- um er meiri útbreiðsla ólög- legra fíkniefna en í Banda- ríkjunum og í Bretlandi og hvergi er beitt eins hörðum viðurlögum og þar. Ekki þarf því að koma á óvart að leitað sé nýrra leiða til að takast á við vand- ann. í fyrra kom út skýrsla í Bretlandi kennd við Lady Runciman þar sem fram koma tillögur um endurskoðun á fikniefnalöggjöfinni frá 1971. Skýrslan var unnin að tilstuðlan lög- reglunnar þar í landi og var nefnd- inni, sem samanstóð af hópi sérfræð- inga á sviðinu, ætlað að meta árang- ur núgildandi flkniefnalöggjafar. Greinarmunur verði gerður I stuttu máli beindust tillögur nefndarinnar að því að breyta skil- Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur og dósent í félagsfræöi viö Hl. greiningu og viðurlögum á meðferð ýmissa fíkniefna og gera skýrari greinarmun á neytendum veikari fikni- efna og sölumanna harðari fikniefna. Nefndin leggur til að kannabisefni verði flokk- uð með efnum á borð við ró- andi lyf og verkjatöflur. Þótt skaðsemi þeirra sé óve- fengjanleg eru þau samt sem áður ekki skaölegri en lögleg efni á borð við tóbak og áfengi. Núverandi löggjöf um kannabis skapi i raun meiri vanda en efnin sjálf, taki of mikinn tíma frá löggæsluaðil- um og geri stóran hóp ungmenna, sem að öðru leyti sé löghlýðinn, að glæpamönnum með öllum þeim af- leiðingum sem það getur haft á fram- tíð þeirra. Nefndin leggur til að tekn- ar verði upp einfaldar viðvaranir vegna neyslu þeirra og eða sektar- greiðslur og að mál af þessu tagi leiði að jafnaði ekki til handtöku, ákæru né fangelsunar. Nefndin leggur til að skýrari greinarmunur verði gerður á þeim sem dreifa fikniefnum í hagnaðar- skyni og þeim sem neyta þessara efna eða neyta og dreifa veikari efn- um meðal vina og kunningja. Dreifing sterkari efna á borð við heróín og kókaín í hagn- aðarskyni eigi að fela í sér þung viðurlög og ætti að vera megináhersla réttarvörslu- kerfisins. Löggæsluaðilar ættu því að draga úr þeirri viðleitni sinni að uppræta neyslu veikari efna en beina kröftum sínum frekar að inn- flutningi og dreifmgu harðari fíkniefna. Misnotkun fíkni- efna sé fyrst og fremst félags- og heilbrigðismál en að litlu leyti mál sem eigi að heyra undir refsilögin. Út úr réttarkerfinu Mikil umræða hefur farið fram í Bretlandi vegna þessar- ar skýrslu og er athyglisvert að lögreglan hefur verið fram- arlega í flokki þeirra sem vilja sjá endurskoðun á núverandi löggjöf. Svipaðar raddir hafa heyrst víðar, eins og í Sviss, Kanada, Nýja-Sjálandi og Ástralíu. Ekki er ósennilegt að málaflokkur fikniefna muni í auknum mæli fær- ast út úr réttarkerfinu inn í aðrar stofnanir samfélagsins og einstak- „Með því að gera fíkniefnaneyslu að glœp erum við í raun að hrekja hana út í skúmaskot spennunnar og hörkunnar og ungt fólk sem neytir þessara efna gerum við að glæpamönnum.“ - Lögregla við handtöku í fíkniefnamáli. lingurinn um leið verða gerður meira ábyrgur fyrir lífi sínu og heilsu. Með þvi að gera fikniefna- neyslu að glæp erum við í raun að hrekja hana út í skúmaskot spenn- unnar og hörkunnar og ungt fólk sem neytir þessara efna gerum við að glæpamönnum. Enginn töfralausn Fíkniefni virðast hvarvetna komin til að vera og stjórn- völdum hefur ekki enn tekist að koma í veg fyrir útbreiðslu þeirra þrátt fyrir mikinn við- búnað löggæsluaðila. Rann- sóknir, bæði hér á landi og er- lendis, sýna að þeir sem hafa áhuga á að nálgast þessi efni segjast