Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2001, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2001, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 2001 DV Utlönd u Harðar loftárásir Bandaríkjamanna á síðasta vígi talibana í Afganistan: Árásum beint að bækistöðvum Mullah Omars í Kandahar Að sögn talsmanns Bandaríkjahers gerðu bandarískar sprengjuílugvélar í gær harðar sprengjuárásir á bæki- stöðvar talibana suðaustur af borg- inni Kandahar, siðasta vígi talibana í Afganistan, eftir að leynilegar upplýs- ingar höfðu borist um að Mullah Muhammed Omar, ieiðtogi talibana, væri líklega staddur í bækistöðvun- um. Fram kom að sprengjurnar hefðu hitt en engar upplýsingar um mann- fall, né staðfesting á þvi að Omar hefði verið á staðnum. Árásirnar munu hafa verið gerðar aö skipun Donalds Rumsfelds, sem var i heim- sókn í höfuðstöðvum bandaríska hers- ins í Flórída, og að hans sögn er nú verið að kanna ástandið. Mullah Abdul Salam Zaeef, fyrrum sendiherra talibana í Pakistan, sagði aftur á móti í útvarpsviðtali eftir árásirnar að Mullah Omar væri heill á húfi eftir árásirnar. „Enginn æðstu foringja okkar, hvorki Omar né nokkur annar, voru í bækistöðvunum REUTER-MYND Sprenging í Róm Slökkviliösmenn í Róm og neyöar- sveitir vinna viö fjölbýlishúsið þar sem gassprenging varö i gær. Gassprenging í Róm kostaði fjóra menn lífið Gífurleg sprenging af völdum gasleka sem varð í fjölbýlishúsi í einu úthverfa Rómar, höfuðborgar Ítalíu, í gær kostaði fjóra menn líf- ið, þar af þrjá slökkviliðsmenn. Að sögn embættismanna slösuðust rúmlega þrjátíu manns. Fjórði slökkviliðsmaðurinn ligg- ur í dái og telja læknar litlar likur á að hann muni ná sér. Allt að fjög- urra manna var enn saknað í gær- kvöld. Héraðsstjórinn í Róm sagði i við- tali við fréttamann Reuters að gasleki neðanjarðar hefði valdið sprengingunni og að fjöldi slökkvi- liðsmanna hefði verið á staðnum. íbúar hverfisins höfðu kvartað yf- ir mikilli gaslykt í gærmorgun. Hótun Bush er bara brandari Richard Butler, fyrrum yfirmað- ur vopnaeftirlits Sameinuðu þjóð- anna í Irak, kallaði hótun Georges W. Bush Bandaríkjaforseta í garð stjórnvalda í Bagdad „brandara frá Texas“. Butler sagði að Bush yrði að vera skýrari í tali þar sem aug- ljóst væri að írakar ættu gjöreyð- ingarvopn. Bush krafðist þess á mánudag að írakar hleyptu vopnaeftirlitsmönn- um aftur inn í landið, þar sem gjör- eyðingarvopn væru á lista yfir skot- mörk í stríðinu gegn hryðjuverka- mönnum. Var litið á þau orð sem hótun um að næst yrði ráðist á írak ef Saddam Hussein forseti léti sér ekki segjast. Butler sagði að núverandi vit- neskja réttlætti aðgerðir gegn Saddam Hussein. á ftj F ~ ■ fjlMMKgglMÍB 'wgzM Leitin að bin Laden að hefjast Bardarískir sérsveitarmenn á flugmóðurskipinu Penelíu, sem staösett er á Persafióa, stinga saman nefjum áöur en haldið er á slóöir bin Ladens i suöurhiuta Afganistans. sem urðu fyrir árásunum," sagði Zaeef. Spurður um bin Laden, sagðist Zaeef ekkert vita um hann og engar upplýsingar hafa fengið um verustað hans. Rumsfeld sagði að leitin að bin Laden væri að hefjast. „Við munum þrengja verulega að þeim á næstu dögum, þannig að þeir eigan enga undakomuleið." Að sögn Maulvi Abdullah, tals- manns talibana í bænum Spin Boldak, nálægt landamærum Pakistans, sem talibanar hafa enn á sínu valdi, voru harðar loftárásir gerðar á flutn- ingaleiðir að bænum í nótt, þar sem fjöldi ökutækja talibana var eyði- lagður. Óstaðfestar