Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2001, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2001, Blaðsíða 24
36 MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 2001 Tilvera I>V 1 í f 1 Ö ■ MANNAKORN A GAUKNUM Mannakorn mætir á Gauk á Stöng í kvöld. ■ PÁLL RÓSINKRANS í BORGARLEIKHUSI Páll Rósinkrans heldur útgáfutónleika í kvöld í Borgarleikhúsinu og kynnir Your song, kl. 20. Meö honum spila margir af fremstu hljóöfæraleikurum landsins, alls 9 manna hljómsveit. ■ GRAS Á VÍDALÍN Hliómsveitin Gras heldur tónleika á Vídalín í ★ kvöld. Hana skipa: Tena Palmer, söngur, Dan Cassidy, fiöla, raddir, Guömundur Pétursson, gitar, KK, gítar og söngur, Magnús Einarsson, mandólín, gítar, raddir, og Jón Skuggi, bassi Lelkhús ■ VIRGINIA WOOLF I kvöld sýnir Þjóöleikhúsiö Hver er hræddur viö Vlrginíu Woolf? kl. 20. Síðustu forvöð ■ MYNDIR UR BARNABOKUM Sýningu á myndum úr barnabókum lýkur i dag. í Norræna húsinu eru sýndar 15 frumteikningar úr þekkt- ustu barnabókum Svía (bækur sem einnig eru til í íslenskri útgáfu). I Borgarbókasafni Reykjavíkur, Gróf- arhúsi, er hins vegar aö finna teikn- ingar úr íslenskum barnabókum. Fyrirlestrar ■ BJARGRAÐ UNGLINGA Sigrún Sveinbjörnsdóttir, lektor í HA, heldur fyrirlestur í stofu 24 í Þingvallastræti 23, Akureyri, sem ber yfirskriftina Bjargráö unglinga í blíöu og striöu. ■ LYKILUNN AÐ VELGENGNI Fundur um efniö Lykillinn aö velgengni á vinnumarkaði veröur I Hátíöasal Háskólans kl. 16 í dag. ■ ERU KÚABÆNDUR SKILVIRKIR Svelnn Agnarsson hagfræðingur kynnir athugun sína á skilvirkni í mjólkurframleiöslu á Aragötu 14 í dag, kl. 16.00. ■ ÞRETTÁN PAGAR Á ÖRÆFUM Feröafélag Islands heldur kvöldvöku í FÍ-salnum í kvöld kl. 20.30. Grétar Eiríksson og Tómas Einarsson rekja sögu í máli og myndum frá ferö 1944 þvert yfir hálendi íslands. Einnig veröur myndagetraun. Sýningar ■ SÝNING UM BJÖRGU C. Maöur, lærðu aö skapa sjálfan þlg heitir sýning um Björgu C. Þorláksson í Þjóðarbókhlóöunni. Hún er á vegum Kvennasögusafnsins. ■ MÁLVERK í UNIQUE Eva Dögg Þorsteinsdóttlr sýnir málverk í Hár og sýningarhúsinu Unique, Laugavegi 168. í þeim er bæöi mannlíf og landslag. ■ HÖR, PERLUR OG KAFFI Hór, perlur og kaffl er heiti nýrrar textíllínu sem sýnd er á Kaffitári á 1. hæð KriQglunnar. Þaö er Arnþrúöur Ósp Karlsdóttir sem hefur hannaö hana. Sjá nánar: Lífið eftir vinnu á Vísi.is Það er vitað að hægt er aö gera ódýrar kvikmyndir á Islandi meö digitaltækni og áhugaleikurum og þar sem nokkrir aðrir aðilar gera allt annaö sem þarf. Hvort eigi að sýna slíkar myndir í stærsta kvik- myndahúsi landsins er aftur á móti vafasamt. Kvikmynd Böðvars Bjarka Péturssonar, Gæsapartí, er kvikmynd sem gerð er eins ódýrt og hægt er og ber þess rherki, þó ekki eingöngu á neikvæðan hátt. Hún er sambland af spuna og æföum leik sem í einstaka atriðum er vel heppnuð blanda. 1 sannleika sagt kom mér á óvart hversu vel hefur tekist meö að láta atburðarásina ganga upp því ekki er myndin „klippt" að neinu marki. Á undanförnum árum hafa steggja- og gæsapartí færst í vöxt þar sem vinir eða vinkonur halda parti fyrir eitt úr hópnum sem er að fara að gifta sig. Hafa gengið ýmsar sögum um fáránleikann í þessum samkvæmum eða uppákomum. Það er eins og skylt sé að koma viðkom- andi persónu í sem frumlegast um- hverfi og gera saklaust (að mati þeirra sem að uppákomunni standa) grín að viðkomandi. Þetta er í raun ágæt hugmynd fyrir kvikmynd, Freyja Hefur hér orðið fyrir prakkaraskap vinkvenna sinna. kannski ekki i fullri lengd, en góð hugmynd samt. Böðvar Bjarki Pétursson, sem er framleiðandi og leikstjóri