geta það hindrunar- laust þrátt fyrir bann. Ljóst er að engin töfralausn finnst á fikniefnavandanum, en almennt verða stjórnvöld að setja sér raunhæf markmið og leitast við að draga úr þeim skaða sem vímu- og fikniefni óneitanlega valda án þess þó að valda neytendum þeirra meira tjóni en skaðsemi efn- anna gefur tilefni til. Jafn- framt verður stefna stjórn- valda að vera sjálfri sér samkvæm og byggjast á víðtækum rannsóknum sem taka á ólikum áhrifaþáttum neyslunnar. Helgl Gunnlaugsson Umhverfisvænni sorphirða Á undanförnum árum hefur Reykjavíkurborg unnið að uppbygg- ingu sorphirðukerfis sem stuðlað gæti að aukinni endurnýtingu og minnkun sorps. í þessu augnamiði var ráðist í viðamiklar tilraunir með mismunandi aðferðir við sorphirð- una í þremur stórum hverfum borg- arinnar. í Árbæjarhverfi var 10 daga hirða könnuð en í Breiðholtshverf- um var annars vegar vigtað sorp en hins vegar reynt svokallað rúmmáls- kerfi, þar sem íbúar gátu ráðið því sjálfir hvort sorpið var hirt á 7 eða 14 daga fresti. Á sama tíma hefur grenndarstöðvum þar sem tekið er á móti blöðum og fernum til endumýt- ingar verið flölgaö umtalsvert og borgarbúum verið gefinn kostur á vönduðum jarðgerðartunnum til endurvinnslu lífræns heimilisúr- gangs. Aukin endurnýting - minna sorp Árangur þessara aðgerða sýnir ótvírætt að mikill fjöldi Reykvíkinga er tilbúinn til umhverfisvænni lifs- hátta og að með aukinni þjónustu borgarinnar má ná verulegum ár- angri í að minnka sorp og auka end- urnýtingu. Þannig jukust t.d. skil í blaða- og fernugáma um 47% á milli ára í tilraunahverfunum á sama tíma og þau jukust aðeins um 4% í borginni i heild og allt að 40% minnk- un sorps varð hjá þeim heimilum sem nýttu sér heimajarðgerð fyrir lífræn- an úrgang. Niðurstöður til- raunaverkefnisins sýna einnig að rúmmálskerfið hentar best þeirra aðferða sem reyndar voru í áfram- haldandi þróun umhverfis- — vænni sorphirðu í Reykjavik. inu frá 2002/2003. áramótum Hrannar Björn Arnarsson, borgarfulltrúi Reykjavíkurlista „Árangur þessara aðgerða sýnir ótvírœtt að mikill fjöldi Reykvikinga er tilbúinn til umhverfisvœnni lifshátta og að með aukinni þjónustu borgarinnar má ná verulegum árangri í að minnka sorp og auka endurnýtingu. “ Brotiö blað í sorpmálum í samræmi við þá stefnumörkun sem fram kemur í Umhverfisáætlun Reykjavíkur - Staðardagskrá 21, um að minnka eigi sorpmagn og auka hlut endurnýtingar og endurvinnslu, og á grundvelli niðurstaðnanna úr þeim tilraunaverkefnum sem fram hafa farið hefur Reykjavíkurborg því ákveðið að taka upp breytt fyrir- komulag i sorphirðu borgarinnar. Rúmmálskerfi, þar sem ibúar geta ráðið því sjálfir hvort sorpið er hirt á 7 eða 14 daga fresti, verður tekið upp í áföngum í öllum hverfum borg- arinnar árið 2002 og verður þegar hafist handa í þeim tilraunahverfum sem höfðu vigtun og 10 daga hirðu. Samhliða innleiðingu kerfisins verður grenndarstöðvum til flokkun- ar á endurnýtanlegu sorpi fjölgað, þjónusta þeirra aukin og stefnt að því að vegalengd að stöðvunum verði hvergi meiri en 1000 m. Stefnt er að innheimtu samkvæmt rúmmálskerf- Kostir rúmmálskerfis í rúmmálskerfinu ákveða íbúar sjálfir hvort tunnan er tæmd vikulega eða aðra hverja viku. Tunnurnar verða tæknivæddar, með tölvukubbum og sérstöku spjaldi, sem gefur til kynna hvort tunnuna eigi að tæma eða ekki. Gert er ráð fyrir því að húseigendur greiði sérstakt gjald fyrir hverja