Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2001, Blaðsíða 28
Aðeins kr. 1.050.
> o
°o
Útiljós
Rafkaup
Ármúla 24 • S. 585 2800
Lokun Samvinnuferða-Landsýnar áfall fyrir ferðaþjónustu:
Einstætt gjaldþrot
- neytendur munu að fullu fá skaðann bættan
„Ég man ekki að það hafi
gerst i seinni tíð að aðili sem
stundar innflutning á ferða-
mönnum hafl lent i svona
hremmingum," sagði Magn-
ús Oddsson ferðamálastjóri í
samtali við DV í morgun
vegna gjaldþrots Samvinnu-
ferða-Landsýnar. „Það sem
nú skiptir mestu máli er að
þessi viðskiptasambönd glat-
ist ekki sem fyrirtækið hefur
stofnað til,“ sagði Magnús.
70 manns missa vinnuna í gjald-
þroti Samvinnuferða-Landsýnar en
Héraðsdómur mun væntanlega
skipa skiptastjóra í þrotabúinu í
dag. Að sögn Guðjóns Auðunssonar,
framkvæmdastjóra fyrirtækisins,
var enginn rekstrargrundvöllur
lengur fyrir hendi. Röð ófyrirséðra
atburða hafi valdið gjaldþrotinu
þótt róttæk endurskipulagning hafi
verið farin að skila mikifli hagræð-
ingu.
■
Jóhannes
Gunnarsson
Ljóst er að stöðvun SL
hefur slæm áhrif á íslensk-
an ferðaiðnað í heild þar
sem fyrirtækið hefur á
undanförnum árum byggt
upp öflugt og gott samstarf
við innlenda og erlenda
ferðaþjónustuaðila. Fyrir-
tækið er rúmlega 20 ára
gamalt og næststærsta
ferðaskrifstofa landsins.
Magnús Oddsson segir að
ekki séu mjög margir á þessum
markaði og þegar einn hverfi af
sviðinu sé geysilega mikilvægt að
aðrir nái samböndunum þannig að
markaðurinn glatist ekki.
Hundruð íslendinga áttu bókað
far með Samvinnuferðum á morgun
til Dyflinnar en ekkert verður af
þeirri ferð. Þeir sem skaðast vegna
gjaldþrotsins og þurfa að leita réttar
síns eiga að hafa samband við sam-
gönguráðuneytið til að fá endur-
greiðslu á farmiðum en tryggingar
ferðaskrifstofunnar munu að
óbreyttu bæta tjón viðskiptavina
fyrirtækisins, að mati formanns
Neytendasamtakanna, Jóhannesar
Gunnarssonar. „Það er lán í óláni
að þessi stóra ferðaskrifstofa verði
gjaldþrota á þessum árstíma en ekki
að sumri til. Það hefði getið kaflað á
aukin eftirmál en mér sýnist að
samgönguráðuneytið sé sammála
Neytendasamtökunum um að þetta
verði bætt að fullu. Neytendur skað-
ast ekki,“ segir Jóhannes.
DV náði í Hafþór Hafsteinsson, for-
stjóra Atlanta, í Zúrich í morgun en
Atlanta hefur flogið fyrir Samvinnu-
ferðir frá árinu 1992. Hafþór sagði að
beint tjón félagsins væri 31 milljón
króna vegna gjaldþrots Samvinnu-
ferða og þar af næmu flugvallarskatt-
ar fyrir nóvembermánuð 5,8 milljón-
um. Hafþór sagði að Flugfélagið hefði
fyrst frétt af gjaldþrotinu í gær en vél
frá Atlanta átti að flytja farþegana til
Dublin á morgun. -BÞ
Nýjar skýringar Níelsar Ársælssonar á Bjarma BA:
Segir brottkastið selbitið
- sviptur veiðileyfi af Fiskistofu
Fiskistofa hefur svipt bátinn
Bjarma frá Tálknafirði veiðileyfl
frá 1. desember og til 25. janúar
vegna brottkasts. Ákvörðun um
sviptingu byggist meðal annars á
því að Níels Ársælsson hafi viður-
kennt í DV 12. nóvember að
myndir af brottkasti sem sýndar
voru í Sjónvarpinu 10. nóvember
hafi verið teknar um borð í
Bjarma.