Gæsa- partís, hefur séð húmorinn í þess- um partíum og með smáblöndu af trúarofstæki er hann kominn með skondinn söguþráð. Aðeins einn at- vinnuleikari er til staðar, Magnús Jónsson, sem leikur bróður tilvon- andi brúöar, mann sem um leið og hann reynir að telja systur sína á að fara heim og vera ekki í slagtogi með þessum „dræsum“, kvikmynd- ar alla atburði og fellur svo fyrir holdsins freistingum við fyrsta tækifæri. Þá erum við komnir að vinkonuhópnum sem tekur á leigu Módel Venus við Borgarnes og held- ur heljarinnár partí þar sem skemmtiatriðin eru tveir karldansarar, sem fækka fótum þeg- ar gleðin stendur sem hæst. Stúlkurnar eru allar að því ég best veit áhugaleikarar og hafa sjálf- sagt ekki leikið í kvikmynd áður. Þær komast samt ótrúlega vel frá sínu og er ekki laust við að upp í huga manns komi að sýningu lok- inni sú spurning hvort þær hafi „verið í glasi“ meðan á partíinu stóð. Hvað sem því líður þá er þetta hinn fjörugasti hópur sem klæmist eins og verstu sjómenn og þegar líða fer á nóttina saknar þess að ekki eru til staðar karlmenn til að taka með sér í rúmið. Freyja, sú sem er að fara að gifta sig, sveiflast á milli þess að hætta við giftinguna og hlakka til hennar og tekur afdrifa- ríka ákvörðun i lokin. Þetta er fyrsta kvikmynd Böðvars Bjarka í þessu formi sem hann ætl- ar að gera og þó allt sé ekki eins og það á að vera og tónlist sem notuð er fellur illa að mynd þá er þetta merkilegt framtak hjá honum og aldrei að vita nema hann detti nið- ur á hugmynd sem síðan blómstrar í þeim þrönga stakki sem hann sníð- ur sér. Ný mynd um Megas Ný heimildarmynd um Megas verður sýnd í kvöld í Nýlistasafninu að Vatnsstlg 3b. Myndin er sýnd í tengslum við sýninguna Omdúrman Margmiðlaður Megas í Nýló sem stendur yfir í safninu um þessar mundir en lýkur 30. nóvember. Sýning heimildarmyndarinnar hefst kl. 21.00. * Tónlist Vil leyfa fólki aö kynnast mér aðeins - segir Diddú sem er bæði komin út á bók og nýjum diski K „Það er ekkert aðgerðaleysi þannig að maður sitji og nagi á sér neglum- ar,“ segir Diddú hlæjandi þegar hún er spurð um helstu viðfangsefnin þessa dagana. „Ég var að syngja á tvennum lokuðum tónleikum nú um helgina og svo verða Kaldalónstón- leikar í Salnum á fullveldisdaginn, 1. des. Það er siður i Salnum að tileinka einu íslensku tónskáldi þann dag og Sigvalda Kaldalóns verða gerð skil nú í ár. Við rétt náum að ljúka þessu áður en aðventan brestur á en þá hefst tónleikahald mikið. Ég verð til dæmis með Söngsveitinni Fílharmón- íu í Langholtskirkju og svo er árviss viðburður að syngja jólatengt pró- gramm með blásarasextett hér í sveit- inni minni, Mosfellsdal." Ágætt að taka til í hugskotinu - Er svo ekki nýkomin út ævisagan þín þótt þú sért enn komung? „Jú, ég er að leyfa fólki að kynnast mér aðeins og vona að ævin sé ekki öll þótt maður tappi aðeins af því sem á dagana hefur drifið. Það er ágætt að taka til í hugskotinu stundum. Mér finnst fólk hafa fengið dálítið yfir- borðskennda mynd af mér en þarna fær það að vita úr hvaða jarðvegi ég er sprottin, hvað það er sem hefur mótað mig og gert mig að þvi sem ég er. Svo er sagt frá ýmsu sem ég hef upplifað því ég er auðvitað búin að lenda í ýmsum ótrúlegum ævintýrum það sem af er. Ævisaga er ekki alveg rétta orðið. Oft eru skrifaðar bækur um fólk í blóma lífsins og lífslistina." - Já, listina segirðu - er ekki kom- inn út nýr diskur með þér líka? „Jú, þetta em lög sem ég hef aldrei gert almennilega skil fyrr, íslensk ein- söngslög. Anna Guðný Guðmunds- dóttir er undirleikari minn á diskin- um, ásamt fleirum. Sum lögin eru í öðruvísi búningi en þau hafa áður verið. Tónskáldin okkar hafa samið falleg einsöngslög en á ákveðnum tíma var undirspilið ekki eins úthugs- að. Við erum aðeins að fylla upp i þær eyður.