losun og því munu þeir sem stunda umhverfisvænni lifnaðar- hætti njóta umbunar í formi lægri gjalda. Rúmmálskerfið er því einfalt og kostnaður notenda er tengdur þeirri þjónustu sem þeir óska. Þeir sem það kjósa geta haldið í eldra þjónustustig með vikulegri losun en kerfið hvetur til aukinnar flokkunar sem leiðir til færri losana og minna sorpmagns til urðunar. Færri losan- ir leiða síðan til þess að hægt verður að stækka það svæði sem hver sorp- bíll þjónar og draga þannig úr kostn- aði við sorphirðuna. Árangur ræðst af borgarbúum Með upptöku rúmmálskerfis í öll- um hverfum borgarinnar auk veru- legrar fjölgunar grenndarstöðva verð- ur brotið blað i sorpmálum Reykvík- inga og niikilvægt skref stigið til að auðvelda borgarbúum umhverfis- vænni lifnaðarhætti. Árangurinn ræðst hins vegar fyrst og síðast af viðbrögðum og þátttöku borgarbúa sjálfra. Nú getum við öll sýnt í verki umhverfisvininn sem í okkur býr. Hrannar Björn Arnarsson Flugbann á stjórnvöld „Við erum komin í þá stöðu; hverju sem um er að kenna, að allir verða að taka höndum saman, launamenn, stjórnvöld og atvinnurekendur, um að finna í samein- ingu leið út úr þeim vanda sem við blasir með stöðugleikaútspili og áætl- un til næstu þriggja ára. Við blasir sú skelfilega staðreynd að það eru nefni- lega að renna upp tvö mjög hættuleg ár. Á næsta ári verða sveitarstjómar- kosningar og 2003 verða alþingiskosn- ingar. Það er beinlínis þjóðarnauðsyn að setja á stjórnvöld flugbann. Styrkja verður stöðu krónunnar, ná niður verðbólgu og skapa með því mögu- leika til enn frekari vaxtalækkana. Við verðum einnig að koma á fram- kvæmdum hér á landi sem leiða til innstreymis erlends fjármagns í ís- lenskt hagkerfi." Guömundur Gunnarsson á heimasíöu Rafiönaöarsambandsins. Ofurkonur og súpermenn „Það er ástæða til þess að við velt- um þeirri spurningu fyrir okkur hvort að við séum almennt nógu góðir foreldrar og hvernig fyrirmyndir við erum í hinu daglega lífi. Margur býr að fyrstu gerð og i dag er það því mið- ur allt of algengt að börnin horfi á okkur í hinu harða lífsgæðakapp- hlaupi og telji það vera hið eðlilegasta mál. í dagsins amstri erum við sérlega upptekin, lítum á okkur sem ofurkon- ur og súpermenn, og gefum ekki mik- ið af okkur sem foreldrar. Of mörg börn eru látin eiga sig. Fá kviðfylli af pizzum, hamborgurum og kóki. Leik- og grunnskólum er svo ætlað að sjá um afganginn af uppeldinu." Páll Pétursson á málþingi Jafnréttisstofu Spurt og svarað Um hvað munu borgarstjórnarkosningar í Reykjavík í vor snúi ÉÍlÍÉÉ£ Hanna Bima Kristjánsdóttir, aðstframkvstj. Sjálfstflokksins: Borgin öðlist verðskuldaðan sess „Borgarstjórnarkosningarnar í vor snúast um það að tryggja Reykjavík það forystuhlutverk sem henni ber. Núverandi meirihluta hefur tekist afar illa við stjórn borgarinnar og enda- lausar málamiðlanir þeirra mörgu pólitisku afla sem mynda R-listann hafa bitnað illa á Reykjavík. Þessu þarf að breyta og því munu kosningamar i vor m.a. snúast um nýja forgangsröðun verkefna; lækkun skatta og skulda; öflugt leik- og grunnskólastarf; bætt- ar samgöngur og skýrari áherslur í skipulagsmálum, svo aö eitthvað sé nefnt. Fyrst og síðast munu þessar kosningar þó snúast um það að blása til nýrrar sókn- ar í Reykjavík og að borgin öðlist á ný þann sess sem hún verðskuidar í hugum fólks og fyrirtækja." Sigurður G. Guðjónsson lögmaður: Hafa ekkert fram að fœra „Sjáifstæðisflokkurinn mun kapp- kosta að láta kosningamar snúast um málefni Línu.Nets og bílastæðagjöld í miðborginni, enda heíúr sá flokkur ekkert fram að færa í borgarmálunum. Ef borgarstjórnar- flokki sjálfstæðismanna lægi eitthvað á hjarta ættu liðs- menn hans að vinna í samræmi við þær hugsjónir sem þeir segjast standa fyrir og leggja fram til dæmis tillögur um spamað í borgarkerfmu meö fækkun starfsmanna og einkavæðingu. Leggja mætti niður hreinsunardeild borg- arinnar. Ugglaust mætti svo hið sama gilda um starfsemi skóla og leikskóla, auk þess sem mér heyrist á sumum af talsmönnum sjálfstæðismanna að ríki og borg eigi ekki að standa fyrir rekstri menningarstofnana. Því ætti að selja Kjarvalsstaði og Listasafn Reykjavíkur." Kristján Þorvaldsson, ritstjóri Séð og heyrt: Fókusinn á foringjana „Spurningin er hvort sjálf- stæðismenn luma á einhverju bitastæðara vegna Línu.nets. Þeir þurfa að koma fram með nýjar upplýsingar ef þeir ætla að láta kné fylgja kviði í því máli. Skipulagsmálin verða eflaust of- arlega á baugi og frumkvæði eða frumkvæðis- leysi borgarinnar í uppbyggingunni á höfuðborg- arsvæðinu. Þegar upp verður staðið munu kjós- endur hins vegar fókusera á borgarstjóraefnin og forystumenn listanna. Slagurinn gæti orðið fjörugur ef sjálfstæðismenn ná að sameinast um foringja gegn Ingibjörgu Sólrúnu. Hvort Bjöm Bjarnason tekur slaginn, Bolli í Sautján eða Inga Jóna verður að koma í ljós.“ Sverrir Hermannsson, formaður Frjálslynda flokksins: Sparðatíningur í innansveitarkróníku „í þeirri innansveitarkróníku sem borgarmálin eru stendur margt upp úr. Skóla-, heilbrigðis- og skipu- lagsmál - og auðvitað fjármál borg- arinnar, þar á meðal mál Línu.Nets sem mér finnst nokkuð glannafengið. Einnig finnast mér fráleitar hug- myndir manna að láta sér detta í hug að byggja hótel yfir fomar rústir í Kvosinni, sem jafnvel kunna að vera rústir landnámsbæjar Ingólfs Arnarsonar. Frjálslyndi flokkurinn mun kynna sína stefnu og lista i borginni fljótlega eftir áramót. Helstu kosningamálin munu ann- ars myndast milli þeirra tveggja póla sem Reykjavikur- listinn og Sjálfstæðisflokkurinn eru, þó mér finnist annars margt af því sem minnihlutinn hefur verið að gagnrýna vera háífgerður sparðatíningur." Ættjarðarástin þar og hér Mannkynsfrelsarar hafa það hver eftir öðrum að þjóðríkið sé dautt. Gáfu- menn sem voru að springa utan af smitandi sjálfsáliti héldu hinu sama fram um skáldsöguna á liðinni öld. Um þá skoðun má segja svipað og Galileo um sína kenningu þegar dómstóll fyrirskipaði að hann skyldi éta hana ofan í sig: „Hún snýst samt“. Svo rammt kveður að áróðrin- um um ótímabæran dauða þjóðríkisins að jafnvel er talið að það hafi aldrei verið til. Samkvæmt því hefur aldrei nein sjálfstæðisbarátta þjóða verið háð. Marx-Lenínistar kunna góð skil á þessum fræðum og skal vísað til þeirra um nánari skýr- ingar. Húgsjónin um afnám landamæra og mjúkt hernám markaðsins er fögur og tælandi og á sér hljómgrunn meðal þeirra sem betur mega og hafa aldrei nóg lífsrými. En svo undarlega sem það kann að hljóma kæra markaðsmenn sig aldrei um að eiga viðskipti við eða fjárfesta nema í ríkj- um með strangt afmörkuð landamæri og styrka stjórnar- hætti. Skáldsagan um að þjóðríkið sé dautt er furðu lífseig þótt í henni séu þversagnir sem liggja í augum uppi en kalla ekki á umræðu. Ástæðan er sú að pólitisk rétthugsun hefur ákveðið að