í viðtölum við fjölmiðla hefur
Níels geflð margar og misvísandi
yfirlýsingar um hvort hann hafi
hent afla eða ekki. í skýringum til
Fiskistofu segir hann að fiskur-
inn sem hent var í veiðiferðinni,
þegar sjónvarpsmenn voru með í
för, hafi verið selbitinn. Skv. lög-
um má henda skemmdum fiski.
Með þeirri skýringu fer Níels enn
einn hringinn f yfirlýsingum sín-
um. Þetta er einnig í mótsögn við
það sem Örn Sigurðsson, skip-
verji á Bjarmanum, sagði í DV i
fyrri viku; að menn hefðu verið
að henda gæðafiski.
Níels tjáði DV í gær að í ferð-
ínni sem sjonvarpsmenmmir
voru með hafi þeir á Bjarmanum
verið á veiðum á Kópanesrifjum.
„Það em margra alda þekkt sela-
látur út af Kópnum sem er milli
Tálknafjarðar og Arnarfjarðar,"
sagði Níels. Aðspurður hvort mik-
ið hefði verið af sel á þeim slóðum
í vetur sagðist Níels ekki vita það.
„Ég stunda ekki dráp á svoleiðis
dýrum. En það kemur fyrir að við
ifáum selbitinn fisk í veiðarfær-
in,“ sagði hann.
-sbs
Biðlistana burt
Fjölmörg launþegasamtök, stéttar-
félög og aðildarfélög Þroskahjálpar
hafa tekið sig saman og berjast fyrir
þvi að biðlistum fatlaðra eftir búsetu
verði eytt. Talið er að um 800 milljón-
ir þurfi til að leysa vandann varð-
andi þá. í Reykjavík eru um 114
manns á biðlistum eftir búsetu sam-
kvæmt nýlegri samantekt. Umrædd
samtök munu auglýsa í flölmiðlum
þar sem þau hvetja til að biðlistunum
verði eytt. Auglýsingamar munu
w* birtast næstu daga eða a.m.k. fram til
3. desember næstkomandi en þá er
alþjóðadagur fatlaðra. -JSS
Barðaströnd:
Skólastjóri á
músaveiðum
- á skrifborðinu
„Ég hef sett fellur á skrifborðið
mitt og að jafnaði lenda um fjórar
mýs í þeim á sólarhring. Músagang-
urinn er mikill um alla sveit,“ segir
Torfi Steinsson, skólastjóri Birki-
melsskóla á Barðaströnd, en hann
ásamt nemendum og kennurum er
orðinn leiður á músaganginum í
skólanum. Torfi kveður hátt í hund-
rað mýs hafa endað í fellunum á
borði sínu. „Ég vinn stundum á
kvöldin og þarf ekki annað en að
skreppa fram til að þær skjótist upp
á borðið," segir Torfi.
í skólanum eru átján nemendur
og taka þeir að sögn Torfa fullan
þátt í að berjast gegn músafaraldr-
inum. „Þau eru dugleg að smíða afls
kyns gildrur og eru ekki vitund
hrædd við mýs. Þetta er hins vegar
farið að verða svolítið hvimleitt og
við vonum að þessu fari að linna,“
segir Torfl. Músagangur þykir með
mesta móti á Vestfjörðum þennan
veturinn og rekja menn ástæðurnar
einkum til snjólétts vetrar í fyrra og
hlýindasumars í kjölfarið.
-aþ
/
/
/
/
Landspítali - Háskólasjúkrahús:
biðlistar
- hefur sigið a ogæfuhliðina í tvö ar
„Á skurðsviði Landspítalans hafa
biðlistar lengst i bæklunarlækning-
um, almennum skurðlækningum og
augnlækningum," sagði Jónas Magn-
ússon, yfirlæknir og sviðsstjóri á
skurðsviði spítalans, aðspurður um
stöðu biðlista nú.