“ - Hvar er þessi diskur í röðinni hjá þér? „Bíddu, nú þarf ég að telja. Jú, hann er númer sex í röð einsöngs- diska. Þeir hafa verið mjög ólíkir, vægast sagt.“ Bíogagnryni Söngfuglinn Diddú „Nú fær fólk að vita úr hvaða jarövegi ég er sprottin. “ DV-MYND E.ÓL. Líkast því að vera á popptónleikum - Heyrðu, þú varst í Kína um dag- inn. Hvernig var? „Það var ótrúlegt ævintýri. Þetta var í tengslum við tónlistarhátíð í Peking og líka 30 ára vináttuafmæli landanna, Kína og íslands. Við Anna Guðný fengum þama að koma fram í tónleikasal Forboðnu borgarinnar i Peking sem er heimur út af fyrir sig og það var stórkostlegt að syngja fyrir Kínverja. Þeir eru miklir óperuaðdá- endur og þá þyrstir í músík frá Vest- urlöndum enda létu þeir ánægju sína óspart í ljós. Það var gífurleg stemn- ing. Líkast því að vera á popptónleik- um.“ - Fórstu á kínverska tónleika? „Nei, en ég heyrði hóp kínverskra listamanna spila á þjóðleg hljóðfæri og syngja lög á sinn hátt. Kínversk tónlistarhefð er svo ólík okkar en mér finnst hún mjög heillandi. Ég er svo hrifm af arfleifð Kínverja og mig þyrstir í kínverskar bókmenntir, kvikmyndir og tónlist. Þetta land er magnað. Auðvitað upplifði ég bara smáögn af því sem það hefur upp á að bjóða en það var frábært fá að minnsta kosti þefinn af því.“ Piparkökurnar æ skrautlegri - Heim aftur. Er nokkuð kominn smákökuþefur í Mosfellsdal? „Nei, en ég er farin að gramsa í uppskriftunum! Mér finnst tilheyra að fá bökunarilm í húsið um það leyti sem aðventan byrjar. Við bökum tvær sortir hér. Leggjum mikinn metnað í piparkökurnar enda verða þær skrautlegri með hverju árinu." Þess má geta að hin sortin sem Diddú bakar eru ekta ítalskar anískökur og við fáum að sjá upp- skriftina í blaðinu Föndur og bakstur sem fylgir DV í dag. -Gun Rússíbanar - Gullregnið ★ ★ Leitað fanga í austri Það kennir ýmissa grasa á hinum nýja geisladiski Rússibana. Eins og áður, og kannski dálítið meira en áður, er leitað nokkuð fanga í aust- urátt. Yfirbragð tónlistarinnar er austur-evrópskt að miklu leyti og komið við í Miðausturlöndum. Ekki er laust við að kenni takta frá dönsku hljómsveitinni Baazar og jafnvel dettur manni í hug Ivo Papa- sov og hljómsveit hans. Og í sumum tilvikum er eins og hlustandinn sé næstum því kominn inn í kvikmynd eftir Emir Kusturica. Rúmbulagið Brejero er líka með austrænum svip enda eftir Nazareth. Ungverskur dans eftir Brahms og La danza eftir Rossini falla vel að öðru efni sem og hið nokkuð útjaskaða Hava nagela. Annað gamalkunnugt lag er Aldrei á sunnudögum eftir Hadjidakis hinn griska. Þessari músík fylgir mikil lífsgleði og fjör þrátt fyrir molltóntegundir. Tregann er helst að finna í lagi númer 8, Nigu, og kaflaskiptu lokanúmeri en þó gægist hann líka aðeins inn i öðrum ópusum. Einar Kristján Einarsson leikur á gítar, Guðni Franzson á klarínettu, sax og didgeridoo, Jón Skuggi á kontrabassa, Tatu Kantona á harm- oniku og Matthías Hemstock hefur tekið sess Kjartans Finnssonar sem trommu- og slagverksleikari. Þeir eru allir hæfileikamenn í meira en meðallagi og fara létt með að koma hinum flnustu blæbrigðum dansanna listavel til skila. Það er ekki á allra færi. Eyþór Gunnarsson stjórnaði upptökum og hljóðbland- aði með Jóni Skugga. Ingvi Þór Kormáksson Háskölabíó - Gæsapartí ★ * Hressar stelpur Hilmar Karlsson skrifar gagnrýni um kvikmyndir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.