svo sé, rétt eins og dómstóllinn sem vissi miklu betur um gang himintungla en rugludallurinn Galileo sem af- neitaði fullvissu mestu gáfu- og menntamanna síns tíma um eðli heimskringlunnar sem löndin og rikin hvila á. Risaveldið Bandaríkin er hin mikla fyrirmynd allra sem aðhyllast lýðræði og alfrjálsan markað. Þar búa kynþættimir í sátt og samlyndi, á yfirborð- inu að minnsta kosti, og þjóða- brotin sem þangað fluttu brut- ust undan nýlendukúgun og sameinuðust um sína góðu stjórnarskrá og. fána. Oddur Olafsson skrifar: uppi að þjóðremban er meira áberandi þar vestra en sæmilegt þykir í sið- menntuðum löndum. Banda- ríkjamenn guma af yfirburð- um sínum á öllum sviðum og heimta leynt og ljóst að aðrar þjóðir taki þá til fyrir- myndar, enda vantar ekki auðmýktina gagnvart þeim af viðhlæjendum. Fánadýrkun Ameríkana er með þeim eindæmum að leita verður til traustra fá- stjórnarríkja til samanburð- ar. En þar þurfa þegnarnir sí og æ að sýna stjórn og þjóð hollustu sína með merkjanlegum hætti. Þjóðholl- ustan sem gaus upp eftir 11. sept. á sér miklu dýpri rætur en árásin á Bandaríkin olli. Að vera sannur föð- urlandsvinur er þegnleg skylda Minnlhlutinn í borgarstjórn beinir spjótum sínum aó meirihlutanum vegna málefna Línu.Nets en búast má vió aö mörg fleiri mál verði í brennidepli. Hver gætu þau helst oröiö? Lofleg þjóðremba Hvort sem litið er á Banda- ríkin sem þjóðríki eða eitt- hvað annað liggur í augum Fánadýrkun Amerikana er með þeim ein- dœmum að leita verður til traustra fá- stjómarrikja til samanburðar. En þar þurfa sem nú eru orðin voidug þegnarnir sí og æ að sýna stjóm og þjóð hvers Bandaríkjamanns og er oft til þess vísað í pólitískum áróðri, kvik- myndum og hvers kyns umræðu. Af sjálfu leiðir að Bandaríkin eru fyrir Bandaríkjamenn, hvaðan sem þeir eru ættaðir að langfeðratali. Að kyrja að Þýskaland sé öllu æðra er fyrirlitlegt, enda bannað. En að Bandaríkin séu öðrum ríkjum meiri og betri er sjálfsögð skoðun og ekkert er eðlilegra en að halda henni fram af heilum hug og djörfung. í Evrópu er þjóðerniskennd talin vottur um sjúklegt hugarfar og ætt- jarðarsást er úrelt hugtak sem engin óbrengluð og meðvituð manneskja lætur í ljósi. í Bandaríkjunum aftur á móti slá allir pólitíkusar sér á brjóst og út- hrópa ást sina og tryggð við fóður- landið og það er óhugsandi að fara í framboð hvort sem er til skólanefnd- ar eða forsetaembættis nema veifa þjóðfánanum og sýna og sanna að við- komandi sé sannur „pat- riot“. Lýöræöisást Hver evrópskur stjórn- málamaður sem vísar vel- vilja til ættjarðar sinnar og telur sig eiga einhvers konar frumburðarrétt til gæða hennar er úthrópað- ur sem óvinur mannkyns- ins og ekki í húsum hæf- ur. Þegar danskir kjósend- ur veita flokkum sem vilja þrengja innflytjenda- löggjöf brautargengi ær- ast sænskir ritstjórar og vísa Danmörku umsvifa- laust úr samfélagi þjóð- anna. En ekki eru gerðar at- hugasemdir við enn strangari reglur í Banda- rikjunum um sama efni - eða vel vopnaða landamæravörslu og að fólk er rekið nauðugt í stórum stil út fyrir banda- ríska lögsögu. Og í þokka- bót fá Bandaríkjamenn að virða og elska ættjörðina. Hvers vegna Evrópu- menn mega hvorki til- heyra þjóðum né eiga ætt- jörð vita blómabömin ein og einoka alla skoðana- myndun í anda pólitískrar ^ hollustu sína með merkjanlegum hœtti. rétthugsunar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.