Hann kvaðst ekki hafa nýjustu töl-
ur handbærar en samkvæmt saman-
tekt Landspítalans voru 470 á biðlista
eftir almennum skurðlækningum í
september sl„ 707 biðu eftir augnað-
gerðum og 668 eftir bæklunarlækning-
* um. Jónas sagði ástæðu þessa tví-
þætta.
„Við höfum verið að sameina deild-
imar, færa þær til og byggja upp nýj-
ar aðgerðalínur sem ekki eru komnar
alveg í gang. Hins vegar setti sjúkra-
liðaverkfallið þá framleiðslu sem fyr-
irhuguð var alveg út.“
Jónas sagði að hægt og rólega hefði
verið að síga á ógæfuhliðina á biðlist-
unum síðastliðin tvö ár.
„Við gerum ekki eins margar að-
gerðir eins og beðið er um að við ger-
um,“ sagði hann. „Spítalinn fær fasta
tölu í fjárveitingar. Þjóðin eldist eins
og lög gera ráð fyrir og við höfum
fleirum að sinna. Þá koma fleiri bráð-
veikir sjúklingar. Þetta segir tölfræð-
in, svo ekki verður um villst.
Hins vegar hækkar lyfjaverðið um
10-15 prósent á ári. Nánast allt sem
við notum hér á spítalanum er keypt
frá útlöndum sem þýðir að við erum
að kaupa dýrari aðfóng heldur en
flestir. Núna hefir veiking krónunnar
farið afar illa með spítalann því 30
prósent af fjárveitingunni fara til
kaupa á aðfóngum. Þau hafa hækkað
miklu meira nú heldur en áður.“
Jónas sagði að samkomulag væri í
þjóðfélaginu um að bráðaþjónusta
gengi fyrir. Vegna aukins kostnaðar
við innkaup lyíja og launagreiðslur
yrði því alltaf minna og minna eftir til
að kosta valþjónustuna. Þess vegna
væru lækningastöðvar að spretta upp
eins og gorkúlur fyrir utan spítalann.
Þær byggðust allar á handlækningum,
litlum skurðaðgerðum sem kæmust
ekki inn hjá Landspítalanum, því
hann hefði ekki svigrúm til að sinna
meiru en stærri aðgerðum. Hinu
mætti ekki gleyma að ríkið borgaði
allar aðgerðir, hvort sem þær væru
gerðar á Landspítalanum eða á stofu
úti i bæ.
-JSS
MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 2001
Eldgos á hreinu
„Það mun verða eldgos á Reykja-
nesskaganum, það er alveg á hreinu.
Það sem bæði jarðfræðingar og leik-
menn hafa síðan áhuga á að vita er
hvar og hvenær slíkt gos verður," seg-
ir jarðeðlisfræðingurinn Ari Trausti
Guðmundsson.
„Ljóst er að sumar byggðir á þétt-
býlasta svæði landsins eru óþægilega
nálægt virkum skjálftasprungnum
eldstöðvakerfum gosbeltanna fjögurra
á Reykjanesskaga, eða nálægt mis-
gömlum gossprungum í þeim.
- Sjá nánar fréttaljós bls. 8 og 9.
-HKr.
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
Snjókarlinn fullbúinn
Snjórinn í höfuöborginni gleöur yngstu kynslóöina og snjókarlar algeng sjón í göröum. Lilna Björg, sem er ættuö frá Æ
Eistlandi, bjó til þennan myndarlega snjókarl sem stendur viö Reynimel í vesturbænum.
SLIND ER
BÓKLAUS MÚS!
FRJALST, O H A Ð DAGBLAÐ
FRÉTTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notaö I DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
JÓLAKQRTf DAGAT0L 0G LJ0SMYNDAB
US FRA 12 • 16 A LAUGARDÖGUM í NÓV-DE
YJARVIDDIR.IS LAUGARNESVEGI 11
Enn lengjast