fréttir segja þó að um 5000 hermenn pashtúna hafi gert innrás í bæinn og hertekið hann. í gær tókst loks að bæla niður fangauppreisnina í Janghi-virki og lauk henni með því að þeir sem lengst héldu út voru drepnir í skriðdreka- skothríð, eftir þriggja daga úthald sem kostaði hundruð talibana lífið. „Konungdæmi guöanna" Hinn 76 ára gamli Nek Chand, frá borginni Chandigarh í Noröur-lndlandi, situr hér meöal tistaverka sinna i „Rock Garden", sem opnaöur var áriö 1976 í útjaöri borgarinnar. Chand á heiöurinn aföllum styttunum í garöinum, sem að mestu eru búnar til úr gömlu drasli, eins og ryöguöum tunnum, brotnum leirmunum og jafnvel klósettsetum sem Chand hefur fundiö á viðavangi oggert úr því „konungdæmi guöanna“ eins og hann kallar listaverkin sín. Ný stjórn Danmerkur er tekin til starfa: Anders Fogh segir ráðherrana verða að standa sig í stykkinu Anders Fogh Rasmussen, forsæt- isráðherra Danmerkur, kynnti nýja minnihlutastjóm Venstre og íhalds- flokksins í gær og sagði við það tækifæri að ætlast væri til að ráð- herrarnir stæðu sig i stykkinu. Átján ráöherrar eiga sæti í nýju ríkisstjórninni, þremur færri en í fráfarandi stjórn Pouls Nyrups Rasmussens. Þá hafa nokkur ráðu- neyti verið lögð niður og öðrum hef- ur verið steypt saman. Tvö ný ráðu- neyti líta dagsins ljós, annars vegar ráðuneyti sem fjallar um málefni út- lendinga og hins vegar ráðuneyti Evrópumála. Ný stjórn Anders Foghs verður minnihlutastjóm og þarf því meðal annars að reiða sig á stuðning Danska þjóðarflokksins, sem hafði andúð gegn útlendingum efst á REUTERTylYND Harkan sex Anders Fogh Rasmussen, nýr for- sætisráöherra Danmerkur, líöur ekki neitt slugs i ráöherraliöinu. stefnuskránni og jók fylgi sitt um- talsvert í kosningunum á dögunum. Anders Fogh ítrekaði einarða af- stöðu stjómar sinnar í málefnum flóttamanna og innflytjenda. „Það er nauðsynlegt að draga úr straumi útlendinga til Danmerkur og einbeita sér að því að tryggja að þeir sem era hér fyrir fái atvinnu," sagði forsætisráðherrann á fyrsta fréttamannafundi sínum i gær. Nýja ríkisstjómin í Kaupmanna- höfn hefur einnig á stefnuskrá sinni að draga úr aðstoðinni við erlend riki, hækka ekki skatta, bæta þjón- ustu sjúkrahúsa landsins og veíferð- arkerfisins, meðal annars með því að lengja foreldraorlof. Þá hét Anders Fogh að fylgja var- kárri stefnu fyrri ríkisstjórnar í efnahagsmálum. Dodge Intrepid 3,3, 4 d., ssk. Skr. 5/94, ek. 69 þús. Verð kr. 980 þús. TILBOÐ kr. 780 þús. Notaðir bílar hjá Suzuki bílum hf. Suzuki Baleno GLX, 4 d., bsk. Skr. 7/97, ek. 39 þús. Verð kr. 860 þús. TILBOÐ kr. 750 þús. Suzuki Swift GLX, 5 d., bsk. Skr. 3/98, ek. 52 þús. Verð kr. 650 þús. TILBOÐ kr. 550 þús. Sjáðu fleiri á suzukibilar.is $ SUZUKI ---////.------------- SUZUKI BÍLAR HF. Skeifunni 17, sími 568-5100 Hyundai Accent Gsi, 3 d., bsk. Arg. '98, ek. 38 þús. Verð kr. 635 þús. TILBOÐ kr. 490 þús. Suzuki Swift GX, 5 d., bsk. Skr. 9/96, ek. 48 þús. Verð kr. 540 þús. TILBOÐ kr. 470 þús. Fiat Punto Sporting, bsk. Skr. 12/97, ek. 41 þús. Verð kr. 780 þús. TILBOÐ kr. 590 þús. Suzuki Baleno Wagon 4x4. '97, ek. 122 þús. Verð kr. 790 þús. TILBOÐ kr. 650 þús. MMC Lancer GLXi, 4 d., ssk. Skr. 6/97, ek. 63 þús. Verð kr. 860 þús. TILBOÐ kr. 690 þús. Opel Astra station, ssk. Skr. 3/98, ek. 32 þús. Verð kr. 1130 þús.TILBOÐ kr. 800 þús. MMC Lancer st. 4x4. Skr. 5/99, ek. 58 þús. Verð kr. 1260 þús. TILBOÐ kr. 990 þús.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.